Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 Utlönd DV REUTERS-MYND Flakiö rannsakað Ungverskur lögreglumaöur rannsakar flak langferðabílsins sem ók í veg fyrírjárnbrautarlest ígær. Járnbrautarlest skar íangí erðabíl í tvennt Þrjátíu og tveir fullorðnir þýsk- ir ferðamenn og bílstjóri þeirra týndu lífií Ungverjalandi í gær þegar járnbrautarlest ók á lang- ferðabíl þeirra skammt frá vin- sælum ferðamannastað. Yfirmaður björgunarmála sagði að bilstjórinn hefði ekki virt rauð stöðvunarlaus þar sem vegurinn og brautarteinarnir skerast. Eins og algengt er í Ungverjalandi var ekkert hlið yfir veginn við braut- arteinana. „Lestin, sem var á fullri ferð, skar langferðabílinn bókstaflega í tvennt og flatti annan helming hans út og ýtti honum á undan sér um tvö hundruð metra eftir teinunum," sagði György Heizler, yfirmaður björgunarmála. Sex til víðbótar látnir úr lungnabólgu í Kína Kínversk yfirvöld tilkynntu í morgun að sex manns tÚ viðbótar hefðu látist úr bráðalungnabólg- unni og að 118 til viðbótar hefðu smitast. Nú hafa því að minnsta kosti 230 manns látist af völdum sjúkdómsins í Kína og smitaðir eru orðnir 4.805. Yfirvöld sögðu að ekki væri vitað hvaðan allt að 60 prósent nýrra staðfestra tilfella sjúkdóms- ins sem sjúkrahús hefðu fengið til meðferðar væru komin. Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in (WHO) varaði í gær við ferða- lögum til tveggja héraða í Kína til viðbótar og einnig var varað við því að ferðast til Taipei, höf- uðborgar Taívans. Sérfræðingar WHO segja að Kína sé lykillinn að því að hægt verði að koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu sjúkdómsins sem hefur orðið meira en 500 að aldurtila í heiminum. UPPBOÐ Framhald uppbobs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Bíldshöfði 18, 030302, Reykjavík, þingl. eig. Bergeign ehf., gerðarbeið- endur Aðalblikk ehf., Húsasmiðjan hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 13. maí 2003 kl. 14:00.___________ Dalhús 29,0101, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Brandsdóttir, gerðarbeiðend- ur Húsasmiðjan hf., íbúðalánasjóður, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn- is, útibú, Tollstjóraembættið og Trygg- ingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 13. maí 2003 kl. 13.30.______________ Helgugrund 1, Kjalamesi, Reykjavík, þingl. eig. Ólöf Ásta Karlsdóttir, gerð- arbeiðandi íslandsbanki hf., þriðju- daginn 13. maí 2003 kl. 10.30. Hraunbær 114,0301, Reykjavík, þingl. eig. Ásdís íshólm Ólafsdóttir, gerðar- beiðendur fbúðalánasjóður, Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf. og Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 13. maí 2003 kl. 14.30._____________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppbyggingin í írak: Alyktun um afnám refsiaðgerða kynnt í Öryggisráði SÞ í morgun - búist viö andstöðu Rússa og Frakka við ályktuninni Sameiginleg ályktun Bandaríkja- manna, Breta og Spánverja um af- nám refsiaðgerða SÞ gegn írökum, sem samþykktar voru fyrir tólf árum í kjölfar innrásar Iraka í Kúveit, var kynnt í öryggisráði SÞ í morgun og hófst lokaður fondur ráðsins klukk- an hálftíu. Fyrirfram er búist við skiptum skoðunum um ályktunina vegna hlutverks Sameinuðu þjóðanna í uppbygginarstarfinu í írak, auk þess sem Rússar hafa lýst andstöðu sinni vegna olíumála. í ályktuninni er gert ráð fyrir þvi að sérstakt nýtt „yfirvald" skipað fulltrúum Breta og Bandarikja- manna ákveði hvernig ágóðanum af væntanlegri olíusölu íraka verði var- ið. í dag stjórna Sameinuðu þjóðirn- ar þeim málum en fengju aðeins aö vera ráðgefandi aðili samkvæmt ályktuninni. Þess vegna er talið ólíklegt að ríki eins og Rússar og Frakkar muni styðja ályktunina óbreytta og hætt Georg Bush Bandarísk stjórnvöld leggja alla áherslu á aö fá viöskiptaþvingunum SÞ aflétt til aö nýta megi olíusölu- gróöa til uppbyggingarstarfsins í 'lrak. við að fyrir höndum séu langar og strangar samningaviðræður og þras innan Öryggisráðsins eins og um fyrri ályktanir vegna íraksmálsins. Til að hljóta samþykki ráðsiris þarf ályktunin stuðning níu fulltrúa af fimmtán svo framarlega sem full- trúar fastaþjóðanna fimm, sem eru Bandaríkin, Frakkland, Kína, Rúss- land og Bretland, beiti ekki neitunar- valdi. Rússar krefjast þess að Samein- uðu þjóðirnar fari með stórt hlut- verk í uppbyggingarstarfínu í írak og verði þar leiðandi afl og gera það hugsanlega að skilyrði fyrir blessun Öryggisráðsins á nýrri stjórn undir forystu bandamanna i írak. Rússar og Frakkar vilja einnig að Sameinuðu þjóðirnar lýsi írak gjör- eyðingarvopnalaust svæði áður en viðskiptaþvingununum verði aflétt en ályktunin gerir ekki ráð fyrir því að vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefji aftur eftirlit í írak. REUTERS-MYND Fíll og maður kæla sig í flæðarmálinu Austur á Taílandi hafa bæði menn og skepnur fengið að finna fyrír brennandi sólarhita undanfarna daga. Þvf er fátt annað til bragðs en að svala sér aðeins í flæðarmálinu, eins og þessi fíll og umsjónarmaður hans í Chonburí, um 80 kílómetra austur af höfuðborginni Bangkok. Hitinn á þessum slóðum fer upp í 42 stig. Donald Rumsf eld seldi Norður- Kóreumönnum tvo kjarnaofna Donald Rumsfeld, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna, sat í stjórn fyrirtækis sem fyrir þrem- ur árum seldi tvo léttvatns kjarna- ofna til Norður-Kóreu, lands sem hann lítur nú á sem eitt „öxul- velda hins illa". Ráðamenn í Was- hington vilja nú skiþta þar um stjórn vegna tilrauna Norður- Kóreumanna til að koma sér upp kjarnorkuvopn. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Rumsfeld var í stjórn verk- fræðifyrirtækisins ABB, sem hef- ur aðsetur í Zurich í Sviss, þegar það krækti sér í samning upp á tvö hundruð milljónir dollara til að skaffa teikningar og lykilhluta í kjarnaofninn. Rumsfeld sat í stjórn fyrirtækisins frá 1990 til Donald Rumsfeld Bandaríski landvarnaráðherrann seg- ist ekki muna að kjarnaofnamálið hafi veriö lagt fyrir stjórn ABB. 2001 og fékk að launum tæpar átta milljónir króna á ári að núvirði. Hann sagði af sér þegar hann tók við ráðherraembættinu. Guardian segir að samningur- inn um sölu kjarnaofnanna hafi verið þáttur í þeirri viðleitni stjórnar Bills Clintons, þáverandi forseta Bandaríkjanna, um að koma á jákvæðum samskiptum Norður-Kóreu við Vesturlönd. ABB opnaði skrifstofu í N- Kóreu árið 1999 og samningurinn var undirritaður ári síðar. Rums- feld segist ekki reka minni til aö málið hafi verið lagt fyrir stjórn- ina. Talsmaður ABB sagði hins vegar við breska blaðið í gær að srjórnarmenn hefðu verið upplýst- ir um áætlunina. Stuttar fréttir Anders Fogh meO hugmynd Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, heim- sótti Bush Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsið í gær og stakk upp á því við hann að stríð- andi fylkingar í Mið-Austurlönd- um tækju Evrópulönd, og hvernig þau náðu að vinna saman eftir kalda stríðið, til fyrirmyndar til að koma friðarmálum á rekspöl. íbúarnir hafðir með í ráOum Danski krataþingmaðurinn Jens Kramer Mikkelsen segir að ef gera eigi hippanýlenduna Kristjaníu að samhangandi hluta Kaupmannahafnar verði að hafa um það samráð við íbúana. lilnefndir til friOarverOlauna Hægrisinnaður norskur þing- maður tilnefndi í gær þá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og George W. Bush Bandaríkja- forseta til friðarverðlauna Nóbels fyrir íraksstríðið. ÞingiO samþykkir stækkun NATO Öldungadeild Bandaríkjaþings var einróma um það í gær að samþykkja inntöku nýrra landa í NATO. Utanríkisráðherrar sjö væntanlegra aðildarríkja fylgdust með atkvæðagreiðslunni. Líkir Bush viO Saddam Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, veitt- ist harkalega að stjórn Bush Banda- ríkjaforseta í gær og líkti henni við fallna stjórn Sadd- ams Husseins í írak. Bush væri ekki lögmætur forseti og að hann hlakkaði til þessa dags er honum yrði steypt af stóli. Kókaín gert upptækt í haf i Breskir og spænskir tollverðir lögðu hald á 3,6 tonn af kókaíni þegar þeir réðust til uppgöngu í gamlan þýskan tundurskeytabát á miðju Atlantshafi í gær. Þetta er einhver stærsti eiturlyfjafundur sem sögur fara af. Áhyggjur af íran Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að ráðamenn í was- hington hefðu áhyggjur af kjarn- orkuáformum stjórnvalda í íran. Bandaríkja- menn ætla að sjá til þess að íran- ar fari að samningum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. HundraOa enn saknafl Hundraða manna er enn sakn- að, viku eftir gífurleg flóð sem urðu í helstu landbúnaðarhéruð- um Argentínu. Kóngur sýnir barniO sitt Múhameö Marokkókóngur hélt í gær upp á það að honum og konu hans hefur fæðst sonur og erfingi með því að sleppa rúm- lega níu þúsund fóngum úr yflr- fullum fangelsum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.