Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 DV íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95 ára_________________________ Ingibjörg Kristjánsdóttlr, Bræðraborgarstíg 52, Reykjavík. 90 ára_________________________ Margrét Guðleifsdóttir, Faxabraut 13, Keflavík. 90#rG sinni í Bandaríkjunum. Kjartan Auöunsson, Hraunbæ 34, Reykjavík. Gunnar Jónsson, sjómaöur og skipstjóri, Vallartúni 5, Keflavík, varð áttræður í gær. Eiginkona hans er Hrefna María giguröardóttir. Þau dvelja þessa dagana hjá dóttur 75 ára____________________ Kristín Katarínusdóttlr, Sigtúni 33, Reykjavík. 70 ára____________________ Fjóla Edilonsdóttir, Skúlagötu 3, Stykkishólmi. Hrelöar Guöjónsson, Efstalandi 2, Reykjavík. Tryggvi Gestsson, Réttarholti 3, Selfossi. 60 ára__________________________ Bergmann Þorleifsson, Vesturgötu 159, Akranesi. Jón Matthíasson, Dalsgerði 4c, Akureyri. Jónas Jónasson, Skólavörðustíg 46, Reykjavík. María Snorradóttir, Ásvegi 6, Dalvík. Valgerður Hjaltested, Nesvegi 103, Seltjarnarnesi. Öm Kristinsson, Strandgötu 69c, Eskifirði. 50 ára__________________________ Haraldur Már Ingólfsson, Dverghömrum 44, Reykjavík. Jóhann Pétur Jónsson, Birtingakvísl 60, Reykjavík. Kristján R. Kristjánsson, Vesturbergi 96, Reykjavlk. María Fanney Kristjánsdóttir, Flögu, Egilsstööum. Páll Hjálmarsson, Hjallalundi 17g, Akureyri. Somkhuan Suasoongnoen, Stekkjarflöt 2, Garöabæ. Ævar Rafn Þórisson, Heiðarvegi 32, Vestmannaeyjum. 40ára___________________________ Anna Birna Almarsdóttlr, Reynimel 68, Reykjavlk. Einar Páll Indriðason, Sunnuflöt 2, Garöabæ. Hafdís Pálsdóttir, Vanabyggö 2h, Akureyri. Hekia Birgisdóttir, Skúlabraut 35, Blönduósi. Helga Hauksdóttlr, Grundarstíg 20, Sauðárkróki. Hilmar Jónsson, Fífulind 13, Kópavogi. Ingl Einar Erlingsson, Laufbrekku 2, Kópavogi. Ingibjörg Reynisdóttir, Mánagötu 21, Grindavík. Jón Randver Guömundsson, Álfhólsvegi 60, Kópavogi. Jón Þór Hauksson, Langholtsvegi 99, Reykjavík. Kristín Karól. Kristjánsdóttir, Logafold 20, Reykjavík. Margrét Hauksdóttir, Borgarvegi 13, Njarðvík. Ólafía Sigurpálsdóttir, Norðurgötu 52, Sandgerði. Solveig Siguröardóttlr, Rókagötu 27, Reykjavík. Þorvaidur Ingvarsson, Fannafold 174, Reykjavík. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, Framnesvegi 65, Reykjavík. Þuríður Guörún Aradóttir, Lindasmára 9, Kópavogi. Andlát Jón Elllöl Þorsteinsson, Hringbraut 48, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstud. 2.5. Jóhannes Garbar Jóhannesson harm- oníkuleikari, Sogavegi 182, Reykjavík, andaðist á Landspltalanum Landakoti mánud. 5.5. Stefán Bryngeir Einarsson, Keilusíðu 12c, Akureyri, er látinn. Aðalstelnn Blrglr Ingólfsson, til heimilis á Kristnibraut 37, lést á Spáni föstud. 25.4. Indriðl Gubmundsson Munaðarnesi, Ár- neshreppi, lést á sjúkrahúsinu á Hólma- vík mánud. 5.5. Walters Rivers lést I Kaliforníu þriöjud. 22.4. Jaröarförin fór fram mánud. 28.4. I Bellflower I Kalifornlu. Erró Erró (Guðmundur Guðmundsson) myndlistarmaður, búsettur í París í Frakklandi, hélt á dögunum sýn- ingu í París á nýjum verkum sín- um. Margar myndir sýningarinnar voru saman settar úr brotum úr ýmsum myndasögum Walt Disney, og vakti sýningin verulega athygli í frönskum íjölmiðlum. Starfsferill Erró fæddist í Ólafsvík og ólst upp hjá móður sinni, fyrst i Reykja- vik til þriggja ára aldurs en siðan á Kirkjubæjarklaustri þar sem móðir hans giftist Siggeiri Lárussyni, bónda þar. Erró fór til náms í Reykjavík og stundaði þá jafnframt teikninám í kvöldskóla en innritaðist síöan í teiknikennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Hann var við myndlistamám í Listaháskólanum i Ósló 1951-54 og starfaði síðan í Flór- ens um skeið. Þá stundaði hann nám í gerð mósaíkmynda í Ravena í tvö ár og vann síðan við mósaikmyndir í nokkur ár. Erró dvaldi í ísrael í átta mánuði árið 1957 en flutti næsta ár til Parísar þar sem hann kynntist flestum fremstu listamönnum súrrealista- hreyfingarinnar. Hann hóf 1958 að vinna samklippimyndir samhliða málverkinu en eftir kynni sín af bandarísku popp-stefnunni 1962 hóf hann að nota samklippumar í mál- verk sín og notaði þá myndvarpa í síauknum mæli. Á sjöunda áratugnum skrifaði hann undir tímabundinn samning við Gallery Schwartz í Mílanó og tók þá þátl í sýningum víðs vegar um Evrópu en starfaði aðallega með galleríinu Saint Germain. Erró er óhemju afkastamikill listamaður en hann hefur unnið markvisst að því að þróa sína eigin sérstæðu myndgerð. Með hverju ár- inu hafa verk hans orðið eftirsóttari og sjálfur er hann í hópi virtustu myndlistarmanna álfunnar. Erró færði Reykjavíkurborg að gjöf nær tvö þúsund listaverk eftir sjálfan sig árið 1989. Hann hefur dvalið víða um heim, m.a. í Taílandi, París og á Formentera. Fjölskylda Kona Errós var israelsk, Myriam Bat-Josep, en þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Tura, læknir í Par- ís, gift Leon Milo tónskáldi. Hálfsystkini Errós, sammæðra: Lárus Siggeirsson, bóndi á Kirkju- bæjarklaustri; Kristinn Siggeirsson, bóndi á Hörgslandi; Gyða Sigriður Siggeirsdóttir, húsmóðir á Seltjarn- amesi. Hálfsystkini Errós, samfeðra: Einar, leirkerasmiður í Reykjavík; Ingvi, vélvirki í Reykjavík; Auður, húsmóðir í Reykjavík; Ari Trausti, jarðfræðingur og rithöfimdur í Reykjavík; Egill, arkitekt í Reykja- vík. Foreldrar Errós voru Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal, f. 5.8.1895, d. 23.5. 1963, myndhöggvari og mál- ari í Reykjavík, og Soffía Kristins- dóttir, f. 16.6. 1902, d. 1.2. 1969, hús- móðir að Kirkjubæjarklaustri. Ætt Guðmundur var bróðir Sigríðar, móður Bjama Guðnasonar prófess- ors og Bergs lögfræðings, föður Guðna knattspyrnumanns. Guð- mundur var sonur Einars, b. í Mið- dal, bróður Eiríks, móðurafa Vigdís- ar Finnbogadóttur. Einar var sonur Guðmundar, b. og hreppstjóra í Miðdal, Einarssonar, b. á Álfstöðum á Skeiðum, bróður Guðmundar, b. í Miðdal, föður Jóns, hreppstjóra á Setbergi, ættföður Setbergsættar. Bróðir Jóns var Sigurður, afi Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta forseta ASÍ. Jón var faðir Ingveldar, langömmu Páls Jenssonar prófessors og Gunn- ars Kvaran listfræðings. önnur dóttir Jóns var Sigríður, langamma Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips. Þriðja dóttir Jóns var Sigurbjörg, amma Aifreðs Guð- mundssonar, fyrrv. forstöðumanns Kjarvalsstað,a og Guðmundar Björnssonar, prófessors og augn- læknis. Einar var sonur Gísla, b. á Álfs- stöðum, bróður Ingveldar, móður Ófeigs ríka á Fjalli, langafa Grétars Fells, forseta Guðspekifélagsins. Soffía, móðir Errós, var dóttir Kristins, b. í Miðengi, Guðmunds- sonar, b. í Miðengi, Jónssonar, b. á Selfossi, Einarssonar, b. á Selfossi, Þorleifssonar á Selfossi, Valdason- ar, b. á Fljótshólum, Eiríkssonar. Móðir Soffíu var Sigríður Bjarna- dóttir, b. á Amarbæli í Grímsnesi, Ögmundssonar, b. á Oddgeirshólum í Flóa, bróður Guðrúnar, móður Sal- vsæar, langömmu Björns Th. Björns- sonar listfræðings. Ögmundur var sonur Þorkels, b. á Heiðarbæ í Þing- vallasveit, Loftssonar og Salvarar Ögmundsdóttru-, b. á Hrafnkelsstöð- um, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, b. á Stóra-Núpi, Magnússonar, b. í Bræðratungu. Móðir Jóns var Þór- dís Jónsdóttir (Snæfriður íslands- sól). Móðir Bjama í Amarbæli var Sigríður Bjamadóttir, b. í Hjálm- holti, Stefánssonar, b. i Árbæ í Holt- um, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ættföður Víkings- lækjarættar. Móðir Sigríðar í Mið- engi var Sigríður Stefánsdóttir, pr. á Felli í Mýrdal, Stefánssonar, pr. á Stóra-Núpi, Þorteinssonar, pr. á Krossi í Landeyjum, Stefánssonar. Móðir Stefáns á Fefli var Guðný, systir Ástríðar, langömmu Þorláks O. Johnsen kaupmanns, langafa Einars Laxness, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Menningarsjóðs. Guðný var dóttir Þorláks, lrm. að Móum á Kjalamesi, Gestssonar. Attræöur Garðar Reimarsson verkamaöur á Djúpavogi Garðar Reimarsson fiskvinnslu- maður, Brekku 12, Djúpavogi, er átt- ræður í dag. Starfsferill Garðar fæddist að Eyjólfsstöðum í Fossárdal en ólst upp í Víðinesi í sama dal. Garðar bjó með foreldrum sínum og systkinum i Viðinesi til 24 ára aldurs en flutti þá ásamt foreldrum sínum að Núpi. Þar bjuggu þau og stunduðu búskap í þrjú ár en fluttu síðan að Kelduskógum á Berufjarð- arströnd. Þaðan flutti fjölskyldan að Brekku 12 á Djúpavogi 1979 þar sem Garðar býr enn. Garðar sinnti búskap í Víðinesi, að Núpi og að Kelduskógum. Á Djúpavogi vann hann mest í fiski við frystihúsið og vann í sláturhúsinu á Djúpavogi á haustin auk þess sem hann starfaði þar áður meðan hann bjó í Kelduskógum. Þá sá hann um að taka á móti skipum við höfnina á Djúpavogi um árabil. Fjölskylda Garðar átti sextán systkini. Systkinin eru: Aðalsteinn, f. 8.5. 1923, býr að Kelduskógum á Beru- fjarðarströnd; Magnús Gunnlaugur, f. 24.7. 1925, trésmiður sem býr á Djúpavogi; Maria, f. 11.8. 1926, d. 1988, var húsmóðir á Stöðvarfirði en maður hennar var Elís Sveinbjömsson; Ámý Björg, f. 26.10. 1927, húsmóðir, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfírði; Ingólfur, f. 18.8. 1929, býr á Kleif í Breiödal en kona hans er Ingunn Gunnlaugsdóttir; Hjalti, f. 1.11.1930, nú látinn, bjó í Hveragerði; Ingi- mundur, f. 19.7. 1931, nú látinn, sjómaður, bjó á Selfossi en kona hans var Steinunn; Hólmfríður, f. 21.1. 1933, lengst af húsfreyja á Ásunnarstöðum í Breiðdal en býr nú á Egilsstöðum, var gift Jóhanni Péturssyni sem er látinn; Margrét, f. 19.5.1934, nú látin, var húsmóðir í Hafnarfirði en maður hennar var Ólafur Halldórsson; Sigríður, f. 8.12. 1935, húsfreyja í Ásgarði í Breiödal, var gift Ásgeir Péturssyni sem er látinn; Guðbjörg, f. 14.2. 1937, húsmóðir á Stöðvarfirði; Sigur- björg, f. 13.5. 1938, býr í Reykjavík; Gestur, f. 28.6. 1940, bóndi á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, en kona hans er Borghildur Hjartardóttir; Jóna, f. 15.6. 1941, nú látin, var búsett í Reykjavík; Vil- borg, f. 10.8.1942, húsmóðir á Akur- eyri; Reynir, f. 31.1. 1944, lausamaður sem hýr á Breiðdalsvik. Faðir Garðars var Reimar Magn- ússon, f. 13.9. 1894, d. 22.6. 1982, lengst af bóndL Móðir Garðars var Stefanía Jónsdóttir, f. 16.4. 1900, nú látin, lengst af húsmóðir. Jarðarfarir Hlldur María Björnsdóttlr, Vesturbergl 100, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut föstud. 2.5. Kveöjuathöfn fer fram frá Laugarneskirkju föstud. 9.5. kl. 13.30. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðar- kirkju mánud. 12.5. kl. 14.00. Útför Kjartans Friðbjarnarsonar, kaupsýslumanns frá Siglufirði, fer fram frá Fossvogskirkju 8.5. kl. 15.00. Haraldur Lúðvíksson vélfræðingur, Álfheimum 25, veröur jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtud. 8.5. kl. 10.30. Útför Ólafs Bjarnasonar frá Hænuvik, Stekkum 23, Pastreksfiröi, veröur gerð frá Patreksfjaröarkirkju föstud. 9.5. kl. 14.00. Pálína Pálsdóttir, Suöurvíkurvegi lOb, Vík I Mýrdal, veröur jarðsungin frá Þykkvabæjarklausturskirkju laugard. 10.5. kl. 14.00. Merkir Islendingar Gísli Þórarinn Guðnason læknir fædd- ist í Gerðum í Vestur-Landeyjum 8. maí 1914. Hann var sonur Guðna Gísla- sonar, bónda í Gerðtun og á Krossi, og k.h., Helgu Maríu Þorbergsdóttur hús- freyju þar. Þórarinn lauk stúdentsprófi frá MR 1934, lauk embættisrprófi í læknis- fræði við HÍ 1940, öðlaðist almennt lækningaleyfí 1941, stundaði fram- haldsnám í skurðlækningum í Bret- landi á strlðsárunum, við British Post- graduate Medical School í Lundúnum Hammersmith Hospital, við Manchester Royal Infirmary, á Brompton Hospital, Horton Hospital í Epsom, Queens og Mary’s Þórarinn Guðnason Hospital í Roehampton. Hann var læknir á Siglufirði 1945-46, starfaði á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og í Kanada 1947-48 og var læknir í Reykjavík frá 1949, á hand- lækningadeild Landspítalans, skurð- læknir á Sjúkrahúsi Hvítabandsins 1951-68, á Sjúkrahúsinu Sólheimum 1954-68, og sérfræðingur á skurðdeild Borgarspítalans 1968-86. Þórarinn var varaborgarfulltrúi 1958-62, sat í stjóm Læknafélags Reykjavíkur, í stjórn Skurðlæknafélags íslands og formaður þess, var formaður Læknaráðs Borgarspítalans og stjórnar Nesstofu, og sat í stjórn Kammermús- íkklúbbsins. Þórarinn lést 17. febrúar 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.