Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 10
10 Fréttir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 DV Möguleiki á að fella stjónnina í sjónmáli „Könnun DV sýnir svipaðar nið- urstöður og aðrar kannanir sem eru að mæla okkur á bilinu 8-9 prósent, eða rétt undir kjörfylgi. Það finnst okkur auðvitað of lítið og ætlum okkur meira,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs um niðurstöður könnunar DV á fylgi stjórnmála- flokkanna. „Ég minni á að rétt fyrir síðustu kosningar mældumst við með 4 prósentum minna en við fengum. Við höfum góða tilfinningu fyrir því að við eigum inni. Það sem er svo spennandi við þessa könnun og fleiri slíkar er að þær sýna að möguleikinn á að fella ríkisstjómina er a.m.k. í sjónmáli. Það hefur verið okkar stóra bar- áttumál, að fella stjórnina og mynda velferðarstjóm. Ég trúi því enn að það geti tekist, einkum ef hlutur Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs í kosningunum á morg- un verður góður. Tak- ist að fella stjómina, sem ég tel, með tilliti tii óvissu í könnunum, að öll efni séu til að gera sér vonir um, þá höfum við verið með skýra áherslu í þeim efnum, að þá eigi stjórnarandstaðan að taka við. Það gildir enn. Fólk get- ur verið alveg öruggt með það að atkvæði greitt okkur er ekki lóð á áframhaldandi stjórnarsetu Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks gefi úrslit kosninganna færi á öðru, þ.e. myndun vinstri stjómar, velferðar- stjórnar.“ Steingrímur sagði að kosningabaráttan hefði á lokasprettinum einkennst alltof mikið af auglýsingamennsku. Hægt væri að ræða um „auglýsinga- flokkana", þ.e. Framsóknarflokk- inn, Samfylkinguna og Sjálfstæðis- flokkinn. „Mér finnst líka hafa gætt mik- illar ofnotkunar á skoðanakönnun- um, að DV undanskildu, sem hefur verið á hefðbundnu róli. Ég heyri að fólki ofbýður sá tími sem fer í endalausar vangaveltur um skoð- anakannanir. Ég hef þar af leið- andi ástæðu tO að ætla að þær séu síður marktækar heldur en ella væri. Ég skora á kjósendur að láta hvorugt trufla sig í kjörklefanum, auglýsingaflóð auglýsingaflokk- anna né þessar endalausu skoð- anakannanir út og suður, en fylgja einungis sinni sannfæringu.“ Markmiðið er Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir það ánægjulegt ef niðurstöður kosninganna á morgun verði á þá lund að þeir fái 9,3% fylgi og 6 þingmenn. Lagt hafi verið upp með það að tvöfölda fylgið frá síð- ustu kosningum en þá fékk flokkurinn 4,2%. „Ég er náttúrlega þokkalega ánægður með mína stöðu ef þetta gæti orðið niðurstaðan í kosning unum. Þetta er nokkuð stórt úr- tak, eða 2.500 manns, og því sterk vísbending um að við höldum því fylgi sem við vorum búnir að vinna okkur inn. Ég er því bjart- sýnn og ánægður fyrir hönd okkar fólks en við erum með unga og nýja frambjóðendur sem alls ekki eru langskólaðir í pólitík og mað- ur getur alitaf búist við því að reyndir pólitíkusar reyni að gera t ' . ' /V . f matmm lítið úr þeim. Það hefur þeim hins vegar ekki tekist á lokasprettin- um. Okkar frambjóðendur hafa brugðist hárrétt við því, og uppskera vonandi sam- kvæmt því, sem reyndar allt bendir til. Ég setti mark- ið á að koma Frjálslynda flokknum upp fyrir 8,5% fylgi, þ.e. tvö- falda fylgi hans, og mér sýnist að það sé að takast. Maður getur varla verið óánægður ef maður nær markmiði sínu. Auð- vitað viktar flskveiðimáliö mikið í þessum árangri okkar en það eru fleiri mál en okkar ungu frambjóð- endur hafa sýnt að þeir eru heið- arlegt og hreinskilið fólk. En auð- vitað stefndum við að því með öðr- um stjórnarandstöðuflokkum að aö nást fella ríkisstjórnina en líkur eru samkvæmt þessari könnun á að það takist ekki og þá nást ekki fram þær breytingar sem við telj- um æskilegar, því miður. Það er viss ósigin:,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson. -GG Dugar ekki að settu marki „Þessar tölur eru ekki nóg þannig að Samfylkingin nái settu marki. Þar ætla ég ekki að nefna neinar tölur, meginmálið er að flokkurinn geti orðið kjölfestuafl í nýrri ríkisstjórn. Engu að síður eru gríðarmiklir möguleik- ar í stöðunni og nú hlýt ég að eggja mitt fólk lögeggjan til allra dáða á lokasprettinum. Ég skynja að fólk vill breytingar," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráð- herraefni Samfylkingar, aðspurð um niðurstöður skoðanakönnunar DV. Nú á lokaspretti kosningabar- áttunnar sagðist Ingibjörg skynja mikla stemningu og byr með Samfylkingunni. Þetta hefði hún glögg- lega fundið til dæm- is í gær, á þeim samkomum sam tlokkurinn hefði þá haldið. Það er fjöl- skylduskemmtun í Smáralind og baráttu- samkomu í Háskólabíói sem var í gærkvöldi. „Á báðum þessum stöðum skynjaði ég gríðarlega stemningu og mjög góðan anda. Það er jarð- vegur fyrir því aö gera stóra hluti. En þessar tölur í könnun ykkar duga ekki, við þurfum að gera bet- ur,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ég vil sjá Nýtt afl með 3% „Kannanirnar virðast sýna okk- ur í kringum eitt prósent en ég hefði viljað sjá okkur í kring- um þrjú prósent á lands- vísu,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson, formað- ur Nýs afls, eftir að niðurstaða skoðana- kömnmar DV lá fyrir í morgun. „Þetta sýnir okkur að það er ógjöm- Hf ingur að heyja kosn- IVyTT ingabaráttu nema aö hafa tugi milljóna til að setja í auglýsingar. Menn virðast vera að kaupa sér fylgi með gríðarleg- um auglýsingum." Samkvæmt könnuninni í morgun er Nýtt afl með 1,2 prósenta fylgi en í síðustu DV-könnun voru þeir með 1,3 pró- sent. Aðspurður sagði Guðmundur að mjög mjótt væri á mun- um og erfitt að átta sig á því hvernig færi á laugardag. „DV hefur nú alltaf verið svolít- ið nærri endanlegri niðurstöðu og það verður fróölegt að X| sjá hvort það verður 3TI þannig nú,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að fylgið hjá Nýju afli endurspeglaði ekki þær undirtektir sem þeir hefðu fundið fyrir og sagði hann umhugsunar- efni að auglýsingar gætu haft svona mikil áhrif. -EKÁ Það getur allt gerst á morgun „Þessi niðurstaða sýnir vel hvað skoðanakannanir eru mis- vísandi, þannig að það getur allt gerst í þessum kosningum. Þetta verða því mjög spennandi kosn- ingar og ekki nokkur leið að átta sig á hver úrslitin verða,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins í samtali við DV í býtið í morgun þegar hann fékk að heyra úrslit skoðanakönnunar DV frá í gærkvöldi. Samkvæmt henni er Framsóknarflokkurinn með 1,1% minna fylgi nú en 29. apríl sl. og fengi tveim þingmönnum færra en hann hefur í dag eða 10. „Eitt er þó alveg víst og það er að úrslitin munu ekki síst ráðast af niðurstöðu Framsóknar- flokksins. Ekki síst munu úrslitin ráðast í Reykjavík og ég geri mér ljósa grein fyrir því að ég mun þurfa á öllu mínu að halda," sagði Hall- dór. „Þetta verður spennandi og anna- samur dagur og kvöld fyrir kosningar," sagði Halldór. í gærkvöldi fór Halldór í íþrótta- höll ÍR í sínu hverfi, Seljahverfinu í Reykjavík, og fylgdist með úrslitaviðureign heimaliðs- ins gegn gestunum úr Haukum. I sjónvarpinu mátti sjá Halldór meðal spenntra áhangenda ÍR og greinilegt að hann lifði sig vel inn í leikinn, sem hans lið vann. „Þetta er mitt hverfi, hér var ég meðal frumbyggjanna sem byggðu hér á sínum tíma,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Okkur vantar herslumuninn „Þetta er svipað og aðrar kann- anir eru í dag. Þetta sýnir að við eigum góða möguleika á að fá mjög viðunandi fylgi og ég treysti því að svo verði,“ sagði Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, en ekki náðist í formann flokksins, Davíð Oddsson áður en blaðið fór í prentun í morgun. Flokkurinn mælist nú með 35,7 prósenta fylgi, fimm stigum undir kjörfylgi sínu. „Ég held að best sé að bíða með spádóma um það,“ segir Geir, spurður — og niðurstaða könnunar DV. „Það vantar aðeins smá herslumun upp á hjá okkur sýn- ist mér.“ Geir segist telja að fylgið hreyfist eitthvað fram á morgun- daginn: „Maður vonar bara að það verði í rétta átt.“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.