Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Page 5
Ágæti kjósandi. Það er ekki tilviljun að umræður í kosningabaráttunni hafa að miklu leyti snúist um stefnu og áhersluatriði Samfylkingarinnar. Við höfum markað okkur skýra sýn til framtíðar. Við höfum talað fyrir samfélagi sem byggir á mannvirðingu og reisn. Við teljum tímabært að inn- leiða nýjar áherslur og ný vinnubrögð sem grundvallast á skýrum og einföldum leikreglum lýðræðisins. Við viljum stöðugleika en ekki stöðnun. Við höfum kynnt tillögur okkar um jöfnuð og réttlæti, aukna menntun, trausta umgjörð um öflugt atvinnulíf og velferðarkerfi sem við getum verið hreykin af. Við viljum útrýma sárustu fátæktinni og skapa sátt um skiptingu arðs af sameiginlegum auðlindum okkar. Við vitum að við getum gert gott samfélag betra á næstu árum. Öll sjáum við fjölmörg tækifæri til framfara. Samfylkingin teflir fram þrautreyndum frambjóðendum um land allt sem eru reiðubúnir til þess að takast á við þau verkefni af miklum heilindum. Ég er reiðubúin til að leiða það starf fái Samfylkingin til þess brautargengi. Tækifæri til nýrrar sóknar er núna. Nýtum það. \Samfylkingin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.