Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 23 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvœmdastjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlió 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, stmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Tveir dagar til stefhu Kosningabaráttan fyrir al- þingiskosningarnar 2003 hef- ur á margan hátt veriö ein- stök. Þrír nýir þingflokkar eru að festa sig í sessi sem hefur ekki gerst áður. Fimm- flokkur er kominn til að vera - tveir misjafnlega bláir, tveir misjafnlega rauðir og græna miðjan á milli. Baráttan hefur verið persónulegri og harkalegri en þekkst hefur á allra síö- ustu áratugum; tekist er á um týpur og stíl og stæla. Málefn- in koma einnig á óvart: Gjafakvótinn er meðal meginstefja og fátækt í hámæli eftir meint hagvaxtarskeið þjóöarinnar. Það hefur verið vandi stjórnarandstöðunnar að benda á augljós vandræði sem almenningur hefur ratað í á stjórnar- tíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Meginþorra fólks líður vel og finnur til öryggis. Fram hjá hinu veröur samt ekki litiö að velferðarkerfið hefur veikst á síðustu árum eins og lærðar rannsóknir benda til. Bótakerfið hefur setið eftir, heilsugæsla víða í vandræðum, sjúkrahús í sjálf- heldu, lyf- og lækniskostnaður margfaldast. Samt hefur skattbyrðin aukist. Því er spurt hvort vitlaust sé gefið. Kannanir síðustu dægra og vikna styðja þá kenningu að fylgi flokkanna kastist upp og niður á miili kosninga en fær- ist svo nær gömlu kjörfylgi síðustu dagana fyrir kjördag. í þessum efnum er nefnt að Sjálfstæðisflokkurinn eigi fasta- fylgi sem er um og yfir 35 prósentum. Þjóðin sé bara þannig. Breiður jafnaðarmannaflokkur á alla möguleika á að ná álíka fjöldafylgi en líklega þarf hann að geta sannað sig við stjórnvölinn áður en festa kemst á fylgi hans. Ágætt pláss er fyrir þrjá þrengri flokka með breiðu öflunum. Kosningarnar í ár snúast um óbreytta stjórn eða aðrar áherslur. Þjóðin veit hvað hún hefur en spyr sig jafnframt hvort trúa megi himinháum skyndiloforðum frá valdhöfum sem hafa haft árafjöld til að laga samfélagið. Þjóðin spyr líka hvort nýjar áherslur nýrra afla ruggi bátnum. Og hvort menn falli útbyrðis. Valið er á milli varðstöðustjórnar og velferðar- stjórnar. Og valið er sannarlega á milli karls og konu. Niður- staðan ræðst af því hvorum megin 30 prósenta Samfylking verður og hvorum megin 50 prósenta stjórnin verður. Kosninganna 2003 veröur minnst fyrir miklar sviptingar á fylgi flokkanna á endasprettinum. Lausafylgiö er að líkind- um meira en oft áður. Skilin á milli flokka á köflum óljós og frambjóðendur áþekkir. Það hefur skipst á með uppboðum, ógnunum og fóstum skotum. Menn hafa verið hvassir og vænt hverjir aðra um tilræði og valdníðslu. Og leiðtogadýrk- unin hefur verið skýr, jafnt meðal sjálfstæðismanna og sam- fylkingarfólks. Kannski það eitt skili Framsóknarflokknum nægu fylgi til að sitja áfram hægra megin miðju. Illa samrcemd próf Næg og ærin eru verkefni tíundu bekkinga í grunnskól- um þessa dagana. Þeir eru ekki einasta að glíma við erfið próf sem skipta námsferil þeirra sköpum heldur hefur ver- ið kastað til höndunum við gerð þessara prófa svo líkja verður við klúður. DV greindi í gær frá endurteknum glöp- um við gerð og framkvæmd samræmdu prófanna sem kom- ið hafa fjölda nemenda úr jafnvægi. Með ólíkindum er að yf- irvöld menntamála í landinu rati nánast árlega í meiri og minni ógöngur með þennan mikilvæga námsáfanga. Taka verður undir ummæli formanns Kennarasambands- ins í DV í gær vegna þessa máls. Þar sagði hann þau mistök sem gerð hafa verið við framkvæmd prófanna í ár „alveg ófyrirgefanleg“. Eiríkur bendir á að allt óöryggi fari illa með nemendur; lítið þurfi til að þeir fari á taugum. Þetta er rétt. Lokaáfangi grunnskólans er mikil prófraun fólks á við- kvæmum aldri, prófraun sem oft skiptir sköpum fyrir fram- tíð unglinga. Gera verður þær sjálfsögðu kröfur að fullorðn- ir sérfræðingar standist þar eigin próf en falli ella. Sigmimdur Ernir Menntasókn á undanförnum árum Samfylkingin hefur undan- farna daga haldið uppi afar villandi málflutningi um menntamál og reynt að draga upp þá mynd að litlar framfarir hafi átt sér stað á því sviði á undan- förnum árum og að íslend- ingar séu að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Þessi málflutningur talsmanna Samfylkingarinnar á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Staðreyndin er sú að sífellt auknum framlögum hefur verið varið til þessa mála- flokks og á sama tíma hefur löggjöf um öll stig skólakerfisins verið end- urskoðuð með það að markmiði að auka árangurinn og bæta starfsemi og starfsumhverfi skóla og skóla- fólks. Stóraukin framlög Sú áhersla sem lögð hefur verið á uppbyggingu í menntamálum birt- ist meðal annars í þeirri aukningu sem orðið hefur á útgjöldum vegna málaflokksins á undanfórnum árum. Heildarútgjöld til mennta- mála, þ.e. samanlögð útgjöld hins opinbera og einkaaðila, voru t.d. 5,26% af vergri landsframleiðslu 1995 en höfðu aukist í 6,31% árið 2000. Sú aukning hefur haldið áfram síðan. Ef litið er til framlaga til menntamála sem hlutfalls af op- inberum útgjöldum má nefna að þau voru innan við 12% árið 1990, á síðasta starfsári vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar. Nú hefur þetta hlutfall vaxið í 14,7%. Niðurstaðan er því sú að frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn og um leið menntamálaráðuneytinu hefur hlutfallslega mun meiru verið varið til menntamála af fjármunum hins opinbera heldur en þegar vinstri menn voru við völd. Ef litið er tfl alþjóðlegs saman- burðar má nefna aö OECD-ríkin verja að meðaltali um 5,5% af vergri landsframleiðslu til mennta- mála. ísland er hins vegar í hópi þeirra átta ríkja sem verja vel yfir 6% tO málaflokksins. Það er því beinlínis rangt að halda því fram að ísland sé aftarlega á merinni í þessum efnum. ísland er þvert á móti í fremstu röö. Rangfærslur um framhaldsskóla í sjónvarpsviðtali á dögunum varð talsmaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að við- urkenna að framlög til grunnskóla og háskóla hér á landi hefðu aukist verulega síðustu árin. Hún hélt því hins vegar fram að ekkert hefði gerst í málefnum framhaldsskól- anna á sama tíma. Ekkert er fjær sanni. Bara á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa framlög til fram- haldsskólastigsins vaxiö um meira en þriðjung aö raungOdi. Ef borin eru saman framlög árs- ins 1999 og 2003 samkvæmt fjárlög- um á fóstu verðlagi er sú aukning 35,3%. Ekki hefur komið fram á hverju talsmaður Samfylkingarinn- ar byggir fullyrðingar sínar í þess- um efnum en að minnsta kosti er ljóst að þær upplýsingar eiga sér ekki stoð í opinberum gögnum. Stórátak I menntun - eöa hvað? í kosningastefnu og auglýsingum Birgir Ármannsson lögfræðingur og frambjóöandi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður Sandkom Með á nótunum DV barst ný- verið þetta bréf frá Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stílað á hr. Gunn- ar Smára Egilsson, „ritstjóra DV“. Krafa um uinstristjórn Athygli vöktu ummæli Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjómmálafræði, um stöðu Sam- fylkingarinnar í kvöldfréttum Út- varpsins á þriðjudag. Taldi hann líklegt að fylgistap flokksins Ummæli Sandgerði gegn soldáninum al Brunei „Þeir leggja tO tvær leiðir: í fyrsta lagi að þær verði boðnar út á heimsmarkaði og öUum leyft að bjóða í tO að nýta. Það er okkar leiö; það er eins og við vOjum fara með kvótann. [...]“ Stefán Jón Hafstein í þætti Hallgríms Thorsteinssonar á Útvarpi Sögu. Hrædd viO hræösluáróður? „Vamarbarátta Sjálfstæðisflokks- ins felst í hræðsluáróðri. Hvert málið á fætur öðm hefur verið tek- ið þessum tökum. Af einhverjum dularfuUum ástæðum virðist Sam- fylkingin ekki hafa verið búin und- ir þetta - og því sein tU svara. Hvort og þá hvemig Samfylking- unni tekst að svara fyrir sig mun ráða úrslitum í kosningabarátt- unni. Ein leið tU vamar er sókn. Neikvæð kosningabarátta er greini- lega bannorð hjá Samfylkingunni. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi stjóm- unarstU Sjálfstæðisflokksins og sandkorn@dv.is mætti rekja tO þess að honum hefði ekki tekist nægilega vel að höföa til kjósenda á miðjunni heldur virst of vinstrisinnaður. Augljóst er að Samfylkingin er ekki á sama máli því að í gær birt- ust heilsíðuauglýsingar frá flokknum í blöðum sem eru tæp- ast líklegar til að höfða sérstak- lega til kjósenda á miðjunni. Aug- lýsing Samfylkingarinnar er sem sagt tilvitnun í pistil Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, þar sem Jónas hvetur til þess að núver- andi stjórnarandstöðuflokkar taki höndum saman og myndi ríkis- stjórn eftir kosningar ... Davíðs Oddssonar sérstaklega. Þessi gagnrýni var löngu tímabær og þörf. En hvað gerði flokkurinn? Fylgdi hann málinu eftir? Nei, hann klúðraði því.“ Birgir Hermannsson á Kreml.is. Aftupsætisbílstjórínn „Já, mér sýnist ISG hafa farið dálítið út í vegkantinn í ummæl- um sínum í Háskóla Rvíkur og ekki verið að tóna afstöðu flokks- ins tO þessara mála. [...] Ég er þegar búinn að setja í gang vinnu innan flokksins tO að þetta komist tO skOa með réttum hætti, þannig að þessi misskilning- ur liggi ekki eftir varðandi afstöðu Samfylkingarinnar..." Guömundur Árni Stefánsson I svari til nemanda viö Viöskiptaháskólann á Bifröst um ummæli Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur um framlög ríkisins til einkaskóia. Skoðun „Nidurstadan er því sú að frá því Sjálfstœðisflokkurinn tók við stjórn og um leið menntamálaráðuneytinu hefur hlutfallslega mun meiru verið varið til menntamála af fjármunum hins opinbera heldur en þegar vinstri menn voru við völd. “ Fatækleg umræða DV um fátækt „Staðhœft var ígreininni að hœtt hefði verið að taka tillit til fjölda bama við ákvörðun fjárhagsaðstoðar og þar með þrengt að bamafjölskyldum. Þetta er alrangt; þó að vissulega hafi verið hœtt að taka tillit til fjölda bama við ákvörðun fjárhagsaðstoðar var horfið frá því að skerða aðstoðina vegna barnabóta og meðlaga ..." Samfylkingarinnar er talað um að flokkurinn vilji auka útgjöld tO menntamála um 3 mifljarða króna á ári og með því sé ætlunin að standa að stórátaki á þessu sviði. Þegar málið er skoðað er hér þó verið að lofa minni aukningu framlaga held- ur en þegar hefur átt sér stað á kjör- tímabOinu sem er að líða. Menntamálaráöherrar Sjálfstæð- isflokksins, þeir Bjöm Bjarnason og Tómas Ingi Olrich, hafa beitt sér fyrir þessari aukningu, án þess að berja sér á brjóst og hafa uppi stór orð um stórsókn eða byltingu. Þeir hafa hins vegar látið verkin tala. Ekki bara spurning um peninga Auðvitað er þörf á að ræða fram- farir á sviði menntamála og vissu- lega getum við íslendingar gert bet- ur á því sviði. ÖUum er ljóst að öfl- ugt menntakerfi er ein af mikO- vægustu stoðum samfélagsins og þörf atvinnulífsins fyrir vel mennt- að starfsfólk eykst stööugt. Menntastefnan verður því að sjálf- sögðu eitt af mikOvægustu við- fangsefnum stjórnmálanna á kom- andi árum. Það er hins vegar ekki í þágu skólakerfisins eða þeirra sem þar starfa eða stunda nám að umræður um menntamál mótist af röngum fuUyrðingum eða misskilningi, eins og sést hefur í málflutningi Samfylkingarinnar á undanförnum vikum. Sigriður Jónsdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviös Félagsþjónustunna r í Reykjavík í grein í DV þriðjudaginn 6. maí sl., sem bar yfir- skriftina „Reykjavíkurborg svipti hóp fátækra hlut- deild í góðærinu", og í leiðara blaðsins sama dag, eru mér lögð orð í munn og þau sett í sam- hengi sem ekki var fyrir hendi í mínum huga. Hér skulu ekki eltar ólar við misskilning og rangtúlkun, heldur komið á framfæri því sem sannára reynist. í greininni er því haldið fram að ástæða þess að tUtekinn hópur í samfélaginu fór á mis við aukna hagsæld og kaupmáttaraukningu undir lok síðasta áratugar hafi ver- ið sú að Reykjavíkurborg hafi fryst framfærsluviðmið fjárhagsaðstoðar frá 1995-1999. Hér er verið að leggja út af bók Hörpu Njálsdóttur, „Fá- tækt á íslandi". í maí 1995 tóku nýjar reglur um fjárhagsaðstoð gUdi í Reykjavík. Eitt af aðalatriðunum í nýjum regl- um var setning framfærsluviðmiðs. Væru tekjur undir þessu viðmiði var réttur tO fjárhagsaðstoðar skil- yrðislaus. Ef sótt var um frekari aðstoð, svokallaða heimilda- greiðslu, fór fram einstaklings- bundið mat áður en aðstoð var út- hlutað. HeimOdagreiðslumar voru hugsaðar tU að mæta tOteknum, af- mörkuðum vanda fólks. Eitt af meginmarkmiðunum með nýjum reglum var að stuðla að auknu jafnræði með umsækjend- um, þ.e. að fólk í sömu aðstöðu fengi sömu afgreiðslu. Andstætt því sem haldið var fram í DV jukust útgjöld tU fjár- hagsaðstoðar frá því að nýjar regl- ur um fjárhagsaðstoð tóku gildi, fleiri fengu aðstoð og meiri aðstoð. MOli áranna 1994 og 1996 jukust út- gjöld vegna fjárhagsaðstoðar um 33%, meðalstyrkur hækkaði um 19% og þeim sem fengu fjárhagsað- stoð fjölgaðí um 12%. Þetta eru samanburðarhæf ár - annað að fullu í nýju kerfi og hitt að fuUu í gömlu kerfi, en nýjar reglur tóku gildi á miðju ári 1995. Staðhæft var í greininni að hætt hefði verið að taka tUlit til fjölda barna við ákvörðun fjárhagsaðstoð- ar og þar með þrengt að barnafjöl- skyldum. Þetta er alrangt; þó að vissulega hafi verið hætt að taka tillit til fjölda barna við ákvörðun fjárhagsaðstoðar var horfið frá því að skerða aðstoðina vegna barna- bóta og meðlaga, þar sem reglurnar kveða skýrt á um að framfærslu barna skuli mætt með bamabót- um/bamabótaauka og meðlögum. í stað þess að telja þessar bætur til tekna renna þær nú alveg óskertar til framfærslu barnanna, sem var jákvæð nýjung og gagnast foreldr- um mun betur en reglur fyrra kerf- is. Þegar aUt er skoðað hefur árleg- ur meðalstyrkur fram til dagsins í dag hækkað en ekki lækkað eins og haldið hefur verið fram að gerst hafi í Reykjavík frá því að nýjar reglur tóku gildi. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram er heimil- um sem fá fjárhagsaðstoð í Reykja- vík ekki að fækka vegna reglna sem tóku gildi 1995, þeim fækkar hins vegar þegar atvinnuleysi minnkar og fjölgar þegar atvinnu- leysi eykst og atvinnuástand versn- ar, eins og sú staðreynd sýnir að árið 2002 aukast útgjöld til fjárhags- aðstoðar um 42% frá árinu áður, á sama tíma og atvinnulausum í Reykjavík fjölgar um helming. Að- eins einu sinni í sögu Félagsþjón- ustunnar í Reykjavik hafa svo mörg heimili fengið fjárhagsaðstoð, en það var árið 1995 þegar atvinnu- leysisstig var mun hærra í Reykja- vík en árið 2002. Á árinu 2002 fengu tæplega 3600 heimili og einstakling- ar fjárhagsaðstoð og til þessarar að- stoðar var varið rúmlega 950 millj- ónum króna. Þetta var 19% aukn- ing heimila og 42% aukning fjár- magns frá árinu 2001. Einnig var staðhæft í umræddri grein að vaxandi ásókn í líknarfé- lög hefði komið til vegna þrenging- ar Félagsþjónustunnar í Reykjavík á heimildabótum. Heimildabætur voru minni 1995-1998 en árin á undan, en hækka svo eftir 1999 og hafa aldrei verið hærri en á sl. tveimur árum. Þær eru árið 2002 um þriðjungur allra útgjalda til fjárhagsaðstoðar. Það eru sem sagt ekki skertar heimildagreiðslur sem vísa fólki á hjálparstofnanir. Mun líklegra er að ástæðan sé aukin þörf í þjóðfélaginu sem m.a. skýrist af ýmsum skerðingum undangenginna ára á bótakerfinu og lágum launum, svo eitthvað sé nefnt. Ríkið á skv. lögum að tryggja sjúkum, öryrkjum, ellilífeyrisþegum og atvinnulausum framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfé- lagsins er aðstoð sem kemur til þegar allt annað þrýtur og er ekki hugsuð sem framfærsla til framtíðar. Athugasemd Þaö er er rangt að Sigríði Jóns- dóttur hafi verið lögð orð í munn í umfjöllun DV. Þetta veit Sigríður best sjálf. Það er dapurlegt að emb- ættismaöur borgarinnar skuli sjá sig knúinn til að beita fyrir sig ósannindum í samskiptum við blaö- ið. Með þetta í huga er vert að lesa grein Sigríðar. ritstj. „Séð hef ég kötQnn syngja á bók" Jón Bjarnason alþingismaöur í 1. sæti á lista Vinstri grænna í Norövesturkjördæmi Kjallari Undanfarnar vikur hafa nokkrir ESB-sinnar kveðið öfugmælavísur í fjölmiðl- um um aðild íslands að Evrópusambandinu en þau hafa mælt fyrir inngöngu undir því yfirskini að lækka matvælaverð. Galdurinn - að þeirra sögn - felst í því að flytja inn evrópskar landbúnaðarvörur. Þessi málflutn- ingur felur í sér öfugmæli fyrir tvennar sakir: í fyrsta lagi geta ís- lendingar hvenær sem er og af eig- in frumkvæði opnað landið fyrir innfluttum landbúnaðarvörum. Það eina sem þarf er lagabreyting á Alþingi. Hingað til hefur ESB verið umhugað um að losna við landbúnaðarvörur sínar á heims- markaði til allra þeirra sem vilja kaupa með miklum niöurgreiðsl- um. í annan stað flytja íslendingar nú þegar tollfrjálst inn stærstan hluta af sínum landbúnaðarvörum beint af heimsmarkaði, s.s. sykur, ávexti og kom, en aðeins kjöt- og faldlega að þeir myndu þurfa að afnema innflutnings- vemd fyrir sína eigin bœndur á sama tíma og tekin yrði upp innflutningsvemd fyrir evrópska bændur.“ mjólkurvörur eru nú háðar inn- flutningstakmörkunum, m.a. vegna sjúkdómavarna. Með aðild að ESB yrðu lands- menn að taka upp sameiginlega tolla Sambandsins á margs konar vörum og við þaö mun verð hækka á sumum neysluvörum hérlendis. Það er eilítið sérstakt að taka fyrir ESB-aðild með þessu hætti nú í að- draganda kosninga, sérstaklega þar sem ESB-flókkarnir tveir - Fram- sóknarflokkur og Samfylking - hafa kosið að flagga ekki áhuga sín- um í þessum efnum. En allt á þó líklega sínar skýringar. „Selinn spinna hör á rokk“ Raunar væri heppilegra - ef ódýr innflutningur er aðalatriðið - að opna landið án ESB-aðiIdar. Þá gætum við flutt inn enn ódýrari vörur frá Bandaríkjunum eða þriðja heiminum. Aftur á móti með ESB-aðild yrði ísland að taka evrópska verndarstefnu sem er sniðin að evrópskum bændum. Og eins og staðan er nú eru töluverð- ar innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum innan ríkja Evrópusambandsins. Það hefði í för með sér að verö á mörgum vörutegundum - sem við nú flytj- um inn tollfrjálst - myndi hækka verulega. Þetta munu ný aðildar- ríki að ESB brátt fá að reyna. Til að mynda er gert ráð fyrir því aö verð á sykri í Eistlandi og Möltu muni tvöfaldast við inn- göngu þessara landa í ESB. Ef íslendingar gerðust aðilar að ESB þýðir það einfaldlega, að þéir myndu þurfa að afnema innflutn- ingsvernd fyrir sína eigin bændur á sama tíma og tekin yrði upp inn- flutningsvernd fyrir evrópska bændur. „Skötuna elta skinn í brók“ Hingað til hefur þjóðarsátt ríkt um stuðning við íslenskan land- búnað, sem m.a. felst í því að tak- marka innflutning á kjöt- og mjólkurvörum. Þessi stefna hlýtur ávallt að vera í sífelldri endur- skoðun, enda getur Alþingi íslend- inga afnumið þessar takmarkanir ef það er vilji þjóðarinnar. Hins vegar hefur dregið verulega sam- an með verðlagi á kjötvörum hér og í Evrópu á síðustu árum. Á þessum tíma hefur átt sér stað gíf- urlega hröö framþróun í íslensk- um landbúnaði sem hefur skilað sér að einhverju leyti í lækkuðu verði til neytenda. Að vfsu er verð til framleiðenda aðeins brot af smásöluverði. Flutningskostnað- ur, launastig, skattar og aðstæður í smásöluverslun skiptir mestu fyrir það verð sem neytendur greiða að lokum. Af þessum sökum er ekki til eitt Evrópuverð á matvælum því að- stæður eru mjög mismunandi í hverju landi fyrir sig. Ef litið er til verðlags á matvöru innan ESB kemur í ljós mikill munur á milli landa. T.d. er matarverð 29% hærra í Danmörku en í ESB að meðaltali. Það er því vafaatriði hversu miklu innflutningur á evr- ópskum landbúnaðarvörum myndi breyta um matarverð, sér- staklega þar sem verð á sumum vörutegundum myndi óumdeilan- lega hækka vegna nýrra samevr- ópskra tolla. „Skúminn prjóna smábandssokk“ Nú síðasta haust lýstu tveir flokkar — Framsóknarflokkur og Samfylking - yfir miklum áhuga á ESB-aðild. Raunar var haldin kosning meðal Samfylkingarfólks þar sem aðild var samþykkt með miklum mun en þeim úrslitum hefur mjög lítt verið haldið á lofti. Það er vitaskuld vel að Evrópu- málin séu rædd í þaula. Aðild að ESB er stórt skref fyrir íslendinga sem felur í sér margar gagngerar breytingar á mörgum sviðum þjóð- lífsins. Þegar um svo víðtæka breytingu er að ræða er eðlilegt að fólk skuli skiptast í stjórnmálaflokka eftir skoðunum sínum í þessu efni. Stjómmál eiga einmitt að snúast um slíka stefnumótun. Það er því skaði að ESB-flokkarnir tveir vilji nú komast hjá því ræða þetta mál- efni, sem þeim þótti svo brýnt síð- asta haust. Enn skrýtnara er þó að taka að- eins eitt mál - innflutning á land- búnaðarafurðum - og fjalla ein- göngu um ESB út frá því. Þaö sem virðist vaka fyrir ESB-sinnum með málflutningi sínum er annað af tvennu. Annaðhvort líta þeir á það sem kost að geta nýtt ESB til þess að fara fram hjá lýðræðisleg- um meirihluta landsmanna með því að þvinga fram breytingar á ís- lenskri landbúnaðarstefnu og öðr- um hlutum sem þeim hugnast. Eða að málflutningurinn um matar- verðið er aðeins einfalt bragð til þess að reyna að selja margflókna ESB-aðild til íslensks almennings. Hvort heldur sem er getur þessi málflutningar vart talist til sæmd- ar. ESB-flokkunum tveim - Fram- sóknarflokki og Samfylkingu - þótti brýnt að ræða aðild að ESB í haust. Samfylkingin lét kjósa um það. Nú er veist að íslenskum landbúnaði í nafni Evrópusam- bandsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.