Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 23
22 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 23 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoöarritstjóri: Jönas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Naum forysta stjómarflokka DV birtir í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna fyrir þing- kosningarnar á morgun, könnun sem tekin var í gærkvöld og bygg- ist á afar stóru úrtaki, 2500 manns. Þótt fylgi flokkanna hafi sveiflast talsvert í fjölmörgum skoðanakönnunum að undanfórnu kennir reynslan okkur að festa er komin í fylgi þeirra þegar komið er svo nærri kosningum. Fólk hefur fylgst með umræðum, lesið greinar og meðtekið boðskap auglýsinga á lokaspretti kosningabar- áttunnar. Flestir hafa því gert upp sinn hug, eða komist nærri því, þótt leggja verði áherslu á að baráttunni er ekki lokið enn. Dagurinn í dag er eftir, síðasti dagur fyrir kjör- dag. Fólk á eftir að fylgjst með kappræðum forystumanna flokkanna, leggja mat á frammistöðu þeirra og helstu mál- efni sem flokkarnir leggja áherslu á. DV hefur staðið að skoðanakönnunum um fylgi stjórn- málaflokka um áratuga skeið. Kannanir blaðsins hafa fyrir margt löngu sannað sig, enda er hægur vandinn að bera sam- an niðurstöður síðustu kannana við kosningaúrslitin sjálf, hvort heldur er í þing- , sveitarstjórnar- eða forsetakosning- um. í þeim samanburði hafa skoðanakannanir DV komið vel út, gjarnan farið næst úrslitum í samanburði þeirra fyrir- tækja og stofnana sem framkvæma slíkar kannanir reglu- lega. Raunar voru allar lokakannanir sem gerðar voru fyrir alþingiskosningarnar fyrir fjórum árum nálægt úrslitunum. Meðalfrávik skoðanakönnunar DV þá var 1,6 prósent. Úrtak skoðanakannana DV er að jafnaði 600 manns, skipt hlutfallslega milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Regla hefur verið að tvöfalda úrtaksstærðina í síðustu könn- un fyrir kosningar. 1200 manna úrtak er að sönnu ná- kvæmara. Að þessu sinni var gengið enn lengra í því skyni að reyna að fá sem nákvæmasta niðurstöðu með mjög stóru úrtaki, svo frávik yrði sem minnst. Úrtakið nú er því 2500 manns, eins og fyrr greinir. Sé miðað við þessa lokakönnun DV fyrir þingkosningarn- ar nú halda stjómarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur, velli en naumlega þó. Sé miðað við þá sem afstöðu tóku fær Sjálfstæðisflokkurinn 35,7% og Framsókn- arflokkurinn 15,9%. Sé það reiknað út í þingmannatölu fær Sjálfstæðisflokkurinn 23 þingmenn og Framsóknarflokkur- inn 10 eða samanlagt 33 þingmenn. Sé litið til stjórnarand- stöðuflokkanna er fylgi Samfylkingarinnar 29,5%, Frjáls- lynda flokksins 9,3% og Vinstri grænna 8,1%. Fylgi Nýs afls mælist 1,2% og T-listans í Suðurkjördæmi 0,3%. Samfylk- ingin fengi því, miðað við könnunina, 19 þingmenn, Frjáls- lyndir 6 og Vinstri grænir 5 menn. Þetta er í stórum drátt- um svipuð niðurstaða og í DV-könnun í síðustu viku. Fram- sóknarflokkurinn tapar að vísu einum manni miðað við þá könnun en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einum. Þing- mannatala annarra flokka er sú sama. Stjórnarflokkamir tapa samanlagt 5 mönnum til stjórnar- andstöðunnar miðað við síðustu kosningar en meirihluti þeirrar stjórnar sem nú situr byggist á 38 þingmönnum. Sé gengið út frá því að meginmarkmið stjórnarandstöðunnar sé að fella ríkisstjómina, dugar þessi aukning ekki til mið- að við könnun DV. Athyglisvert er að skoða hvernig fylgi flokkanna hefur þróast frá áramótum, þann tíma sem segja má að kosninga- baráttan hafi staðið. Þeir sem unnið hafa á, miðað við fyrstu skoðanakönnun DV á árinu, eru Framsóknarflokkurinn en einkum Frjálslyndi flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir standa í meginatriðum í stað miðað við þá stöðu en fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað. Fylgi hennar er þó heldur meira en kjörfylgi en fylgistap stjórnarflokk- anna er nokkurt miðað við síðustu kosningar. Könnun DV sýnir að í spennandi þingkosningar stefnir á morgun. Jónas Haraldsson Skoðun Látum það takast Jóhanna f rt'H Sigurðardóttir ? ^ alþingismaöur í kosningunum á laugar- dag verður tekist á um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn mynda kjölfestu í næstu ríkisstjórn. í raun og sann stendur fólk frammi fyrir því að velja óbreytt ástand með gömlu flokkunum, sem stjómað hafa hér tvö kjörtímabil, eða nýja ríkisstjóm. Allar líkur eru á að stjórnarflokkamir muni aftur renna saman í eina sæng fái þeir til þess tækifæri aö loknum kosningum. Jafnvel með minnsta mögulega meirihluta. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar Mín trú er sú að mikill meiri- hluti þjóðarinnar vilji nýta það tækifæri sem nú gefst til að skipta um ríkisstjórn og stöðva misskipt- inguna, fátæktina og stéttaskipt- inguna sem er að verða æ meira áberandi í þjóðlífinu. Hvar sem ég kem finn ég að fólk vill nýjar áherslur og forgangsröðun þar sem almannahagsmunir ráða ferðinni en ekki sérhagsmunir fámennra valdablokka og Qármagnseigenda. Áherslur Samfylkingar í nýrri rík- isstjórn munu byggjast á sanngimi og réttlæti, og við munum treysta sérstaklega kjör fólks með lágar og meðaltekjur. Hér eru nokkur af helstu bar- áttumálunum: Afkomutrygging verður grunnur að nýju almannatryggingakerfi, ist að fá yfir 30% fylgi í alþingiskosningum. Annar sögulegur viö- burður gæti fylgt sterkri stöðu Samfylk- ingarinnar að loknum næstu kosningum. Með Samfylkinguna sem kjölfestu í næstu ríkisstjórn skapast raunhæfur möguleiki til að kona verði næsti forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún er sterkur stjórnmála- maður með ríka ábyrgðar- og réttlætis- kennd. Hún mun leiða til öndvegis réttsýni og sanngimi í stjóm- arráðinu og hafa já- kvæð áhrif á réttinda- baráttu kvenna og íjöl- skyldna. Ferskir vind- ar munu aftur blása um samfélagið eftir 12 ára valdasetu íhalds- ins og 8 ára samfellda valdasetu gömlu flokkanna. „Með Samfylkinguna sem kjölfestu í nœstu ríkisstjórn skapast raunhœfur möguleiki til að kona verði næsti forsætisráðherra. “ ásamt því að lífeyrisgreiðslur og at- vinnuleysisbætur taka mið af launavísitölu til þess að bæta veru- lega kjör lífeyris- og bótaþega. Viö munum líka lækka verulega kostn- aðarþátttöku fólks við lyfjakaup og greiðslu fyrir sérfræðihjádp. Tillögur okkar í skatta- og vel- ferðarmálum setja líka í forgang málefni ungs fólks, barnafjöl- skyldna og námsmanna. Við mun- um hefja nýja sókn í málefnum ungs fólks með megináherslu á sókn í menntamálum, sem er besta leiðin til að fjárfesta í framtíðinni. Þar munum við jafna aðgang allra að menntun, óháð efnahag, m.a. með léttari endurgreiðslu náms- lána og bættu námslánakerfi. Við munum líka hækka verulega barnabætur og greiða ótekjutengd- ar bætur til 18 ára aldurs barna. Einnig munum við lækka verulega tekjuskatt, einkum hjá fólki með lágar og meðaltekjur, m.a. með því að hækka skattleysismörk. Við munum afnema ábyrgðar- mannakerfið í bönkunum en 90 þúsund einstaklingar eru í ábyrgð- um á lánum annarra. Árið 2001 féllu slíkar ábyrgðir á um 2000 fjöl- skyldur. Verðtryggingu fjárskuld- bindinga viljum við endurskoða, fella niður stimpilgjöld vegna íbúð- arkaupa og koma á fót allt að 2400 leiguíbúðum með verulegri lækkun á leigugreiðslum. Sögulegt tækifæri Skoðanakannanir hafa sýnt að það er raunhæfur möguleiki að Samfylkingin fái vel yflr 30% fylgi sem væri sögulegur viðburður. í fyrsta sinn í 70 ár hefur þá öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum tek- í ykkar höndum í kosningunum um helgina fá kjósendur tækifæri til að standa að kaflaskilum í ís- lenskum stjómmál- um. Núna er tækifærið til að stöðva tímabil hnignunar velferð- arkerfisins og óréttlætis í skatt- heimtunni. Veljum ekki óbreytt ástand með Sjáífstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í stjómarráð- inu. Veljum nýja ríkisstjóm, þar sem Samfylkingin verður forystu- afl. Herðum sóknina á lokasprettin- um og látum það takast að koma í stjómarráðið ríkisstjórn jafnaðar og réttlætis. Valdið til þess er í ykkar höndum á laugardaginn kemur. Þá er tækifærið! „íslendingar hafa á liðnum árum búið við hagsæld og framfarír. Það getur ekki veríð þess virði að tefla í tvísýnu þeim góða árangri sem náðst hefur og þeim tækifœrum sem blasa við ef áfram er haldið á réttri braut.“ VinstPi stjórn er ekki áhættunnar virði! Á undanförnum árum hef- ur náðst einstæður árang- ur á sviði efnahagsmála á íslandi. Kaupmáttur hefur aukist meira hér á landi en nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okk- ur saman við og bjart er framund- an því við höfum búið í haginn fyrir nýtt framfaraskeið. Árangur- inn í atvinnulífinu hefur jafnframt gert okkur kleift að setja meira fé í heilbirgðismálin en nokkur önn- ur þjóð í OECD og við höfum stór- aukið framlög til menntamála. Brýn verkefni fram undan í kosningunum á morgim ræðst hvort Sjálfstæðisflokkurinn fær umboð til þess að halda áfram á sömu braut. Við bjóðum fram krafta okkar til þess að vinna að enn frekari framforum á íslandi því þótt vel hafi gengið undanfarið eru brýn verkefni fram undan. Við viljum bæta lífskjör með veruleg- um skattalækkunum sem munu færa öllum íslendingum kær- komna búbót. Þó skiptir mestu að við leggjum þunga áherslu á að viðhalda stöð- ugleikanum sem er forsenda fyrir því að atvinnulífið haldi áfram að blómstra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt á undanfornum árum að honum er treystandi til þess að viðhalda stöðugleika og skapa at- vinnulífinu hagstætt umhverfi. Velferð á varanlegum grunni Sjálfstæðisflokkurinn leggur jafnframt sérstaka áherslu á að halda áfram að styrkja stoðir vel- ferðarkerfisins, bæta heilbrigðis- þjónustuna og auka stuðning við þá sem höllum fæti standa í okkar þjóðfélagi. En þetta er okkur ekki kleift að gera nema efnahagsmálin séu í lagi. Það er sama hversu góð- viljaðir stjórnmálamennimir eru, ef hagstjórnin fer úr böndunum verða engin skilyrði tO þess að auka og efla velferðarþjónustuna. Hver er reynslan? í spilunum virðist, því miður, möguleiki á vinstri stjóm Samfylk- ingar, Vinstri grænna og Frjáls- lyndra. Áður en kjósendur gefa slíkri stjóm umboð til landsstjóm- arinnar er ástæða til þess að gefa gaum þeirri reynslu sem er af vinstri stjórnum. Engar vinstri stjórnir hafa lækkað skatta. Engin vinstri stjóm hefur setið heilt kjör- tímabil. Þær missa jafnan tökin á efnahagsmálunum, enda hefur verð- bólga að meðaltali verið 10% hærri hjá vinstri stjómum en stjórnum sem Sjálfstæðisflokkurin hefur átt aðild að. Þær þenja út ríkisútgjöld- in, meðan hægri stjórnir hafa að meðaltali aukið ríkisútgjöldin um rúm 3% hafa vinstri stjórnir aukið þau um 11% að meðaltali. Þetta er reynslan og við höfum enga ástæðu til þess að ætla að ís- lenskum vinstri mönnum hafi farið fram. í þessum kosningum boða vinstri flokkarnir stefnu í sjávarút- vegsmálum, svokallaða fyrningar- leið, sem setja mun þessa undir- stöðu atvinnugrein þjóðarinnar í uppnám. Sjávarútvegsfyrirtæki um land allt munu riða til falls. íslendingar hafa á liðnum árum búið við hagsæld og framfarir. Það getur ekki verið þess virði að tefla í tvísýnu þeim góða árangri sem náðst hefur og þeim tækifærum sem blasa við ef áfram er haldið á réttri braut. Vinstri stjóm er sann- arlega ekki áhættunnar virði Ummæli í lýðtogi „Það verður örugg- lega mjög gott fyrir Samfylkinguna að fá Sollu fyrir formann en kannski spuming hvort það verður jafn gott fyrir ísland. Hún er vinsæl og mun færa flokknum fylgi en gallinn við hana er sá að hún þorir ekki að vera óvinsæl. Og það hlýtur að vera löstur á stjóm- málamanni. [...] Þegar allt kemur til alls er víst ekki svo gott að stjórna samkvæmt skoöanakönnun- um. Eða eiga leiðtogar að vera í ei- lífu lýðtogi?" Hallgrímur Helgason i timaritsgrein í fyrrasumar. Byltingin 11. maí „Ég heiti á landsmenn að sam- einast um að koma þessari ríkis- stjórn frá völdum og setja stjómar- andstöðuna í stjórnarráðið og mér er næstum því sama hvort við ger- um það með því að kjósa S, U eða F. Það sem er mikilvægast er að hreinsa út rusliö og ég hef fulla trú á ríkisstjórn þar sem Steingrímur J. verður utanríkisráðherra (ísland úr Nató, herinn burt) og Guðjón A. Kristjánsson sjávarútvegsráherra (nema hvað?!) undir öruggu forsæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hvort sem hún nær þingsæti eða ekki. Tíunda maí kjósum við og þann ellefta hefst byltingin!" Pétur Maack Þorsteinsson á Sell- unni.is. Feilnóta Jónasar „[Ingibjörg Sólrún] hefði getað farið í prófkjör og tekið fyrsta sæti listans með glans og hún gat tekið neðsta sætið sem áhrifalausan virðingarsess. Fimmta sætið er bara feilnóta, ekki einu sinni bar- áttusæti. Skýringar hennar hafa ekki verið sannfærandi. Meginá- hrifin eru þau, að Reykjavíkurlist- inn verður ekki samur aftur.“ Jónas Kristjánsson á vef sínum 19. desember síöastliðinn. Sundrungartákn Jónasar „Tröllatrú Reyk- vlkinga á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóra stafar meðal annars af, að hún hefur ver- ið eins konar anda- mamma með alla vinstri tmgana undir vængnum. Vinsældir hennar stafa ekki frá henni einni og sér í heiminum, heldur af ýmsum þáttum, þar sem pólitíska móðurhlutverkið skiptir máli. Þegar hún er ekki lengur sam- einingartákn vinstri manna, heldur sundrungartákn þeirra, hverfur mikilvæg forsenda fyrir yfirburða- stöðu hennar í stjórnmálum." Jónas Kristjánsson á vef sínum 21. desember síöastliöinn. Draumur Jónasar „Það stjómarsamstarf sem lik- legast er til að finna jafnvægið á milli fólks og fjármagns er sam- starf þeirra tveggja flokka, sem el- stir eru, og ætlað var af guðfóður sínum að leiða hesta sína saman.“ Glúmur Baldvinsson í Morgunblaösgrein. Samuinnuhugsjón í sendiráöi „Megi þau Ingibjörg Sólrún og Halldór Ásgrímsson bera gæfu til að taka hönum saman að loknum kosningiun til þess að vonir okkar, sem deilum hugsjónum þeirra um þjóðfélag jafnréttis og samvinnu, megi rætast.“ Bryndís Schram í Morgunblaösgrein. Gistivinaþjóðin goöa „Bandaríkjamenn misstu ekki aðeins þúsundir sak- lausra borgara 11. september 2001. Þeir glötuðu jafn- framt yfirvegun sinni og dómgreind. Þeir greina ekki lengur á milli hættulegra hryðjuverkamanna og venju- legra íslenskra ferðamanna. “ Mörg okkar líta á Banda- ríkin sem vinaþjóö sem viö stöndum í þakkarskuld við. Viö nutum góös af Marshali-aðstoðinni og Bandaríkjamenn hafa dvai- iö hér áratugum saman undir formerkjum land- varna. Því kynni í fljótu bragði aö virðast eðlilegt að gerast sjálfkrafa stuðn- ings- og bandamenn þess- arar þjóðar á viðsjárverð- um tímum. Hörmungaratburðimir 11. sept- ember 2001 létu ekkert okkar ósnortið og juku enn á samkennd okkar með Bandaríkjamönnum. Lítið atvik opnaði augu mín fyrfr þeim óhugnanlegu breytingum sem orðið hafa þar vestra í kjölfar 11. september. Þetta atvik knúði mig til að endurmeta afstöðuna til þessarar þjóðar sem ég til skamms tíma leit á sem vinaþjóð sem kynni að meta gagnkvæma vin- áttu, traust og virðingu. Tveir valkostir í nýlegri heimsókn til Bandaríkj- anna var í för með mér íslensk kona sem hafði þrisvar sinnum áður ferðast til Bandaríkjanna, fyrst árið 1995, síðan 1998, þá 2000 og loks nú. Við lendingu í Minnea- polis var hún kölluð að vegabréfa- skoðunarhliðinu en þar biðu tveir eftirlitsmenn, í miklu uppnámi. Tilefnið? Jú, nýtt tölvukerfi haföi leitt í ljós að umrædd kona haföi í fyrstu ferð sinni til Bandaríkjanna árið 1995 dvalið þar tveimur dögum lengur en dvalarleyfi hennar mælti fyrir um. Enginn hafði nefnt þetta í heimsóknum liennar árin 1998 og 2000, en nú, 8 árum síðar, lá sumsé fyrfr hið meinta brot. Viðurlögin? Jú, í boði voru tveir valkostir. Sá fyrri: Að fljúga samstundis til íslands aftur með sömu vél, í 7 klst. og fá nýjan stimpil í vegabréfið. Síðari val- kostur: Fangelsi í Bandaríkjunum. Fyrstu viðbrögð voru grunur um síðbúið aprílgabb. Óskum um að fá að hafa samband við íslenska sendiráðið í Washington eða að leita aðstoðar lögmanns var alfar- ið hafnað. Vopnaðir lögreglumenn voru mættir á staðinn. Svigrúm til að velja á milli tveggja afarkosta var veitt að hámarki 3 mínútur. Stytt í fimm daga Útskýringum á hinni meintu yf- irsjón var vísað á bug. Embættis- mennirnir voru það æstir að ætla mætti að hér væri á ferð eftirlýst- ur hryðjuverkamaður. Ekki var gefinn kostur á að sækja farangur, afboða gistingu, leigubil né annað sem fyrir lá. Það sem til þessa hef- ur verið flokkað undir almenn borgaraleg réttindi virtist úr sög- unni. Konan var því næst leidd af ‘tveimur vopnuðum lögreglumönn- um inn í Flugleiðavélina og reyrð þar niður í sæti sitt eins og hvert annað sakfellt hrakmenni. Eftir langt og strangt næturflug til íslands lá leið hennar rakleiðis í bandaríska sendiráðið á íslandi til að fá nýjan stimpil. Þar voru svörin þau aö sökum anna kæmi ekki til greina að líta á þetta mál fyrr en eftir helgi. íslenska utan- ríkisráðuneytið beitti sér af alefli en það fékk engu breytt. Á um- ræddum mánudegi var stimpillinn loks veittur, það tók þrjár mínút- ur. Ferðin gat nú hafist að nýju. Tíu daga heimsókn til vinafólks hafði verið stytt í fimm daga. Tjón vegna nýrra farmiðakaupa af þess- um sökum nam á annað hundrað þúsund íslenskra króna! Með þess- um hætti kýs nú hin svokallaða vinaþjóð okkar að koma frám við óbreytta íslenska ferðamenn - allt í nafni 11. september. Viðvörun! Þessa sögu er nauðsynlegt að segja, þeim til viðvörunar sem e.t.v. heföu hug á að sækja þessa þjóð heim. Slíku fylgir sumsé áhætta og ekki skyldi reiða sig á að almenn mannréttindi séu í heiðri höfð. Bandaríkjamenn misstu ekki aðeins þúsundir sak- lausra borgara 11. september 2001. Þeir glötuðu jafnframt yfirvegun sinni og dómgreind. Þeir greina ekki lengur á milli hættulegra hryðjuverkamanna og venjulegra íslenskra ferðamanna. Þessi litla reynslusaga lýsir í hnotskurn ástandi sem er brjóst- umkennanlegt en um leið fyrirlit- legt. Við hverju mega aðrar þjóðir búast þegar vinaþjóð á borð við ís- lendinga mætir slíkum ósköpum? Meira að segja Bandaríkjamenn sjálfir þurfa nú senn að lúta lög- gjöf sem sviptir þá friðhelgi einka- lífsins: öll símtöl verða hleruð, all- ur tölvupóstur grandskoðaður. Allir eru hugsanlegir óvinir. Glapræði Hinn fullkomni dómgreindar- skortur birtist svo í sinni dapur- legustu mynd með stríðsbröltinu í írak. Hafi einhvern tíma verið hætta á hefndarverkum blindaðra ofsatrúar- og hryðjuverkamanna gagnvart Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra hefur sú hætta nú margfaldast við fólsku- verk og glapræði bandaríska ofsa- trúarmannsins George Bush á víg- vellinum í írak. Af þeim sökum hafa íslenskir ráðamenn ekki aðeins hlaupið herfilega á sig með atfylgi sínu við þann stríðsrekstur, heldur gert land okkar og þjóð að hugsanlegum skotspæni óútreiknanlegra hryðju- verkamanna sem einskis svífast og ekki gera boð á undan sér. Þó ekki væri nema af þessum sökum einum ber okkur að leysa núverandi ríkis- stjórn frá störfum, tafarlaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.