Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 12. MAl 2003 Mikil spenna einkenndi talningu atkvæöa í kosningunum á laugardag Spennuþrungin stund Þessi mynó var tekin þegar fyrstu tölur voru aö birtast uni tíuleytiö á laugaróagskvöld. Spennan leynir sér ekki en á myndinni biöa þau Magnús Þor Hafsteinsson. Davíö Ocldsson, Guömundur G. Þórarinsson. Halldór Ásgrímsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir tölunum. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt velli í al- þingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Framsóknarflokkur hélt nánast kjörfylginu frá kosning- unum 1999 en Sjálfstæðisflokkur tapaði töluverðu fylgi, sérstaklega í Reykjavíkurkjördæmi norður og Norðausturkjördæmi. Tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn 7 prósentustiga fylgi en tap Framsóknar nam 0,7 prósentustigum sem túlkað hefur verið sem vamarsigiu’. Samanlagt fylgi stjómarflokkanna var 51,4 pró- sent þegar upp var staðið. Fram- sókn hélt sínum 12 mönnum en Sjáffstæðisflokkur tapaði fjórum, fékk 22 menn kjöma. Samanlagt hafa stjómarflokkamir 34 þing- menn. Mikil spenna var fram eftir nóttu en síðustu tölur bárust ekki fyrr en um níuleytið í gærmorgun. Alla nóttina voru frambjóðendur að ná inn á þing og detta út aftur. Samfylkingin fagnaði nokkurri fylgisaukningu í þessum kosning- um, 4,2 prósentustigum, og bætti við sig þremur þingmönnum. Samfylk- ingin er annar stærsti stjómmála- flokkur landsins með 31 prósents fylgi. Samfylkingarfólki tókst þó ekki að ná tveimur helstu markmið- um sínum í kosningabaráttunni, að fella ríkisstjómina og koma Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur inn á þing. Miklum útstrikunum og breyt- ingum á röð frambjóðenda á lista Samfylkingarinnar var ætlað að færa Ingibjörgu Sólrún ofar á list- ann en allt kom fyrir ekki. Frjálslyndir tvöfólduðu þing- mannafjölda sinn frá síðustu kosn- ingum, fengu fjóra menn kjöma. Fylgi þeirra á landsvísu var 7,4 pró- sent, mest í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn kom að tveimur mönnum. Vinstrihreyfingin grænt framboð tapaði fylgi en 8,8 prósent kjósenda settu kross við listabókstafinn henn- ar. Töpuðu Vinstri grænir einum manni, fengu 5. Besta útkoma flokksins var í Norðausturkjör- dæmi. Nýtt afl og óháður listi Kristjáns Pálssonar voru langt ffá því að fá mann kjörinn á þing. Össur fyrsti Það þótti tíðindum sæta að Sam- fylkingin fékk meira fylgi en Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjör- dæmi norður. Það þýðir að Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, er 1. þingmaður kjör- dæmisins en Davíð Oddsson forsæt- isráðherra annar þingmaður þess. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði um 10 prósentustiga fylgi í Reykjavík norður. Þá vakti athygli að Halldór Ásgrimsson, sem var úti í mörgum könnunum, náði öruggri kosningu og gott betur, tók með sér mann. Sjálfstæðisflokkurirm átti mun betra fylgi að fagna í suðurkjör- dæmi höfuðborgarinnar, náði þar 5 mönnum. í Suðvesturkjördæmi, kraganum, tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fylgi en náði þó 5 mönnum inn en Bjami Benediktsson komst á þing síðla nætur. Samfylkingin fékk fjóra menn kjöma. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra hélt þingsæti sínu. Samfylkingin tapaði manni í Norðvesturkjördæmi en þar náði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðunandi útkomu samanborið við útkomuna á landsvísu. Og það þrátt fyrir illvígar deilur í kjölfar próf- kjörs flokksins í vetur. Guðjón Arn- ar Kristjánsson, formaður Frjáls- lyndra flokksins, tók með sér mann, goðann Sigurjón Þórðarson á Sauð- árkróki. Framsókn á flugi Framsókn fékk þrumu kosningu í Norðausturkjördæmi og fékk fjóra menn kjöma. Yngsti þingmaðurinn á nýkjömu Alþingi, Birkir Jón Jónsson, var næst síðastur inn fyrir Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð í Norðausturkjördæmi, fékk aðeins tvo menn kjöma. Sam- fylkingin var reyndar næst stærsti flokkur kjördæmisins fram eftir kosninganótt en endaði í 3. sæti. Steingrímur J. Sigfússon tók Þuríði Backman með sér á þing. í Suðurkjördæmi náöi Margrét Frímannsdóttir að verða 1. þing- maður kjördæmisins en 0,5 pró- sentustiga munur var á Samfylk- ingu og Sjálfstæðisflokki. Samfylk- ing fékk 4 menn kjöma en sjálfstæð- ismenn 3. Framsóknarmenn, með Guðna Ágústsson í broddi fylkingar, fengu 2 menn kjöma. Kristján Páls- son hafði ekki erindi sem erfiði. Tölur um úrslit kosninganna má sjá í stóra grafi í miðopnu blaðsins, bls. 18-39. -hlh Katrín Júlíusdóttir 9. þingmaður Suðvesturkjör- dæmis Katrín er fædd i Reykja- vík 1974 en ólst upp í Kópavogi frá 9 ára aldri. Hún gekk í Snælandsskóla og varð stúdent frá Mennaskól- anum í Kópa- vogi 1994. Hann hóf síðan nám í mannfræði við Háskóla íslands. Hún sat í háskóla- og stúdenta- ráði 1997-1999 og gegndi starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs seinna árið. Katrín er varafor- maður framkvæmdastjómar Sam- fylkingarinnar. Hún skipaði 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi í síðustu kosningum og hefur verið vara- þingmaður. Katrín starfar sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Innn hfi, ráðgjafar- og hugbúnað- arhúsi í Reykjavík. Hún á einn son, Júlíus. Tólf þingmenn náöu ekki endurkjöri Sex sjálfstæðismenn úti Alls tólf þingmenn sem börðust fyrir endurkjöri í kosningunum á laugardag náðu ekki endurkjöri. Þar af voru sex úr þingliði Sjálf- stæðisflokksins en flokkurinn var langt frá sínu besta í þessum kosn- ingum. Þingmenn flokksins sem ekki náðu endurkjöri voru Ásta Möller, Katrín Fjeldsted, Ambjörg Sveinsdóttir, Kjartan Ólafsson, Adolf R. Berndsen, Sigríður Ingv- arsdóttir, Lára Margrét Ragnars- dóttir og Guðjón Guðmundsson. Tvö þau síðastnefndu hafa setið á þingi samfleytt frá 1991. „Þetta hefur svo sem átt vissan aðdraganda, eða alveg síðan í prófkjörinu í nóvember þegar ég lenti í sjötta sæti í Reykjavík norður. Engu að síður vænti ég hins besta,“ sagði Katrín Fjeld- Þungt hugsi Þessi sjálfstæðismaöur var þungt hugsi á kosningavökunni á Hótel Nordica enda útkoman ekki góö í Reykjavík norður. sted, sem nú fellur af þingi eftir að hafa setið þar síöan í ársbyrj- un 1999. Aðspurð kvaðst hún ekki telja ólíklegt að hún sneri sér aft- ur að læknisstörfum, rétt eins og hún hefði alltaf gert annað veifið, samfara þingmennsku. Af öðrum þingmönnum sem ekki náðu kjöri er fyrst til að taka Kristján Pálsson, sem barðist fyrir þingsæti á lista óháðra kjósenda í Suðurkjördæmi. Hann hafði setið á þingi sl. átta ár fyrir Sjálfstæðis- flokk. Þá féllu út af þingi þeir ísólfur Gylfi Pálmason Framsókn- arflokki, Gísli S. Einarsson úr Samfylkingunni og Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður VG. „Úti er ævintýri og maður er auðvitað aldrei ánægður með að ná ekki settu marki. Hins vegar er ég ánægður með að flokknum gekk vel á landsvísu og þakklátur því fólki sem studdi mig,“ sagði Isólfur Gylfi Pálmason, sem nú hverfur af þingi eftir átta ára setu. -sbs Áö filtt Í ft NYIR % % «h " ÞINCMENN i Anna Kristín Gunnarsdóttir 6. þingmaður Norðvestur- kjördæmis Anna Kristín er 50 ára, upp- alin á Siglu- firði. Hún tók stúdentspróf af málabraut Menntaskólans á Akureyri árið 1972. Hún sat í tólf ár í sveitarstjórn fyrir Alþýðu- bandalagið, frá 1986-1998. Und- anfarin ár hefur hún stýrt Far- skóla Norðurlands-vestra, mið- stöðvar símenntunar. Hún er varaþingmaður, situr í útvarps- ráði og er varamaður í stjórn Byggðastofnunar. Anna Kristín er gift Sigurði Jónssyni kenn- ara og eiga þau fjögur börn. Dagný Jónsdóttir 8. þingmaður Norðaustur- kjördæmis Dagný er 27 ára, fædd í Vík í Mýrdal 16. janúar 1976, en ólst upp á Eski- firði. Dagný tók stúdents- próf frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1996 og stundar nú nám í ís- lensku við Háskóla íslands. Dagný var kjörin formaður Sambands ungra framsóknar- manna í júní 2002. Hún hefur starfað hjá Landsvirkjun með- fram námi og er starfsmaður á skrifstofu Framsóknarflokksins. Hún er ókvænt og barnlaus. Birgir Ármannsson 11. þingmaður Reykjavíkur- kjördæmis suður Birgir er 34 ára, fæddur 12. júní 1968. Hann ólst upp í vest- urbænum I Reykjavík og gekk í Mela- og lagaskóla. Hann tók stúd- entspróf frá MR 1988, embættispróf frá laga- deild HÍ 1996 og var í fram- haldsnámi í lögfræði í Lundún- um 1999-2000. Birgir var in- spector scholae í MR 1987-88, formaður Heimdallar 1989-91 og formaður Varðbergs 1998-2000. Hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu með hléum 1988-94 og hefur starfað hjá Verslunarráði íslands frá 1995, síðustu árin sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Birgir er kvænt- ur Ragnhildi Lövdahl og eiga þau eina dóttur, Ernu. Gunnar Orn Orlygsson 10. þingmaður Suðvestur- kjördæmis Gunnar Örn er 31 árs, fædd- ur 4. ágúst 1971, einn af sjö systkinum. Gunnar lauk prófi í útflutn- ingsfræðum frá danska útflutn- ingskólanum og hefur stundað framleiðslu og útflutning á sjávarafurðum síð- an. Hann var sjómaður á árun- um 1986 til 1995. Gunnar Örn talar fjögur tungumál og er virkur meðlimur í SVFR og UMFN. Hann er í sambúð með Guðrúnu Hildi Jóhannsdóttur ásamt dótturinni Birtu Rún. Þau búa að Fitjum á Kjalarnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.