Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 I>V Fréttir Málefni kvenfangans í Kópavogsfangelsi: RáOuneytið athugar kæruna „Þetta er fyrsta erindið af þessum toga sem ráðuneytið hef- ur fengið og það er til athugun- ar,“ sagði Ingvi Hrafn Óskars- son, aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, um erindi sem kven- fangi í Kópavogsfangelsi hefur sent ráðuneytinu, umboðsmanni Alþingis og kærunefnd jafnrétt- ismála. Umrædd kona telur að mikil mismunun sé viðhöfð eftir kynjum í fangelsum landsins og hefur því lagt fram kæru til kærunefndarinnar á Fangelsis- málastofnun ríkisins. Konan er Íjafnframt ósátt við að þær kon- ur, sem afplána minni brot séu vistaðar með öðrum sem framið hafa mun alvarlegri brot. Sjálf afplánar hún dóm fyrir fjárdrátt. Hún telur sér jafnframt hafa staðið ógn af samfanga sínum. Því hefur hún sótt um að komast á geðdeild á Reykjalundi, en ella í einangrunarvist í hegningar- húsinu á Skólavörðustíg. Ingvi Hrafn sagði að hingað til hefði verið talið að þessi mál stæðu ágætlega. Kvennafangels- ið væri miðsvæðis á höfuðborg- arsvæðinu sem væri hentugt upp á heimsóknir og alla þjón- ustu. „Eitt af því sem verður að hafa í huga er að það eru ekki að jafhaði nema 2-6 konur í fang- elsi á íslandi á hverjum tíma,“ sagði hann. „Það eru því ekki sömu möguleikar á því að hafa fjölbreytileg úrræði og hvað karlmenn varðar. Hins vegar hefur ríkisstjórnin samþykkt að setja í útboðsferli nýtt fangelsi. Ein af hugmyndunum í þeim efnum hefur verið sú að hafa þar kvennadeild. Það myndi auð- vitað bæta aðstæður og fjölga úr- ræðum. Þá má nefna endurskoð- un laga um fullnustu refsinga, en sú endurskoðun gæti komið inn á þetta málasvið." -JSS 11 Sameinumst um að breyta stjórnun fiskveiða. Notum þœr þúsundir milljóna til uppbyggingar nýrri atvinnustarfsemi á íslandi. Guðmundur G. Þórarinsson skipar 1. sæti i Reykjavík norður Kjósum N-listann = NýttAfl ...stjórnmálaflokkur fólksins Úthiutunarreglur LÍN: Frítekjumark og grunnfram- færsla hækkuð Endurskoðun úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2003-2004 er lokið. Breytingar á reglunum voru sam- þykktar samhljóða í stjórn LÍN og munu nýju úthlutunarreglurn- ar taka gildi 1. júní nk. Áætlað er að veita um 8.800 manns námslán að heildarupphæð 6.600 milljónir króna. Helstu breytingamar eru þær að grunnframfærsla er hækkuð úr 75.500 kr. í 77.500 kr. en flöl- margir þættir námsaðstoðarinnar taka mið af grunnframfærslunni og hækka þeir samhliða henni, s.s. lán vegna maka og bama. Þá verður frítekjumarkið hækkað úr 280.000 kr. í 300.000 kr. og skerð- ing sumarlána vegna tekna tak- mörkuð verulega. Hlutfall tekna sem koma til lækkunar námsláni er lækkað úr 40% í 35% og al- Imennur hámarksnámstími er rýmkaöur með því að nú gefst námsmönnum, sem eru að ljúka viðbótargráöu í sémámi eða grunnháskólanámi, kostur á lán- um í allt að 6 ár í stað 5 ára áður. Þá verður réttur náms- manna sem búa hjá efnalitlum foreldrum aukinn þannig að þeir eigi kost á sömu framfærslu og námsmenn sem búa í leiguhús- næði. -EKÁ Fuglaathugunarstöð á Höfn: Rannsakar framandi fugla og fuglalíf Undirbúningur er hafinn að stofnun fuglaathugunarstöðvar á Höfn. Að stofnun stöðvarinnar standa Félag fuglaáhugamanna á Homafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrugripasafnið á Höfh og Háskólasetrið á Höfn. Föstudagurinn 25. apríl var dagur umhverfisins og var til- einkaður farfuglunum. Af því til- efni hefur umhverfisráðherra veitt fimm hundruð þúsund króna styrk til þess að koma upp aðstööu fyrir almenning til fugla- skoðunar á Hornafirði. Tilgangur með fuglaathugunar- stöð er fyrst og fremst að efla rannsóknir á fuglum á Suðaust- urlandi byggða á þeirri miklu þekkingu sem þegar er fyrir hendi á svæðinu. Meðal þeirra sem standa að verkefninu er Hálfdán Bjömsson á Kvískerjum en hann hefur fylgst með fuglum frá því um 1940. Meginmarkmið stöðvarinnar verða langtíma at- huganir og rannsóknir á erlend- um flækingsfuglum, komu- og dvalartíma þeirra og lífslíkum hér á landi. Einnig verða alhliða rannsóknir á fuglalifi á Suöaust- urlandi í samráði við Náttúru- fræðistofnun íslands. -JI r SÉflOGHEYRT alltafá .. MIDVIKUDOGIJM * Arsháth Þjóðleikhússins BW HaUdoir NSNIÓÐW ssri/S j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.