Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 34
34 MIÐVKUDAGUR 7. MAÍ 2003 Rpfpostur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Valgarð farinn í FH Handknattleiksmaðurinn Valgarð Thoroddsen hefur enn eina ferðina ákveðið að söðla um en á sunnudaginn skrifaði hann undir tveggja ára samn- ing við Esso-deildarlið FH. Valgarð hef- ur komið víða við á sínum ferli. Hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Aft- ureldingu en hefur einnig leikið með Val, Víkingi og ÍBV i efstu deild. Valgarð lék vel með Mosfellingum í fyrra og skoraði 84 mörk í deildinni og var með 62,7% skotnýtingu. -HBG drid og Juventus í meistaradeildinni fór fram í gærkvöld: riim Carios yiadrid meö þrumufleyg og tryggöi dýrmætan sigur Guti fagnar hér Roberto Carlos eftir að hann haföi skoraö sigurmark Real Madrid í leiknum í gærkvöld. Reuters Fyrri undanúrslitaleikur Real Madrid og Juventus í meistaradeild Evrópu fór fram á Santiago Berna- beau í Madríd i gærkvöld. Leikur- inn var hörkuspennandi frá fyrstu mínútu og fór svo að heimamenn fóru með sigur af hólmi, 2-1. Evrópumeistamir náðu forystu á 23. minútu þegar Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði af öryggi eftir fal- legan samleik við Femando Mori- entes. Real Madrid var mun sterk- ari aðilinn í fyrri hálíleik og segja má að David Trezeguet hafi jafnað metin, 1-1, á lokaminútu fyrri hálf- leiks, úr eina færi Juventus í hálf- leiknum. Ekki batnaði staðan hjá Real Ma- drid í byrjun síðari hálfleiks þegar Ronaldo þurfti að fara af leikvelli vegna meiðsla en varnarmaður Juventus, Mark Iuliano, sparkaði hann niður í fyrri hálfleiknum. Umdeilt sigurmark Það hafði þó ekki meiri áhrif en svo að á 73. mínútu skoraöi Roberto Carlos sigurmark leiksins með þrumufleyg frá vítateigshorni, óverjandi fyrir Gianluigi Buffon, markvörð Juventus. Aðstoðardóm- arinn lyfti reyndar ílaggi sínu til merkis um rangstöðu þar sem þrir leikmenn Real Madrid voru fyrir innan vöm Juventus þegar Carlos skoraöi. Hinn norski dómari leiks- ins, Terje Hauge, dæmdi þó markið gilt eftir að hafa ráðfært sig við að- stoðardómarann og komist aö þeirri niðurstöðu að leikmennimir þrir hefðu ekki haft áhrif á leikinn þótt þeir væru fyrir innan vörnina hjá Juventus. Þetta mark gæti fleytt Real Ma- drid í úrslitin i íjórða sinn á síðustu sex árum en liðin mætast í Tórínó á miðvikudaginn í næstu viku. Áttum aö sigra stærra Vincente Del Bosque, þjálfari Real Madrid, var hálfsvekktur eftir leikinn og sagði að honum hefði fundist lið sitt eiga skilið að vinna stærri sigur miðað við gang leiks- ins. „Þetta var góður leikur tveggja mjög sterkra liða. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, héldum boltanum vel innan liðsins og not- uðum kantana. Það voru því mikil vonbrigði þegar þeir skoruðu jöfn- unarmarkið undir lok hálfleiksins. Þeir náðu þá undirtökunum en mér fannst við komast inn í leikinn fljót- lega og lukum honum á finan hátt. Þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér við eiga stærri sigur skilinn. Það er hins vegar alltaf erfitt að vinna leiki á móti liði í þessum gæðaflokki og þótt við höfum for- skot núna þá ráöast úrslitin í Tórínó," sagði Del Bosque. Munum fara í úrslitin Marcelo Lippi, þjálfari Juventus, var ánægður með sína menn í og sagði eftir leikinn að hann hefði fulla trú því að þeir myndu komast í úrslitaleikinn. „Við spiluðum mjög vel í siðari hálfleik og ég hef tröllatrú á þvi að við getum snúið úrslitunum okkur í hag í seinni leiknum í Tórínó. Við þurfum að varast leikmenn Real Madrid þegar þeir sækja og passa að við fáum ekki á okkur mark en ég held að leikurinn í næstu viku verði mjög svipaður og þessi hér í kvöld,“ sagði Lippi. Mark eöa ekki mark? Mikið var talað um sigurmark Robertos Carlos en það þótti um- deilt. Lippi sagði að dómarinn hefði tekið þá ákvörðun að leikmennimir heföu ekki haft áhrif á leikinn og hann sætti sig við ákvörðun hans. Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram hjá Juventus var á því að markið hefði verið löglegt og markaskorarinn sjálfur, Roberto Carlos, tók í sama streng. „Ég held aö enginn þeirra leik- manna sem voru fyrir innan hafi haft áhrif. Þetta var löglegt mark, boltinn fór beint í netiö,“ sagði Car- los og Thuram bætti við að enginn þeirra leikmanna sem voru fyrir innan hefðu byrgt Gianluigi Buffon, markverði Juventus, sýn. -ósk Miklar breytingar á handknattleiksliöi Aftureldingar á næstu leiktíð: Fjöldaflótti og nýr þjálfani - Ólafur Björn Lárusson efstur á lista forráöamanna Aftureldingar KQRFUBOLTI J JP m Æý I Detroit-Philadelphia .....98-87 Hamilton 25, Billups 24, Okur 16 (6 frák.), Robinson 11 - Iverson 27 (8 stoðs.), Coleman 21 (8 frák.), Buckner 11 Staðan er, 1-0, fyrir Detroit Dallas-Sacramento........113-124 Van Exel 20, Nash 20 (7 stoðs.), Finley 20 - Stojakovic 26 (9 frák.), Webber 24 (6 frák., 9 stoös.), Jackson 23, Divac 14 Staðan er, 1-0, fyrir Sacramento Uðsstyrkur ffl Þróttara Nýliðar Þróttar hafa fengið liðsstyrk fyrir baráttuna í Landsbankadeildinni í sumar en tveir leikmenn, Kári Ár- sælsson og Gestur Pálsson, hafa ákveð- ið að ganga í raðir félagsins og spila með liðinu í sumar. Gestur lék 17 leiki með félaginu í efstu deild síðast þegar Þróttarar voru þar, árið 1998, en hvarf siðan á braut. Kári, sem er 18 ára vamarmaður, kemur frá Breiðabliki. Hann lék báða landsleiki U-19 ára landsliðsins gegn Skotum í lok apríl og spilaði einn leik með Breiðabliki í 1. deildinni í fyrra. Kári hefur einnig spilað tíu leiki fyrir U-17 ára landsliðið. -ósk Það er engu líkara en salmonelia hafi komist í kjúklinginn í Mosfells- bænum því hver leikmaðurinn á fæt- ur öðrum hefur yfirgefið herbúðir fé- lagsins á undanfomum vikum. Bjarki Sigurðsson hef- ur hætt þjálfun liðsins og lagt skóna á hilluna, Reynir Þór Reynisson hefur gengið til liðs við fyrrum félaga sína í Vík- ingi, Daði Hafþórsson er farinn til Gróttu/KR, Sverrir Björnsson er að öllum líkindum á leið tfl Danmerkur og svo er homamaður- inn Valgarð Thoroddsen genginn til liðs við Þorberg Aðalsteinsson og fé- laga í FH. Það er því deginum ljósara að for- ráðamenn handknattleiksdeildar Aftureldingar verða að bretta ræki- lega upp ermamar á næstunni og safha liði ef ekki á illa að fara á næstu leiktíð. Þeir hafa nú þegar fal- ast eftir því að Ólafur Björn Lár- usson, fyrrum þjálfari Gróttu/KR, taki aö sér þjálfun liðsins en hann þjálfaði 2. og 3. flokk félagsins á síðustu leiktíð. Ólafur sagði í sam- tali við DV-Sport í Savukynas gær að það kæmi Gintaras vel til greina að taka að sér þjálfun liðsins en þó að því gefhu að forráða- menn félagsins styrktu liðið meö að minnsta kosti 3-4 leikmönnum fyrir næstu leiktíð. Að öðrum kosti væri engin ástæða til þess að senda lið til keppni með eintómúm yngri flokka leikmönnum. Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aft- ureldingar, staðfesti það við DV- Sport í gær að þeir væm í viðræðum við Ólaf, sem og að þeir væm famir að spá í leikmannamálin en að engin ástæða væri til þess að ör- vænta þar sem sumarið væri rétt að byrja. Einn þeima leikmanna sem sterklega hafa verið orð- aðir við Aftureldingu er Lit- háinn Gintaras Savukynas, sem lék með Mosfellingum fyrir nokkrum misserum við góðan orðstír, og játaði Jóhann að þeir hefðu rætt við hann og að hann hefði sýnt áhuga á að koma en lengra væri málið ekki komið. -HBG Ólafur Björn Lár- usson Friðrik Ingi og Hjörtur velja lið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari karlalandsliðsins í körfuknattleik, og Hjörtur Harðarson, þjálfari kvennalandsliðsins, völdu í gær landsliðshópa sína fyrir þrjá leiki gegn Noregi 23.-25. maí og einnig fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu í byrjun júní. Tveir nýiiðar hjá Hirti Hjörtur valdi sautján stúlkur í sinn hóp en fjórar þeirra, Anna María Sveinsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir úr Keflavík, Helga Jónasdóttir úr Njarðvík og Helena Sverrisdóttir úr Haukum, gáfu ekki kost á sér i verkefnið. Tveir nýliðar em í hópnum, Rannveig Randversdóttir úr Keflavík og Svandís Sigurðardóttir úr ÍS. Hjörtur sagði á fundinum í gær að það væri gleðiefni fyrir kvenna- landsliðið að fá vináttuleiki á ís- landi því að ekki hefur farið fram kvennalandsleikur hér á landi síð- an 1997. Hann bætti jafnframt við að liðið hefði sett sér það markmið að vinna Smáþjóðaleikana. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Birna Valgarðs- dóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Krist- ín Blöndal, Marín Rós Karlsdóttir, Rannveig Randversdóttir og Erla Reynisdóttir, allar úr Keflavík, Hanna Kjartansdóttir, Helga Þor- valdsdóttir og Hildur Sigurðar- dóttir, allar úr KR, Alda Leif Jóns- dóttir, Svandís Sigurðardóttir og Signý Hermannsdóttir, allar úr ÍS, og Sólveig Guðlaugsdóttir úr Grindavík. Átta boöuðu forföll Átta leikmenn, Magni Haf- steinsson og Herbert Amarson úr KR, Njarðvíkingamir Teitur Ör- lygsson og Páll Kristinsson, Grind- víkingurinn Helgi Jónas Guðfinns- son, sem leikur með Grindavík í Landsbankadefldinni í knatt- spyrnu í sumar, ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon og Jakob Sigurðarson og Sævar Sigmunds- son, sem leika báðir í bandarísk- um háskólum, boðuðu forfóll fyrir verkefnin hjá karlalandsliðinu. Friðrik Ingi valdi 25 leikmenn í upphafi en aðeins 17 eru eftir. Einn nýliöi er í hópnum, Damon Johnson, en Friðrik Ingi sagði á blaðamannafundinum í gær að hann væri hissa á þessum miklu forföllum og þau vektu spumingar um raunverulegan metnað margra leikmanna með landsliðinu. Óvíst er hvort Brenton Birmingham spflar með liðinu vegna anna í Frakklandi en auk þess eiga þeir Jón Arnór Stefánsson og Fannar Ólafsson við meiðsl að stríða. „Við ætlum okkur að vinna þetta mót. Við ákváðum eftir tapið gegn Kýpur í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum að við myndum vinna mótið næst og það ætlum við okkur að standa við,“ sagði Friðrik Ingi. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Sverrir Þór Sverrisson, Gunnar Einarsson, Magnús Þór Gunnarsson, Jón N. Hafsteinsson og Damon Johnson, allir úr Keflavik, Friðrik Stefáns- son úr Njarðvík, Páll Axel Vfl- bergsson og Guðmundur Bragason úr Grindavík, Sigurður Þorvalds- son úr ÍR, Baldur Ólafsson úr KR, Hlynur Bæringsson frá Snæfelli, Pámi Freyr Sigurgeirsson úr Breiöabliki, Logi Gunnarsson frá Ulm, Jón Arnór Stefánsson frá Trier, Fannar Ólafsson frá IUP, Helgi Magnússon frá Catwaba Col- lege og Brenton Birmingham frá Ruiel. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.