Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 x>v 15 Útlönd Abbas hvetur ísraelsmenn tll þess að sambykkja (piðarvegvísbm - átján mánaöa drengur skotinn til bana á Gaza-svæðinu Mahmoud Abbas, nýskipaður for- sætisráðherra Palestínu, hvatti ísra- elsmenn í gær til þess að samþykkja svokallaðan vegvísi að friði fyrir botni Miðjarðarhafs, sem Bandaríkja- manna lögðu fram í síðustu viku með stuðningi Sameinuðu þjóðanna, Evr- ópusambandsins og Rússa, en ítrekaði að lokasamkomulag yrði að innihalda rétt palestínskra flóttamanna til þess að snúa aftur heim til Palestínu. Þetta kom fram i viðtali sem palest- íhska ríkisútvarpið átti við Abbas í gær, því fyrsta síðan hann tók við embætti í síðustu viku, en þar hafnaði hann kröfu íraelsmanna um að Palest- ínumenn drægju til baka kröfu sínu um rétt tæplega 4 milljóna flótta- manna til þess að flytja heim. „Flóttamannamálið er mikilvægt réttindamál og því sjálfsagður hluti af lokasamkomulaginu. Og hvers vegna ættum við að banna þeim að flytja heim? Við höfum engan lagalegan rétt til þess,“ sagði Abbas meðal annars. Abbas itrekaði einnig ákaU sitt til vopnaðra samtaka Palestinumanna Friðarsinninn Abbas. um að leggja niður vopn og sagði það einlægan vilja stjómar sinnar að koma á friði. „Við viljum að ofbeldinu linni svo að þjóðin geti náð andanum eftir stanslausan ófrið í tvö og hálft ár. Við þurfum að fá frið til þess að bæta ástandið og hefja uppbyggingú,“ sagði Abbas. Bandaríkjamenn gera nú allt til þess að ryðja brautina fyrir væntan- legar friðarviðræður en Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Israels á laug- ardaginn og því mikilvægt að deilu- aðilar hafi samþykkt vegvísinn. Abbas sagði palestínsk stjómvöld ekki setja neina fyrirvara við veg- vísinn en sagðist óttast að ísraels- menn myndu aldrei samþykkja hann eins og hann lægi fyrir. Hann gerir m.a. ráð fyrir stofnun palest- insks ríkis fyrir árið 2005 og að frekari uppbygging landtökubyggða á palestínsku heimastjórnar- svæðunum verði stöðvuð en það eru einmitt málin sem fyrri friðarviðræður hafa strandað á. í gær kom ítrekað tO átaka á Vesturbakkanum og Gaza og féllu að minnsta kosti fjórir Palestínu- menn. Þar á meðal var átján mánaða drengur, sem varð fyrir skoti í bænum Khan Younis á Gaza- svæðinu. REUTERSMYND Kafflpása í björgunarstarfinu Björgunarsveitamenn og sjálfboðaliöar taka sér kaffipásu við störfsín í Pierce City í Missouri þar sem skýstrokkur olli miklu tjóni í vikunni. Skriðdrekinn er afgerðinni Sherman og hefur bandarískum fána verið komið fyrir í hlaupi hans. Dómari telur tengsl milli Iraks og 11. september Bandarískur dómari sagði í gær að fjölskyldum tveggja fórnar- lamba hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hefði tekist að sýna fram á tengsl, þótt lítilfjörleg væru, milli íraks og Osama bin Ladens í árásunum og dæmdi steftiendum rúmlega 100 milljónir dollara í skaðabætur. Þetta var í fyrsta sinn sem bandarískur alríkisdómari úr- skurðaði að írakar hefðu átt hlut að máli í árásunum á World Tra- de Center og Pentagon. Enda þótt bandarísk stjómvöld gruni íraka um að hafa stutt árásimar sem bin Laden er kennt um að hafa staðið fyrir hefur þeim ekki tekist að sanna nein tengsl þar á milli. Tvö vitni, þar á meðal fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA, R. James Woolsey, Osama bin Laden Bandarískur dómari telur tengsl vera milli hryðjuverkaforingjans og íraka. sögðu fyrir dóminum að þau teldu íraka hafa óhreint mjöl í poka- horninu í þessu máli. Berlusconi viH að rétt- arhöldn veröi slegin af SUvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hvatti tU þess í gær að spiUingarréttarhöldin yfir hon- um yrðu slegin af og að friðhelgi þingmanna yrði aftur innleidd. Berlusconi er ákærður fyrir að hafa borið mútur á dómara. Forsætisráðherrann sagöi að vemda yrði þingmenn fyrir dóm- urum og saksóknurum sem létu stjórnast af pólitík. „Ég læt ekki stjómast af nein- um eigin hagsmunum heldur af hagsmunum þjóðarinnar," sagði Berlusconi í bréfi til dagblaðsins Corriere deUa Sera. Berlusconi varð fyrstur sitjandi forsætisráðherra á Italíu tU þess að koma fyrir rétt í máli á hend- ur honum þegar hann flutti klukkustundarlanga tölu í dómsal í Mílanó í vikubyrjun. Náinn samverkamaður Berlus- conis og vinur var dæmdur í ell- efu ára fangelsi í síðustu viku fyrir að múta dómara. HÆTTUM AÐREYKJA HVATNINGAR ÁTAK UMFÍ Taktu þátt í ein- faldri getraun. Svaraðu spurn- ingamum hér til hliðar og sendu svörin til Þjón- ustumiðstöövar var UMFÍ, Fells- múla 26, 108 Reykjavík fjrrir 25. maí. ÚrsUt verða kynnt á reyklausum degi 31. maí. Getur þú svaraö eftirfarandi spurningum? 1. Hvað heitir rapparinn sem syngur í laginu Tóm tjara? 2. Hvað reykja íslendingar fyrir mikinn pening á ári? 3. Hvað heita söngvararnir í laginu Svæla, svæla? 4. Hver á augu, eyru, Utinn munn og Utið nef? 5. Hvað geta reykingar orsakað? Þátttöku8eðlar fylgja geisladisknum HÆTTTJM AÐ REYKJA Þú finnur einnig svörin við spurningunum í bæklingi sem fylgir með diskinum. VINNINGAR: ICRAFTER kassagítar R-035 (kr. 50.000) frá hljóð- færarversluninni Gítarinn, Mark geislaspilari (kr. 10.000) frá Tóbaksvamanefnd og Framtíðarreikn- ingur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka og Ensk-ísl/ísl-ensk orðabók fyrir tölvu (kr. 8.000) frá Eddu útgáfu. ÍKaraoke-hljómborð (kr. 50.000) frá Hljóðfærahúsinu og Fram- tíðarreikningur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka. ^ Skrifstofustéll (kr. 40.000) frá W Odda og Framtíðarreikningur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka. HMark DVD fjölkerfa myndgeisla- spilari (kr. 20.000). ! Nokia sími með B korti (kr. 17.000). Gjafabréf að upphæð kr. 15:000 frá ^ Tónastöðinni. ÍHringadróttinssaga eftir Tolkien (kr. 12.000) frá Fjölva og geisladiskurinn í svörtnm fötum frá Skífunni. ÖGjafabréf (kr. 10.000) frá Kringlunni og geisladiskur- inn í svörtum fötum frá Skífunni. 10 GUESS kvenmannsúr (kr. 10.000) frá Leonard og geisladiskurinn í svörtum fötum frá Skífunni. GUESS karlmannsúr (kr. 10.000) frá Leonard geisladlskuriun í svörtum fötum frá Skífunni. AUKAVINNINGUR AÐ UPPHÆÐ kr. 100.000 Úr öúum innsendum þátttökuseðlum verður einn seðill dreginn út og fær sendandi gjafabréf að upphæð kr. 100.000 sem er innborgun á sófa frá DESFORM. D=sf©RM JP REYKLAUS (& E d d a Jni Leggöu inn á Reyklausan reikning til að fa geislaplötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggöu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eöa sparisjóöi og þú færö eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aðalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aöalbanki) nr. 283408 Búnaöarbanki (aöalbanki) nr. 120552 Mundu aö láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. HVATNINGAR- ffg ATAKUMFI Mm Geialadiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hæg’t að fá í Þjónustumiöatöð UMFÍ, FeUsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Heildarverðmæti vinninga í bvatningarátaki XIMFÍ er kr. 760.000. Nöfn vinningshafa veröa birt i DV á reyklausum degi 31. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.