Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Qupperneq 19
19 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 DV Utlönd A leiöinni norður Per Stig Mpller, utanríkisráðherra Danmerkur, er á leið norður undir heimskautsbaug að skrifa undir. Samkomulag um varnir tilbúið til undirritunar Þeir Hans Enoksen, formaöur grænlensku heimastjómarinnar, og Per Stig Moller, utanríkisráð- herra Danmerkur, bregða sér norður undir heimskautsbaug næstkomandi miðvikudag, til Itil- leq, fæðingarbæjar Enoksens, til að undirrita þar grundvallarsam- komulag um samvinnu í utanrik- ismálum. Samkomulagið heimilar Bandaríkjamönnum að gera nauðsynlegar endurbætur á rat- sjárstöðinni í Thule á Grænlandi til að hún verði tæk í fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra. Til stóð að undirrita samkomu- lagið í fyrradag en miklar um- ræður á Grænlandi um umhverf- ismengun í Thule-stöðinni urðu til að fresta undirritun. Umhverf- ismálin verða á dagskránni í komandi viðræðum við Banda- ríkjamenn, að því er danski utan- ríkisráðherrann sagði í gær. Hertar umhverfiskröfur voru skilyrði Grænlendinga fyrir því að styðja samkomulagið. Sharon lýsir Mahmoud Abbas sem boðbera friðar segist tilbúinn til friöarviöræöna viö Sýrlendinga Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, hrósaði í gær umbótasinnanum Mahmoud Abbas, nýskipuðum forsætis- ráðherra Palestínu, og lýsti honum sem trúverðugum boð- bera friðar. „Ég sé hann sem friðarfélaga og er tilbúinn að taka upp við- ræður hvenær sem er,“ sagði Sharon en hann ítrekaði einnig þá kröfu sína að fyrst yrði að binda enda á ofbeldið. Sharon sagðist einnig tilbú- inn til viðræðna við Sýrlend- inga án allra skilyrða en fyrri viðræður þjóðanna fyrir þrem- ur árum fóru út um þúfur vegna deilna um hinar her- teknu Golan-hæðir, sem ísrael- ar hertóku i sex daga stríðinu árið 1967. „Ég s'tyð það að viðræður verði teknar upp við allar arabaþjóð- ir án skilyrða," sagði Sharon. Sýrlendingar hafa lýst vilja sínum um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir þremur árum en ísraelar vilja aftur á móti byrja á byrjunarreit þar sem vitað er að Sýr- lendingar munu halda til streitu kröfum sínum um að ísraelar skili þeim Golan-hæðum. „Sýrlendingar munu auðvitað gera sínar kröfur og það munum við líka gera,“ sagði Sharon spurður um hugsanlegan árangur af viðræðun- um. „En aðalatriðið er að hefja við- ræður og við erum tilbúnir tO þess,“ bætti Sharon við. Ariel Sharon Sharon segir Abbas trúverðugan boðbera friðar. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandarikjanna, fundaði með sýr- lenskum stjórnvöldum í síðustu viku og er væntanlegur tO ísraels á morg- un, þar sem hann mun gera sitt tO þess að leysa þann hnút sem væntan- legt friðarferli virðist komið í eftir að „vegvísirinn" að væntanlegu frið- arferli var lagður fram fyrr í vik- unni. Palestínumenn hafa þegar sam- þykkt umræddan vegvísi sem gerir ráð fyrir formlegri stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna í síðasta lagi árið 2005 og að frekari uppbygg- ing landtökubyggða á heimastjómcir- svæðum Palestínumanna verði þeg- ar stöðvuð. Sharon, sem mun halda til fundar við Bush Bandaríkjafor- seta um aðra helgi, hefur aftur á móti lýst andstöðu við friðar- tdlögurnar og krefst þess að Palestínunumenn dragi tO baka kröfur sínar um að tæplega fjór- um miUjónum landflótta Palest- ínumanna verði leyft að flytja heim. Þrátt fyrir friðammleitanirn- ar heldur ófriðurinn áfram á heimastjórnarsvæðum Palest- ínumanna og í gær var einn liðsmaður vopnaðs arms Hamas drepinn þegar flugskeyti var skotið á bO hann úr ísraelskri herþyrlu á Gaza-svæöinu. Shar- on segist sjálfur hafa fyrirskip- að árásina og saka Palestínumenn hann um tilraun til þess að spOla fyrir friðarferlinu. Þá skutu ísraelskir hermenn Pal- estinumann til bana í nágrenni bæjarins Khan Younis, en hann þótti grunsamlegur þegar hann nálgaðist eftirlitsstöð við eina af landtöku- byggðum gyðinga og aðrir tveir vom skotnir tO bana við aðra eftirlitsstöð. Fimmti Palestíumaðurinn var skotinn tO bana í nágrenni bæjarins Nablus á Vesturbakkanum þar sem hann var riðandi á asna sínum. í gærkvöld sprakk síðan bíO, hlaðinn sprengiefni, í loft upp í nágrenni landtökubyggðar á Gaza- svæðinu með þeim afleiðingum að eigandi búsins, einn liðsmanna Fatah-hreyfingarinnar, lét lífið. REUTERS-MYND Silvio Berlusconi ítalski forsætisráðherrann var óhress með fréttir ríkissjónvarpsins. Berlusconi veldur upp- námi í ríkissjónvarpinu Mikið uppnám varð í ítalska ríkissjónvarpinu í gær þegar stjómendur stofnunarinnar sendu eftirlitsmenn á skrifstofur einnar ritstjórnarinnar eftir að SOvio Berlusconi forsætisráð- herra sakaði fréttamenn um að hæðast að honum vegna spilling- arréttarhaldanna yfir honum sem nú fara fram í MUanó. Stjórnarandstæðingar og frétta- menn fordæmdu aðgerðirnar og sögðu að hægristjórn Berlusconis væri að hefta tjáningarfrelsið. Stjórnendur sjónvarpsins sögðu aftur á móti að þetta hefði verið gert til að taka af allan vafa um heiðarleika fréttamannanna. Eftirlitsmennimir spurðu fréttamenn út í nýlega umfjöllun þeirra um réttarhöldin þar sem Berlusconi er ákærður fyrir að hafa mútað dómara í umdeildri tUraun til sölu ríkisfyrirtækis á 9. áratug síðustu aldar. Berlusconi sjálfur á stærsta fjölmiðlaveldi á Ítalíu. Vjlt þú leggja Sjálfstæðisflokknum lið? Saman vinnum við sigur! Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfboðaliðum til margvíslegra starfa daginn fyrir kjördag og á kjördag. Allir sem eru reiðubúnirað hjálpa til eru hvattirtil að hafa samband við kosningaskrifstofurnar eða skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515 1700. Glæsibær Opið 15.00-21.00 Sími 553 1559 Austurstræti 20 (Hressó) Opið 12.00-21.00 Sími 551 1294 Álfabakka 14a Opið 16.00-21.00 Sími 557 2576 Opið 15.00-21.00 Sími 551 1306 Grafarvogur Hverafold 1-3 Opið 17.00-22.00 Sími 557 2631 Árbær Hraunbær 102b Opið 16.00-21.00 Sími 567 4011 v/Lönguhlíð Opið 16.00-21.00 Sími 561 1500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.