Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 Rafpostur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Stjarnan fær iðstyrk Stjaman hefur fengið mikinn liðs- styrk fyrir komandi átök í 1. deildinni í sumar því Brynjar Sverrisson, sem leik- ið hefur með Þrótti undanfarin ár, hef- ur ákveðið að ganga til liðs við Garða- bæjarliðiö. Brynjar, sem hefur verið markahæsti leikmaður Þróttar síðastliðin tvö ár, sagði í samtali við DV-Sport í gærkvöld að hann væri ekki búinn að skrifa undir hjá Stjömunni en það væri í raun aðeins formsatriði. Kristinn Einarsson, formaður Þróttar, staðfesti það í gærkvöld að félagið hefði gefið grænt ljós á félagsskiptin. -vig Tyrkinn Belozoglu Emre sést hér fara fram hjá Portúgalanum Rui Costa í viðureign erkifjendanna Inter Milan og AC Milan i fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöld. Reuters Síöari leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöld: Inter í góðri stöðu Guðjón Valur frá í 2-3 vikur - veröur klár í verkefnin með landsliöinu Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem meiddist í sýningarleik með Essen gegn 5. deildarliði sl. sunnudagsmorgun, verður frá keppni í 2-3 vikur. í Ijós hefur komið að líklega hafa tvö liðbönd slitnað í ökkla en Guðjón Valur sleppur við að fara í aðgerð. „Ég er í sjúkraþjálfun 3-4 tíma á dag og er bjartsýnn á að ég nái mér á næstu tveimur til þremur vikum. Að vísu hló sjúkraþjálfar- inn að mér þegar ég sagðist ætla að ná leiknum við Pfullingen 21. maí. Hann taldi mig of bjartsýnan í þeim efnum en við sjáum hvað setur og síðasti leikurinn í deildinni verður 24. maí. Þegar öllu er á botninn hvolft slapp ég vel og það var léttir að sleppa við aðgerð. Ég er samt enn þá stokkbólginn en það þýðir ekk- ert annað en að vera bjartsýnn," sagði Guðjón Valur. Essen berst harðri baráttu við Magdeburg um sæti í meistara- deildinni í haust en Essen hefur þó þegar tryggt sér sæti í Evrópu- keppni bikarhafa. Guðjón Valur sagðist stefna að því leynt og ljóst að vera orðinn góður þegar kem- ur að verkefnunum með landsliðinu um næstu mánaðamót. Sex leikir eru þá á dagskrá hjá landsliðinu. Fyrst tveir leikir við Dani, síðan leikið við úrvalslið Kata- lóníu 5. júní og loks þrír leikir á fjögurra landa móti í Antverpen í Belg- íu. -JKS Hilmar veröur með Gróttu/KR Hiimar Þórlindsson hyggst leika með handknattleiksliði Gróttu/KR á næsta tímabili en Hilmar er samningsbundinn liðinu tii vors- ins 2004. Hilmar hefur sl. tvö ár leikið með Modena á ítaliu og nú síðast með spænska liðinu Can- gas. Félagið hefur þegar fengið tvo nýja leikmenn fyrir næstu tið en það eru þeir Daði Hafþórsson frá Aftureldingu og Gísli Guðmunds- son, markvörður frá Selfossi. „Við reiknum með að Hilmar leiki með okkur en það er ljóst að okkur vantar sterkan vamar- mann. Við erum að vinna í þeim málum og tíminn leiðir það í ljós hvað okkur verður ágengt í þeim málum,“ sagði Kristján Guðlaugs- son, formaður handknattleiks- deildar Gróttu/KR, í samtali við DV í gær. Kristján sagði að Alexanders Petersons hefði ekki enn skrifað undir samning við þýska liðið Dússeldorf. „Við settum á leikmanninn sanngjamt verð sem þýska liðið gekk að. Petersons hefur hins veg- ar ekki skrifað formlega undir og fyrr er málið ekki í höfn,“ sagði Kristján. -JKS - fyrir seinni leikinn eftir markalaust jafntefli gegn AC Milan Inter Milan er með pálmann í höndunum eftir að hafa náð marka- lausu jafntefli gegn erkifjendunum í AC Milan í undanúrslitum Meist- aradeild Evrópu í gærkvöld. Heima- völlur beggja liða er San Siro leik- vangurinn í Mílanó en leikurinn í gær var heimaleikur AC Milan. Leikurinn var heldur tíðindalítiU og hvorugt liðið fékk afgerandi færi. Leikmenn Inter lágu aftarlega á vellinum, gáfu fá færi á sér og freistuðu þess að skapa hættu með skyndisóknum. Liðið spilaði með þrjá miðverði sem gerðu framherj- um MUan, FUlipo Inzaghi og Andrei Shevchenko, lífið leitt og komust þeir litt áleiðis framan af. Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum framan af fyrri hálfleik var það AC MUan sem náði undirtökun- um í seinni hálfleik. Nokkrum sinn- um skaU hurð nærri hælum uppi við mark gestanna i síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki - markalaust jafntefli varð niðurstaðan þrátt fyr- ir nokkuð fjörugar lokamínútur. Úr- slitin þýða að það er Inter MUan sem stendur vel að vígi fyrir síðari leikinn, sem fram fer á sama veUi á þriðjudaginn kemur. Spiluðum góöan leik Gennario Gattuso, hinn duglegi miðvaUarleikmaður AC MUan, átti góðan leik fyrir liðið í gærkvöld. Hann sagði að úrslitin væru hvergi nærri ráðin. „Við reyndum okkar besta tU að bera sigur úr býtum og mér fmnst við hafa spUað góðan leik. Ef við spUum síðari leikinn eins og við gerðum í seinni hálfleik í kvöld þá hlýtur markið á endanum að detta inn,“ sagði Gattuso eftir leikinn. „Það sem stendur upp úr var að við héldum hreinu og þeir fengu ekki útivallarmarkið dýrmæta. En þetta mun aUt ráðast næsta þriðju- dag,“ sagði Gattuso enn fremur. Ætlum aö vinna næsta leik Francesco Toldo var traustur á mUli stanganna hjá Inter i leiknum og var hann skUjanlega ánægður með úrslitin. „Þetta þýðir einfaldlega að aUt getur gerst í seinni leiknum. Við fengum nokkur góð færi í fyrri hálf- leik þótt við værum án Christians Vieri. Þegar hann er ekki tU staðar vantar mikið i sóknarleikinn enda leikmaður sem hefur skorað tæp- lega 30 mörk á tímabUinu," sagði Toldo í samtali við fjölmiðla í leiks- lok. Fabio Cannavoro, hinn öflugi varnarmaður Inter, tók í sama streng og sagði liðið koma með tU að leika aUt öðruvísi í seinni leikn- um. „Við einblíndum einum um of á varnarleikinn í síðari hálfleik. Við ætlum okkur að vinna seinni leik- inn og munum ekki fara með því hugarfari að treysta á að heppnin verði með okkur. Vamartaktíkin gekk vel en mér fannst Rui Costa leika einum of lausum hala. Við munum fmna ráð tU að stöðva hann fyrir seinni leikinn," sagði Canna- varo. -vig Ymislegt spunnið í leikmennina - segir Viöar Elíasson hjá knattspyrnudeild ÍBV Englendingarnir Ian Jeffs og Tom Betts frá enska 2. deUdarliðinu Crewe Alexandra hafa síðustu daga æft með úrvalsdeUdarliði ÍBV í knattspyrnu. Viðar Elíasson, formaður knatt- spyrnudeUdar iBV, sagði í samtali við DV í gær að leikmennimir sem hér um ræðir hefðu komið ágætlega út á æfingum en það kæmi ekki í ljós fyrr en um helgina hvort þeir myndu leika með Eyjamönnum í sumar. „Það er ýmislegt spunnið í þessa leikmenn en það er samt ekki kom- ið á hreint hvort þeir verða með okkur í sumar. Við ætlum að gefa okkur nokkra daga áður en endan- leg ákvörðun liggur fyrir. Við ætl- um að styrkja leikmannahópinn og höfum að vissu marki þegar gert það en við teljum að við þurfum að gera það enn frekar. Magnús Gylfa- son, þjálfari liðsins, er á heimleið frá Englandi. Enn fremur eru leik- menn, sem hafa verið í skóla upp á fastalandinu í vetur, hver af öðrum að tínast heim. Við getum úr þessu farið að æfa eingöngu hér í Eyjum svo hlutimir eru allir að færast í eðlilegt horf,“ sagði Viðar Elíason. Á heimasíðu ÍBV er fullyrt að nánast sé búið að að ganga frá leigu- samningi við ensku leikmennina. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.