Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 Skoðun Z>V Þjóðardýpllngup? Össur Skarphéölnsson, formaöur Samfylklngarinnar: „Tækifæriö til aö gera Ingibjörgu Sólrúnu aö forsætisráöherra er ofstórt og göfugt til aö menn geti látiö þaö hjá líöa afþröngri flokkspólitískri ástæöu.“ Magnús Erlendsson fyrrverandi bæjarfulltrúi og eldrí borgari á Seltjarnarnesi „Ætlar meirihluti kjós- enda aö lyfta í æðstu stöður þjóöfélagsins mönnum sem hugsa og skrifa sem væru þeir ómálga börn? Leiti nú hver og einn svara í smiðju sinnar samvisku." Maður er nefndur Össur Skarp- héðinsson. Fyrr á árum var mað- ur þessi ritstjóri dagblaðs sem bar heitið Þjóðviljinn. Blað þetta var í upphafi málgagn Kommún- istaflokks íslands, síðar Sósí- alistaflokksins og loks Alþýðu- bandalagsins. Blað þetta gaf síðan upp öndina eftir áratuga óstjórn í rekstri og skildi eftir sig tug milljóna króna skuldaslóð, aðal- lega við ríkisbankann, sem þá var - Landsbankann. - Með öðr- um orðum; skattborgarar þjóðar- innar máttu blæða. Því er þessi formáli, að sami Össur ritar um þessar mundir nær daglega í blað erkifjanda Þjóðviljans heitins, nefnilega Morgunblaðið. Og hvílíkar rit- smíðar! Þær fjalla nær eingöngu um svilkonu Össurar Skarphéð- inssonar. Og værum við íslend- ingar ekki í hinni Evangelísku Lúthersku kirkju, en hins vegar kaþólskir, væri téður Össur vafa- lítið búinn að leggja til við stjóm- völd að Ingibjörg svilkona hans yrði tekin í tölu dýrlinga. Tökum dæmi af skrifum fyrr- verandi ritstjóra Þjóðviljans, Öss- urar Skarphéðinssonar. - Hann skrifar: „Ævintýrin í blænum. Fyrsti skólinn, fyrsta bamið, fyrsti kossinn. Við sem kusum Vigdísi 1980 munum aldrei gleyma því. Það var eins og að eignast hlutabréf í ævintýri. Til- finningin var ólýsanleg og hverf- ur aldrei. Það sama liggur í loft- inu núna. Vorblærinn hvíslar ævintýrin. Nú getum við, góðir íslendingar, aftur breytt sögunni. Við njótum þeirra sjaldgæfu for- réttinda að eiga raunverulega möguleika á að styðja konu til að verða forsætisráðherra. Við, sem grípum það í vor munum löngu seinna geta, grá fyrir hærum, hossað litlu barnabörnunum í kné okkar og sagt með stolti; Ég gerði Ingibjörgu Sólrúnu að for- sætisráðherra á íslandi." Var einhver að brosa eða kannski hlæja? En ruglinu hjá Össuri er ekki lokið. (You ain’t seen anything yet!) Gefum hon- um áfram orðið: „Það skiptir engu hvar menn standa í pólitík, eða hvað menn hafa kosið áður. Tækifærið til að gera Ingibjörgu Sólrúnu að forsætisráðherra er of stórt og göfugt til að menn geti látið það hjá líða af þröngri flokkspólitískri ástæðu". Tóku menn eftir „stórt og göf- ugt“! - Nú myndi einhver vilja segja amen á eftir efninu, en nei, ónei. Össur Skarphéðinsson er ekki aðeins glöggur á sína vini, hann er jafnframt heiðskír og einkar skarpur á pólitíska óvini, samanber eftirfarandi: „Sjálfstæð- isflokkurinn lýsti á nýafstöðnum landsfundi einbeittum ásetningi til að leggja drög að eyðingu ís- lenska velferðarnetsins.“ En hvað segir almenningur um slík skrif? Trúir formaður ís- lensks stjórnmáiaflokks sjálfur þessum skrifum sínum? Trúir formaður stjórnmálaflokks, að það sé „einbeittur ásetningur" annars stjórnmálaflokks, þ.e. Sjálfstæðisflokksins, að „leggja drög að eyðingu íslenska velferð- arnetsins"? - Auðvitað dæma þessi skrif sig sjálf og gera jafn- framt höfundinn að athlægi allra vitiborinna manna. En bullinu er ekki lokið. Áfram er nýi dýrðlingurinn, Ingibjörg Sólrún, prísuð, ákölluð, dýrkuð og lofuö sem væri hún guðiborin vera. Gefum formanni Samfylkingar- innar aftur orðið: „Ég vil dug- mikla, sterka konu sem forsætis- ráðherra, meðal annars af því ég vil sterkar, heilbrigðar fyrir- myndir fyrir allar litlar stúlkur í íslensku samfélagi." - Er aum- ingja manninum sjálfrátt. Aðeins ein spuming: Telst sú kona fyrirmynd fyrir „allar litlar stúlkur í íslensku samfélagi" sem svíkur öll sín loforð, t.d. við sam- herja í borgarstjóm Reykjavíkur, og hleypur síðan á brott frá öllu skuldafeni borgarinnar? Stærri og brennandi sptu-ning er hins vegar þessi: Ætlar meirihluti kjósenda að lyfta í æðstu stöður þjóðfélagsins mönnum sem hugsa og skrifa sem væm þeir ómálga börn? Leiti nú hver og einn svara í smiðju sinnar samvisku. Fækkun umferðarslysa, ekkl x-D umferðinni. Dómsmálaráöherra landsins, Sólveig Pétursdóttir, hefur unniö aö því aö fækka umferðarslysum á íslandi, segir m.a. í pistlinum. Ekkl eini frambjóöandinn sem ber þreytumerki. Útkeynðup frambjóðandi Soffia Siguröardóttir hringdi: Mér fannst ekki takast nægi- lega vel upp í þættinum Sjálf- stætt fólk á Stöð 2 sl. sunnu- dag, þar sem viðmælandinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylk- ingarinnar, var tekinn fyrir; að koma sjónarmiðum frambjóð- andans á framfæri. Henni varð orða vant, t.d. á gönguferð sinni með þáttastjórnanda í miðbænum er hún var spurð (Þetta er góð spuming ,...var svarið fyrst lengi vel) en svo áttaði hún sig og klauf sig áfram eins og vanur stjórn- málamaður gerir oftast. En þetta var ekki allt. Komin heim í garðinn sinn tók ekki betra við; dauður fugl í sjónmáli og kötturinn Brandur, sem var gerandinn. Ekki sniðugt í svona þætti. Mér fannst hrein- lega þessi ofkeyrði frambjóð- andi Samfylkingarinnar vera orðinn útkeyrður og þreyttur. Og engin furða. Þetta er búið að vera ofurálag á alla fram- bjóðendur flokkanna, þá sem eru framarlega og eftirsóttir sem viðtalsefni. Ingibjörg er ekki sá eini sem hlýtur að verða „frelsinu fegin“ þegar upp er staðið. Gunnar H. Gunnarsson deildarverkfræðingur k á umferöardeild Skoðun Undiritaður flutti tillögur bæði á Umferðarþinginu 2000 og 2002, sem voru einróma samþykktar, sem gengu efnislega út á það að gerð yrði vönduð fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun um fækkun umferð- arslysa á íslandi og veitt yrði til hennar nægu fé úr ríkissjóði. Þessar tillögur voru fluttar að því gefna tilefni að núverandi dóms- málaráðherra landsins, Sólveig Pét- ursdóttir, vann að því að fækka um- ferðarslysum á íslandi um 20% fyrir árið 2000, miðað við árin 1992-1996 en náði því ekki, sbr. það að dauða- slysum fjölgaði um 25%, enda vann ráðherrann ekki eftir fjárhags- og framkvæmdaáætlun og veitti litlu opinberu fé til verkefnisins. Nú spyrja eflaust margir um það hvort aðrir flokkar hafi staðið sig eitthvað betur í umferöaröryggis- málum, hvort sami rassinn sé ekki undir þeim öllum. Því er til að svara að mjög myndarlega hefur verið staðið að þessum málum í Reykjavík undir stjóm R-listans. Unnið hefur verið eftir vandaðri og faglega vel unninni áætlun um fækkun umferðarslysa í Reykjavík, um 20% á árinu 2000, miðað við árin 1992-1996. Áætlunin stóðst og gott betur, þ.e.a.s. fækkun minni háttar slysa varð um 30%, meiri háttar slysa um 34% og dauðaslysa um 20%. R-listinn lét ekki þar við „Unnið hefur verið eftir vandaðri og faglega vel unninni ácetlun um fœkkun umferðarslysa í Reykjavík, um 20% á ár- inu 2000, miðað við árin 1992-1996 sitja því hinn 16. maí 2002 sam- þykkti borgarstjórn Reykjavíkur nýja áætlum keimlíka þeirri eldri, þar sem stefnan er sú að á árunum 2002-2007 hafi náðst 50% fækkun umferðarslysa miðað við árin 1992-1996. En hvað aöhafðist Sólveig dóms- málaráðherra á sama tíma? í stuttu máli sagt: Ráðherrann hefur ekki gengið frá og fengið samþykkta neina sambærilega áætlun fyrir ís- land í heild, enda fjöldi umferöar- slysa á íslandi í samræmi við þá frammistöðu. ísland hefur nefnilega stundum veriö með fæst dauðaslys í umferðinni innan OECD, miðað við fólksfjölda, alveg frá 1970 og aldrei aftar en í 6. sæti, ef tekin eru þrjú pg þrjú ár saman (vegna fámennis á íslandi), nema 1998-2000 (nýrri töl- ur eru ekki til), þá var ísland í 11. sæti! Fólk verður að átta sig á því að fækkun umferðarslysa er bæði hart mál og mjúkt mál. Það er hart mál að því leyti að það er mjög þjóð- hagslega arðbært að fjárfesta í auknu umferðaröryggi, þeir pening- ar skila sér til baka á örfáum árum. Það er mjúkt mál vegna þess að það verður aldrei metið til fjár, að haída fjölda þeirra í lágmarki sem látast, örkumlast eða þjást af völdum um- ferðarslysanna á ári hverju. Þessi samanburður milli R-lista og dómsmálaráðherrans kennir okk- ur að þaö skiptir máli hvemig við kjósendum verjum atkvæði okkar. Reykjavíkurlistinn náði þeim ár- angri sem að var stefnt varðandi fækkun umferðarslysa en dóms- málaráðherrann úr röðum sjálfstæð- ismanna hefur ekki náð því sem hann sagðist stefna að á því sviði. Borgarleikhúsið Borgin ekki lengu aflögufær viö listina? Bopgarleikhús úr leik Margrét Stefánsdóttir skrifar: Fjárhagsleg slagsíða er komin á Borgarleikhúsið, líkt og Leikfélag Akureyrar, sem ekki verður leng- ur starfhæft vegna þess að bæjar- samfélagið getur ekki endalaust innt fé af hendi til hinnar ýmsu starfsemi í lista- og menningar- geirunum. Borgarleikhúsið er nú að draga saman starfsemi sína en hefur þó sýnilega getu til hagræð- ingar, eins og fram hefur komið í fréttum. Já, geta leikarar einfald- lega ekki farðað sig sjáifir? Þetta urðu þeir að gera í litlu sveitarfé- lögunum hér áður fyrr og þótti sjálfsagt. En meðal annarra orða: Er nú furða þótt leikhúsin séu á fallanda fæti? Þar á leikritavalið sinn þátt (Píkusögur og annað álíka rusl!). Og hvers vegna ætt- um við að halda uppi leikhúsi á vegum borgarinnar? Er ekki nóg að ríkið gerið það? Förum bara að dæmi Akureyringa, þeir geta ekki endalaust ausiö í leiklistarpottinn og það getum við ekki heldur. Kuotaspekingan Óskar Jónsson skrifar: Maður fer nú að verða þreyttur á öllum þeim fjölda manna sem gefa sig út fyrir að vera sérstakir „kvótaspekingar" og iala til þjóð- arinnar eins og þeir eigi lífið að leysa - fyrir sig og kjósendur lika. Flestir eru þetta menn sem ekki hafa mikið til sjávarútvegs að telja, utan líklega einn, fyrrver- andi skipstjórinn í Frjálslynda flokknum, sem ég tel vera að hefna harma sinna gagnvart Sjálf- stæðisflokknum. Menn eins og Jón Magnússon lögmaður, Guð- mundur G. Þórarinsson verkfræð- ingur, hagfræðingarnir Gylfason og Möller, og samflokksmennirnir Ellert og Össur hafa tæpast nokkra reynslu af sjávarútvegi og enga af stjórnun innan hans. - þessir menn hafa að mínu mati gert þjóðinni óskunda með ábyrgðarlausu blaðri sínu. Þeir eiga ekki erindi á Alþingi. Bypgið í Rockville Hulda Ólafsdóttir skrifar: Varðandi umræðuna um Byrgið og hugsanlegan flutning þess aust- ur í sveitir er ég enn meira undr- andi núna en áður því farið er að tala um Vífilsstaði eða hluta þeirra sem rekstrareiningu ásamt býlinu Efri-Brú. Ég heyrði í Hjálmari Ámasyni í morgunþætti á Útvarpi Sögu í morgun (þriðjud.) þar sem hann segist hafa átt frum- kvæði að því að fá Rockville á Miðnesheiði fyrir starfsemi Byrg- isins. Hann ætti nú að ganga í það af alefli að fá vilyrði fyrir að Rockville yrði áfram samastaður Byrgisins. Þar er starfsemin kom- in í fastar skorður og allir una þar glaðir við sitt, að mestu leyti. Ein- hverjar landskilareglur vegna dvalar vamarliðsins (sem fer nú fækkandi) geta ekki verið sá þröskuldur að ekki sé hægt að hnika til þar um. Ég skora líka á aðra þá þingmenn í þessu kjör- dæmi að leggja þessu máli lið, að Byrgið verði áfram í Rockville. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahliö 24, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.