Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 39 Sport fór fram í gær: í Austurbergi Viggó Sigurðssyni. ■ Vignir Svavarsson, Aliaksandr Shamkuts, Þorkell Magnússon og Andri Stefan komust ágætlega frá þessum leik. Robertas Pauzuolis skoraði þrjú góð mörk og það er varla að sökum að spyrja þegar tekst að stilla upp fyrir hann - hans naut hins vegar ekki við nema i rétt tæpar fjörutíu mínút- ur og það munar um minna. Þeir Aron Kristjánsson og Halldór Ing- ólfsson náðu sér hins vegar ekki á strik og það setti stórt strik í reikninginn fyrir Haukana - þeir geta þó huggað sig við það að þrátt fyrir að vera töluvert frá sínu besta voru þeir nálægt sigri. Mikil harka Eins og áður sagði var leikur- inn mjög harður og dómaramir höfðu i nógu að snúast - komust þó ágætlega frá þessu þótt eilítið hafi hallað á Haukana, og þá sérstak- lega í brottvísununum. Hins vegar er það allt annað en auðvelt að dæma leik sem þennan - mikið í húfi og allt að verða vitlaust og reglurnar loðnar og gráar sem fyrr. -SMS Æfluöum ekki að vera með tvö töp á bakinu - sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, eftir leikinn gegn Haukum í gærkvöld „Þetta var erfiður sigur og sigur heildarinnar. Við þurftum að hafa fyrir þessu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við fórum illa með mörg góð færi og brenndum af allt of mörgum vítaköstum. Það er samt jákvætt að hafa klárað leikinn, en þetta er eitthvað sem við þurfum að laga", sagði Júl- íus Jónasson, þjálfari og leik- maður ÍR-inga, að leik loknum. „Það var margt sem fór miður í leik okkar á þriðjudaginn sem við náð- um að laga í dag - við ætluðum okkur ekki að fara aftur í Hafnar- fjörðinn með tvo tapleiki á bakinu og það hafðist. Hvað dómgæsluna varðar þá get ég ekki verið sam- mála Viggó og því miður hefur það verið lenska hjá honum að kvarta yfir dómgæslunni ef hann tapar. Það voru nokkur atvik í lokin sem falla okkur í óhag og það voru at- riði sem hefðu virkilega getað skipt sköpum í leiknum - en Viggó má halda áfram að kvarta yfir dóm- urum ef hann tapar," sagði Júlíus. SpOandi þjálfarinn var að von- um ánægður með stuðninginn sem lið hans fékk í leiknum. „Við höfðum þetta af í lokin og það hefur gerst oft í þessari úr- slitakeppni, en það er kannski meira spennandi fyrir vikið hjá þeim sem koma á leikinn. Það er gríðarlegur stuðningur sem við höfðum fengið og allt það fólk á virkilega mikið í þessu,“ sagði Júl- íus að lokum. Sigurinn er aöalatriöið Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-inga, var að vonum ánægður að leik loknum, en hann tryggði liði sinu sigur- inn með marki úr vitakasti þeg- ar tæp hálf mín- úta var eftir af leiknum. Hann skoraði tvívegis úr vítaköstum og var sá eini úr ÍR-liðinu sem náði að koma boltanum fram hjá Bjarna Frostasyni, markverði Hauka. "Við höfðum verið að æfa víta- köstin á æfingum og ég get sagt að ég hef ekki verið sá besti en það var virkilega ánægjulegt að skora þessi mörk. Stemningin var grið- arleg og það hefði ekki skipt mig máli hvort ég hefði skorað þetta Bjarni Fritzson mark eða einhver annar - sigur- inn er það sem skiptir máli. Nú verðum við að snúa okkur að næsta leik og eins og í kvöld verð- um við að stoppa skytturnar hjá þeim og spila góða vörn og klára þá svo í sókninni," sagði Bjami að lokum. -ÞAÞ / - . Aron Kristjánsson átti ekki góöan leik með Haukum í gærkvöld og var í strangri gæslu ÍR-inga allan leiktímann Haukar voru svekktir í leikslok: Þvifkup dónaskapur - segir Viggó Sigurösson þjálfari Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var ekki að spara þeim Hlyni Leifs- syni og Antoni Gylfa Pálssyni kveðjumar að leik loknum: "Ég er alls ekki sátt- urvið dómgæsl- una í leiknum og segja má að þetta hafi verið þvílíkur dóna- skapur. Við vorum eltir uppi og réðum alls Viggó Sigurðsson ekki við það þar sem við vorum að missa menn út af í tíma og ótíma og fengum á okkur endalaus víti,“ sagði Viggó. „Það var greinilegt að það gilda allt aðrar reglur í vöminni hjá ÍR, samræmið var ekkert og þetta var ekkert annað en hlutdrægni. Anton er sá sem er hlutdrægur og segja má að þeir hafi gefið þeim leikinn," sagði Viggó Sigurðsson að lokum. Endaöi ÍR-megin núna "Þetta var hörkuleikur og spenn- andi allan tímann en við spiluðum ekki vel og þeir fengu að komast upp með alltof margt - spiluðu gróf- an bolta og því fór sem fór. Þetta gat samt farið á hvorn veginn sem var í lokin og þaö endaði þeirra megin í þetta skiptið,“ sagði Halldór Ingólfsson, fyrir- liði Hauka, en hann átti ágæt- an leik meðan aðrir lykilmenn liðsins spiluðu undir getu. "Ég ætla ekki að skipta mér af dómgæslunni og við verðum að einbeita okkur að okkar leik - það er það sem við getum bætt. Við spil- um á liðsheildinni og það kemur maður í manns staö. Við komum tvíelfdir í næsta leik og munum sýna okkar rétta andlit - hvernig við getum barist og gert góða og skemmtilega hluti,“ sagði Halldór að lokum. -ÞAÞ Þriðji leikurinn fer fram á Asvöllum: Sunnudagurínn 11. maí 16:15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.