Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 33 V______________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Af fingrum fram Þorbjörg Þórðardóttir sýnir nú í and- dyri Hallgrímskirkju. Þar hefur verkum hennar verið komið fyrir af mikilli smekkvisi í óhefðbundnu sýningarrými með dyr á öllum veggjum. Þorbjörg er í verkum sínum trú upp- rirna sínum sem menntaður textíllista- maður. Eftir fjögurra ára nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum stundaði hún framhaldsnám í Konstfackskolan í Stockhólmi í byrjun áttunda áratugar- ins. Hún hefur því unnið að list sinni í hartnær þrjá áratugi. Hún tók virkan þátt í að kynna nýja tækni við framsetn- ingu á textíl, bæði með því að hanna og þrykkja á efni, en sú grein átti upphaf sitt hér á landi á síðari hluta áttunda áratugarins. Hún var ein af brautryðj- endum í hópi myndlistarmanna sem settu á stofn og starfræktu gallerí sem rekin voru af listamönnunum sjálfum. Þorbjörg var auk þess kennari í textíl- deild Myndlista- og handíðaskólans um margra ára skeið. Síðastliðin 20 ár hefur Þorbjörg lagt aðaláherslu á listvefnað og er skemmst að minnast stórrar sýningar í Norræna húsinu 1992. Henni hefur verið boð- in þátttaka á sýningum víða um heim þar sem verk hennar hafa hlotið verðskuldaða athygli. Þemað er íslensk náttúra Nú á tímum leggja einungis örfáir listamenn stund á listvefnað. Greinin er ekki lengur kennd hér á landi á háskólastigi (frekar en margar aðrar tæknilegar listgreinar) og það er ekki á færi nema þrautþjálfaðra vefara að vefa Þorbjörg Þórðardóttir: Vorblámi Allir litatónar þéttir og sannfærandi. Listhönnun fram boðskap sinn, hvort sem fjallað er um form, lit, áferð, frásögn eða allt þetta. Listvefn- aður er í eðli sínu afar seinunnin listgrein þar sem færni og þjálfun í erfiðri tækni skiptir sköpum. Auk þess þarf bæði þolinmæði og sjálfsaga. Verklag Þorbjargar útheimtir að hvert myndverk sé skipulagt nákvæmlega áður en hafist er handa við sjálfan vefnaðinn. Þema sýningarinnar er íslensk náttúra og tekist er á við að túlka hana með því að nota náttúruefni eins og sísal, úfinn flóka sem hér er þvingaður ýmist í sléttan eða hrokkinn þráð, hör sem nú er farið að rækta hér á landi og útheimtir langt meðhöndlunarferli frá hrá- efni til þráðar og hrosshár sem spunnið er á nýstárlegan og persónulegan hátt. Síðast en ekki síst er íslensk ull þátttakandi í verkunum. Þegar gengið er inn á sýninguna kemur manni í hug frásögn Snorra Sturlusonar af ferö Sigurðar Jórsalafara til Miklagarðs þar sem glæsileg silkiofin seglin á skipum hans áttu stóran þátt í þeirri virðingu sem honum og áhöfn hans var hvarvetna sýnd. Litrík frásögn Snorra af því hvemig seglin mynduðu vegg í hafnarmynninu þegar skipin sigldu að landi er minnisstæð. Verk Þorbjargar í Hallgríms- kirkju minna á segl, þó að þau beri öll nöfn sem skírskota til náttúra landsins. Þorbjörg takmarkar meginlitaval við frum- litina þrjá. Henni tekst með ágætum að draga fram fín litbrigði í vinnu sinni með litun á bandinu úr efnunum fjórum sem eru uppistað- an í verkum hennar. Sérstaklega hefur tekist vel til með gula litinn, þar sem nást fram hin- ir mýkstu tónar, ofiiir saman við skarpa há- væra liti á mjög sannfærandi hátt þrátt fyrir ólík hráefni sem taka við litabaðinu hvert á sinn hátt. Dæmi um þetta er verkið „Jafndæg- ur“ (nr. 4). Þar vinnur karrígulur ullarþráður fallega með fölgulum sísalþræöi og snarpir hrosshársþræðir og sísal standa út úr fletinum og gefa verkinu þrívídd. Þarna beitir listamað- urinn sérstakri mjög seinunninni veftækni þar sem ívafsþræðinum er vafið utan um uppi- stöðuþráðinn. Þetta eykur á þrívíddina og gef- ur verkinu þéttleika. Verkið er einfalt í formi, litur og áferð fá að njóta sín til fulls. Sömu aðferð er beitt í „Vorbláma" (nr. 8) en þar er seglið blátt og litir hafsins speglast í því í skalanum hvítur, grænblár, fjólublár, svart- ur, heiðblár. Allir litatónar eru þéttir og sann- færandi. Formið er langsum, breikkar upp og myndar té-form inni í fletinum sem afmarkast af mismunandi áferðarvinnu. „Mót rísandi sól“ (nr. 3) er stærsta verk sýn- ingarinnar. Þaö mundi sóma sér betur á mun stærri vegg og er hálfaðþrengt í þessu rými. Þetta er átakamikið verk þar sem ótal ljós lit- brigði annars flatarins kallast á við dökkt form. Rauð lína afmarkar þau. í ljósa kaflanum má vel sjá hvernig góbelinvefnaðurinn myndar finleg ölduform á móti öðru formi sem skartar þéttofnu sísal þar sem villt hárin hafa fengið að mynda þéttan flöt sem leysist upp eftir því sem lengra er haldið niður eftir fletinum. Vel heppnuð perlumóðurskeljaáferð á móti dökk- um fleti. „Samruni" (nr. 2) er sterkt verk þar sem svartur, rauður og blár stíga villtan dans í lif- andi áferð flatarins sem haldið er í skefjum með tveimur rauðum línum. Þetta er það verk á sýningunni sem situr best í rýminu, bæði hvað stærð og form varðar. Látlaus einskeftu- aðferðin hæfir vel og það næst að draga fram sérlega blæbrigðaríka litfleti þar sem áferðin leikur stórt hlutverk eins og í öllum verkum Þorbjargar. Sterkustu verk sýningarinnar eru þar sem flöturinn fær að flæða óskiptur og fylla formið, einimgis litur og áferð tala. Dæmi um þetta eru verk númer 2 og 4. Skeljaformuðu verkin vinna skemmtilega með tvívíðu formunum á sýning- unni og afmarkað litaval eykur enn á góð heild- aráhrif. Frábær verktækni, góð litameðferð og áferðarvinna er styrkur þessarar sýningar. Það er ekki á hverjum degi sem landsmönn- um gefst kostur á að virða fyrir sér fjögurra ára vinnuferli ágæts listamanns. Ég vil því hvetja fólk til að heimsækja kirkju sálma- skáldsins og upplifa myndir Þorbjargar Þórðar- dóttur. Ásrún Kristjánsdóttir Hallgrímskirkja er opin kl. 9-17 alla daga. Sýningu Þor- bjargar Þóröardóttur lýkur 26. maí. Yrkisefnið er harmur stríðsins - Sinfóníuhljómsveit íslands leikur Sálumessu stríös eftir Britten annaö kvöld Vladimir Ashkenazy var haröoröur í garö ís- lenskra ráöamanna á áróöursfundi jarðýtunefhdar Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrir nýju tónlistar- húsi á mánudaginn. Finnst honum biöin orðin löng eftir betra húsnæöi og merkilegt langlundargeö ís- lenskra tónlistarmanna. Hann lœtur þó ekki ógleöi yflr Háskóiabíói aftra sér frá því að stjórna hljóm- sveitinni, sem betur fer, enda heiöursstjórnandi hennar. Annað kvöld, 9. maí, sama dag og síðari heimsstyrjöldinni lauk áriö 1945, stýrir hann hinu mikla verki Benjamins Britten, Sálumessu stríös eöa War Requiem. Það á óhugnanlega vel við að Sinfóníuhljóm- sveitin skuli einmitt nú flytja verk sem samiö er í skugga tveggja heimsstyijalda. Tónskáldið upplifði átök seinni heimsstyrjaldarinnar en höfúndur ljóð- anna, sem sálumessan er að hluta samin við, féll í þeirri fyrri. Britten samdi War Requiem árið 1962 að beiðni kirkjuyfirvalda í Coventry fyrir vígslu nýrrar dóm- DV-MYND GVA Vladimir Ashkenazy í hópi hljóöfæraleikara Sinfóníuhljómsveitin getur ekki haidiö áfram aO bæta sig nema hún fái betra hús til aö leika /'. kirkju þar í bæ. Sú gamla var nánast jöfnuð við jörðu í seinni heimsstyijöldinni líkt og flestar þeirra tæplega 1000 bygginga sem prýddu gamla bæinn í Coventry. Viö smíði verksins hafði Britten í huga einsöngvara frá þremur löndum, fulltrúa fyrrum stríðandi fylkinga í heimsstyrjöldinni síð- ari. í Sálumessunni notar Britten hinn hefðbundna kaþólska texta en fellir einnig inn í hann níu ljóð eftir velska skáldið Wilfred Owen sem lést á víg- vellinum í október 1918, aðeins fjórum dögum áður en samið var um frið og fyrri heimsstyijöldinni lauk. Þar yrkir hann um tilgangsleysi stríðsins og þær hörmungar sem hann hafði upplifað á vígvell- inum. Einsöngvarar eru - samkvæmt hugmyndum tón- skáldsins - Marina Shaguch, sópran frá Rússlandi, Peter Auty, tenór frá Englandi, og Markus Brúck, baritón frá Þýskalandi. Einnig taka þátt í flutningn- um Kór íslensku óperunnar og unglingakór Söng- skólans í Reykjavík. Stjómandi kóranna er Garðar Cortes. Tónleikamir hefjast kl. 19.30. „of nam hjá fiðurfé og van“ í Gallerí Hlemmi sýnir Stein- grímur Eyfjörö myndlistarmaður nú undir yfirskriftinni „of nam hjá fiðurfé og van“ - og er titillinn fenginn að láni hjá Megasi. Steingrímur hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis og hlaut Menningarverðlaun DV árið 2002. Eins og verðlaunaverk hans þá er nýja sýningin innsetningar- verk og byggir á 50 ára gamalli frásögn af íslenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt, þar af leiðandi, að hún væri fugl. Fyrirbærið villi- bara“(feralchild) er einna þekkt- ast úr sögimum um Tarzan apa- bróöur, úlfabarnið Mowgli og Rómulus og Remus. Sýningin stendur til 25. maí og er galleríið opið fim.-sun. kl. 14-18. Rauður snjór ■ Sigríður Helga Sverrisdóttir hef- ur sent frá sér ljóðabókina Rauð- ur snjór, sína fyrstu þótt hún hafi birt ljóð víða í blöðum og safnrit- um. Einkunnarorð bókarinnar sæk- ir Sigríður til Steins Steinars, „Frá vitund minni / til vara þinna / er veglaust haf ‘ og slá þau tón- inn fyrir Ijóðin í bókinni. Ástin er eitt helsta yrkisefnið; ástarnautn, ástarreynsla, ástarþrá, ástarsorg, lifandi ást og dauð. Ástvininum er jafnvel líkt við sjálfan útsæinn í ljóðinu „Sjórinn“: þögull djúpur kaldur lokkandi fjarrœnn örlátur óvœginn uppfullur af andstœöum ómissandi ósigrandi sjórinn þú í síðasta hluta bókarinnar verða önnur yrkisefni áberandi, nátt- úruskynjun og svolítið kaldhæðin sýn á nútímann og amstur hans. Pjaxi í Garðabæ gefur bókina út. Myndabækur sýndar Nú stendur yfir í anddyri Nor- ræna hússins sýningin Norskar myndabækur á faraldsfæti. Hún er hluti af farandsýningunni „Det er ikke storrelsen ...“, sem kynnir úrval af norskum myndabókum frá árunum 1995 til 2000. Skýring- ar rithöfunda og teiknara við bæk- urnar fylgja myndunum. Norskar myndabækur eru öflug og sívaxandi bókmenntagrein, einkum hvað varðar tilraunir og nýjungar á ýmsum sviðum. Þessi grein var upphaflega einkum hugsuð fyrir börn en hefur þróast sem bókmenntir fyrir unglinga jafnt sem fullorðna. Margir af helstu rithöfundum og teiknurum Noregs um þessar mundir semja myndabækur, og þær hafa síðustu tvo áratugi verið ein mest skap- andi greinin innan norskra bama- bókmennta. Sýningin stendur til 1. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.