Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 35
' FÖSTUDAGUR 9. MAI 2003 35 :ov Tilvera ; Amma rautaði með þegar ég var að æfa mig - segir Snorri Wium, einn flytjenda íslenskra sönglaga í Salnum Hin góðkunnu lög Sprett- ur, Friður á jörðu og Kirkju- hvoll verða meðal þeirra sónglaga sem hljóma í Saln- um á sunnudagskvöldið þann 11. maí. Flyrjendur eru Snorri Wium, tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson, barít- on, og Jónas Ingimundarson. Lögin á efnisskránni, sem eru eftir Árna Thorsteinsson og Sveinbjörn Sveinbjörns- son, eru þó ekki öll jafhþekkt og þau sem talin eru upp hér á undan. Sum þeirra höfðu flytjendurnir aldrei heyrt fyrr en þeir fóru að spreyta sig á þeim núna, eftir því sem Snorri Wium upplýsir. „Ég hafði til dæmis aldrei heyrt lagið Miranda eftir Sveinbjörn en var að söngla það um síöustu helgi í návist ömmu minnar, Árnýjar Snæ- björnsdóttur, sem er 88 ára. Þá fór hún að raula með því hún hafði lært Miröndu í ungdæmi sínu norður í Bárð- ardal og kunni bæði lag og texta. Þannig þekkir eldri kynslóðin eflaust eitthvað af þeim lögum sem okkur voru framandi í fyrstu," segir hann. Snorri segir Sveinbjörn hafa samið flest lögin við enska texta en hér verði þau öll sungin á íslensku við Ijóð eftir Þorstein Gíslason, Steingrím Thorsteinsson, Hannes Hafstein og Pál Bergþórs- son. Málarabaktería með móðurmjólkinni Snorri Wium er ekki bara söngv- ari heldur líka málari. Hann rekur Bíógagnrýni A æfingu Snorrí og Ólafur Kjartan stilla saman raddirnar í íslensku lögunum og Jónas fer fimum fíngrum um píanóið. eigið málarafyrirtæki sem heitir ís- mál og er með átta manns í vinnu. Kveðst hann hafa fengið málara- bakteríuna með móðurmjólkinni því hann sé af málaraætt - segir það þó geta verið hálfönugt að sinna báðum þessum greinum og kveðst tvímælalaust taka sönginn fram yfir málaraiðnina þegar hann er spurð- ur hvor sé skemmtilegri. „En þegar ég kom frá Þýskalandi 1996, eftir fjögurra ára vinnu þar við óperu- hús, var ég ekki alveg tilbúinn í harkið hér heima og fór þá út í verk- takabransann. Það var líka búið að vera svo mikið aö gera úti að söng- gleðin hafði eiginlega beðið hnekki. Það var þó bara tímabundið. Núorð- ið hef ég mikla ánægju af þeim verk- efhum sem ég fæ á sviði sönglistar- innar en fyrir mann með stóra fjöl- skyldu eins og mig getur verið erfítt að lifa af þeim," segir hann. í framhaldi af því fær hann að sjálfsögðu spurningu um sína einkahagi og upplýsir að eiginkonan heiti Unnur Þórarinsdóttir og börnin séu fjögur talsins, á aldrinum eins til fjórtán ára. Á afmæli bæjarins okkar Snorri hóf söngferil sinn með Pólýfónkórnum, Mótettukór HaUgrímskirkju og Kór íslensku óperunnar. Hann stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk diplom-prófí frá Konservatorium í Vínarborg árið 1992. Aðalkennarar hans þar voru Svanhvít Eg- ilsdóttir og Carol Blencho- Mayo. Svo komu Þýska- landsárin þar sem hann var m.a. fastráðinn við óperuna í Coburg. í íslensku óper- unni söng hann í Töfraflaut- unni haustið 2001, í Leður- blökunni vorið 1999 og Macbeth nú í vor og í fyrra fór hann með hlutverk stýri- mannsins í Hollendingnum fljúgandi á Listahátíð í Reykjavík. Spurður um aðdraganda tónleikanna í Salnum á sunnudags- kvöld segir Snorri að Jónas Ingi- mundarson eigi upptökin að þeim. „Við Jónas höfum oft starfað saman áður og ég hef líka sungið með Ólafi Kjartani í óperunni þannig að við þekkjumst allir ágætlega," segir hann. „Svo erum við allir Kópavogs- búar og tónleikarnir eru á afmæli bæjarins okkar. -Gun. DV-MYND ÞOK FilmUndur/Háskóiabíó - Samsara ififif Styrkur hugans og veikleiki holdsins Hin óendanlega hringferð manns- sálarinnar af einu tilverustigi á ann- að nefhist Samsara i brahmatrú. í Tíbet eru ungu Lama munkarnir ávallt í leit að æðra tilverustigi og þeir nota hugleiðslu til að komast á slík tilverustig. Aðalpersónan í Samsara átti að verða munkur á æðra tilverustigi en hugur hans og langanir leituðu annað. í upphafi Samsara er verið að ná í ungan munk, Tashi (Shawn Ku), sem hefur verið í rúm þrjú ár í ein- angrun í fimmtán hundruð metra hæð í fjöllum Himalaja. Hann er að mati reglunar kominn á æðra til- verustig. Að vekja haim úr hug- leiðslunni er eins og að vekja mann frá dauöum. Smátt og smátt vaknar Tashi til lífsins og er borin mikil virðing fyrir honum af yngri munk- um, það er að segja þar til hann fer að fá draumfarir. Á þremur árum hefur hann breyst úr unglingi í karl- mann og hefur sínar kynferislegar langanir. Þetta þykir leiðbeinanda hans Abo (Sherab Sangey) ekki góð- ar fréttir og sendir hann til munks sem á að venja hann af draumfórun- um. Að sjálfsögðu duga þær aðferð- ir ekki. Þegar svo Tashi lítur augum hina fógru Pema (Christy Chung) er ekki aftur snúið og hann afklæðist munkakuflinum, klæðist alþýðufót- um og leitar Pema uppi sem endurg- eldur tilfmningar hans og fyrr en varir eru Tashi og Pema orðin hjón og eiga von á barni. Þarna gæti falleg ástarsaga endað, en svo er nú ekki. Þetta er aðeins byrjunin (að vísu nokkuö löng og ró- leg byrjun) á dramatískri sögu þar sem tekist er á af miklum tilfmn- ingahita um mál og málefni sem voru Tashi framandi. Hann er fljót- ur að aðlaga sig breyttu lífi og vegn- ar vel. Það eru samt mörg ljón á veg- Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. að mestu leikstjórn hans að þakka. Lokaatríði myndarinnar þegar Pema segir Tashi dæmisögu er ein- staklega áhrifamikið og vel gert. Ekki má gleyma þátt kvikmynda- tökumannsins, Rali Ralchev, sem nær að fanga háfjallalandslagið með öllum sínum skuggum og birtum af mikilli list og með hans hjálp hefur Pan Nalin gert gott drama þar sem vegin eru og metin gildi mannlegs lífs. Loikstjóri: Pan Nalin. Handrit: Pan Nalin og Tim Baker. Kvikmyndataka: Rali Ralchev. Tðnlist: Cyril Morin. A&alleikar- ar: Shawn Ku, Chrysty Chung, Neelesha Bavora og Kelsang Tashi. Ron Thompson Clossic-vöðlur Mest keyptu vöðlvrnar. ^ Verð aðeins 9.995. Ron Thompson Outbock vöðlujokki Vatnsheldur með öndun. v Verð aðeins 9.995. Vöðlur og jakki saman. Aðeinskr. 17.995. VEIDIHORNl Hafnarstræti S - 551 6760 Síðumúla 8 - 568 8410 Nanoq Kringlunnl - 575 5122 ^ !* Smáauglýsingar sa 550 5000 Hlúo a& sær&um eiginmanni Christy Chung og Shawn Ku í hlut- verkum sínum inum. Pema átti vonbiðil, Jamayang (Kelsang Tashi) sem á erfitt með að kyngja því að munkur hafi afklæðst kufli og tekið stúlkuna sem hann hafði eignað sér. Þá kemst Tashi að því að holdið er veikt þegar á vegi hans verður hin íturvaxna Sujata (Neelesha Bavora). Samsara er í upphafi hefðbundin. Það er ekkert sem ýtir beint við áhorfandanum í hægri atburðarás, aðeins verið að segja okkur lífssögu ungs manns sem á í sálarkreppu og er í hugareinvígi við sjálfan sig um hvað er rétt og hvað er rangt. Þegar Tashi er svo kominn innan um al- þýðuna fer myndin að gerast áreirn- ari sérstaklega í erótískum atriðum og verður öll mun sterkara drama. Sú bliða sem í upphafi var er horfin og nútímalegri vandamál tekin við af fornum munkasiðum. Leikstjórn Pan Nalin er sterk og hnitmiðuð. Hann er að mestu með óreynda leikara sem skila hlutverk- um sínum af mikilli prýði og er það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.