Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Síða 37
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 37 Tveír KR-ingar lánaðir KR-ingamir Arnljótur Ástvaldsson og Henning Jónasson, sem báðir eru tvítugir að aldri, hafa verið lánaðir út keppnistímabilið. Amljótur, sem hefur leikið mjög vel með KR-ingum á undir- búningstímabilinu, gengur í raðir fyrstudeildarliðs Þórs. Henning fer hins vegar til fyrstudeilarliðs Aftureld- ingar. Þá hefur Grétar Sigurðsson, 21 árs leikmaður sem einnig kemur úr röðum KR-inga, gert samning við fyrstudeild- arlið Víkings. -vig Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham ætlar ekki að endumýja samninginn við Teddy Sheringham sem rennur út í sumar. Sheringham, sem orðinn er 37 ára, er þegar farinn að líta í kringum sig og er orðaður við Portsmouth sem leikur i úrvalsdeild- inni á næstu leiktíð. Sheringham varð fyrir vonbrigðum með að Tottenham skyldi ekki bjóða honum nýjan samning. Stjórnarformaóur Leeds United, John McKenzie, segir að Peter Reid verði ekki einn um hituna þegar fé- lagið ákveður eftir tímabilið hver verði næsti knattspymustjóri liðs- ins. Reid var aðeins ráðinn tíma- bundið og nú þykir ekki ólíklegt að David O’Leary sé kominn inn í myndina að nýju en McKenzie er sagður jákvæður fyrir því að O’Le- ary komi á nýjan leik að stjóm liðs- ins. Quinton Fortune skrifaði í gær und- ir nýjan þriggja ára samning við Manchester United. Suður-afríski landsliðsmaðurinn hefur aðeins leik- ið 15 leiki með liðinu á þessu tíma- bili en hann meiddist í desember sl. Hann er að nýju kominn inn í liðið og verður samningsbundinn því til vorsins 2006. Hann lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn við undir- ritun á Old Trafford i gær. Samningaviðrœöur Liverpool við Steve Finnan hjá Fulham eru á lokastigi. Talið er að leikmaðurinn skrifi undir samning eftir helgina og Liverpool greiði fjórar milljónir punda fyrir þennan sterka hægri bakvörö. í gær kom einnig fram að Damien Duff væri líklega á leiðinni til Liverpool frá Blackbum. -JKS Urslit leikja í NBA í nótt Tveir leikir voru háöir í átta liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt. Detroit-Philadelphia....104-97 Atkins 23, Hamilton 23 (6 stoðs.), Prince 20 (9 frák.) - Iverson 31 (7 stoðs.), Thomas 15 (19 frák.), Snow 14 Staóan er 2-0fyrir Detroit Dallas-Sacramento.....132-110 Van Exel 36 (6 stoös.), Nowitzki 24 (12 frák.), Finley 24 (7 frák.) - Webber 31 (6 frák.), Stojakovic 24 (7 frák.), Jackson 12 (8 frák.) Staðan í einvíginu er 1-1 Ragnar Hermannsson næsti Hálfari kvennaKös Hauka - samningar veröa undirritaðir á næstu dögum Stangaveiðifélag Akureynar stofnað skrifar Ragnar undir á næstu dögum. Ragnar er ekki ókunnugur i herbúðum Hauka en hann þjálfaði kvennaliðið um 18 mánaða skeið. Undir hans stjórn urðu Haukar íslands- og deildar- meistarar 2001. Ragnar mun því taka við af Gústafi Bjömssyni sem þjálfað hefur liðið sl. tvö keppnistímabil. „Það hefur ekki verið gengið frá neinu en segja má að samningar séu í höfn. Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá öllum að ekki hefur gefist tími til að skrifa undir. Það gerist eflaust á næstu dögum,“ sagði Ragnar í samtali við DV í gær. Ragnar sagðist þekkja vel til félagsins og vita því nákvæmlega að hverju hann gengi. „Þarna eru góðir félagar sem hafa reynst mér vel. Það var erfitt að neita þeim þegar að þeir leituðu til mín um að taka við liðinu. Ég hafði engin óform uppi að koma að þjálfun aftur en það má segja að þetta sé ólæknandi baktería. Það verður gaman að vinna fyrir félagið á nýjan leik, umgjörðin er stórkostleg og hefðin mikil,“ sagði Ragnar Hermannsson. -JKS veiðimanna sem keppt gætu við fyrirtækin á veiðileyfamarkaðin- um. í 2. gr. laga félagsins segir að tilgangur þess sé: „Að vinna að samstöðu stang- veiðimanna með því að stuðla að samstarfí við og á milli veiðifé- laga á Eyjafjarðarsvæðinu og í nágrenni. Standa vörð um hagsmuni og rétt stangveiðimanna og leggja sitt af mörkum til þess að halda veiðisvæðum í nágrenninu fyrir veiðimenn á svæðinu. Úvega félagsmönnum veiðileyfi meö leigu á veiðisvæðum eða í samstarfi við önnur veiðifélög. Stuðla að góðri samvinnu við veiðiréttareigendur og standa fyr- ir umbótum á þeim veiðisvæðum er félagið hefur aðgang að. Að styrkja stöðu stangveiöi sem almennings- og fjölskyldu- íþróttar fyrir alla. Stuðla að auknu félagsstarfi meðal veiðimanna, fræðslu og bættri umgengni við náttúruna. Vinna að öflugu nýliða- og ung- lingastarfi fyrir byrjendur. Standa fyrir uppákomum, svo sem fræðslukvöldum, hnýtingar- kvöldum, kynningum, leiðsögu- ferðum, veiðisvæðakynningum og námskeiðum í kastkennslu og veiðileikni. Standa fyrir upplýsingamiðlun til veiðimanna með rafrænu fréttabréfi um málefni er snúa að stangveiöi." -G.Bender Ragnar Hermannsson verður næsti þjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið undirritaðir en heiðursmanna- samkomulag hefur verið gert og Ragnar Hermannson tolleraður af Haukastúlkum þegar liðið varð Islandsmeistari undir stjórn hans fyrir tveimur árum. Stangaveiðifélag Akureyrar (SVFA) var stofnað síðastliðinn laugardag og mættu rétt innan við 100 manns á stofnfundinn sem haldinn var á Hótel KEA. Nú þegar hafa um 130 manns skráð sig sem stofnfélagar. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Ragnar Hólm Ragnarsson en aðr- ir í stjórn eru Björgvin Harri Bjarnason, Ingvar Karl Þorsteins- son, Jón Bragi Gunnarsson, Kristján Hjálmarsson og María Ingadóttir. Heiðursgestir á fundinum voru Kolbeinn Grímsson frá fluguveiðifélaginu Ármönnum í Reykjavik og Bjarni Ómar Ragn- arsson og Marinó Marinósson úr stjórn Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Formaður SVFR, Bjami Ómar, ávarpaði fundinn og fagn- aði framtakinu. Kom meðal ann- ars fram í máli hans að landslag í íslenskri veiðileyfasölu hefði breyst mjög á síðustu árum og full þörf væri á sterkum félögum Kolbeinn Grímsson, Gylfi Kristjánsson og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru meðal fundarmanna. »| W’ & jS _ Svo viróist sem Liverpool ætli sér stóra hluti á leikmannamark- aðnum en Gerard Houllier er mjög hrifinn af Joe Cole hjá West Ham. Ef West Ham fellur um helgina er Houllier sagður ætla að fara af fullum þunga í Cole. Knattspyrnusamböndin á Norð- urlöndunum funduðu i gær i Reykjavík. Fjallaö var um reglur FIFA sem lúta að samningum og félagaskiptum. Þessum reglum var mikið breytt 1. september 2001 með útgáfu nýrrar reglu- gerðar sem leiddi til mikilla breytinga á samnings- og félaga- skiptaumhvcrfi leikmanna. Allt bendir til að Arsenal verði án Patricks Viera í bikarúrslita- leiknum gegn Southampton á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardaginn kemur. Arsene Wenger, knattspymustjóri liðs- ins, sagði frá þessu í gær. Auk Viera eru þeir Lauren og Fredrick Ijungberg tæpir og verða nánast örugglega ekki með i leiknum. Aösóknin að leikjum í efstu deild ensku knattspyrnunnar hefur ekki verið meiri i 30 ár. Yfir 13 milljónir áhorfenda hafa sótt leikina í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það sama er einnig að segja um aðrar deildir en áhorf- endur í deildunum fjórum eru þegar orðnir yfir 28 milljónir. 14.588 hafa mætt á leiki íslendingaliðsins Stoke City. -JKS - 130 hafa skráö sig sem stofnfélaga og Ragnar Hólm Ragnarsson er formaður'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.