Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Qupperneq 25
F 25^ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 X>V Skoðun Fólk kann að meta þann stöðugleika sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Flestir viðurkenna að hagur þeirra og fjölskyldna þeirra hafi batnað og að þeir hafi meira til ráðstöfunar nú en fyrir nokkrum árum. Þetta höfum viö frambjóðend- ur fundið þegar við höfum mætt fólki í fyrirtækjum, verslanamið- stöðvum og kosningaskrifstofum á undanfornum vikum. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins leggja að fólki að breyta breytinganna vegna. Það eigi að kjósa aðra flokka einungis á þeim grundvelli en ekki af mál- efnalegum ástæðum. Hvenær hef- ur fótboltamanni sem skorar mörk fyrir lið sitt og er í finu formi verið skipt út af vegna þess hvað hann hefur verið lengi á vellinum? Er fagmanni skipt út þegar hann hefur náð góðum tök- um á starfi sínu, þegar hann hef- ur þroskast úr því að vera ný- græðingur í að vera sérfræðing- ur? Nei, þá fyrst sýnir hann hvað í honum býr. Fólk veit hvað það hefur þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar og þrjú einkunnarorð lýsa Sjálfstæðisflokknum vel: stefnu- festa, stöðugleiki og samábyrgð. Stefnufesta Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir stefhufestu. Hugsjónir flokksins byggjast á traustum grunni sem hefur dugað vel í 74 ára sögu hans. Þær byggj- ast á trú á einstaklinginn og frelsi hans til athafna, umburðarlyndi gagnvart mismunandi lífsviðhorf- um og lífsháttum, trú á lýðræði og jafnrétti og viðurkenningu á sam- ábyrgö samfélagsins gagnvart þeim sem vegna þroska, veikinda eða aðstæðna þurfa stuðnings við. Grunnhugmyndir flokksins stóðu af sér stjórnmálalegt umrót síðustu aldar meöan vinstri vængur stjórnmálanna skókst sundur og saman í hugmynda- fræðilegu stormviðri sem endaði með brotlendingu kommúnism- ans. Samfylkingin, samtíningur brota fyrrum vinstri flokka, stendur eftir sem áttavillt hug- myndafræðilegt flak sem breytir um stefnu eftir niðurstöðum skoðanakannana á hverjum tíma. Stöðugleiki Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir stöðugleika. Almenningur getur treyst því að efnahagsmálin eru í öruggum höndum þegar Sjálfstæðisflokkur- inn er við stjóm. Á síðustu árum hefur þeim verið stýrt af næmi og þekkingu. Almenningur hefur ekki farið varhluta af því. Ráðstöf- unartekjur fjölskyldunnar hafa aukist um þriðjung á síðustu átta árum, hagvöxtur hefur verið mik- ill, verðbólgan verið á lágum nót- um og skattar hafa verið lækkaðir. Saga vinstri stjórna á íslandi er á hinn bóginn saga vaxandi verö- bólgu, aukinna ríkisútgjalda og skattahækkana. Augljósasta dæmið er staða Reykjavíkurborg- „Á síðustu mánuðum hefur náðst mikilvœg niðurstaða um framtíðaráherslur í málefnum öryrkja og aldraðra með það að markmiði að bæta hag þeirra. Þar hefur árangursrik samvinna við hagsmunasamtök þessara hópa skipt sköpum. “ ar, en á síðustu árum hafa póli- tískir stjómendur hennar staðið fyrir hækkun á útsvari og álagn- ingu nýrra skatta, eins og hol- ræsagjalds, og safnað skuldum sem aldrei fyrr. Á sama tíma hef- ur núverandi ríkisstjóm mark- visst lækkað skatta og ríkissjóður greitt niður skuldir sínar. Olíku er saman að jafna. íslenskir fræðimenn hafa á undanfórnum árum fjallað um mismunandi efnahagsstjórnun vinstri og hægri stjórna, en hægri stjórn skilgreina þeir sem stjórn sem Sjáifstæðisflokkurinn á sæti í. Niðurstaða þessara fræðimanna er einróma: Hægri stjómir eru hæfari en vinstri stjómir í stjómun efnahagsmála. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, segir m.a. í bók sinni, „Úr digrum sjóði - fjárlagagerð á íslandi", sem gef- in var út 1999, „að hægri stjórnir séu aðhaldssamari í fjármálum ríkisins en aðrar og að vinstri stjómir eyði meiru.“ Þann stöðugleika sem íslend- ingar hafa upplifað á síðustu árum vflja íslendingar standa vörð um. Hver vifl taka áhættuna að breyta efnahagsstjórnuninni? Samábyrgö Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir samábyrgð. íslenskt velferðarkerfi stendur traustum fótum. Meira fjármagni er veitt til menntamála og heO- brigðismála en í flestum löndum sem við berum okkur saman við og menntunarstig kennara og heilbrigðisstarfsmanna er óvíða hærra. Ákveöinna skipulags- breytinga er þörf í heilbrigðis- þjónustu tO að nýta betur það fjármagn sem fer til málaflokks- ins og til að veita fólki þjónustu á réttum stað í kerfinu. Á síðustu mánuðum hefur náðst mikilvæg niöurstaða um framtíðaráherslur í málefnum ör- yrkja og aldraðra með það aö markmiði að bæta hag þeirra. Þar hefur árangursrík samvinna við hagsmunasamtök þessara hópa skipt sköpum. Einstæðir foreldrar, atvinnu- lausir og þeir sem ekki eru vinn- andi eru þeir hópar sem þurfa mestan stuðning samfélagsins. Hækkun barnabóta, hækkun líf- eyris, lækkun skatta og sköpun atvinnutækifæra eru árangurs- ríkustu leiðimar til að bæta hag þeirra. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til treysta hag þessa fólks. Leggjum okkur öU fram um að tryggja Sjálfstæðisflokknum góða kosningu á morgun! Framtíð okk- ar allra er aö veði! Taktu þátt í byltingunni - menktu við F „Ef betur er að gáð er þetta líka stór vandi Reykja- víkur og nágrennis. Það hlýtur að renna upp sá dagur að sveitarfélögin á höfuðborgarsvœðinu geti ekki tek- ið við fleira fólki. Nú þegar er orðið þröngt á þingi. íbúðaverð rýkur upp fyrír öll skynsemismörk, biðlist- ar eftir dagvistarplássum lengjast, fólk bíður svo lengi eftir tíma hjá heimilislœknum að það er orðið full- frískt þegar það loks kemst að. “ Steinunn Kristín Pétursdóttir skipar 3. sæti á lista Fijálslynda flokksins í Norö- vesturkjördæmi HBlPv Þaö er nú eiginlega aö bera í bakkafullan lækinn aö ætla að fara aö tala um krónur og aura þessa dagana. Yfir landann rign- ir, hellirignir, svona pró- sentum og hinsegin pró- sentum og líka ööruvísi prósentum, svo hinn al- menni kjósandi er orðinn gegndrepa og flýtir sér í skjól undan dembunni. Því hefur verið haldið fram að litli flokkurinn frjálslyndi - sem reyndar fer óðum stækkandi - sé eins máls flokkur og hafi ekki fast- mótaða stefhu varðandi nokkuð annað en fisk og slor. Þetta er al- gerlega íjarri sannleikanum því raunin er sú að stefna flokksins er mjög skýr varðandi langflest það er varðar líf fólks. Þróun byggðar og búsetu í landinu er tO að mynda mikið áhyggjuefni flokks- manna og -kvenna. Grípa þarf til aðgerða eigi síðar en nú þegar til að stöðva fólksflótta af lands- byggðinni á mölina. Málum er þannig háttað, ef svo heldur áfram sem horfir, að í veruleg óefni stefni í sveitarfélögum úti á landi. Útlit er fyrir að eftir nokkur ár verði eldra fólk í miklum meiri- hluta íbúa landsbyggðarinnar. Unga fólkið, sem sér um endumýj- un og viðhald stofnsins, flytur á brott; flýr, á þessa örfáu ferkíló- metra á stór-Reykjavíkur svæð- inu. Eftir sitja ömmur og afar í verðlausum fasteignunum, geta ekki nýtt sér þjónustuíbúðir fyrir aldraða þar sem enginn er til að kaupa þeirra fasteign; engin skyn- semi í því að flytja í þjónustuíbúð og eiga mannlaust húsnæði sem þarf að reka. Þeir sem hins vegar hafa möguleika á að nýta sér slík úrræði munu samt hugsanlega ekki eiga sjö dagana sæla þar sem erfitt gæti orðið að manna stöð- urnar á elliheimilunum því vinnuaflið verður að stórum hluta farið suður. Allra vandi Ekki er þetta þó eingöngu vandi landsbyggðarinnar. Ef betur er að gáð er þetta líka stór vandi Reykjavíkur og nágrennis. Það hlýtur að renna upp sá dagur að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu geti ekki tekið viö fleira fólki. Nú þegar er orðið þröng á þingi. íbúðaverð rýkur upp fyrir öll skynsemismörk, biðlistar eftir dagvistarplássum lengjast, fólk bíður svo lengi eftir tima hjá heimOislæknum, að það er orðið fullfrískt þegar það loks kemst að. Hvernig verður ástandið eftir nokkur ár ef ekkert verður að gert? Er þetta sú þróun sem við vOjum halda við? Nei, þetta er vítahringur sem íslenska þjóðin verður að komast út úr. Strax. Þennan straum, þennan flótta, þarf aö stöðva og snúa við. Grund- vaOarmannréttindi sérhvers ís- lendings eru að fá að búa á hverj- um þeim stað sem hann sjálfur kýs. Það er deginum ljósara að fjölmargir kjósa fremur að búa úti á landi, þar sem slík búseta hefur marga kosti. Hins vegar má ekki gleyma því að lítið vit er að búa þar sem engin er atvinnan; ekki verður maðurinn saddur af frið- sæld, lágu fasteignaverði, stuttri bið eftir tímum hjá lækni o.þ.h. einu saman. Fólk verður að hafa atvinnu, sér og sínum til lifsviður- v væris, tO að grundvöUur fyrir bú- setu þar sem hver og einn kýs sér, sé tO staðar. Réttur til atvinnu Réttur fólksins í hinum dreiföu byggðum landsins til atvinnu, og þar með lífsins, hefur verið af þeim tekinn fyrir tilstuðlan þeirra valdhafa sem undanfarin ár hafa setið óáreittir við háborðið. Ríkis- stjórn íslands hefur framið gróf mannréttindabrot á þegnum sín- um og slegið miskunnarlaust á hendur þeirra er risið hafa upp og mótmælt. Lýðræðið á undir högg aö sækja; einræði er það sem koma skal, ef þjóöin vaknar ekki \ upp og brýst fram til byltingar; krefst réttar síns aftur og frelsis - jafnréttis - bræðralags. Krefst þess að fá aftur atvinnuréttinn sem af þeim var hrifsaður og gef- inn fáum. Landsbyggðin á nú öflugan málsvara. Hópur fólks, knúinn áfram af hugsjón, er reiðubúinn að leggja aUt af mörkmn til að reisa við bæi og þorp landið um kring. Þetta er frjálslynt fólk sem skorast ekki undan ábyrgð og stendur og feUur með orðum sín- um. Einhuga munum við ganga ^ fram í sigri, brjóta niður vígi, bruna fram af hæðum voldugur her; því að vopnin sem vér berj- umst með eru ekki jarðnesk, held- ur máttug vopn Guðs tU að brjóta niður vígi; vopn sannleika, rétt- lætis og sannfæringar. Taktu þátt í byltingunni, . merktu við F á kjördag. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.