Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 DV SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstartil kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breyt- ingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík: Skúlatúnsreitur eystri, Vélamiðstöðvarreitur. Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Skúlatúni, Borgartúni, Höfðatúni og Skúlagötu. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 16. 04. 03 var samþykkt að auglýsa á ný, deiliskipulagstillögu að framangreindum reit með nokkrum breytingum. Tillagan var áður auglýst frá 14. nóv. til 12. des., 2001 með athugasemdafresti til 31. des. 2001. Tillagan er í megin- atriðum eins og sú tillaga sem áður var auglýst. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á norðurhluta reitsins (norðan lóðanna við Skúlagötu) verði heimilt að byggja nýbyggingar sem að jafnaði skulu vera 4-6 hæðir. Heimilt er þó að byggja þar eina Turnbyggingu sem má vera allt að 16 hæðir. Á suðurhluta reitsins er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 1-2 hæðir ofan á húsin við Skúla- götu 59 og 3-4 hæðabyggingar á lóðum aftan við húsin við Skúlagötu. Bílastæðakrafa er 1 stæði á hverja 40 fm húsnæðis auk 75 bílastæða fyrir stofnanir Reykjavíkur- borgar að Skúlatúni 2 og Borgartúni 3. Landnotkun á reitnum er miðsvæði og M5 samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 -2024 og því fyrst og fremst gert ráð fyrir blandaðri atvinnustarfsemi s.s. fjármála-, hátækni- og þekkingarfyrirtækjum, rannsóknarstarfsemi, hóteli og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Breytt tillaga gerir ráð fyrir m.a., að á norðurhluta reitsins verði heimilt að byggja bílgeymslu ofanjarðar. Við það eykst nýtingarhlutfall á norðurhluta reitsins lóðinni úr 1,5 í 1,93. Á tillögunni er nú einnig sýndur möguleiki á að byggja inndregna hæð ofan á Höfðatún 12 í staðinn fyrir byggingu á baklóð sem samkvæmt deiliskipulags- tillögunni er gert ráð fyrir að verði fjarlægð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Suður-Mjódd, flettiskilti ÍR Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar, á horni Breiðholtsbrautar og Skógarsels/Stekkjarbakka. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að flettiskilti, sem áður hafði verið samþykkt við bifreiðastæði við Álfabakka, verði staðsett í brekkufót vestan við undirgöng undir Breið- holtsbraut, rétt utan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Skógarsels/Stekkjarbakka á borgarlandi. Skilmálar: Innan afmarkaðs svæðis er heimilt að reisa tölvustýrt flettiskilti með þremur myndflötum ofan á steyptum sökkli. Stærð hvers myndflatar má vera allt að 6,4m x 4,3m. Hæð skiltis má vera allt að 8,5m frá núverandi landi. Skiltið skal staðsetja minnst 35m frá miðlínu Breiðholtsbrautar og 62m frá miðlínu Skógarsels. Vanda skal frágang við fót skiltis. Með þessari tillögu er heimil frávik frá samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur gr. 6.7 og 7.2 sbr. gr. 9.1. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.15 og fimmtudaga til 18.00, frá 09.05. 2003 - til 20.06. 2003. Einnig má sjá tillögur á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 20. júní 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 9. maí 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Fréttir DV-MYNDIR SIGURÐUR JÖKULL Vinafundur í Vetrargaröi Össur Skarphéöirtsson þrumaöi yfir liöinu í Smáralind og örvaöi fólk til dáöa. Stemningin könnuö kortéri fyrir kosningar: Harðfiskup, kaffi og kleinup KafEl og kleinur, karlar á skrafl og kostaboð í bæklingum. Þannig var staöan í bólvirki framsóknar- manna í Reykjavík þegar DV leit þar inn síðdegis í gær. Við fórum á kosningarúnt og könnuðum stöö- una. Stemningin var misjöfh frá ein- um stað til annars en aÚir telja sig eiga góða möguleika. Annað hvort út frá nýjustu könnun ellegar lifa menn og starfa í anda þeirra spöku orða að sigursæll sé góður vilji. Mikið niðri fyrir „Þetta er spennandi barátta og fuÚ af gleði,“ sagði Gestur Kr. Gests- son, húsbóndi í höfuðstöðvum Framsóknar í borginni. „Þessi bar- átta hefur verið full af gleði. Halldór er tæpur inn en hann verður að ná kjöri. Það markmið hefur tvíeflt okkur.“ í Smáralind var fjölskyldu- og baráttuskemmtun Samfylking- arinnar. Össur þrumaði yfir liðinu. „Nú verðum við að grípa tækifærið og gera Ingibjörgu Sólrúnu að for- sætisráðherra," sagöi flokksformað- urinn. Manninum var mikið niðri fyrir. Allir gátu skilið þungann í orðunum; jafnvel bömin, sem vom í meirihluta í Vetrargarðinum. Einnig fólk með grátt í vöngum sem er að sjá draum sinn um stóran og öflugan jafnaðarmannaflokk rætast. Hjá því er vor í lofti. Upplögð uppáhelling Næst lá leið okkar í vertíðar- stemningu í Glæsibæ. Þar voru sjálfstæðismenn á öllum aldri að ganga frá kafiipokum sem þeir ætla að senda inn í hvert hús I borginni í kvöld. „Þetta verður uppáhellingin að morgni kjördags. Kemur blóðinu af stað,“ sagði Sveiijn Scehving sem stjórnar starfmu á skrifstofunni. Hann segist fmna góðan anda. Fólk vilji Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjóm. „Hingað koma aldrei færri en hundrað manns á dag. Stundum miklu fleiri. Mér finnst þessi bar- átta auðveldari en oft áður. Þetta er mikil breyting, til dæmis borið sam- an við borgarstjómarkosningamar í fyrra.“ í Dritvík er nú daufleg vist, kvað Jón Helgason í Áföngum. Sama gilti hjá Nýju afli. Við áttum Framsókn og fjör Þrír valinkunnir frambjóöendur og kosningastjórinn, Gestur Kr. Gestsson. tGítarinn ehf. ☆ Stórhöföa 27 slmi 552-2125 og 895-9376 SftsiaW élog ☆ ’g.m www.gitarinn.is gitarinn@gitarinn.is vV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.