Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Side 26
26 _______________________________________________FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 Skoðun x>V Sigurður Heigason sviösstjóri umferöaröryggis- sviös Umferöarstofu Skoðun Árangur í umferðaröryggismálum „Gunnar Gunnarsson fullyröir aö engin áætlun um umferöaröryggismál í landinu í heild hafi ver- ið samþykkt. Það er al- rangt. Bæði var gerö áætlun sem var viö lýði til ársloka 2000 og önn- ur hefur verið gefin út og kynnt til ársins 2012.“ Tvær samhljóða greinar birust í dagblöðum sama daginn, sl. miðvikudag, eftir sama manninn, Gunnar Gunnarsson, deildar- verkfræðing á umferðardeild borgarverkfræðingsins í Reykja- vík, og eru þar stór orð látin falla um frammistöðu íslenskra stjóm- valda í umferðaröryggismálum. Er þar fullyrt að markmiðum sem sett hafa verið í fækkun al- varlegra umferðarslysa, þar á meðal banaslysa, hafi ekki verið náð. Það má endalaust leika sér með tölur og finna niðurstöðu sem mönnum hentar í málflutningi sínum. Það er hins vegar stað- reynd að séu banaslys á íslandi borin saman við til dæmis ríki OECD hefur ísland þegar ástand- ið var verst verið um miðjan hóp. I umferðinni. - „Umferðaröryggisáætlun stjómvalda er grundvöllur þess starfs sem margir aðilar, þar á meðal sveitarfélög, Vegagerðin, lögreglan, Umferðarráð og nú Umferðarstofa, hafa innt af hendi. “ Er þá miðað við látna á 100 þús- und íbúa. Flest ár á síðasta ára- tug var ísland í hópi þeirra ríkja þar sem fæstir létu lífið og þrisvar eða fjórum sinnum náð- um við að sýna betri árangur heldur en nokkur önnur þjóð. Umferðaröryggisáætlun stjóm- valda er grundvöllur þess starfs sem margir aðilar, þar á meðal sveitarfélög, Vegagerðin, lögregl- an, Umferðarráð og nú Umferðar- stofa hafa innt af hendi. Það hef- ur falið í sér samstillt vinnubrögð við lagfæringar svartbletta, aukna áherslu á umferðaröryggi við hönnun vega og annarra um- ferðarmannvirkja, eftirlit lög- reglu og áróður og fræðslu. Þar hafa mörg sveitarfélög tek- ið myndarlega til hendinni og má nefna uppbyggingu 30 km svæða víða um land. Það verður hins vegar aldrei deilt um að meira fé megi verja tfl þessara mála en nú er gert. Gunnar Gunnarsson fullyrðir að engin áætlun um umferðarör- yggismál í landinu í heild hafi verið samþykkt. Það er alrangt. Bæði var gerð áætlun sem var við lýði til ársloka 2000 og önnur hef- ur verið gefin út og kynnt til árs- ins 2012. Þessi áætlun gerir ekki ráð fyrir að ráðherrar í ríkis- stjóminni vinni verkin heldur all- ir þeir aðilar sem koma að þessum málum, eins og fyrr segir. Eitt af því sem fulltrúar Reykjavíkur hefðu þurft að velta fyrir sér á árinu 1995, þegar tekn- ar voru ákvarðanir um gerð mis- lægra gatnamóta á helstu slysagatnamótum í borginni, var hvar flest slys urðu. Ekki er enn búiö að taka ákvörðun um gatna- mót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar en áætlað er að heildarkostnaður vegna slysa og óhappa þar frá 1995 sé vel á ann- an milijarð króna. Á því tímabili hefðu slasast mun færri ef marka má hugmyndafræði tæknimanna á sviði vegamála heldur en raun ber vitni ef gatnamótin hefðu ver- ið gerð mislæg. En það dregur ekki úr gildi þess árangurs sem náðst hefur í Reykjavík og reyndar á flestum þéttbýlisstöðum á landinu. Kannski er það að einhverju leyti að þakka starfi þeirra sem lagt hafa línuna í umferðaröryggis- málum. Kannski þurfa menn að hætta að ræða umferðaröryggismál á flokkspólitískum nótum í raun eru allir sammála um markmiðin og enda þótt umræðan sé alltaf góð þá þarf hún undir öllum kringumstæðum að byggjast á sanngirni. Launavísltalan hvarf Skuldirnar óendanlegar. Hvar er öryggið? Bessý B. skrifar: Nýlega sáum við hjónin sjón- varpsauglýsingu þar sem ungt fólk var að auglýsa fyrir sjálf- stæðismenn. Það sagðist kjósa x-D stöðugleikans vegna og ör- yggis íbúðakaupa. Okkur setti hljóö. Það rifiaðist svo vel upp fyrir okkur þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð, þá ung með tvö börn og maðurinn nýkom- inn úr námi. Áður höfðum við leigt í 7 ár. Þetta unga fólk veit greinilega ekkert um hvað það er að tala. Þegar við festum kaup á okkar íbúð, og svo ánægð að vera komin „í skjól“, voru það einmitt núverandi stjórnarflokkar sem kipptu fót- unum undan okkur á þeim tíma, og það með einu penna- striki, með því að kippa launa- vísitölunni burt, árið 1983. Á sama tíma fór verðbólgan allt upp í 140% þannig að eignir okkar fuðruðu upp og eftir sátu skuldir sem enn sér ekki fyrir endann á. Ekkert var gert til aöstoðar þessu fólki. - Stöndum nú saman og kjósum ekki þetta yfir okkur eina ferðina enn. Við tryggjum ekki eftir á. Frelsið og óttinn Eyjólfur Ármannsson lögfræöingur og skipar 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík noröur n í kosningabaráttunni er mikill áróður fyrir því að verði breyting á núverandi kvótakerfi með afnámi forréttindakerfis í fisk- veiðum á íslandsmiðum muni sjávarútvegur á ís- landi hrynja með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Með þessu er verið að vekja ótta í brjósti fólks um að ef breytingar verða gerðar til að rétta þetta mesta óréttlæti íslandssögunnar þá stefni í hrun. Bæði sfiómarlið- ar og frammámenn kvótafyrir- tækja hafa verið óþreytandi við að koma þessum ótta að almenningi. í dag óttast almenningur í sjáv- arbyggðum ekki lengur kerfis- breytingu í sjávarútvegi heldur það að kvótaeigandinn selji kvót- ann úr byggðarlaginu. Fólkið í sjávarbyggðunum veit sem er aö það getur aðeins treyst á sjálft sig en ekki á kvótaeigandann og fólk- ið vill fá tækifæri og frelsi til þess. Fólk í sjávarbyggðunum vill fá tækifæri til að geta veitt sér lífs- björg og jafnan rétt á við aðra til að stunda fiskveiðar. Sagan kennir okkur að alltaf þegar barist hefur verið gegn for- réttindum hefur verið reynt að slá ótta i brjóst fólks um að ef forrétt- indin verði afnumin þá muni allt fara á versta veg. Þannig var það þegar mótmælendur risu upp gegn spilltri kaþólskri kirkju, þannig var það fyrir frönsku byltinguna, þegar borgararnir risu upp gegn forréttindum aðalsins, þannig var það þegar verkalýðurinn barðist fyrir réttindum sínum og þannig var það þegar barist var fyrir kosningarétti alþýðunnar og síðar kosningarétti kvenna. Og þannig er það í dag árið 2003 þegar barist er gegn því forrétt- inda- og úthlutunarkerfi sem fylg- ir sjávarútvegsstefnu ríkisstjórn- arflokkanna. Trúir því einhver í raun að allt muni fara hér á versta veg ef einstaklingsfrelsi, markaðslögmál og jöfn tækifæri fái að njóta sín í íslenskum sjáv- arútvegi með breyttu fiskveiði- stjórnunarkerfi? Munu íslenskir sjómenn skyndilega hætta að geta veitt fisk á einum gjöfulustu fiski- miðum í heimi? Mun þekking og mannauður íslensks sjávarútvegs hverfa? Svarið við þessu er auð- vitað nei. Sá hreyfanleiki sem fylgir ein- staklingsfrelsi og jöfnum tækifær- um í sjávarútvegi mun ávallt leiða tfl framþróunar, forréttindakerfi og úthlutimarhönd ríkisvalds til fárra útvaldra leiðir hins vegar til stöðnunar. Spurningin í þessum alþingiskosningum er sú hvort verði yfirsterkara, frelsið eða ótt- inn. Kjósið Frjálslynda flokkinn, flokk einstaklingsfrelsis og al- mannaheilla. Frelsi - jafnrétti - bræðralag. „I dag óttast almenningur í sjávarbyggðum ekki lengur kerfisbreytingu í sjávarútvegi heldur það að kvótaeig- andinn selji kvótann úr byggðarlaginu. “ Valdið hjá forseta Haukur Hauksson skrifar: Engar fastar reglur finnast hér um það hvernig staðið skuli að stjórnar- myndunarvið- ræðum. Þetta er stór agnúi hjá þjóð sem státar af elsta þingi heims. En hvað um það, hér er ekki nein regla sem um þetta gOdir, hvað þá hefð. Menn segja sem svo; ef ríkisstjórnarflokkar fá meirihluta í kosningum þá þarf ekki að ræða málið, þeir sitja áfram. Aðrir segja hins veg- ar; sá flokkur sem telst sigurveg- ari kosninga (og það þarf þá ekki endOega að vera sá stærsti), t.d. sá sem kemur nýr inn með nokkra þingmenn, honum ætti að bjóða umboðið fyrstum flokka. AUt er þetta rangt, því það er engin regla tfl. Valdið er einungis hjá forseta íslands og hann getur því beitt því eins og honum þókn- ast. Þetta er staðeyndin, hversu óþægileg sem einhverjum kann að finnast hún vera. Enu ekkí lUorðurlönd Vilhjálmur Sigurðsson skrifar: Ég var staddur í Kaupmanna- höfn fyrir mörgum árum og var þar sem oftar haldið þing Norður- landaráðs. Einn þingfulltrúi stakk upp á því að Eystrasalts- löndunum yrði boðin aðOd að Norðurlandaráði. Þá var Anker Jörgensen forsætisráðherra Dana. Hann brást reiður við og sagði að Eystrasaltslöndin væru ekki nor- ræn ríki og gætu aUs ekki orðið aðUar að Noiðurlandaráði. Hitt væri annað mál að Norðurlöndin vUdu öU styðja við bakið á þess- um ríkjum, sem þá voru undir járahæl Sovétríkjanna. Nýlega kom álíka tiUaga fram á Norður- landaráðsþingi en vonandi aldrei aftur. Magnús Sigurðsson skrifar: Það er mikið kraðak af grein- um í blöðum þessa dagana. Mest pólitísk innskot fram- bjóðendanna og annarra áhan- genda stjórn- málaflokkanna. IUlæsUegt mest og langt frá því að vera áhuga- vert. Ein og ein grein er þó þess virði að hún sé lesin og á það við um höfunda vítt og breitt á póli- tíska sviðinu svo og fræðigreinar um ýmis efni, ekki síst þjóðmál. Ég er einn þeirra sem er alæta á svona efni. Greinar eftir Friðrik Daníelsson efnaverkfræðing í DV hafa oft vakið athygli mína. Og sú grein sem mér hefur þótt standa upp úr að efni tU síðustu daga er grein hans í DV 5. maí sl.: „Bíða okkar örlög Svía?“, en úr henni var birtur kafli í Stak- steinum Mbl. í gær (fimmtud.). Þar segir m.a. að afsiðun og at- vinniOeysi, skattahækkanir og takmarkalaus eyðsla almannafiár megi telja orsök þeirrar svartsýni og stöðnunar sem haldið hefur innreið sína í það fyrrum gósen- land sem Svíþjóð var á fyrri ára- tugum. - Þetta á raunar við fleiri Evrópuríki þessa stundina. Þýskaland þar á meðal. Og hvað með ísland, faUi það í sömu gryfiu eftir næstu kosningar? DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24,105 ReyHiavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Friörik Daníelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.