Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Page 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 I3v Ökumaöur malarflutningabíls slapp ótrúlega vel í Hafnarfiröi í fyrradag: „ÁW ekkl von á því að sleppa lllandi" DV-MYND ÞOK Frá slysstað í Hafnarfiröl í fyrrakvöld Ólafur Guömundsson taldi þetta vera sitt síöasta og lá klemmdur í saman klesstu ökumannshúsinu sem var auk þess hálffullt afsandi. Ólafur Guðmundsson, ökumað- ur malarflutningabíls Neshamars, slapp á undraverðan hátt úr árekstri við fólksbíl og slysi á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði í fyrra- kvöld. „Ég slapp ótrúlega vel og má þakka fyrir að vera á lífi,“ sagði Ólafur í samtali við DV í gær. Hann ökklabrotnaði í slysinu og var nokkuð marinn og lemstr- aður en annars við þokkalega heilsu. Ólafur var að keyra norður Reykjanesbrautina yfir gatnamót- in þegar fólksbíll beygði fyrir hann á leið inn í Setbergshverfíð. Tók Ólafur það þá til bragðs að stefna fulllestuðum stórum drátt- arbíl sínum með tengivagn út af vegkantinum og hafnaði hann niðri á gangstíg við undirgöng undir Reykjanesbrautina. Bíllinn vai' fullhlaðinn af sandi og í heild um 40 tonn að þyngd. Hnoðaðist ökumannshúsið saman við höggið og sandurinn af pallinum helltist yfir það. Húsið á bílnum, þar sem Ólafur lá klemmdur, hálffylltist því af sandi. Segir hann þetta hroðalega upplifun, en nokkra stund tók fyrir sjúkralið að moka sandinum frá til að ná Ólafi úr flakinu sem klippa þurfti í sund- ur. Skelfileg tilfinning „Maður hugsaði með sér að þetta væri bara restin - þetta væri búið. Ég átti ekki von á því að sleppa lifandi frá þessu. Allt gerð- ist þetta á þvílíkri örskotsstundu að maður gat fátt hugsað. Ég var þó mikið með hugann við hvernig fólkinu í smábílnum hefði reitt af. Þar voru fjórir og það var stóra lánið að fólkið skyldi sleppa.“ - Það hefur þá veriö eini mögu- leikinn hjá þér að keyra þama út af til að bjarga fólkinu frá því að lenda undir bílnum hjá þér? „Já, það var í rauninni það eina sem ég gat gert til að forða okkur frá enn stærra slysi.“ Ótrúlegt hugrekki Meðeigandi Ólafs í fyrirtækinu Neshamri, Gísli Hjartarson, segir hann hafa sýnt ótrúlegt hugrekki þegar hann ákvað að stýra bílnum út af til að koma í veg fyrir að þungur bíllinn færi hreinlega yfir fólksbílinn. Með því hafi hann sett sjálfan sig í mikla lífshættu. „Það var ótrúleg mildi að hann skyldi sleppa lifandi frá þessu og að enginn skyldi vera á gangi þarna sem bíllinn lenti. Ólafur hringdi í mig um leið og þetta gerðist og hafði miklar áhyggjur af því að nú fengi viðtakandi farmsins ekki sandinn á réttum tima og baö mig að láta hann vita.“ Gísli telur að ef farmurinn hefði verið grjót en ekki sandur heföi ekki þurft að spyrja að leikslok- um. Hættulegustu gatnamótin Þessi gatnamót hafa mestu slysa- tíðni allra gatnamóta í Hafnarfirði samkvæmt tölum tryggingafélagsins Sjóvár-Almennra um tjón og slys í Hafnarfirði frá árinu 1995 til þessa dags. Um 25 þúsund bílar eru taldir aka noröan gatnamótanna á sólar- hring og um 18 þúsund sunnan þeirra. Þar urðu á þessu tímabili 11% allra tjóna á gatnamótum í Hafnarfirði og 25% slysa á fólki. Hjá Sjóvá-Almennum telja menn því glapræði að fresta eða falla frá áæti- unum um gerð mislægra gatnamóta á þessum stað með gerð hringtorgs. Bent er á í samanburði að hring- torgið Melatorg er í sjöunda sæti yfir hættulegustu gatnamót í Reykjavík. Ölafur Guðmundsson segir frá- leitt aö setja hringtorg á þennan stað. „Það yrði bara dauðagildra. Ég teldi það algjört óráð og hringtorg er ekki nokkur einasta lausn.“ Meðalkostnaöur i hverju tjóni í Hafnarfirði árið 2002 var um 578 þúsund krónur. Á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu var meðaltjónkostnaður hins vegar 1.319 þúsund krónur, sem er 228% hærra en meðaltjónkostnaður í Hafnarfirði. -HKr. Nýir eigendur Þorfinnsstaðaskóla ætla að flytja íbúðarhúsin: Yfirvöld leita leiða til riftunar Sveitarstjórn Húnaþings vestra kannar nú hvort unnt sé að rifta sölu á fasteignum við Þorfinnsstaðaskóla í Vesturhópi. Eignirnar voru seldar um sið- ustu áramót, í samvinnu við Rík- iskaup, til Steypustöðvar Blönduóss en sveitarstjórn hafði látið þá ósk í ljósi að eignimar, tvö íbúðarhús auk skólahúsnæð- is, yrðu nýttar til ferðaþjónustu og aukinnar starfsemi á svæð- inu. Nú hefúr Steinar Jónsson, framkvæmdastjóri Steypustöðv- ar Blönduóss, uppi áform um að flytja húsin í nágrenni Akraness þar sem byggð rís í tengslum við stóriðjuna. Elín R. Líndal, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra, segir að það valdi vonbrigðum að viðkomandi aðili hafi ekki einu sinni reynt að nýta húseign- imar undir starfsemi á svæðinu en hún segir að sveitarstjórn hafi samþykkt sölu eignanna, sem voru í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélags, í trausti þess að áform Steypustöðvar Blönduóss um rekstur ferðaþjón- ustufyrirtækis gengi eftir sam- kvæmt þeim upplýsingum sem tilboðsaðili veitti. En bókað var í þessa veru í sveitarstjórn á sín- um tíma og eins látin sú ósk í ljós að sala fasteignanna myndi efla ferðaþjónustuna og þannig byggð í sveitarfélaginu. A Þorfinnsstöðum eru, eins og áður segir, tvö íbúðarhús úr timbri, á annaö hundrað fermetra hvort um sig. Kaupverð allra eigna á Þorfinnsstöðum var um 10 milljónir króna. Sveitarstjórn aflar nú lögfræðiálits um möguleika á riftun, sem kannski eru ekki miklir eins og málum er komið. -ÞÁ DV-MYND HAFDlS ERLA BOGADÖTTIR Dagný Jónsdóttir viö Defender-jepp- ann eftir næturævintýrið í Langadal. Ljóslaus fpam- bjóðandi ók fram á hjörð Þau miklu ferðalög sem fram- bjóðendur eiga að baki þessa síð- ustu daga fyrir kosningar eru mikil og ekki alltaf laus viö hættu. Því fékk hún Dagný Jónsdóttir, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi, að kynnast á ferð sinni frá Akureyri til Eskifjarðar í gærkvöld. Þótt Dagný væri á einkar glæsi- legum og vel búnum Land Rover jeppa varð hún fyrir því óláni að aðalljósin gáfu sig á bílnum og ein- ungis stefnuljós og bremsuljós virk- uðu. Tók því ferðin býsna langan tima þar sem frambjóðandinn ók afar hægt og varlega, vart mikið yfir 30 kílómetrana á klst. En þrátt fyrir að Kosningastress sé víða farið að búa um sig var ekki hægt að segja þaö sama um hreindýrahjörðina sem Dagný ók fram á í rökkrinu í Langadal. Þau stóðu róleg á veginum, hreindýrin, og létu sér ekki bregða þótt glæsi- legur frambjóðandi kæmi aðvifandi á sínum fina Land Rover. „Það varð mér nú til happs að ég var á mjög lítilli ferð og dýrin hreyfðu sig ekki, en ég var ósköp fegin að flautan var í lagi því ég hef satt að segja aldrei verið dugleg að smala dýrum,“ sagði Dagný sposk á svip, enda er þessi upp- rennandi stjómmálakona eflaust duglegri að smala kjósendum. _________________ -HEB Kjaradómur: Hækkun á kjör- dag ekki lögmál „Það er ekkert náttúrulögmál að Kjaradómur kveði upp úrskurði sína á kjördegi,“ segir Garðar Garðars- son, lögmaður og formaður Kjara- dóms, í samtali við DV. Þegar landsmenn gengu að kjör- borðinu fyrir fjórum árum kom dómurinn saman og kvað upp úr- skurð sem kvað á um verulega hækkun launa þingmanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Launin hækkuöu um nærfellt 30% og þar af hækkuðu mánaðarlaun þingmanna um 66 þúsund kr. Hækkunin var kynnt daginn eftir kjördag. Garðar Garðarsson vildi ekkert segja til um hvort vænta mætti nýrra tíðinda úr ranni Kjaradóms. „Dómurinn tjáir sig með sínum ákvörðunum. Ekki öðruvísi," sagði hann. -sbs www.reykjavik.is » Kjörskrár í Reykjavík vegna Alþingiskosninga 2003 eru á www.reykjavik.is » Sláðu inn kennitölu og fáðu upplýsingar um kjörstað og kjördeild ||| Reykjavíkurborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.