Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 ¦% Fréttir DV Kjörsókn í alþingiskosningum frá 1944 lengst af í kringum 90 prósent: Kjönsokn hef ur snar- minnkað á tolf árum Kjörsókn hefur snarminnkað í alþingiskosningum síðustu ár, hefur minnkað um ríflega 7 pró- sent frá 1987. Kjörsókn í alþingis- kosningum var lengi vel mjög mikil hér á landi, meiri en í flest- um ríkjum með frjálsar kosning- ar. En í síðustu kosningum var kjörsóknin minni en hún hafði verið í heila öld. Þessi þróun kemur mjög skýrt fram á með- fylgjandi grafi. Frá fyrstu alþingiskosningum eftir stofnun lýðveldisins 1944, en þær fóru fram 1946, hefur kjörsókn í alþingiskosningum verið í kringum 90 prósent. í 7 al- þingiskosningum af 17 á þessum tíma var kjörsóknin yfir 90 pró- sent. Mest var hún í kosningun- um 1956 eða 92,1 prósent. í kosn- ingunum 1987 greiddu 90,1 pró- sent atkvæðisbærra manna at- kvæði en síðan hefur þróunin verið niður á við. Vorið 1991 var kjörsóknin 87,6 prósent, 87,4 pró- sent 1995 og 84,1 prósent í alþing- Kjörsókn í alþingiskosningum frá lýðveldisstofnun 100% 95% 90% 85% 80% <Da>CO<00>a>COK*H*CCO>COI-Hir>0> *r*t-tf)LOir>LO(Dc£>r-r*-r--r'-cocoa>a>o> a>o)a>o>a>a>o>o>oo>a>0)a>o>a>0)a> Kjörsókn í sex áratugi Grafíö sýnir þróun kjörsóknar í alþingiskosningum frá lýöveldisstofnun 1944. Kjörsókn hefur veriö aö minnka frá því í kosningunum 1987 og var komin niður í 84,1 prósent 1999. iskosningunum 1999. Er það minnsta kosningaþátttaka í al- þingiskosningum á íslandi frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Á Norðurlöndum og í einstaka Evrópulöndum, þar sem frjálsar kosningar eru viðhafðar, hefur kjörsókn ekki verið mjög langt undir þeirri sem hér er. En víða hefur minnkandi kjörsóknar orð- ið vart á undanförnum árum, einkum þar sem kosningar eru mjög tíðar. Árin 1874-1903 var kosninga- réttur einungis bundinn við karla eldri en 25 ára. 19. júní 1915 fengu konur fyrst kosningarétt. Þá miðaðist kosningaréttur við 40 ára aldurstakmark en það fór lækkandi meö hverju ári. Árið 1934 var aldurstakmark vegna kosningaréttar kvenna alveg afnumið. Var kosningaréttur síð- an miðaður við 21 árs aldur. Árið 1971 var kosningaréttur miðaður við 20 ára aldur en sam- kvæmt núgildandi kosningalög- um er aldurstakmark vegna kosningaréttar 18 ár. -hlh Þrír lögreglu- menn sýknaðir Hæstiréttur sýknaði í gær ís- lenska ríkið og þrjá lögreglumenn af skaðabótakröfu manns vegna lík- amstjóns sem hann varö fyrir í lög- reglubíl á ferð í kjölfar handtöku. Höfðu lögreglumennirnir beðið hann að sýna innihald vasa sinna en hann var í annarlegu ástandi af völdum amfetamínneyslu. Hann brást ókvæða við þeirri bón og hrópaði að lögreglumönnunum að þeir yrðu að handjárna sig. Til stympinga kom áður en til slíkrar leitar gat komið sem maður- inn stofnaði til með mótþróa sínum og lauk þeim á þann veg að smellur heyrðist í öðrum handlegg hans og reyndist um að ræða brot á vinstri upphandlegg hans. Lögreglumenn- irnir eru ekki taldir hafa sýnt af sér ógætni eða gengið harkalegar fram gagnvart manninum en nauðsynlegt var til að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum, þótt svo illa hafi til tekist að hann slasaðist í átökunum. -EKÁ Þyria Landhelgisgæslunnar sóttl veikan sjómann um borb í Þerney RE TF-Llf, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluö út i sjúkraflug í togarann Þerney RE igærkvöld þar sem veikur sjómaöur var um borö. Togarinn var á veiðum á karfamiðum við tvö hundruð sjómílna mörk efnahagslögsögunnar en sigldi til móts við þyrluna. Sjúklingurinn var hífður um borð í þyrluna tvö hundruð og fimmtán sjómílur suðvestur af Reykjavík. Iceland Express: Veruleg fjölgun I arþega Lággjaldafélagið Iceland Express fiutti 12.600 farþega í apríl og er það tóluvert meira en í febrúar og mars. Að sögn forráðamanna félagsins er sætanýting góð og um 40% farþeg- anna koma erlendis frá. Samkvæmt skráningu á ferða- mönnum í Leifsstöð varð 35% aukn- ing ferðamanna til og frá landinu í april miðað við sama tíma fyrir ári og gætir þar áhrifa Iceland Express. Hlutur félagsins í heildarfjölda far- þega í aprfl var 13,5% og er það ívið hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá segja forráðamenn Iceland Ex- press að reksturinn hafi gengiö mjög verl þessa fyrstu tvo mánuði frá því flugstarfsemin hófst. Farþegar séu töluvert fleiri en ráð var fyrir gert. Um 75% af farmiðasölu félagsins fer fram á Netinu, en önnur sala fer fram á söluskrifstofum félagsins í Reykjavík, Kaupmannahöfn og London. Iceland Express flýgur daglega til London og Kaupmannahafnar. -aþ Ríkið semur við Heyrnartækni Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur gert samkomulag við fyrirtækið Heyrnartækni um þátttöku ríkisins i kostnaði sjúkra- tryggðra við kaup á heyrnartækjum og nauðsynlegri þjónustu. Samning- urinn er gerður á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu og reglugerð- ar um þátttöku ríkisins í kostnaði við hjálpartæki fyrir þá sem eru með heyrnarmein. Viðskiptavinir fyrirtækisins greiða umsamið hefldarverð fyrir heyrnartækin, að frádregnum til- teknum hlut ríkisins í hefldarverð- inu, sem er nú 28.000 kr. fyrir þá sem rétt eiga á endurgreiðslu. -EKÁ ¦¦ Auölindanefnd um áhrif 10% fyrningar: EEnnEEElIa Minnkar verðmæti Sameinumst gegn bruðli og sóun stjórnvalda. Hættum vegabréfaskoðun fyrir Ef nahagsbandalagið. Notum þœr þúsundir milljóna fyrir ferða- þjónustuna á íslandi. Jon Magnússon skipar 1. sæti í Reykjavík suður Kjósum N-listann = Nýtt Afl ...stjórnmálaflokkur fólksins kvotans um 59 nrosent Verðmæti varanlegra aflahlut- deflda myndi minnka um 58,8% um leið og ákveðið yrði að fyrna 10% kvótans á ári, að því er fram kemur í skýrslu auðlindanefndar frá árinu 2000. Núvirt verðmæti varanlegra aflahlutdeilda var þá áætlað alls 290 mflljarðar króna en myndi sam- kvæmt bessu lækka um 171 mflljarð. Áæöaðar tekjur rikissjóðs af endur- sölu kvótans (á uppboði eða markaði) yrðu 12 mifljarðar króna á ári, en til að ná sömu tekjum þyrfti að leggja 20% gjald á verðmæti alls landaðs afla. Utreikningarnir voru gerðir af Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Við núvirðisreikninginn var gert ráð fyrir 7% ávöxtunarkröfu. í skýrslunni kemur fram að ef kvótinn yrði fyrndur um 5% á ári myndi heildarverðmæti hans minnka um tæp 42% eða um 121 milljarð króna og árlegar tekjur ríkissjóðs yrðu 8,5 milljarðar króna. Ef hann yrði fyrndur um 1% á ári myndi verðmætið minnka um 12,5% eða 36 miUjarða og árlegar gjaldtekjur verða 2,5 milljarðar. „Þar sem virði útgerðar sem á aflaheimildir minnkar þegar auð- lindagjald er lagt á, lækkar veðhæfi hennar og það getur leitt til óróa meðal lánardrottna," segir í skýrsl- unni. „Þá rýrnar verðmæti hvers eignarhlutar í útgerðinni og sú rýrnun getur skiljanlega haft áhrif á fjárhagsstöðu eigendanna." Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri á alþjóðasviði íslands- banka, segist spurður um þessi áhrif ekki hafa haft tækifæri til að reikna þau nákvæmlega út. „En það er nokkuð hóst að ef menn tækju 10% kvótans á ári hefði það mjög alvarleg- ar afleiöingar fyrir flest fyrirtæki í greininni. Greiðslugeta greinarinnar tfl að standa skfl á sínum lánum myndi án efa skerðast. Það liggur í augum uppi að ef 10% af framleiðslu- getu fyrirtækis er tekin af því þannig að það þurfi að kaupa hana aftur, þá hlýtur það að skerða greiðslugetu fyr- irtækisins allverulega." ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.