Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 12
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 DV Fréttir Úrslit í verðlaunasamkeppni Haldin var samkeppni meöal nemenda lönskólans í Hafnarfiröi um merki Bjartra daga og er höfundur verölaunatil- lögunnar Halla Guöný Erlendsdóttir, nemandi á listnámsbraut. Menning í Hafnarfirði: Bjartir dagar allan júnímánuð Hátíðin Bjartir dagar, sem haldin verður 1. til 23. júní nk., hefur að leiðarljósi að skemmta bæjarbúum og gestum, auk þess að koma hafn- firskum listamönnum og hafnfirskri menningu á framfæri. Um 500 manns taka þátt í um 50 dagskrárat- riðum og er efnisval þar af leiðandi fjölbreytt, enda ætlunin að höfða til breiðs hóps. Bjartir dagar hefiast formlega á 95 ára afmælisdegi Hafn- arfiarðarbæjar. Þann sama dag er sjómannadagurinn og því mikið um að vera þennan fyrsta dag hátíðar- innar - m.a. verða opnaðar átta myndlistarsýningar víða um bæinn. í tilefni Bjartra daga og afmælis bæj- arins verður menningarhús fyrir ungt fólk opnað í gamla bókasafhinu í Mjósundi. Rekstur hússins verður í höndum Tómstundaskrifstofu Hafiiarfiarðar en hluti af dagskrá hátíðarinnar verður haldinn í hús- inu. Meðal dagskráratriða má nefna útitónleika á Norðurbakka með íra- fári, Botnleðju og Jet Black Joe, frumflutning tveggja tónverka eftir þá Finn Torfa Stefánsson, John Speight og Þórð Magnússon, en Kammersveit Hafiiarfiarðar flytiu’ verkin ásamt Signýju Sæmundsdótt- ur söngkonu og Hrafnkeli Orra Eg- ilssyni sellóleikara, Víkingahátið í Fjörukránni 17. til 22. júní, tvenna djasstónleika og frumflutning leik- rits í Hafnarfiarðarleikhúsinu. Auk áöur talinna viðburða verður fiöldi kóratónleika á hátíöinni, auk ein- söngs- og einleikstónleika, rithöfund- ar munu lesa upp og þrír hafnfirskir listamenn verða heiðraðir á Sverris- degi í Hafnarborg. -GG Stefán Logi Sívarsson og Krist- ján Markús Sívarsson voru í gær dæmdir í tveggja og þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa veist að rúmlega tvítugum manni, bæði á heimili þeirra að Skeljagranda og á göngustíg við Rekagranda í ágúst á síðasta ári. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann margsinnis í andlitið og líkama með hnefa og bareflum, stungiö hann og skorið með eggvopnum þannig að maðurinn hlaut meðal annars tólf stungu- og skurðsár í andlit og líkama, gat á eyra eftir beltisgatara og lífshættulega blæðingu milli heilahimna. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa veist að öðrum manni á Eiðistorgi sama dag og slegið hann með skóflu, tekið hann hálstaki og snúið niður, bitið i handlegg hans og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá í götunni. Auk fangelsis- vistar var þeim gert að greiða fórnarlambi líkamsárásarinnar á Eiðistorgi 95 þúsund krónur í skaðabætur auk greiðslu réttar- gæsluþóknunar, málsvarnarlauna og sakarkostnaðar. Til frádráttar refsivist þeirra kom gæsluvarð- haldsvist þeirra en þeir hafa setið óslitið i gæsluvarðhaldi frá 3. ágúst 2002. Eftir atlögu bræðr- anna að manninum á heimili þeirra bárust leikar á göngustíg við Rekagranda og enduðu þannig að þeir köstuðu honum yfir girð- ingu og skildu hann eftir í leik- skólagarði meðvitundarlausan og alblóðugan. Bræðurnir játuðu sök að hluta fyrir dómi og viðurkenndi Krist- ján Markús að hafa slegiö mann- inn fiórum til sex sinnum í bakið með álröri á heimili þeirra. Hann sagðist hins vegar ekki hafa verið valdur að heilablæðingunni því maðurinn hefði hlaupið á sig á göngustígnum og fallið við það á gangstéttina. Vörn bræðranna byggðist m.a. á því að ekkert lægi fyrir í málinu að þeir hefðu vald- ið hinni lífshættiflegu heilablæð- ingu. Maðurinn hefði verið undir áhrifum áfengis og lyfia og því hugsanlegt að hann hefði falliö sjálfur í götuna og þannig hlotið hina lífshættulegu heilablæðingu. Stefán Logi játaði að hafa kýlt manninn þrisvar sinnum í andlit- ið með hnefa og að hafa gatað á honum vinstra eyra með beltis- gatara. Önnur vopn hefði hann ekki notað. Ótrúveröugur framburður í niöurstöðum dómsins er tekiö fram að framburður þeirra bræðra hafi verið mjög á reiki og að ekki væri mark takandi á síbreytilegum og ótrúverðugum framburði þeirra um það hvernig maðurinn hefði fallið í götuna. Hefði Stefán Logi fyrst lýst því hjá lögreglu að hann hefði fellt hann á göngustígnum með því að sparka í fótinn á honum, síðan sagði hann að bróðir sinn heföi fellt hann og loks lýsti hann því að hann hefði fallið við að rekast á bróður sinn. Einnig var tekið fram að margt í framburði þeirra fengi ekki staðist þegar tekin væru mið af öðrum gögnum máls- ins, einkum læknisfræðilegum gögnum. Þóra Steffensen réttar- meinafræðingur sagði að áverkar fórnarlambsins hefðu veriö eftir ýmis vopn og að höfuðáverkarnir alls ekki víst, bæru bræðurnir fulla refsiábyrgð á þeim afleiðingum. Eft- ir þetta hefðu bræöurnir komið manninum fyrir í tjárunna í leik- skólagarði þar sem mjög erfitt var að koma auga á hann og taldi dóm- urinn enga skynsamlega skýringu vera á háttsemi þeirra aðra en þá að þeir hefðu gert sér grein fyrir þeim alvarlegu áverkum á mannin- um sem þeir voru valdir að og ætl- uðu að freista þess að koma sér undan ábyrgð á þennan hátt. Sýknaðir aö hluta Bræðurnir neituðu að hafa veist að manninum á Eiðistorgi með skóflu og sparkað í höfuð hans eins og þeir voru ákærðir fyrir og gegn eindreginni neitun þeirra voru þeir sýknaðir af þeirri ákæru en hins vegar viður- kenndi Stefán Logi að hafa slegiö manninn eitt hnefahögg í höfuðið. Fram kom í dóminum að Krist- ján Markús hefði hlotið níu refsi- dóma frá árunum 1987, þar af einn dóm Hæstaréttar. Hefði hann verið dæmdur fyrir umferðarlaga- brot, flkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnað, eignaspjöll og hótun og með brotum sínum nú hefði hann rofið skilorð 16 mánaða dóms fyr- ir þjófnað. Stefán Logi hefur hlot- ið 7 refsidóma frá árinu 1998 fyrir umferðarlagabrot, nytjastuld, þjófnað, gripdeild og líkamsárás- ir. Samkvæmt matsgerð sálfræð- ings voru bræðurnir mótaðir af langvarandi fíkniefnaneyslu og slæmum uppeldisaðstæðum og sögöust þeir fyrir dómi vera að takast á við vandamál sín og lýstu vilja sínum til að breyta um lífsstíl að fangelsisvist lokinni. Omar Stefánsson, verjandi annars bræöranna Verjendurnir sögöu aö ósannaö væri aö bræöurnir heföu valdiö hinni lífshættulegu heilablæöingu. hefðu verið alvarlegastir. Hefðu þeir leitt manninn til dauða ef hann hefði ekki fundist eins fljótt og raun bar vitni og komist undir læknis- hendur. Dómurinn taldi ljóst af gögnum málsins að atlaga bræðranna að manninum hefði staðið lengi yfir og af áverkum hans mætti ráða að at- lagan hefði verið hrottafengin. Einnig var talið að áverkarnir sem þeir veittu honum á heimili þeirra hefðu verið svo alvarlegir að fall hans á göngustígnum yrði fyrst og fremst rakið tfl árásar bræðranna á hann. Sagði svo að ef hann hefði hlotið áverka við fallið, sem væri í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Fjölskipaöur héraösdómur taldi ekki hægt aö taka mark á síbreytilegum og ótrúveröugum framburöi bræöranna Bræður dæmdir fyrir hrottafengna líkamsárás Samræmdu prófin: Foreldran fagni með börnunum Samræmdum prófum hjá nemend- um í 10. bekk grunnskólanna lýkur á mánudaginn. Við lok prófanna ætla flestir skólar að fara í ferðalag tfl að fagna tímamótunum og er það m.a. að frumkvæði og með þátttöku for- eldrafélaganna. Tilgangurinn er sá að draga úr hópamyndun og drykkju meðal barna á þessum tímamótum og með samstflltu átaki margra aðOa undanfarin ár hefúr tekist að draga stórlega úr því. Félagsþjónustan í Reykjavík, ITR, lögreglan í Reykjavík og SAMFOK hvetja foreldra sérstak- lega tfl að styðja bömin tO þátttöku í slíkum ferðum þar sem því verði viö komið, þannig að þau megi eiga ánægjulegar minningar um þennan áfanga. Að öðrum kosti eru foreldrar hvattir tO að veija deginum og kvöld- inu með bömunum sínum. Að sögn þessara aðOa em mörg dæmi um að á þessum degi eða næstu helgar neyti böm áfengis í fyrsta skipti og því sé fifll ástæða tO að vera vakandi og læra af reynslu annarra. Foreldrar em einnig minntir á að leyfa ekki foreldralaus parti eða ferðir. Ótíma- bær ábyrgð sé lögð á barn að halda slík samkvæmi og þar sem engir fifll- orðnir séu tO staðar geti margt borið upp á. Einnig er foreldmm bent á að það sé grikkur en ekki greiði að kaupa, gefa eða veita bami eða ung- menni undir 20 ára aldri áfengi og þar aö auki ólöglegt. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.