Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 DV 13 Fréttir Auglýsingaherferðir stjórnmálaflokkanna í hámarki: Fagmannlega staöiö að flest- um auglýsingum flokkanna Nú er tæp vika í kosningar og stjórnmálaflokkarnir keppast við að auglýsa menn sína og málefni. DV lék forvitni á að vita hvort flokkarn- ir væru að auglýsa meira nú en áður og hvort einhverjar auglýsingar væru betri en aðrar. „Ég hef á tiifmningunni að stjórn- málaflokkarnir séu að auglýsa meira núna en áður án þess þó að hafa mælt það sérstaklega," sagði Guð- mundur Oddur Magnússon, prófess- or í grafískri hönnun. Hann sagði að flestir flokkamir tengdu saman sjónvarpsauglýsingar og dagblaða- og tímaritsauglýsingar sem síðan mynduðu allt eina herferð. „Svo er einnig mikið um óbeinar auglýsingar eins og blöðrur, borða, fána o.þ.h,“ sagði Guðmundur. Spurður sagði hann að Framsókn- arflokkur, Samfylking og Sjálfstæðis- flokkur væru öflugastir í auglýsing- unum. „Á eftir þeim koma svo Vinstri-grænir. Frjálslyndi flokkur- inn byrjaði vel en svo er eins og botninn hafi nánast dottið úr honum. Það er hins vegar voða stuð hjá Framsóknarflokknum núna, mikið um grillveislur og húllumhæ. Einnig finnst mér Samfylkingin vera að taka aftur við sér eftir að hafa slakað svolítið á en auglýsingar þeirra og Sjálfstæðisflokksins minna svolitið á auglýsingar tryggingafélaganna,“ sagði hann. Guðmundur sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn og Samfylkingin væru með bestu auglýsingarnar fyrir þess- ar kosningar. „Þær eru mjög fagmannlega unnar og greini- legt að bæði markaðsfræð- ingar og hönnuðir koma að þeim. Auglýs- ingar hinna flokkanna eru g meiri heimatil- f búningur." / Sverrir ur. „Ég er ekki frá því að flokk- arnir auglýsi meira nú en áður, sérstaklega á síðustu metrunum. Hins vegar er áberandi hversu faglega er staðið að auglýs- ingunum. Flestir flokkamir nýta sér þjónustu fagmanna og það virkar vel. Vinstri-grænir virðast þó ekki vera á þeirri línu og er það reyndar ímynd flokksins að hafa það þannig. Ég tel það vera klókt hjá þeim að vilja ekki líta eins vel út og hinir. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki mikið aug- lýst og hefur sjálfsagt ekki efni á því,“ sagði Sverrir. Hann sagði að sjónvarpsauglýsing- ar Framsóknarflokksins hefðu komið sér skemmtilega á óvart og óvenju- legt væri að sjá svona hugmyndaaug- lýsirigar í baráttu sem þessari. „Þær hafa náð vel í gegn, sérstaklega hjá unga fólkinu sem var reyndar ætlun- in. Einnig finnst mér blaðaauglýsing Samfylkingarinnar góð þar sem Ingi- björgu Sólrúnu er stillt upp við hlið aflra forsætisráðherranna." Að hans mati eru ungir sjálfstæð- ismenn með frískasta vinkilinn í auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokks- ins en aðrar auglýsingar flokksins mun klassískari. Hann sagði einnig að áberandi væri hversu mikill hræðsluáróður væri í gangi hjá flokkunum þar sem undirliggjandi tónninn væri að allt færi nánast til andskotans ef aðrir flokkar kæmust til valda. „Slíkt er þó meira merkjanlegt í mál- flutningi flokkanna en í aug- lýsingunum," sagði hann. Hallur Björnsson hjá Nonna&Manna I Yddu sagði að sín tflfinning væri sú að flokkarnir auglýstu ekki meira nú en áður. „Þetta er í raun alveg ótrúlega hefð- bundið og lítið um nýjungar," sagði hann. „Það mætti vera meiri kraftur í þessu. Ég hef þá trú að menn eigi að auglýsa sem mest til að koma að mál- efnunum. Mér finnst í raun enginn flokkur standa upp úr. Þetta er aflt með venjubundnu sniði í ár,“ sagði hann að lokum. -EKÁ DV-MYND HAFDÍS ERLA BOGADÖTTIR Eftirsóttar lóðir Varpaö var hlutkesti um hverjir fengju bestu lóöirnar. Gríðarleg eftir- spurn eftir lóð- um á Egilsstöðum Á fundi umhverfisráðs Austur- Héraðs á miðvikudag voru teknar fyrir umsóknir um 10 lóðir. Níu þeirra voru á Egilsstöðum og ein á Hallormsstað. Mikil eftirspurn var eftir sumum lóðunum og voru 24 umsóknir um 4 þeirra. Varpað var hlutkesti um hverjir fengju þessar lóðir og er það sam- kvæmt reglum um úthlutun lóða á Austur-Héraði. Umhverfisráð Austur-Héraðs hefur samþykkt tillögu að fyrsta áfanga deiliskipulags fyrir Sel- brekkusvæði á Egilsstöðum. Um er að ræða lóðir fyrir 45-56 íbúð- ir, þar af eru 29 einbýlishúsalóðir Þessi fyrsti áfangi Selbrekku- svæðisins nær yfir neðra svæði Selbrekku, u.þ.b. flmm hektara lands. Austan og norðan svæðis- ins er Selskógur, eitt helsta úti- vistarsvæði bæjarbúa á Egilsstöð- um. -JBP/HE Vilt þú leggja Sjálfstæðisflokknum lið? \ ■ \ Saman vinnum við sigur! Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfboðaliðum til margvíslegra starfa daginn fyrir kjördag og á kjördag. Allir sem eru reiðubúnir að hjálpa til eru hvattirtil að hafa samband við kosningaskrifstofurnar eða skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515 1700. tgl-'ir -I■■■■ Ifeí -s* xd.is Glæsibær Opið 15.00-21.00 Sími 553 1559 Austurstræti 20 (Hressó) Opið 12.00-21.00 Sími 551 1294 aMMMiiuHggHgiHi Álfabakka 14a Opið 16.00-21.00 Sími 557 2576 *■ Opið 15.00-21.00 Sími 551 1306 ■■■■i 11 ■ - Grafarvogur H verafold 1 -3 Opið 17.00-22.00 Sími 557 2631 Árbær Hraunbær 102b Opið 16.00-21.00 Sími 567 4011 v/Lönguhlíð Opið 16.00-21.00 ■fe/ Sími 561 1500 wk - */': / áfram ísland Allir sem eru reiðubúnir að hjálpa til eru hvattir til að hafa samband við hverfaskrifstofurnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.