Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 4
Fréttir MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 DV Össur Skarphéöinsson myndi skoöa „rækilega“ samstarf meö Framsókn: Forsætisráðherrakort- ið ekki í okkar spilum „Mér finnst sjálfum með ólík- indum ef Halldór Ásgrímsson túlkar niðurstöðu kosninganna með þeim hætti að það sé sérstakt hlutverk hans að tryggja Sjálf- stæðisflokknum áframhaldandi vist í ríkisstjórn," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, í samtali við DV í gærkvöld. Hann segir einnig að „harður skellur" Sjálfstæðis- flokksins sé til marks um eindreg- in skilaboð frá kjósendum um að skipta eigi um ríkisstjórn. „Ég tel þess vegna að á þessari stundu sé ekki hægt að útiloka neitt og það er alveg ljóst að Samfylking- in er fús til að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni til þess að skapa öðruvísi ríkisstjórn,“ segir Össur. Spuröur hvort hann horfi þar til samstarfs Samfylkingar og Fram- sóknarflokks svarar hann: „Þær hugmyndir sem Framsóknarflokk- urinn hefrn- boðað á ýmsum sviðum eru ekki mjög fjarri því sem við höf- um boðaö og auðvitað er ekki hægt að horfa fram hjá því að þessir flokkar hafa meirihluta ef þeir legðu saman. Það er þess vegna möguleiki sem Samfylkingin hiýtur að skoða rækilega ef hann kemur upp.“ Guömundur Árni Stefánsson: Draumurinn hefur ræst Guðmundur Ámi Stefánsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi, sagði á kosn- ingahátíð í Hafnarfírði þegar lín- ur fóru að skýrast að sér litist ákaflega vel á stöðuna í kjördæm- inu, þau væru að vinna umtals- verðan sigur og væru nánast jafnoki Sjáifstæðisflokksins. „Landslag stjórnmála hefur breyst, það er kominn fram flokk- ur sem er með á fjórða tug pró- senta í atkvæðamagni og á svip- uðu róli og Sjálfstæðisflokkurinn. Draumurinn um að hér verði stór jafnaðarmannaflokkur, sem verð- ur burðarafl í stjóm landsmála, hefur ræst. Mér fmnst það ekki skipta meginmáli hvort ríkis- stjómin hangi, það eru ekki von- brigði, það hefði verið betra að hún félli tölulega en hún er kol- fallin siðferðislega. í öllum öðrum siömenntuðum löndum mundi þessi ríkisstjórn fara frá. Forsæt- isráðherra hefur lýst yfir ósigri sínum og rétt keflið áfram. Þessi úrslit eru ákall um breytingar á landstjórninni og Samfylkingin er tilbúin að axla ábyrgð á stjórn landsmála," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson. -GG Samfylkingarmenn gleöjast yfir fylgisaukningunni. Biölaö til Halldórs? „í þeirri stööu, sem komin er upp er Ijóst - ef maöur ætlar að vera raunsær - aö forsætisráöherrakortiö er ekki í okkar spilum eins og sakir standa, “ segir Össur Skarphéöinsson sem telur aö kjósendur vilji skipta um ríkisstjórn. En hvað sem því líður telur Össur aö Samfylkingin eigi litla möguleika á forsætisráðherraembættinu. „Við lögðum upp með forsætisráðherra- efni og stefndum að því að fella rík- isstjórnina. Nú horfum við hins veg- ar framan í annan veruleika og i þeirri stöðu sem komin er upp er ljóst - ef maður ætlar að vera raun- sær - að forsætisráðherrakortið er ekki í okkar spilum eins og sakir standa." Halldór Ásgrimsson upplýsti í um- ræðum í Sjónvarpinu í gærkvöld að þeir Össur hefðu ræðst við í síma í gær. „Liggur það ekki í augum uppi: Um stjómmál," segir Össur, spurður að því um hvað þeir hefðu rætt. Stærst í tveimur Össur sagði við kjósendur í Smáralind skömmu fyrir kosning- ar að markmið Samfylkingarinn- ar væri að verða stærsti flokkur- inn. „Við einsettum okkur það - og við urðum það í tveimur kjör- dæmum, þar á meðal í kjördæmi forsætisráðherrans. Þegar maður skoðar niðurstöðuna blasir við það sem mér finnst vera sögulegt, að við erum innan við 3 prósentu- stigum frá Sjálfstæðisflokknum. Við náum því sögulega marki að ná 30% fylgi, sem enginn nema Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð í rúm sjötíu ár; þetta eru mikil tíð- indi og gleðja mig ósegjanlega," segir Össur. Össur segir alveg ljóst að hann bjóöi sig fram til formennsku áfram á landsfundi Samfylkingar- innar síðar á þessu ári og til þess hafi hann meðal annars stuðning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. En hver er staða Ingibjargar Sól- rúnar í flokknum? „Hún er partur af tvíeyki sem er í blóma lífsins og ef guð lofar á íslenska þjóðin eftir að sjá mikið til þess á næstu árum. Hún er í forystusveit." -ÓTG DV-MYND E.ÖL. Ingibjörgu Sólrúnu fagnað á Broadway Mikil fagnaöarlæti brutust út þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, talsmaöur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni, kom í hóp stuöningsmanna á Broadway á kosninganótt. Vafaatkvæði í Reykjavík norður og suður: Sambærileg atkvæði ólíkt meðhöndluð Sambærileg vafaatkvæði voru meðhöndluð með ólíkum hætti í Reykjavíkurkjördæmunum tveim- ur við talningu í fyrrakvöld. Nokkuð bar á því að ekki væri merkt við listabókstaf framboðs- lista heldur nafn framboðsins eða listabókstafurinn einfaldlega rit- aður á auða bakhlið atkvæðaseð- ilsins, þ.e. þá hlið sem blasti við kjósendum áður en þeir opnuðu atkvæðaseðilinn. Þessi atkvæði voru ekki talin gild í Reykjavíkurkjördæmi norð- ur. Þórunn Guðmundsdóttir, for- maöur yfirkjörstjórnar í kjördæm- inu, segir að það hafi verið ákveð- ið með vísan til 84. greinar kosn- ingalaganna, þar sem segir að aðr- ar merkingar á kjörseðli en „x“ framan við listabókstaf eigi að varða ógildingu. Þórunn segir að þetta hafi áður komið upp við kosningar og þessi atkvæði þá ekki verið talin gild. Umboðs- menn flokkanna hafi ekki gert ágreining um þetta og ekki lagt fram kæru. „Þetta voru ekki mörg atkvæði, nokkrir tugir, og dreifð- ust á alla flokkana," segir Þórunn. í Reykjavíkurkjördæmi suður voru þessi atkvæði hins vegar úr- skurðuð gild. „Það var samstaða um það hjá okkur,“ segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjör- stjómar. „Það er vilji kjósandans sem ræður, viö eigum að taka til- lit til hans eins og hægt er með því að lesa út vilja kjósandans. Það voru allir sáttir viö þessa nið- urstöðu," segir Sveinn. Gísli Baldur Garðarsson, varafor- maður landskjörstjórnar, segist ekki geta tjáð sig um hvort eðlilegt sé að sambærileg atkvæði séu ekki með- höndluð með sama hætti alls staðar á landinu þar sem hugsanlega þurfi landskjörstjóm að fjalla um málið. Hins vegar hafi ekkert erindi borist um það, né raunar um önnur ágreiningsmál. -ÓTG Dagný og Jón fagna Dagný Jónsdóttir og Jón Kristjáns- son fögnuöu mikilli velgengni í Norö- austurkjördæmi. Dagný Jónsdóttir: Trúi þessu varla „Ég er varla farin að trúa þessu enn,“ sagði Dagný Jónsdóttir þar sem hún var stödd á kosningavöku framsóknarmanna í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í fyrrinótt. Dagný hrósaði góðu gengi í kosningunum, var örugg inni alveg frá fyrstu töl- um í Norðausturkjördæmi. Gríðarleg stemning var á kosn- ingavöku Framsóknar fyrir austan í fyrrinótt og mikill fögnður þegar töl- ur fóru að berast. Jón Kristjánsson og Dagný vora hyllt af sínu fólki og ekki laust við að fólki vöknaði um augu í látunum. Dagný þakkaði samstarfsmönnum og flokksfélögum góðan stuðning og sagði það forréttindi að hafa fengið að vinna með þeim Jóni og Valgerði, svo reynslumiklu fólki. „Ég vona sannarlega að ég standi undir væntingum og vil nota tæki- færið og koma þakklæti til kjósenda minna,“ sagði Dagný þegar úrslit lágu endanlega fyrir. -heb Páll Magnússon: Bræðravíg Páll Magnússon, sem skipaði 2. sætið á lista Framsóknar- flokksins í Suðvest- urkjördæmi, sagði á kosninganótt að fram undan væri spennandi tími þvi að framsóknarmenn hefðu skynjað að möguleiki væri á því að hann yrði kjörinn á þing sem uppbótarþingmaður. „Þegar búið var að telja 68% at- kvæða virtist ég vera inni sem jöfn- unarmaður og felldi þar með Árna bróður minn sem er í 2. sæti í Reykjavík norður. Þetta verður spennandi en vonandi stöndum við uppi með þingmann í fjölskyldunni!" sagði Páll Magnússon. Það var þó ekki fyrr en á tíunda timanum á sunnudagsmorgun, eftir að tölur bárast úr Suðurkjördæmi, að ljóst var að Ámi var þingmaður, hafði sigur á bróður sínum og einnig Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. -GG Birgir Ármannsson: Samstarf með Samfylkingu ekki fýsilegt Birgir Ármanns- son náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem þingmaður fyr- ir Reykjavíkurkjör- dæmi suður. „Ég átti von á því að Sjálfstæðisflokk- urinn stæði sterkar að vígi og kæmi betur út úr þessum kosningum en þessar tölm’ benda til. En það skiptir miklu máli að ríkis- stjómin heldur meirihlutanum. For- sendur era fyrir hendi um áfram- haldandi sfjómarsamstarf og ég tel að ríkisstjómarflokkamir ættu að skoða þann kost fyrst. Við eigum auðvitað kost á tveggja flokka stjóm með Samfylkingunni en sá kostur finnst mér ekki eins fýsilegur og fremur ólíklegt að sú staða muni koma upp. Eins og Samfylkingin hefur hagað sinni kosningabaráttu verður erfitt að mynda ríkisstjóm þessara tveggja flokka," sagði Birgir. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.