Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 Fréttir ««endur Snyrtiskóla íslands hafa horft fram á millj- na króna tap og glatað nám í kjölfar gjaldþrots skól- s fyrr á þessu ári. Menntamálaráðuneytið bauð fram 9 milljónir króna í gær til að bjarga nemendum. Fréttaljós Fjöldi fólks hefur horft fram á að tapa miUjónum króna við gjaldþrot Snyrtiskóla íslands nú eftir áramót- in. Einhverjir nemendur munu hafa íhugað málsókn, en þrír fulltrúar nemenda voru kallaðir til fundar í ráðuneytinu í gær til að ræða nýjan flöt á lausn málsins. Er ráðuneytið nú tilbúið að greiða öðrum skóla allt að 9 milljónir króna til að nemend- umir geti lokið þar námi sínu, án þess þó að ráðuneytið telji sig bóta- skylt. Stofnandi skólans, Hanna Kristín Didriksen, segir afar sorglegt hvemig málin hafi þróast. Meginskýringin á óförunum sé þó að ráðuneytið hafi ekki staðið við gefin vilyrði um fyrir- greiðslu en hyggist nú veita öðrum snyrtiskóla ríkisstyrk. Þama sé um herfilega mismunun að ræða. Þá hefur Jónína Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Iðnnemasam- bands íslands, einnig vísað til ábyrgðar ráðuneytisins í málinu gagnvart nemendum, en ráðuneytið hafði veitt skólanum viðurkenningu til reksturs. Hún segir ráðuneytið engan veginn hafa staöið undir sínu eftirlitshlutverki gagnvart einka- reknu skólunum. „Ráðuneytið hafði heimild sam- kvæmt reglugerð til að fara inn í skólann og skoða hann hvenær sem var. Mér vitanlega hafa þeir þó aldrei gert það. Þeir sinna einfaldlega ekki sínu eftirlitshlutverki," sagði Jónína Brynjólfsdóttir. í þrot í ársbyrjun Skólinn komst í greiðsluþrot í byxj- un árs og innsiglaði Tollstjórinn í Reykjavík húsnæði skólans í Skeif- unni í lok janúar. í kjölfarið svipti menntamálaráðuneytið skólann starfsleyfi sínu eða viðurkenningu í febrúar. Nemendum hafa verið boðin önnur úrræði til að ljúka sinu námi, en þau munu þó kosta veruleg viðbót- arfjárútlát nemendanna til viðbótar því sem þegar hefúr verið greitt í skólagjöld. Þar var m.a. um að ræða nám í Snyrtiskólanum í Kópavogi, en þar hefðu nemendur þurft að greiða 500.000 fyrir hverja önn. Einnig var lagt til að nemendur fengju aö klára sitt nám í sumar í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti, sem ekki var fallist á. Lausn í sjónmáli Guðmimdur Ámason ráðuneytis- stjóri segir að ráðuneytið hafi lagt sig fram og leitað lausna fyrir þá ein- staklinga sem þegar hafi greitt skóla- gjöld. Voru þrír fulltrúar nemenda kallaðir á fund í ráðuneytinu í gær til að kynna þeim nýjar tillögur í mál- inu. Samkvæmt þeim er ráðuneytið nú tilbúið að leggja fram allt að 9 milljónir króna til að nemendumir geti kláraö nám sitt í öðrum skóla. Ingibjörg Benediktsdóttir, einn fulltrúi nemenda, segist ánægð með það tilboðið sem lagt var fram á fund- inum í gær. „Þetta er besta lausnin fyrir okkur eins og staðan er í dag. Eg er búin að hafa samband við flest- ar stelpumar og þær segja allar já.“ Nam snyrtifræði í Englandi Hanna Kristín Didriksen, stofh- andi skólans, er fædd 1968 og er með meistararéttindi í snyrtifræðum. Hún lærði m.a. hjá Studio Beauty College í Englandi þar sem hún lauk námi í desember 1989. Hún var síðan á samningi hjá Snyrtistofunni Para- dís í Reykjavík og tók sveinspróf að því loknu. Árið 1998 fór hún aö kanna möguleika á stofnun snyrti- skóla og setti sig í samband við menntamálaráðuneytið. Þar fékk hún ráðleggingar varðandi fyrstu skrefin í stofnun einkaskóla. Snyrtiskóli íslands Hanna Kristín ákvað svo að stofna Snyrtiskóla íslands sem hóf starfsemi á Laugavegi 40a haustið 1999. Við skólann störfuðu níu kennarar þegar best lét. Nemendur vora 18 þegar skólinn komst í þrot nú eftir áramót- in og vora mislangt komnir í tíu mánaða námi. Að loknu 10 mánaða námi áttu nemendur að geta gengist undir iðnnemasamning og útskrifast síðan sem sveinar í snyrtifræöi. Námið kostaði 1.250.000 krónur og voru margir nemendanna búnir að greiða þá upphæð aö fullu fyrir fram en aðrir minna. í raun var um að ræða talsvert stærri upphæðir hjá Skólastjórinn „Afar sorglegt hvernig málin hafa þróast. “ einhveijum nemenda, eða um 2 millj- ónir króna ef tekið er tillit til fram- færsluláns hjá LÍN. Ekki starfsleyfi í upphafi Nám í skólanum var auglýst vorið 1999 og skólinn hóf starfsemi um haustið þrátt fyrir aö starfsleyfi hafi þá ekki legið fyrir frá menntamála- ráðuneytinu. Hanna Kristín taldi þá likur á að viðurkenning fengist áður en nemendur yrðu útskrifaðir. í september 1999 hefja 9 nemendur nám, ein hætti strax og greiddi aldrei skólagjöld. Hinum var selt nám á skuldabréfum til 5 ára þar sem fyrsta greiðsla yrði 20 mánuðum seinna eða þegar námi og sveinssamningi væri lokið. Hver nemandi um sig greiddi 850.000 kr. ásamt kostnaði og kennsla hófst. Að sögn Hönnu Kristínar kom upp ágreiningur við nokkra nemendur og hættu fjórir þeirra áður en yfir lauk vegna mismunandi ástæðna, en fjórir útskrifuðust með góðar einkunnir. Sótt um viðurkenningu Samkvæmt gögnum menntamála- ráðuneytisins sótti Hanna Kristín Didriksen um viðurkenningu fyrir skólann 15. desember 1998 og aftur 15. mars árið 2000. Þeim umsóknum var hafhað á ýmsum forsendum, m.a. þeim að skólinn uppfyllti ekki skil- yrði um einkaskóla á framhalds- skólastigi. Bráðabirgöaleyfi haustið 2000 Þann 10. ágúst árið 2000 ítrekar Hanna Kristín umsókn sína um við- urkenningu. Þann 22. september er skriflega veit vilyrði fyrir tímabund- inni viðurkenningu til eins árs sem taki gildi til fulls skv. nýju bréfi ráðu- neytisins ef bætt hafi verið úr ýms- um atriðum sem ráðuneytið taldi ábótavant. Ákveðið var að hefia ekki skóla- starf að nýju fyrr en Lánasjóður ís- lenskra námsmanna (LÍN) væri bú- inn að samþykkja lánveitingar vegna skólans og gekk það eftir í árslok 2000. Var skólinn þá auglýstur að nýju í desember 2000 og 4 nýir nem- endur hófu nám í janúar 2001. Ráðn- ir vora fleiri kennarar að skólanum og gegndi Hanna Kristín starfi skóla- stjóra, kennara og sá um alla stjóm skólans. í apríl 2001 hefia 9 nemendur nám á háreyðingarbraut og kennt var samkvæmt bráðabirgðastarfsleyfi og auglýstri námsskrá. Fyrsta útskriftin í júlí 2001 er fyrst útskrift í skólan- um. í ágúst 2001 hófu 13 nýir nemend- ur nám á snyrtibraut þannig að sam- tals voram þá 28 nemendur í skólan- um og virtist verulega bjart fram undan. Að sögn Hönnu Kristínar var þá ljóst að stærra pláss þurfti til að rúma alla nemenduma. Var gerður leigusamningur við Sjóklæöagerðina um að taka Faxafen 12 á leigu. Hugmyndin var þá að reyna að fá einnig samþykki fyrir hárgreiðsludeild sem byggð yrði á sömu námsskránni í bóklegum grein- um. Hafist var handa við breytingar á því húsnæði sem kostaði mikla fiár- muni. Miöað var við að hefia kennslu 6. janúar 2002. Stofnun íkarusar ehf. Stofnað var fyrirtækiö íkaras ehf., kt. 640101-2530, til að taka yfir rekst- urinn sem verið hafði á kennitölu Hönnu Kristínar. Sótt var um endan- legt starfsleyfi í nafni íkarusar haust- ið 2001. Segir Hanna Kristín að engin svör hafi borist og ekkert gerist í leyf- isveitingarmálum. Aðalsteinn Eiríks- son í menntamálaráðuneytinu hefði þó gefið mjög jákvæð svör um frekari afgreiðslu leyfisins og var því haldið áfram með skólann. Við fengum áfall Hanna Kristín segir að í byrjun desember 2001 hafi verið hringt í nemendur sem áttu að skrá inn í skólann í janúar og höfðu níu nem- endur þá hætt við skólagöngu vegna þeirra svara sem þeir fengu frá menntamálaráðuneytinu og LÍN. Hafi ráðuneytið þá upplýst nemend- ur um að skólinn væri leyfislaus og litlar líkur væra á því að skólinn fengi leyfi til frekara skólahalds. - „Við fengum áfall,“ segir Hanna Kristín, „þegar þetta kom í ljós. Við höfðum samband við menntamála- ráðuneytið og svaraði Aöalsteinn því til að málið hefði gleymst en að hann myndi ýta eftir frekari svörum. En skaðinn var skeður og nemend- ur hættir við í stórum stíl og orðróm- ur var á sveimi um að við væram ekki öll þar sem við værum séð. Og eitthvað graggugt væri á seyði í skól- anum hjá okkur þar sem við værum nú enn á ný orðin leyfislaus.“ Óskað skýrínga í bréfi ráðuneytisins, dagsettu 18. desember 2001, fór ráðuneytið fram á staðfestingu á hvemig fiárhagslegri ábyrgð á skólanum væri háttað og hvemig rekstraröryggi hans yrði tryggt. Þegar fullnægjandi upplýsing- ar liggi fyrir muni ráðuneytið í sam- ráði við ábyrgðaraðila gera úttekt á starfsemi skólans. í niðurlagi bréfs- ins er vilyrði fyrir tímabundinni við- urkenningu framlengt í sex mánuði. Ráðuneytið sendi á ný frá sér bréf þann 28. júní 2002. Þar er íkarusi ehf., fyrir hönd Snyrtiskóla íslands, veitt viðurkenning á skólanum á grand- velli reglugerðar um einkaskóla á framhaldsskólastigi. Það sé þó háð úrbótum í skólastarfmu í samræmi við bréf ráðuneytisins til skólans 20. júní 2002. Er viðurkenningin veitt til tveggja ára frá dagsetningu bréfsins. Tekið er fram að ráðuneytið muni fylgjast með að farið verði að ákvæð- um laga strax við upphaf skólahalds í ágúst 2002, að viðurlagðri afturköll- un á viðurkenningunni. í minnisblaði ráðherra til ríkis- stjómarinnar 25. mars 2003 kemur fram að skólinn hafi verið sviptur viðurkenningunni í kjölfar þess að Snyrtiskóla Islands var lokað af Toll- stjóraembættinu í febrúar 2003. r I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.