Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 !OV Tilvera 49 «»2e Interstate 60 ick-k Ævintýri á þjóðvegi Interstate 60 er þjóö- p"" vegur í Bandaríkjun- um sem ekki er til. Að- alpersóna Interstate 60, Neal Oliver (James Marsden), er þó meiri- hluta myndarinnar að keyra þennan veg. Þetta stenst að sjálfsögðu ekki eins og flest annað í þessari ágætu gaman- mynd sem segja má að sé gamaldags ævintýri, fært í nútímann. í mynd- inni koma við sögu nokkrar persónur sem hafa fengið ósk uppfyllta hjá hin- um dularfulla O.W. Green (Gary Old- ham). Þær eiga það sameiginlegt að hafa samt ekki öðlast hamingjuna. Oliver hittir Green og fær sína ósk eins og aðrir. í kjölfarið er honum sagt að keyra eftir Interstate 60. Þegar hann finnur veginn sem ekki er til taka við ævintýri sem eru bæði raun- veruleg og óraunveruleg. Það er viss ádeila í atriðum á borð við þaö þegar hann kemur í bæ þar sem öllum er haldið ánægðum með eiturlyíjum. Kurt Russell leikur lögreglustjórann sem rökstyður það að dópið hafi bjargað bænum. Svo eru fyndin atriði sem eingöngu eru skemmtunarinnar vegna. Má þar nefna þegar Neal hittir puttalingsstúlkuna sem er í leit að hinum eina sanna drætti. Interstate 60 er frumleg og skemmtileg. Leikarar eru yfirleitt góðir - enginn þó betri en Gary Oldm- an sem leikur „töframanninn". Það geislar af honum leikgleðin. Myndin er þó ekki allra. Til þess er hún um of á mörkum fáránleikans. -HK Útgefandi: Myndform. Gefin Ot á mynd- bandi og DVD. Leikstjóri: Bob Gale. Bandaríkin, 2002. Lengd: 112 mín. Bönnub börnum innan 16 ára. Leikarar: James Marsden, Gary Oldman, Christopher Lloyd, Amy Smart og Ann Margret. The Badge ★★ Morðsaga Billy Bob Thorton lék Suðurríkjalöggu í Monster’s Ball. Hér birtist hann aftur í hlutverki sams konar löggu sem er með allt niður um sig. Það er þó ekki vegna kynþáttahaturs heldur leikur hann spilltan löggustjóra, Darl Hardwick, sem mútar til að fá fólk til að kjósa sig aftur. Honum verður á í messunni þegar hann kemur á morð- stað þar sem klæðskiptingur hefur verið myrtur. Flutningabíll með full- an farm af skóm hafði á sama stað farið út af til að aka ekki yfir fórnar- lambið og Hardwick hugsar meira um að úthluta skóm til kjósenda heldur en að rannsaka morðið. Hon- um er í kjölfarið sagt af mun verri mönnum að hann fái engan stuðning í kómandi kosningum og er rekinn. Þetta verður til þess að Hardwick fer upp á eigin spýtur að huga að morðinu og um leið að reyna að bjarga andlitinu. Eftir að hafa verið þreytandi fram- an af tekur The Badge vel viö sér þegar Hardwick fer að rannsaka morðið. T0 að nálgast lausnina þarf hann að fara til New Orleans og kemst þar að því að þeir sem ætla að reka hann hafa ekki hreinan skjöld þegar kemur að morðinu. Sagan í The Badge er alls ekki svo vitlaus og hefur marga áhugaverða anga. Það er samt svo að trúverðug verður hún aldrei. Má þar að miklu leyti kenna Billy Bob Thorton um. Hann drattast einhvern veginn áfram af gömlum vana og reynir lít- ið til að gera persónuna sem hann leikur áhugaverða. Mun betri er Pat- ricia Arquetta sem leikur eiginkonu klæðskiptingsins sem var myrtur. Þegar við svo fáum lausnina á morö- inu þá stenst hún ekki miðað við það sem gerðist í byijun. -HK Útgefandl: Myndform. Gefin Ot á mynd- bandi og DVD. Leikstjórl: Robby Henson. Bandaríkin, 2002. Lengd: 103 mín. Bönnuö börnum Innan 16 ára. Leikarar: Billy Bob Thornton, Patricia Arquette, Sela Ward og William Devine. ÞARFASTI ÞJÓNNINN! DV-MYND HARI Flytjendurnir Hulda Björk, Sesselja og Davíð í forgrunni og á bak við eru Óskar, Sigurður og Kjartan. Mozart fyrir sex í íslensku óperunni: Þrír af fastráðnum söngvurum ís- lensku óperunnar og Chalumeaux- tríóið flytja tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart á tónleikunum „Mozart fyrir sex“ í íslensku óper- unni annað kvöld, þriðjudagskvöld- ið 13. maí, kl. 20.00. Söngvararnir eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Davíð Ólafsson og hljóðfæraleikarar þeir Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfs- son og Sigurður I. Snorrason. Sess- elja verður fyrir svörum þegar for- vitnast er um dagskrána. Hún byrj- ar á að lýsa því yfir að tónleikamir séu haldnir að frumkvæði hljóð- færaleikaranna. Þetta sé að sjálf- sögðu gullfalleg og skemmtileg tón- list og það nýstárlegasta séu útsetn- ingar þeirra Kjartans og Sigurðar á aríum, dúettum og terzettum úr tveimur óperum Mozarts, Brúð- kaupi Figaros og Cosi fan tutte. „Þeir umrituðu þessa tónlist fyrir söngvara og klarínettuhljóðfæri en maður er vanari henni í hljómsveit- arbúningi," útskýrir hún. Að auki segir hún að flutt verði fmun næturljóð og ein kansónetta fyrir þrjá söngvara, klarínettur og bassetthorn, sem Mozart samdi á ár- unum 1783-1788 fyrir sig og vini sína til að leika og syngja á góðum samverustundum í heimahúsum. „Þetta er hrein kammertónlist og engirrn stjórnandi. Slíkt fyrirkomu- lag gerir miklar kröfur til allra,“ segir Sesselja. Aðspurð segir Sesselja þessa tón- leika verða þá síðustu sem íslenska óperan standi fyrir á þessu vori. Þeir séu góð upphitun fyrir haustið því þá verði Brúðkaup Fígarós sett á svið. -Gun. Armúll 17, IOB RBykJavih slml: 533 1334 fax, 55B 0433 Erum með sagir með hraðastilli, sem henta vel til að saga gifsplötur. Tenging við ryksugu tryggir nánast ekkert ryk á vinnustað. Beinn og góður skurður sem minnkar alla eftirvinnu fyrir málara. Nýjar útsetningar á aríum og dúettum Arkitektar framtíðar Börn úr Háteigsskóla voru í fræðsluferð um miðbæinn einn góðviörisdag ný- lega og tókust meðal annars þaö verk á hendur að teikna hiö gamla góða skólahús Menntaskólans í Reykjavík. BÓNUSUÍDEÓ Lrlgan I þlnu hverfl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.