Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 DV „Það er alveg ótrúlegt að vera orð- inn þingmaður. En þó ekki, því ég fann að það var mikil sveifla til Framsóknarflokks í kjördæminu og fylgi við okkur jókst mikið nú allra síðustu vikurnar," sagði Siglfirðing- urinn Birkir Jón Jónsson, 23ja ára og nýr þingmaður Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi. Svo ungur maður sem Birkir hefur ekki verið kjörinn á þing síðan 1934, þegar Gunnar Thoroddsen varð þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar var þá 23 ára og 177 daga. Birkir Jón, sem fæddist 23. júlí 1979, var 23 ára og 292 daga á kjördag. Siglfiröingur í húö og hár í Norðausturkjördæmi fékk Framsóknarflokkurinn nærfellt þriðjung greiddra atkvæða og fjóra menn kjöma; ráðherrana Valgerði Sverrisdóttur og Jón Kristjánsson, og svo nýliðana Dagnýju Jónsdóttir, formann SUF, og Birki Jón sem var í íjórða sæti. Þingmaðurinn ungi er Siglfirð- ingur í húð og hár. Eftir stúdents- próf las hann um hríð stjómmála- fræði við Háskóla íslands, en síð- ustu þrjú árin hefur hann verið að- stoðarmaður Páls Péturssonar í fé- Birkir Jón Jónsson Nýkjörinn þingmaður. „Það var mikil sveifla til Framsóknarfiokks í kjördæm- inu og fyigi við okkur jókst mikiö nú alira síðustu vikurnar. “ lagsmálaráðuneytinu. Hann segist þar hafa fengið mikla og góöa reynslu sem efalitið muni gagnast sér vel á Alþingi. „í þessum kosningum hefur verið horft til Framsóknarflokksins sem var gjaman með ungt fólk í baráttu- sætum. Þetta skapaði flokknum já- kvæða ímynd. Einnig var nauðsyn- legt að ný kyslóð fengi brautargengi í þessum kosningum. Eins og staðan var fyrir kosningar var yngsti þing- maðurinn 28 ára - því vantaði heila kynslóð á þing,“ segir Birkir. Beiti mér fyrir byggðirnar Á Alþingi kveðst Birkir ekki síst munu beita sér fyrir hagsmunum námsmanna. Annars segist hann hafa sérstakan áhuga á byggða- og atvinnumálum og hafa lagt sig fram um að kynnast þeim. „Ég er ókvæntur og bamlaus, sem hefur hreinlega verið kostur í þessari löngu kosningabaráttu," seg- ir Birkir Jón, spurður um sína hagi. Hann kveðst vera fréttafíkill og seg- ir að þjóðmálin almennt eigi hug sinn. „Síðan hef ég líka mikinn áhuga á bridds og finnst mjög gam- an að grípa í spil. Áhugamálin eru ekki öllu fleiri og kannski hljómar þetta eins og uppskrift að nörd. Ég vona hins vegar að briddsið geti hjálpað mér í pólitíkinni, sem geng- ur út á það að sjá leiki í stöðunni - og stundum langt fram í tímann." -sbs Birkir Jón Jónsson yngstur þingmanna: Ótrúlegt að vera orðinn þingmaður Reynsluboltar á Alþingi: Halidór að byrja 34. þingið Með úrslitum þingkosninganna er Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, orðinn sá þingmaður sem lengsta hefur þingreynsluna sem aðalmaður á þingi. Komandi þing er hans 34. en Halldór hefur setið á Alþingi frá 1974 að frá- töldu tímabilinu 1978 til 1979. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, er að byrja sitt 36. þing. Hann hefur setið á þingi síðan 1979 en fyrir þann tíma hafði hann alls átta sinnum komið inn sem vara- maður. Ef litið er yfír lista þeirra tólf þingmanna sem lengst hafa setið á löggjafarsamkundunni eru næst í röðinni Jóhanna Sigurðardóttir með 30 þing og Jón Kristjánsson er nú að hefja sitt 28. -sbs Guðjón Hjörleifsson 8. þingmaður Suðurkjör- dæmis Guðjón fædd- ist í Vest- mannaeyjum ÍfflTj 1955 og hefur I ætíð átt þar :M~m heima. Hann lauk gagn- ffræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Vest- mannaeyja, iðnskólaprófi frá Iðnskólanum í Vestmannaeyj- um 1974 og hefur meiraprófs- réttindi og skipstjórnarréttindi fyrir 30 tonna bát. Guðjón stundaði verslunar- og skrif- stofustörf hjá versluninni Tang- anum í Eyjum 1973-1975, var gjaldkeri og skrifstofustjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja 1975-1990 og bæjarstjóri í Vest- manneyjum frá 1990-2002. Hann er kvæntur Rósu Elísabetu Guðjónsdóttur og eiga þau fjög- ur börn. DV-MYND TEITUR Margrét tekur lagiö Margrét Sverrisdóttir, Frjáisiyndum, var inni á þingi lengi nætur en var úti þegar lokatölur höfðu birst. Hún tók lagið í karaoke á kosningavökunni og virtist þá vera inni á þingi. Þingmenn hluta nætur í þingkosningum þurfa afltaf nokkrir frambjóðendur að upplifa það að vera ýmist inni eða úti, þ.e. ná kosningu samkvæmt fyrir- liggjandi atkvæðatölum, eða falla út. Þannig var það lengst af næt- ur með tvær konur á Norður- landi, Láru Stefánsdóttur á Akur- eyri, sem skipaði 3. sæti Samfylk- ingarinnar í Norðausturkjör- dæmi, og Herdísi Á. Sæmundar- dóttur sem skipaði 3. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðvest- urkjördæmi. Auðvitaö fúlt „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að þetta gæti staðið tæpt en þetta var alveg rosalega spenn- andi, það viðurkenni ég. Ég veit nú ekki hvort vonbrigðin hafi verið meiri að detta svona út á lokasprettinum þar sem ég var inni lengst af nætur. En auðvitað er fúlt þegar eitthvað gengur ekki upp sem stefnt er að og kosninga- baráttan er búin að vera skemmtileg. En nú taka við önn- ur verkefni. Ég get ekki annað en glaðst með framsóknarmönnum hvað þeim gekk vel hér en maður stendur fyrir sínu sjálfur, það keppast aflir við,“ segir Lára Stef- ánsdóttir. Var mjög sérkennilegt „Þetta var auðvitað sérkenni- legt að detta út á lokaprettinum en ég er mjög glöð fyrir hönd Framsóknarflokksins að hann skyldi halda sinni stöðu. Ég fann á lokasprettinum að við höfðum mikinn meðbyr en það var við ramman reip að draga þar sem við vorum meö formann Frjáls- lynda flokksins, Guðjón Arnar, í framboði hér. Ég var lengur úti en inni en þetta stóð mjög lengi og ég gerði mér grein fyrir því að þetta mundi standa mjög tæpt og það gæti brugðið til beggja vona. Tveimur vikum fyrir kosningar fannst mér útlitið býsna dökkt svo kannski er ég bara sátt við þá vinnu sem við lögðum í þetta og þær móttökur sem við fengum. En auðvitað heföi ég viljað kom- ast í þennan hóp þingmanna,“ segir Herdís Á. Sæmundardóttir. -GG Helgi Hjörvar 9. þingmaður Reykjavíkur- kjördæmis norður Helgi Hjörv- ar fæddist í Reykjavík 1967. Hann ólst fyrstu árin upp í Kaupmanna- höfn en eftir heimkomu gekk hann í ís- aksskóla, síðan Æfingaskólann. Helgi varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíö og las síðan heim- speki við Háskóla íslands. Helgi hefur einkum starfað við fjöl- miðla, bókaútgáfu og verið virkur í hagsmunasamtökum fatlaðra. Helgi var fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins og síðan formaður þess um skeið. Helgi var virkur í stofn- un Reykjavíkurlistans, var borgaifulltrúi fyrir Reykjavík- urlistann en er nú varaborgar- fulltrúi og stjórnarmaður í Landsvirkjun, Línu.neti og Reykjavíkurhöfn. Helgi er kvæntur Þórhildi Elínardóttur og eiga þau tvö börn. Jón Gunnarsson 10. þingmaður Suðurkjör- dæmis Jón er 43 ára, fæddur og uppalinn í Sandgerði. Hann er fisk- tæknir frá fisk- vinnsluskóla íslands. Hann var á sjó og í fiskvinnslu með skóla á sínum yngri árum, gerðist síðan verkstjóri og framleiðslustjóri í fiskvinnslu- stöðvum, meðal annars í Súg- andafirði og í Njarðvík. Árið 1986 stofnaði hann eigið fyrir- tæki í fiskvinnslu sem hann seldi 1992. Hann hefur síðan stundað ráðgjafarstörf fyrir fyr- irtæki í sjávarútvegi og verið framkvæmdastjóri fiskeldisfyr- irtækisins Sæbýlis í Vogum í hálft fjórða ár. Hann hefur ver- ið oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps frá 1990-1998 og aftur frá 2002. Jón er giftur Guðrúnu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn, Gunnar, 21 árs, og Svan- hvíti, 11 ára. Mörður Árnason 7. þingmaður Reykjavíkur- kjördæmis-suður Mörður verð- ur fimmtugur 30. október. Hann er fædd- ur í Reykjavík, ólst þar upp, lauk stúdents- prófi frá MR 1973, var for- maður Fram- tíðarinnar í MR og formaður SÍNE 1983-1984. Hann stundaði nám í íslensku og málfræði við HÍ, í Ósló og París á árunum 1974-1981, gegndi trúnaðarstörf- um fyrir Alþýðubandalagiö og sat m.a. í miðstjórn þess frá 1986, var í stjórn Birtingar frá 1989 og hefur setið í siðanefnd Blaðamannafélags íslands. Hann starfaði við Orðabók HÍ 1981-1991 og hefur starfað á rit- stjóm Eddu-útgáfu, var ritstjóri íslenskrar orðabókar sem kom út á síðasta ári og á sæti í út- varpsráði. Mörður er kvæntur Lindu Vilhjálmsdóttur; hann á dótturina Ölrúnu og tvö barna- börn, Hlín og Hafþór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.