Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 Fréttir DV Ólafur Ragnar Grímsson um hlutverk forseta viö stjórnarmyndun: Getur haft irikilv»gu hlutverid að gegna Þótt forseti íslands sé í meginatrið- um ópólitískt embætti hefur forset- inn hlutverki að gegna við stjómar- myndun sem getur við vissar aðstæö- ur haft mikilvægar afleiðingar fyrir samningsstöðu stjómmálaflokka í stjómarmyndunarviðræðum. Þetta kemur fram í ritinu „The Icelandic Multilevel Coalition System“ eftir Ólaf Ragnar Grímsson, sem gefið var út af Félagsvísindadeild H.í. árið 1977. í ritinu segir Ólafur Ragnar að for- setinn hafi venjulega ákveðið svig- rúm til þess að ákveða sjálfur hverj- um hann feli umboð til stjómar- myndunar að loknum kosningum, hafi á annað borð ekki þegar verið gert samkomulag um samstarf sem úrslit kosninganna gera kleift að efna til. Forsetinn hittir þá forystumenn stjómmálaflokkanna hvem fyrir sig, segir í ritinu, og felur í kjölfarið ein- um þeirra umboð til stjómarmynd- unar á grundvelli þess hvemig hann metur stöðu þeirra og afstöðu. Hlutverk forsetans er því misjafn- lega mikið; allt frá þvi að staöfesta formlega samkomulag sem forystu- menn flokkanna hafa þegar gert, til þess að fela einum þeirra forystu í samningum og hafa þannig talsverð áhrif á næstu skref samningaferlisins (e. „to a large extent conditioning the next stages in the bargaining process “) Fimm t ^SilSSS^ megin- reglur Ólafur Ragnar bend- ir í ritinu á að fimm megin- reglur megi greina í ákvörð- unum forseta fram til þessa tíma (1977). 1) Annaðhvort sé for- manni stærsta flokksins falið um- boðið; 2) eða for- manni stærsta stjórn- arandstöðuflokksins, sé það annað- hvort Sjálfstæðisflokkur eða Fram- sóknarflokkur; 3) og valið á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- . flokks ráðist þá gjaman af því hvort rök hnígi að því að telja ann- an hvom þeirra sigurvegara kosn- iiiganna: 4» Aiþýðuflókknum sé aín Kemur tll kasta forset- ans? Sumir telja hættu á stjómarkreppu eftir kosningarnar á morgun ef ríkisstjórnin fellur. Þá gæti komiö til kasta forsetans aö taka mikiivæga ákvörö- un um hver eigi aö freista þess aö mynda nýja stjórn. stjóm; 5) og Alþýðubandalaginu sé aldrei falið umboðið, líklega aðal- lega vegna andstöðu flokksins við aöild íslands að NATO. í Stjómskipun íslands eftir Ólaf Jóhannesson segir að forsetinn ráði því sjálfur hverjum hann feli að gera tilraun til stjómarmyndun- ar fái enginn flokkur hreinan meirihluta þingmanna. Það þurfi hvorki að vera formaður stærsta flokksins né þess flokks sem mest hafi unnið á í kosningunum, held- ur fremur sá sem forsetinn teldi líklegastan til þess að takast að mynda meirihlutastjóm. í Morgunblaðinu í gær vom rifj- uð upp ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar á fundi um stöðu for- setaembættisins haustið 1995, þar sem hann sagði að vegna þess stöð- ugleika sem ríkti í stjómmálum og þeirrar aðferðafræði sem forystu- menn flokkanna virtust hafa tfl- einkað sér við stjómarmyndun væri óliklegt að þær aðstæður sköpuðust að forsetinn hefði afger- andi áhrif á stjómarmyndun. Haldi ríkisstjórnin velli þarf for- sætisráðherra ekki að biðjast lausnar og hefur því í raun forystu um endumýjað samstarf eða mynd- un nýs meirihluta. -ÓTG Dæmdup fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í gær 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness, þar af 15 mánuði skil- orðsbundna, yfir 27 ára gömlum mann vegna kynferðisbrota gegn hálfsystur hans og tveimur öðrum stúlkum sem tengdust honum fjöl- skylduböndum. Brotin voru framin á árunum 1992 til 1996 en þá voru stúlkumar á aldrinum 5 til 14 ára. Maðurinn neitaði sök en framburö- ur stúlknanna þótti trúverðugur. í niðurstöðu héraðsdóms sem staðfestur var af Hæstarétti sagði að brot mannsins hefðu verið alvarleg og þau hefðu náð yfir nokkum tíma og verið framin á heimili stúlkn- anna þar sem maðurinn var heimil- isvinur. Taldi dómurinn ljóst af gögnum málsins að umræddir atburðir hefðu verið stúlkunum þungbærir. í dóm- inum sagði svo að á hirm bóginn yrði ekki framhjá því litið að mað- urinn hefði verið á aldrinum 15 -18 ára þegar hann framdi brotin og því bæri að lækka refsingu með tilliti til þess. Sagði einnig að hann væri nú í sambúð með konu og ætti með henni nýfætt bam. Auk fangelsisrefsingarinnar var honum gert að greiða stúlkunum tæpa eina og hálfa milljón í miska- bætur. -EKÁ VERÐUR ÓLAFUR RÁÐHERRA - AFTUR? Borgln snyrt fyrir kjördaginn Sprettan er meö besta móti hjá grasbændum Reykjavíkur þetta voriö. Nokkurra daga hret taföi ekki grasvöxt svo heit- iö gæti. í gær mátti sjá þessa ungu Ijósku renna yfir grasrinda austurborgarinnar á þessari líka fiottu sláttuvél. Borgin er snyrt fyrir kjördaginn oggrænn litur færist yfír borgina sem aldrei fyrr. Stuttar fréttir Islandsbanki í Lúxemborg íslandsbanki mun opna útibú 11 Lúxemborg á næstu vikum en stefnt hef- ur verið að því að opna útibú í þar um nokkurt skeið. Starfsemi þessi mun að sögn Bjama ' Ármannssonar, forstjóra íslands- banka, krefjast 8-10 stöðugilda og vera hrein viðbót við íslandsbank- ann. 13 verk eftir Nínu Bjami Sigurðsson, sem rekur Smiðjuna-Listhús, fékk nýveriö í hendumar 13 áður óþekkt verk éftir Nínu Tryggvadóttur til innrömmun- Á ar og umboðs. „Þetta era stórtíðindi og merkilegur fundur, segir Bjami. Fréttablaðið greindi frá. Þyngsti kötturinn Mikill um sig er heimilisköttur- inn hjá Sverri Haraldssyni og Guð- nýju Þorbergsdóttur sem búa í Hól- um í Reykjadal. Kötturinn er um 12 kíló að þyngd og hefur ekki heyrst um aðra ketti þyngri í Þingeyjar- sveit. Kötturinn, sem heitir Bjöm, er aö verða 12 ára. MBl. greindi frá. Læknanemar til bjargar Tíu læknanemar munu koma til starfa við heilsugæslustöð Heil- brigðisstofnunar Suðumesja í sum- ar en vandræðaástand hefur ríkt þar um skeið eins og kunnugt er af wgm liP fréttum. Nú starfa þar sex læknar, flestir í hlutastörfum. Kynna sér fiskveiöistjórnun Sendinefnd frá fulltrúadeild bandaríska þingsins er væntanleg til landsins í sumar til að kynna sér auðlindastjómun, aðallega fiskveiði- stjómun. Áður hefur komið auð- lindanefnd Bandaríkjaþings í sama tilgangi. Vaölaheiöarvegur: Missti stjórn á mótorhjólinu Kona á fertugsaldri missti stjórn á mótorhjóli sínu á Vaðlaheiðar- vegi um hádegisbil í gær. Konan var á austurleið. Mótorhjólið hafn- aði utan vegar. Að sögn lögreglu á Akureyri eru orsakir slyssins óljós- ar. Sjúkraliö var kvatt á staðinn og var konan flutt meö sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tÚ rannsóknar en hún kvartaði undan eymslum í öxlum. Ekki var talið að meiðsl hennar væru alvar- legs eðlis. -ÆD Vestmannaeyjar: TF-LÍF sótti bráð- veikan sjúkling Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði samband viö stjórnstöð Landhelgisgæslunnar i gærmorg- un og óskaði eftir aðstoð vegna bráðveiks sjúklings en að mati lækna var ekki fært að flytja hann með sjúkraflugvél. TF-LÍF fór í loftið um klukkan hálfellefu og lenti í Vestmannaeyjum laust eftir klukkan ellefu. Þyrlan lenti síðan við flugskýli Landhelgis- gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli þremur korterum síðar og var sjúklingurinn fluttur þaðan með neyðarbíl á Landspitala Háskóla- sjúkrahús við Hringbraut. -EKÁ Vagnstjóri valdur að árekstri Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur frá nóvember í fyrra yfir bifreiðarstjóra sem var sakfelldur fyrir hegningar- og um- ferðarlagabrot með því að hafa ekið strætisvagni gegn rauðu ljósi með þeim afleiðingum að harður árekst- ur varð við fólksbifreið við gatna- mótin við Gullinbrú og Höfðabakka. Farþegi í fólksbifreiðinni hlaut al- varleg líkamsmeiðsl við áreksturinn og ökumaður hennar nokkra áverka. Var vagnstjóranum gert að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkis- sjóð en sæta ella fangelsi í 26 daga. Dómurinn taldi að áreksturinn yrði að mestu rakinn til gáleysis- legrar háttsemi vagnstjórans en hins vegar var ekki getið að um mjög vítaverðan akstur hefði verið að ræða og því var hann sýknaður af kröfu um sviptingu ökuréttar. Maöurinn hafði tvívegis gengist undir sátt fyrir umferðarlagabrot og auk sektarrefsingar var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostn- aðar, þar með talin 50 þúsund króna málsvamalauna skipaðs verjanda sin -EKÁ helgarblad Svik við sönginn í Helgarblaði DV á morgun er viðtal við Kristján Jó- hannsson ópera- söngvara sem er kominn heim til Akureyrar til að syngja Requiem Verdis. Kristján tal- ar um svik stjómmálamanna við söngfólk landsins, umsókn sína um ítalskt ríkisfang og margt fleira eins og honum einum er lagið. í blaðinu er einnig fjallað um far- aldur bráðrar lungnabólgu í sögu- legu samhengi miðað við pestir fyrri alda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.