Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 JOV Nú fer fram skemmtileg keppni þar sem böm og unglingar geta sungiö eöa spilaö lög af gelsla- disknum- HÆTTXJM AÐ REYKJA. Hver og einn getur flutt lögin og textana eftir eigin höföi. ÖU lögin á geisladisknum eru einnig í karoke útfærslu. Sendu upptöku á kasettu eða geislsdisk til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Fellsmúla 26. 108 Reykja- vík tyrir 25. maí. Úrslit verða kynnt á reyklausum tHÆTTUM AÐREVKJA HVATNINGAR- ffS ÁTAKUMFÍ m degi 31. maí. SdTU.Fi VERÐIAUN FYRIR BESTA FLUTNINGINN: ITíu hljóöverstímar meö upp- tökumanni í hljóðveri Geim- steins (kr. 60.000) og Karaoke- DVD spilari og karaoke diskur aö eigin vali (kr. 24.000) frá Radíóbæ. Vinningshafa gefst jafnframt tæki- færi til að syngja eitt lag inn á geislaplötu sem kemur út í sumar. £Fimm hljóöverstímar með upptökumanni í Hljóð- smiðjunni (kr. 30.000) og Mark geislaspilari (kr. 10.000) frá Tóbaksvamanefnd. * Þrír stúdíótúnar (kr. 15.000) í Eyranu til söngs og hljóðblöndunar yfir undirspil. Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. || Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu A (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýg- indi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. ÍFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Geisladiskur; í svörtum fötum frá Skífunni. REYKLAUS REIKNINGUR Leggöu inn á Reyklausan reikning' til aö fa geislaplötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggöu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eöa sparisjóöi og þú færö eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 8PRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aðalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aöalbanki) nr. 283408 Búnaöarbanki (aðaibanki) nr. 120552 Mundu að láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. HVATNINGAR- ffgj ÁTAK UMFI £3 Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þjónustumiðstöö UMFÍ, Fellsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Heildarverðmæti vinninga í hvatningarátaki UMFÍ er kr. 750.000. Nöfn vinnmgshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. mai. Konum á Alþingi fækkar Auðvitað vonbrigði Konum á Alþingi fækkar um fjórar eftir kosningamar. Nú eru þær nítján, en voru 23 fyrir kosn- ingarnar. Þar af falla fimm þing- konur út af þingi. Hlutfall kvenna fer úr 30,2% úr 36,5%. Að sama skapi hækkar hlutfall karla; það fer úr 63% í rétt tæp sjötíu pró- sent. Nýjar þingkonur eru þrjár; þær Anna Kristín Gunnarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir úr Sam- fylkingunni og Dagný Jónsdóttir, nýr þingmaður Framsóknar- flokks. „Þessi niðurstaða er vonbrigði en ástæðan er auðvitað sú að hjá sumum flokkanna veljast karlar Ásta Möller áhyggjufull Féll afþingi. nær einvörðungu í efstu sæti list- anna. Bestir eru svonefndir fléttu- listar, þar sem konur og karlar skipa sætin á víxl,“ sagði Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands framsóknar- kvenna, í samtali við DV. Hún var einnig verkefnisstjóri Nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmál- um, en sú nefnd var lögð niður nýlega. „Karlar og konur eru ekki bara ólík genatískt heldur eru viðhorf- in það einnig. Þessa sér þá einnig stað í verkum fólks í Alþingi og því er ekki nógu gott að konum fækki á þingi.“ -sbs Formaöur í nær 40 ár: Embættið gengur í erfðir Þorleifur Hjaltason, fyrrum hreppsstjóri á Hólum í Horna- firði, hefur verið formaður kjördeildar í Nesjum í nær 40 ár. Segja má að embætti þetta hafi gengið í erfðir því Þorleif- ur tekur við formannsembætt- inu af föður sínum, Hjalta Jónssyni, hreppstjóra í Hólum, en fyrsti formaður kjördeildar Nesjahrepps árið 1908 var Þor- leifur Jónsson, hreppstjóri og bóndi á Hólum, afi Þorleifs Hjaltasonar. Þorleifur skráir enn kjörfrmdi í kjörfundarbók- ina frá 1908 og á hann von á að bókin dugi þar til hún verður aldargömul. -JI DVJHYND JÚLlA IMSLAND Þorleifur tilbúinn meö kjörseöilinn Þegar Þorleifur var spuröur hvort hann fylgdi alltaf þeim sömu í stjórn- málum sagöi hann þaö af og frá. Á innfelldu myndinni má sjá kjörbókina góöu sem geymir fróöleik um kosningar Nesjamanna allt frá fyrsta kjörfundinum í Nesjum 1908. Skoðanakannanir yfirleitt nálægt kosningaúrslitunum: Mest frávik á fylgí Sjálfstæðisflokksins Síðustu skoðanakannanir voru yfirleitt mjög nálægt kosningaúr- slitunum og allar langt undir 2,5 prósentustiga markinu sem oft er notað sem mælikvarði á áreiðan- leika fylgiskannana. Meðalfrávik á kjörfylgi flokkanna var minnst hjá Gallup, 0,83 prósentustig. Þá kom Fréttablaðið með 0,91 pró- sentustiga meðalfrávik og Félags- vísindastofnun með meðalfrávik upp á 0,97. Meðalfrávik í könmm DV var 1,17 prósentustig og hjá IBM reyndist það vera 1,33 pró- sentustig. Munurinn á fylgi í síðustu könnunum og endanlegu kjörfylgi Meöalfrávlk frá kjörfylgi flokkanna 2,5 reyndist mestur hjá Sjáifstæðis- fiokknum. Meðalfrávik á fylgi flokksins reyndist 2,16 prósentu- stig. Allir könnunaraðilar nema Fréttablaðið mældu Sjálfstæðis- flokkinn of háan. Mest frávik var hjá IBM, ofmat fylgi Sjálfstæðis- flokksins um 3,3 prósentustig en minnst hjá Fréttablaðinu sem van- mat fylgi hans um 1 prósentustig. Meðalfrávik á fylgi Samfylking- arinnar var einnig nokkuð eða 1,56 prósent. Gallup komst næst því, mældi fylgið 0,8 prósentustig- um of hátt en Félagsvísindastofn- un var lengst frá, vanmat fylgi Samfylkingar um 2,4 prósentustig. Meðalfrávik frá kjörfylgi ann- arra flokka reyndist 1,1 prósent hjá Framsókn, 1 prósent hjá Frjálslyndum og 0.94 prósent hjá Vinstri grænum. -hlh Meðaltalsfrávik skoðanakannana frá kjörfylgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.