Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 21
¦+ : FÖSTUDAGUR 9. MAI 2003 21 T>V Menning Að Ijúga eins og sjónarvottur Við hinir ein- kennisklæddu, nýjasta bók Braga Ólafsson- ar, stendur vel undir því mark- miöi svörtu ser- iu Bjarts að vera illflokkan- leg. í káputexta segist hún inni- halda „skýrslur" en einnig vera „skáldskaparfræði höfundar" og „eins konar póetískt testa- menti". Þegar innihaldið er svo allt frá því að vera prósaljóð upp í fullburða smásögur er kannski ekki furða að fleiri komist í vanda en bókasafns- fræðingar. Bókmenntir Skáldskaparfræöi í hefðbund- inni merkingu þess hugtaks nær yfir þá grein bókmennta- fræðinnar sem fjallar um hvað það er sem gerir skáldskap að skáldskap. Hvaða listbrögðum skáldin beiti til að ná fram áhrifum og þvíumlíkt. En hug- takið nær líka yfir stefnuskrár skálda, persónulega fagurfræði sem oft er sett fram í ritgerðum eða skáldlegum prósa - fyrir nokkrum árum var til dæmis mjög í tísku meðal norrænna höfunda að skrifa slíkar per- sónulegar stefnuskrár. En þessi bók er hvorugt. Text- arnir í Við hinir einkennis- klæddu fjalla ekki um skáld- skapinn beint, þetta eru brot, skýrslur um skynjun og stíl höfundarins og við- horf hans til skáldskapar og úrvinnslu veruleik- ans. Þess vegna verður lesandinn að leggjast í Bragi Olafsson Lunknir textar og launfyndnir sem fjalla um svikult minni og brothættan veruleika. nokkra túlkun ef hann vill komast að því hver skáldskaparfræði höfundar er. Og hver er þá munurinn á þessari bók og hverju öðru smá- sagnasafni? Eru ekki allir textar vitnisburðir um skáldskapar- fræði höfundar síns? Breski höfundurinn Julian Barnes hefur sem einkennisorð einnar skáldsögu sinnar rúss- neskan málshátt, „Hann lýgur eins og sjónarvottur". Málshátt- urinn dregur fram hvernig nær allur skáldskapur og allar frá- sagnir byggja á sjónarhorni, sem hlýtur alltaf að gefa takmarkaða og bjagaða mynd af því sem við köllum veruleika. Síðasta skáld- saga Braga, Gæludýrin, var að stórum hluta pæling um þetta og margir textanna í þessari bók eru það líka. Þeir snúast um minningar, raunverulegar, til- búnar og bjagaðar, um sjónar- horn sem skarast og rekast á og um það hvernig textinn á sér margvíslegar uppsprettur og jafnvel hvernig minningarnar spretta úr skrifunum sjálfum. Þetta má vissulega kalla skáld- skaparfræði en textarnir í Við hinir einkennisklæddu hefðu al- veg staöið án þess. Vegna þessa er ráðlegast að gleyma öllu tali um skáldskapar- fræði og taka ekki of bókstaflega þá flokkunarfræði sem stunduð er á baksíðu bókarinnar. Þá blasa við lunknir textar og laun- fyndnir sem fjalla um svikult minni og brothættan veruleika, stellingarnar sem menn setja sig í hver andspænis öðrum og að- ferðir við að ljúga upp sógum. .löii Yngvi Jóhannsson Bragi Óiafsson: Viö hinir einkennisklæddu. Bjartur 2003. Leiklist í skólastarfi Dagana 14.-17. maí stendur fræðsludeild Þjóðleikhússins fyrir hagnýtum námskeiðum fyrir kennara og leikhúsfólk þar sem kynntar verða leiðir til að nýta leiklist í kennslu. Leiðbeinandi verður Didi Hop- kins frá The Royal Theatre. Deildin stóð fyrir svipuðu námskeiði síðastliðið haust og komust þá færri að en vildu. Didi Hopkins er þaulreynd- ur leiklistarkennari frá breska þjóðleikhúsinu sem hefur miðlað af reynslu sinni til kennara víða um heim, m.a. í Japan og Austur-Evrópu og er mikill fengur að því að fá hana til landsins í annað sinn. Nú verður auk kynningar- námskeiðs boðið upp á fram- haldsnámskeið og námskeið fyrir starfandi leikhúslistafólk Kennt verður í æflngasal Þjóðleikhússins að Lindar- götu 7 (Litla svið) og verða öll námskeiðin tulkuð. Fjöldi þátttakenda á hverju nám- skeiði er takmarkaður en skráning fer fram hjá fræðsludeild Þjóðleikhússins í síma 585 1200. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fraedsla@leikhusid.is til að skrá sig. Fræðsludeild Þjóðleikhússins var stofnuð í mars 2002 með stuðningi Menningarsjóðs íslandsbanka og veitir Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri henni forstöðu. Deildinni er ætlað að efla samskipti leikhússins við kennara og skóla í landinu, með það að markmiði að styrkja stöðu leiklistarinnar sem kennslugreinar í íslenska skólakerfinu. BORGARLEIKHUSIÐ LdkfaagReykj3vi1air STÓRA SVIÐ ÖFUCU MECIN UPP í... Derei Benfield Lau. 10/5 kl. 20. Lau. 17/5 kl. 20. Lau. 24/5 kl. 20 PUNTILA OC MATTI e. BertoltBrecht Su. 11/5 kl. 20. Fi. 22/5 kl. 20^> Su. 25/5 kl. 20. ATH. Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og KarlAgúst Úlfsson í kvöld kl. 20. Fö. 16/5 kl. 20 Fö. 23/5 kl. 20. Fö. 30/5 kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNDÍGAR „DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmalissýninglslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnib eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftlrmlnnilegustu verkum Islenska dansflokkslns. 2. sýn. fi. 15/5 kl. 20 3. sýn. su. 18/5 kl. 20 ATH. Aðeins þessar sýningar__________ NÝJASVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau. 10/5 kl. 20. Lau. 17/5 kl. 20 Fim. 22/5 kl. 20. Lau. 24/5 kl. 20 ATH. SÝNDíGUM LÝKUR f MAÍ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélene Estienne í kvöld kl. 20. Fö. 16/5 kl. 20. Fö. 23/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff, ÍSAMSTARFIVIOÁSENUNNI Fi. 15/5 kl. 20 - AUKASÝNING ATH. SÍBASTA SÝNING GESTURINN e. Eric-EmmanuelSchmitt Su. 11/5 kl. 20. Su. 18/11 kl. 20 Örf áar sýningar vegna f jölda áskorana ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su. 11/5 kl. 20. Su. 18/5 kl. 20 Takmarkaður sýningafjiildi LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN i SAMSTARFIVIO SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum -ogísá eftir! Lau. 10/5 kl. 14 Lau. 17/5 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare i SAMSTAHFI VIO VESTURPORT í kvöld kl. 20 Fö. 16/5 kl. 20 Lau. 17/5 kl. 20 Saíurinn ! 91 »1 Sunnudagur n. maí kl. 20 TÍBRÁ: (slensk sönglög Snorri Wium, tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson, baríton, og Jónas Ingimundarson, píanó, flytja sönglög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Árna Thorsteinson, Enn ertu fögur sem forðum, Kirkjuhvoll, Nótt o.fl. Flytjendur eru Kópavogsbúar og tónleikarnir haldnir á afmæli bæjarins. Vero kr. 1.500/1.200. jönas Ingimundarson SÍÐUSTU SYNINGÆR Hin smyrjQndi jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkama og sól. Sýnt í Iðnó: Fös, 9. maí kl. 20, næstsiðasta sýning. Sun 11. maí H. 20, síðasta sýning Hin smyrjandi Jómfrú -Jí "Charlotte var hreint út sagtfrábœr í hlutverki hinnar smyrjandi jómfrúar og hún átli ekki í neinum vandrœðum með að heilla áhorfendur upp úr skónum með... einlœgni sinni, ósviknum húmor og ekki síst kðmCskri sýn á hina íslensku þjóðarsál." S.A.B. Mbl. | BORGARLEIKHUSIÐ Reykjavl +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.