Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 35 DV Sport Fyrsti úrslitaleikur Hauka og ÍR um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik fór fram í gærkvöld: Berserkurinn Birkir - fór hamförum í öflugu Haukaliöi sem vann auðveldan sigur á hugmyndasnauöum ÍR-ingum Deildarmeistarar Hauka tóku í gærkvöld forystuna í úrslitaeinvíg- inu um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þegar þeir lögðu ÍR- inga á sannfærandi hátt, 25-22, á heimavelli sínum á Ásvöllum í Hafnarflrði. Þaö voru gestimir úr Breiðholt- inu sem byrjuðu leikinn miklum mun betur en þeir komu vel stemmdir til leiks. Spiluðu ágæta framliggjandi vörn með Hallgrím sterkan fyrir aftan sig og í sókninni fór Ólafur Sigurjónsson mikinn. Hann var kominn með þijú mörk eftir sjö mínútna leik en þá voru ÍR- ingar í ágætum málum með þriggja marka forystu, 2-5. Haukar taka vöfdin Það má eiginlega segja að á þess- um tímapunkti hafi þeir lokið þátt- töku í þessum leik því Haukamir tóku öll völd á vellinum - fóra að finna glufur á vörn ÍR-inga, lokuðu um leið vörninni og fyrir vikið hrökk Birkir ívar í stuð í markinu. Þeir röðuðu svo inn hverju mark- inu af öðra án þess að Breiðhylting- ar fengju rönd við reist og náðu að snúa taflinu sér í hag. Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu þeir náð fjögurra marka for- ystu, 9-5, og þegar Ólafur minnkaði loks muninn í 9-6, eftir 22 mínútna leik, höfðu ÍR-ingar ekki skorað í rúmar 14 mínútur. I kjölfarið dró Júlíus vörn ÍR-inga aðeins aftar og við það lagaðist vamarleikur liðsins til mikilla muna og náðu þeir að halda muninum í þremur mörkum þegar komið var að hálfleik. Gáfust ekki upp Júlíus hafði greinilega lesið vel yflr sínum mönnum í hálfleiknum því ÍR-ingar komu ákveðnir til síð- ari hálfleiksins - skoruðu tvö mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark. Þá stigu Haukamir á bensín- ið á nýjan leik og voru komnir með sex marka forystu þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálf- leiknum og komnir með hreðjatak á andstæðingunum sem þeir voru ekki áfjáðir í að sleppa enda gerðu þeir það ekki. ÍR-ingar gerðu árangurslausar tilraunir til þess að klóra í bakkann og komast inn í leikinn það sem eft- ir lifði leiks en það vai- sama hvað þeir reyndu, þeir hreinlega komu ekki boltanum fram hjá hinni gríð- arsterku Haukavöm og ef þeir gerðu það þá át Birkir ívar afganginn með bestu lyst. Öruggur Haukasigur var því staðreynd og þeir sýndu það klárlega í þessum leik að þeir hafa á að skipa besta liði landsins. Litháinn Robertas Pauzoulis átti góöan ieik í liöi Hauka í gær og lét sérstaklega til sín taka í vörninni. Hér reynir hann aö koma boltanum fram hjá ÍR-ingnum Fannari Porbjörnssyni en Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, fylgist meö. Þeir spiluðu virkilega góðan og skynsamlegan leik. Þegar hlutirnir gengu Ula fóru þeir ekki í kerfi held- ur fundu lausnir á vandamálunum. Þeir voru agaðir í sóknarleiknum og spiluðu síðan frábæra vörn sem ÍR- ingar áttu engin svör við. Fyrir aftan vömina var Birkir ív- ar síðan í sínu besta formi og var stórkostlegur. Enginn bar af í sókn- arleiknum enda var þetta sigur liðs- heildarinnar hjá Haukum. Betur má ef duga skal ÍR-ingar þurfa heldur betur að rífa upp um sig buxurnar ef þeir ætla sér að vinna leik í þessu einvígi og sem betur fer fyrir þá er meira en nóg rými fyrir framfarir eftir þenn- an leik. Framliggjandi vörn þeirra gekk ágætlega framan af en Haukar voru fljótir að finna svör við henni og brást Júlíus alltof seint við með að ýta henni aftar en 6/0 vömin gekk mun belur en hin framliggjandi. Sóknarleikurinn var lengst af hrein hörmung hjá ÍR. Skyttur liðs- ins, að Ólafi Siguijónssyni undan- skildum, vora ragar við að skjóta og var oft og tíðum pínlegt að fylgjast með Ingimundi og Einari í sókninni. Ólafur fann sig þó engan veginn í síðari hálfleiknum og þá var fátt eft- ir en Guðlaugur Hauksson og Bjami Fritzson sýndu þó smá lit og björg- uðu því sem hægt var að bjarga. Hugmyndaleysið í sókninni var algjört - boltinn gekk hægt, engar vora stimplingarnar né leysingar úr hornum og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Einar og Ingimund- ur verða að gjöra svo vel og beija í sig sjálfstraust því ef þeir spila ekki af eðlilegri getu í næstu leikjum lýk- ur þessu einvígi um helgina. Hall- grímur var eini leikmaður ÍR-inga sem lék vel og þjálfarinn var einnig ágætur í vörninni. Það er ekki hægt að skilja við þennan leik án þess að minnast á dómgæsluna en dómararnir hafa verið mikið í umræöunni undanfar- iö. Stefán og Gunnar áttu hreint út sagt frábæran leik, héldu honum al- gjörlega niðri og dómgæsla þeirra var óaðflnnanleg. -HBG Hsukar'-SR 2h~lZ 1-0, 1-8, 2-3, 2-5, 9-5, 9-6, 11-0, (ll-O), 11-10, 14-10, 15-12, 18-12, 13-14, 20-16, 22-16, 23-17, 25-19, 25-22. Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Halldór Ingólfsson 7/5 (11/5), Vignir Svavarsson 4 (4), Aron Krist- jánsson 4 (7), Ásgeir örn Hallgrímsson 3 (6), Robertas Pauzoulis 3 (7), Aliaksandr Sham- kuts 2 (4), Jón Karl Bjömsson 1 (2), Þorkell Magnússon 1 (3), Þórir Ólafsson (2), Jason Ólafsson (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 5 (Vignir 3, Þorkell, Shamkuts) Vítanýting: Skoraö úr 5 af 5. Fiskuð vítU Shamkuts 2, Aron 2, Vignir Varin skot/víti (skot á sig): Birkir ívar Guö- mundsson 22 (43/1, hélt 11, 51%), Bjami Frostason 0 (1/1,0%). Brottvísanir: 12 minútur, Vignir útilokun. Dómarar (1-10): Stefán Amalds- son og Gunnar Viöarsson. (10). Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 1200. Maður leiksins: Ðirkir ívar Guðmundsson, Haukum Trí Mörk/víti (skot/víti): Guölaugur Hauksson 5/2 (9/2), Einar Hólmgeirsson 5 (15), Ólafur Sigmjónsson 4 (9), Bjami Fritzson 3 (4), Ingi- mundur Ingimundarsson 2 (3), Kristinn Björgúlfsson 2 (6), Ragnar Már Helgason 1 (2), Sturla Ásgeirsson (2), Fannar Þorbjömsson (1), Tryggvi Haraldsson (1), Hallgrímur Jón- asson (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 4 (Einar 3, Kristinn) Vitanýting: Skoraö úr 2 af 2. Fiskuð vítU Bjarni, Kristinn. Varin skot/víti (skot á sig): Hallgrímur Jón- asson 16 (40/4, hélt 7, 40%), Stefán Petersen 0 (1/1, 0%) Brottvisanir: 10 mínútur. Júlíus Jónasson: Sóknin klikkaöi Júlíus Jónasson, leikmaður og þjálfari ÍR-inga, sagði þetta í spjalli við DV-Sport að leik lokn- um: „Eftir góða byrjun skoruð- um við ekki mark í 15 mínútur og þeir komust inn í þetta og tóku frumkvæðið - markvörður þeirra fór að verja mjög vel og varði síðan vel út allan leikinn. Við byrjuðum i 3-2-1 vörn sem virkaði alveg en fóram síðan í 6- 0 vörnina fyrst og fremst vegna þess að Einar fékk aðra brottvís- un sína. Varnarleikurinn var síðan ekkert slæmur heldur var það sóknarleikurinn sem brást - við klikkuðum á dauöafærum og það er svo dýrt í svona leik. Nú leggjumst við yfir myndbandið af leiknum og undirbúum okkur vel fyrir næsta leik og krafa númer eitt, tvö og þrjú er að vinna hann," sagði Július, svekktur í leikslok. -SMS Vig8 o Sipurðssiffl . NAlSáft Haukri. syndl ott sKí'nimtS- feg tilþnt a biióiii linunni ems og sást a þessari niyna. DVtaynó Siguf&gr Vörn og markvarsla - vann leikinn fyrir okkur, sagöi Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna og þá ekki síst þann varnarleik sem hans menn sýndu og hann sagði þetta í samtali við DV-Sport í leikslok: „Liðið var mjög sannfærandi í heildina séð og lék virkilega massífa vörn og fyrir aftan hana var Birkir ívar síðan í þrumu- stuði. Ef frá er talin byrjun leiks- ins höfðum viö tögl og hagldir í þessum leik - snerum þessu okkur í vil i stöðunni 2-5 og litum ekki til baka,“ sagði Viggó og bætti við að hans menn væru ekki hættir. Sleppum ekki takinu „Við ætlum okkur ekki að sleppa þessu taki sem sem við er- um nú komnir meö í þessum loka- úrslitum en vitum það mætavel að við verðum að eiga tvo svona góða leiki í viðbót til að klára ÍR- ingana. Ég er ekkert viss um að við vinnum þetta einvígi 3-0 en við ætlum okkur að klára þetta dæmi - engin spuming," sagöi Viggó kokhraustur að lokum. Fann mig vel Birkir ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var tvímæla- laust besti maður vallarins en hann fór hreint á kostum í leikn- um og varði 22 skot í öllum regn- bogans litum, Hann hafði þetta að segja þegar DV-Sport náði í skottið á honum eftir leik: „Bæði lið eru búin að fá nokkra hvíld og voru svona aö þreifa fyrir sér í byrjun og fundu taktinn ekki alveg strax. Sem bet- ur fer hrukkum við í gang á und- an - vörnin var alveg frábær og ég fann mig virkilega vel og þetta var góður og öruggur sigur,“ sagði Birkir ívar og bætti við að þeir ætluðu sér ekki að gefa neitt eftir í Breiðholtinu á fimmtudaginn. Mætum hungraðir „Nú förum viö hungraðir upp í Austurberg og ætlum okkur ekk- ert annað en sigur þar - það er al- veg á tæru," sagði Birkir ívar, glaður í bragði. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.