Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 Skoðun :ov Efling loggæslunnar en npýnt Iorgangsmál Arni Magnússon skipar2. sætí Framsóknarfíokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi noröur Kjallari Það er brýn þörf á aö ræöa málefni lögreglunnar í þessari kosningabaráttu því í þeim málaflokki bíða okkar vissulega brýn úr- lausnarefni. Við framsókn- armenn höfum skynjað þá þörf lengi og viljað beita okkur fyrir því að ráðist væri í verkefnið. í þeirri kosningabaráttu, sem nú er á lokasprettinum, höfum við frambjóðendur glöggt fundið að málefni lögreglunnar brenna á fólkinu í landinu, kjósendum, al- mennum borgurum. Fólk finnur í umhverfi sínu að það er staðreynd að lögreglan er ekki jafnsýnileg og það á að venjast og að skipulag lögreglunnar hefur ekki þróast i samræmi við þær breytingar sem orðið hafa í samfélagi okkar und- anfarna áratugi. 30% fækkun lögreglumanna Hvaða breytingar á ég við? Jú, til dæmis þær að á undanförnum áratug - á sama tíma og fólki hef- ur fjólgað, einkum hér á höfuð- borgarsvæðinu, á sama tíma og fjöldi veitingastaða hefur marg- faldast, á sama tíma og fjöldi bíla hefur stóraukist og umferðin orð- ið þyngri en nokkru sinni fyrr - hefur almennum einkennisklædd- um lögreglumönnum í landinu, þeim sem ganga vaktir og sinna grunnþjónustu lögreglunnar við samfélagið, fækkað um tæp 30%. Á þessu sama tímabili hefur yf- irmönnum og srjórnendum lög- reglunnar fjölgað mikið og emb- ætti ríkislögreglustjóra, sem upp- haflega átti að sinna samræmingu starfa allra lögregluembætta í landinu, hefur tekið til sín stóran hluta nýrra fjárveitinga til lög- gæslumála. Ekki skal gert lítið úr þörf þess að samræma starfshætti lögregluembættanna og einfalda stjórnskipulag löggæslunnar og gera það skilvirkara, það er vissu- lega hið brýnasta verkefni, en það er afar miður ef raunin er sú að það hafi orðið á kostnað almennr- ar löggæslu, þeirrar löggæslu sem á að annast öryggi almennra borg- ara í daglegu lífi, bregðast við mál- um strax og þau koma upp og hafa þau áhrif með sýnilegri nærveru sinni að draga úr líkum á lögbrot- um og röskun á allsherjarreglu. Póiitísk samstaða Ýmiss konar vandamál í mið- borg Reykjavíkur, sérstaklega þeg- ar mikill fjöldi unglinga safnast þar saman um helgar, hafa verið mjög til umræðu sl. missiri og ár. Þessi umræða hefur m.a. snúist um skort á almennri löggæslu vegna fækkunar óbreyttra lög- reglumanna og að fjárveitingar til löggæslumálefna hafi ekki fylgt launa- og verðlagsþróun og fjölgun verkefna lögreglunnar. Óánægja ýmissa aðila í þjóðfélaginu með fjárveitingar til löggæslunnar er þó engan veginn bundin við höfuð- borgina, og hafa sveitarfélög víða ályktað vegna ófullnægjandi lög- gæsiu og öryggisleysis íbúanna að þeirra mati. Þessar raddir eigum við stjórn- málamenn að hlusta á og taka al- varlega. Það var einmitt þess vegna sem pólitísk samstaða allra flokka annarra en Sjálfstæðis- flokksins náðist um þingsályktun- artillögu sem gerir ráð fyrir að gerð verði úttekt á skipulagi og framkvæmd löggæslu í landinu. Könnun á skipulagi löggæslu Hún felur í sér að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd sem skilgreini, meti og geri tillögur um skipulag og framkvæmd löggæslu í landinu og móti reglur um lágmarksþjónustu og lágmarksfjölda lögreglumanna í hverju umdæmi, með það að markmiði að ná fram hagræðingu, aukinni skilvirkni og samhæfingu innan lögreglunnar svo að tryggja megi aukna þjónustu við íbúana og öryggi þeirra. Þá fari nefndin einnig yfir menntunarmál lög- reglumanna og geri tillögur til úr- bóta ef þörf er á. Sérstaklega verði kannaðar breytingar á skipulagi lögreglu- mála með hliðsjón af kröfum um lágmarksþjónustu og lágmarks- fjölda lögreglumanna í hverju um- dæmi. Nefndin meti einnig hvort hægt sé að auka hagkvæmni með því að greina lögregluumdæmi frá sýslumannsembættum, jafnframt því sem lögregluumdæmi yrðu stækkuð og rannsóknardeildir styrktar eða stofnaðar við hvert embærti. Einnig kanni nefndin kosti i þess og galla að flytja tiltek- in verkefni lögreglu til sveitarfé- laga en þar eru menn fyrst og fremst með í huga hverfalöggæslu og grenndarlöggæslu. Einnig verði skoðað hvernig standa beri að þró- un og úrbótum í menntunarmál- um lögreglumanna, bæði hvað varðar grunnmenntun og fram- „Sá samdráttur sem orðið hefur í einkennisklædda lögregluliðinu bitnar þegar allt kemur til álls kannski þyngst á þeim lögreglumönnum, sem eftir eru og metnaður þeirra til að skila góðu starfi Inefur reynst ómetanlegur." haldsmenntun, auk þess sem nefndin kanni hvaða önnur atriði það séu sem orðið geti lögreglu í landinu til framdráttar. Landssamband lögreglumanna hefur fjallað um þessa tillögu og í röðum lögreglumanna er sátt um þau markmið sem í henni eru sett fram. Það er fagnaðarefni og um leið er ljóst að allgóð samstaða er um hvaða skref sé nauðsynlegt að stíga til þess að hægt sé að hefja nýja sókn í löggæslumálum. Gott starf Hitt má ekki gleymast að þrátt fyrir umræður um að lögreglan sé fáliðuð og óviðunandi aðbúnað lögreglunnar er lögreglan í land- inu að vinna gott starf við erfiðar aðstæður. Sá samdráttur sem orð- ið hefur í einkennisklædda lög- regluliðinu bitnar þegar allt kem- ur til alls kannski þyngst á þeim lögreglumönnum, sem eftir eru og metnaður þeirra til að skila góðu starfi hefur reynst ómetanlegur. Sá metnaður ásamt góðu samstarfi við stjórnvöld hefur borið ávöxt í fíkniefnalöggæslu, þar sem góður árangur hefur náðst undanfarið enda hefur ríkisstjórnin lagt á það áherslu að kröfu okkar framsókn- armanna að auka mjög framlög til fíkniefnalöggæslu og annarra fikniefnavarna. Einnig hefur lög- reglan brugðist af festu og fag- mennsku við nýjum tegundum af- brota sem farin eru að herja á samfélag okkar og vil ég í því sam- bandi nefna alþjóðlega fjársvika- starfsemi, vaxandi fjölda kynferð- isbrota og ofbeldisbrota og tölvu- glæpi. Umhverf ismalin og kjördagurinn Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaöur A liðnu kjörtímabili hafa staðið yfir mestu deilur íslandssögunnar um ráð- stöfun og meðferð lands. Minnisvarði ríkisstjórnar þeirra Davíðs og Halldórs verða stóriðjuframkvæmdirnar á Aust- urlandi sem til samans leiða af sér mestu náttúrufarslega- og samfélagslega röskun sem ís- lenskir valdsmenn hafa leitt yfir þjóðina. Minnisvarði Kárahnjúka- flokkanna Ákvörðunin er jafnframt storkun við lýðræði þar sem hún er tekin rétt fyrir kosningar og þjóðinni meinað að skera úr í allsherjaratkvæðagreiðslu. En stjórnarflokkarnir eru ekki einir ábyrgir því að stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn Samfylking- in greiddi atkvæði bæði með Kárahnjúkavirkjun og risaálveri á Reyðarfirði og fékkst ekki einu sinni til að styðja þjóðaratkvæði um málið á lokastigi sam- hliða alþingiskosningum. Vinstrihreyfingin grænt framboð var eini flokkur- inn sem heill og óskiptur beitti sér gegn þessum ákvörðunum á grundvelli markaðrar stefnu. Stóriðju- framkvæmdirnar, sem kosta hundruð milljarða, munu setja mark sitt á efna- hagslíf í landinu allt næsta kjörtímabil; kalla á niður- skurð og samdrátt á flestum öðrum sviðum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, og jafhframt leiða til almennra vaxtahækkana. stungið var í eina stofnun með hraði við lok kjörtíma- bils. Örlagatímar Átökin um landnýtingu á hálendi íslands hafa að undanförnu leyst úr læð- ingi krafta sem stjórnvöld hefðu betur tekið mark á. Andmælin gegn Kára- hnjúkavirkjun og lýðhreyf- ingin til verndar Þjórsár- verum á sér enga hlið- stæðu. Baráttan gegn tillits- leysi við náttúru landsins hefur náð inn í flesta kima samfélagsins og vekur von- ir um breytta tíma. Mál- Ráðherrann sem brást mÆ B staöur umhverfis- og nátt- Framganga Sivjar Frið- I I úruverndarsamtaka, sem af leifsdóttur sem ráðherra | PmÉÉÉ Ú nuverandi stjórnvöldum er umhverfismála er einstök I I stimplaður sem öfgar, hef- raunasaga. Umhverfismál í 1 flMH 3 ur fenSiö hljómgrunn og landinu hafa goldið þess í I I stuðning meðal almennings þrjú kjörtímabil, eða frá því I I sem aldrei fyrr. að loks var stofnað sérstakt Pi/ .v , 7 ¦,• 7^7 i s 77- * Forsenda raunverulegra ráðuneyti um máiasviðið „Stonðjuframkvœmdirnar, sem kosta hundruð milljarða, munu umskipta er hins vegar 1990, að vera í höndum setja mark SÍtt á efnahagslíf í landinu allt nœsta kjörtímabil, gjörbreytt stjórnarstefna og flokka sem sáralítinn skiln- ing hafa á umhverfismálum og hafa því orðið hornreka. Forveri Sivjar á ráðherra-' stóli tók jafnframt að sér land- búnaðarráðuneytið og varð það honum fjötur um fót. Núverandi umhverfisráðherra samsamaði sig frá byrjun stór- iðjustefnu ríkisstjórnarinnar og lét þannig afvopna sig fyrir fram. kalla á niðurskurð og samdrátt á flestum öðrum sviðum, bœði málsvarar * stjómkerfinu hjá ríki og sveitarfélögum ... Úrskurðir hennar vegna mats á umhverfisáhrifum eru þessu marki brenndir og er þar skelfi- legastur úrskurðurinn vegna Kárahnjúkavirkjunar í árslok 2001. Bullið í ráðherranum þegar kemur að því að verja frammi- stöðu sína í Kyótóferlinu og „ís- lenska ákvæðið" sýnir betur en flest annað virðingarleysi fyrir þeim vanda sem að steðjar vegna loftslagsbreytinga. Flest annað er eftir þessu, svo sem fjársvelti í brýnum umhverfismálum sem með víðtækan skilning á umhverfisvernd. Slík um- skipti verða ekki borin fram af flokkunum sem studdu ákvörðunina um Kárahnjúka- virkjun. Fólk sem lætur sig varða náttúru- og umhverfisvernd og framtíð óbyggðanna mun áreið- anlega vanda val sitt þegar kem- ur í kjörklefann 10. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.