Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 31
51 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 DV TilveraJ Skilningsleysi kennara stærsti þpöskuldurinn í skólunum - segir Bryndís Guðmundsdóttir heyrnarfræðingur £*» i ft ,i £ ■i X I í i jjf DVA1YND HARI Heyrnarfræðingurinn „Þaö er auövelt aö komast á ákveöinn grunn í táknmálinu en til aö geta rætt það hnökralaust, eöa kennt, tekur nokkur ár aö læra þaö eins og önnur tungumál, “ segir Bryndís. 30-35% meö varalestri sem þýðir aö þaö eru 65-70% sem maður nær ekki,“ segir hún. Eyrún seg- ir námið í Heyrnleysingjaskól- anum hafa aðallega verið bundið raddþjálfun og talþjálfun á henn- ar tíma en venjuleg skólafóg hafi setið á hakanum. „Lengi vel var haldið að heyrnarlausir gætu ekki lært venjuleg fög og ég sá að bróðir minn var með miklu þyngri bækur en ég. Mér sárn- aði en hafði samt ekki orða- forða þá til að lýsa þeirri líðan,“ segir hún. Eyrún kveðst hafa verið tvö og hálft ár í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og reynt að lesa af vör- um og skrifa af töflunni, enda enga túlkaþjónustu að fá þá. „Mig langaði rosalega að verða stúdent," segir hún en kveðst hafa geflst upp og þess í stað far- ið í Iðnskólann og tekið sveins- próf sem setjari. Það nám nýttist henni er hún hóf að vinna á Samskiptamiðstöð fyrir heynv arlausa við gerð kennsluefnis. í framhaldi af því fór hún að kenna táknmál í Þroskaþjálfa- skólanum, Samskiptamiðstöð- inni og síðan Vesturhlíðarskól- anum. „Ég hafði áður lýst því yf- ir að ég ætlaði aldrei að verða kennari en svo sló ég til og hugð- ist prófa í eitt ár en þau urðu fimm. Áhugi á kennararéttind- um kviknaði en ég óttaðis að komast ekki inn í Kennarahá- skólann af því mig vantaði stúd- entsprófið. Það tókst og nú er ég að klára,“ segir Eyrún ánægju- leg. Systurnar lærðu saman „Þetta var öðruvísi hjá mér því á aldrinum 8-16 ára var ég bæði í Heyrnleysingjaskólanum og Kársnes- og síðan Digranes- skóla sem reyndust mér vel,“ segir Ragnheiður Sara. „Enginn túlkur var með mér lengst af en systir mín og ég lærðum saman. Þegar ég var 12-14 ára var hún samt komin með miklu þyngra námsefni og ég var ekki ánægð með það. Okkur krakkana í Heyrnleysingjaskólanum lang- aði rosalega að læra ensku og á endanum var það samþykkt og gekk mjög vel og þegar ég var 15-17 ára þyngdist námið þar sem betur fór. Svo fór ég í MH og naut þar túlkaþjónustu frá samskiptamiðstöðinni. Heyrnar- lausir eru þar með sömu fög og aðrir en öðruvísi kennslu í ís- lensku, dönsku og ensku. Þaðan útskrifaðist ég stúdent 1998 og það var stór áfangi í mínu lífi.“ Hún bætir því við að nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sýni að heymarlausir nái sér núorðið yfirleitt í betri menntun en heyrnarskertir af því að þeir noti táknmálið. Heyrnarskertir reyni að nota talmálið en nái ekki öllum upplýsingum og rek- ist því oft á enn fleiri veggi en heyrnarlausir. Uggandi um táknmáliö - Nú stefna þær báðar á kennslu með haustinu og segja að því fylgi tilhlökkun en líka kvíði vegna breyttra aðstæðna skól- ans. Eyrún útskýrir það nánar: „Menning heyrnarlausra er sér- stök og byggist mjög mikið á táknmálinu. Nú förum við inn í Hlíðaskóla sem lítil deild og þá er spuming hvernig áhrif það hefur á okkar menningu." Ragn- heiður Sara tekur undir það en kveðst vonast til að með því að blanda saman heyrnarlausum og heyrandi takist að skapa um- hverfi þar sem þessir tveir hóp- ar geti lært hvor af öðrum. Hún segist þess fullviss aö með menntuðum kennurum með táknmál sé ungum heyrnarlaus- um börnum betri framtíð búin en áður og hún á lokaorðin: „Við Eyrún erum sönnun þess að heymarlausir standa heyrandi jafnfætis og verðum þeim von- andi hvatning til dáða sem hafa litla eða enga heym.“ Árlega fæðast að meðaltali tæp- lega tvö heyrnarlaus böm hér á landi og nokkru fleiri heyrnar- skert. Að sögn Bryndísar Guð- mundsdóttur, heyrnarfræðings hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni, upp- götvast heyrnarskerðing að jafnaði við tveggja og hálfs árs aldurinn við núverandi aðstæður. Hún segir þó fram hafa komið nýjar aðferðir til að heymarmæla ungbörn á auð- veldan hátt sem geri kleift að upp- götva heymarskerðingu miklu fyrr og þegar séu hafnar viðræður inn- an heilbrigðiskerfisins á íslandi um að koma upp slíkri mælitækni. Bryndís er sú sem tekur við börn- unum þegar heyrnarskerðing hefur verið staöfest og vegur og metur, með lækni hvort heymartæki séu nauðsynleg. Þá þarf aö smíða stykki inn í hlustina og velja tæki sem barninu hentar. Hún er síðan í vikulegu sambandi við bamið og foreldrana til að byrja með. Tæki gefa mikla heyrn Þegar um heyrnarleysi er að ræða er foreldrunum boðið upp á fræðslu um kuðungsígræðsluað- gerð og kynningu á táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þar er líka boð- ið upp á táknmálsnámskeið fyrir foreldra og aðra í folskyldunni. Bryndís segir kuðungsígræðslu- tæknina gefa börnum mikla mögu- leika á að tileinka sér talmál ef þau greinist nógu snemma til að nýta sem mest af máltökuskeiðinu. Slík- ar aðgerðir hafa 18 íslendingar, á ýmsum aldri, farið í og síðustu ár hafa þær verið gerðar á Hudd- Óli Þór fæddist í mars 1999, al- gerlega heyrnarlaus. Hann var eins árs þegar heyrnarleysi hans var staðfest og þá þegar var byrj- að að hafa samskipti við hann á táknmáli. Átján mánaða fór hann í kuðungsígræðsluaðgerð til Sví- þjóðar og er fyrsti og eini íslend- ingurinn sem hefur fæðst heyrn- arlaus og farið í slíka aðgerð. Hann talar bæði táknmál og ís- lensku og stendur nú, tveimur árum seinna, næstum jafnfætis heyrandi jafnöldrum sínum í tal- skilningi og talþroska. Slíkt gerist þó ekki fyrirhafnarlaust. „Þetta er þrotlaus vinna hjá honum og þeim sem í kringum hann eru, tal- meinafræðingum, leikskólafólki og okkur foreldrunum," segir fað- ir hans Sigurjón Ólason. Móðirin, Andrea Guðnadóttir, tekur undir það: „Kuðungsígræðsla er ekki kraftaverkalausn. Hún gefur barninu tækifæri á að heyra en eftirfylgnin gefur 99% af ár- angrinum. Að sjálfsögðu gildir annað um þá sem hafa lært að tala áður en þeir af einhverjum ástæðum missa heymina.“ Hljóðið angraði í fyrstu Með kuðungsígræðsluaðgerð- inni er tölvutæknin nýtt til hjálp- ar. Aðgerðin er löng og tekur um tíu tíma en búnaðurinn sem settur er við eyrað er lítið stærri en venjulegt heyrnartæki. Tveimur mánuðum eftir að- geröina á Óla Þór var í fyrsta skipti kveikt á tækinu og það stillt voða lágt í byrjun. Hann ingesjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „Eftir aðgerðina fer barnið í gegn- um mikla þjálfun sem talmeina- fræðingur sér um. Markmiðið er að talmál verði þess fyrsta mál en það kunni jafnframt táknmál því tæki geta bilað. í upphafi er heldur ekki hægt að fullyrða hvort sú heyrn sem bamið fær nægi því til að stunda sitt nám á talmáli ein- göngu," útskýrir Bryndís. Börnin fljót að læra „Táknmálið er fallegt og skemmtilegt mál,“ heldur Bryndís áfram og kveðst hafa lært það af nemendum sínum í Heyrnleys- ingjaskólanum. „Ég útskrifaðist úr þekkti ekki hvað hljóð var og í upphafi angraði það hann vem- lega. Fyrstu mánuðina var hann ósáttur við að fá á sig tækið en fljótlega áttaði hann sig á að hann gæti haft af því not.“ Spurður um kostnað svarar Sigurjón: „Þetta er dýrt í byrjun en á móti kemur að Óli Þór sleppur að öllum líkind- um við að þurfa túlkaþjónustu alla ævi, að minnsta kosti í þeim mæli sem annars hefði orðið. Út- tekt á kostnaðarþáttum sem gerð- Kennaraháskólanum 1977 og það vor var auglýst eftir nýútskrifuð- um kennurum til starfa við Heyrn- leysingjaskólann. Við vorum fimm sem réðum>okkur þótt við kynnum ekki eitt einasta tákn. Ég tók að mér bekk með heyrnarskertum nemendum og einum heyrnarlaus- um sem eldri og reyndari kennari hjálpaði mér með og bar ábyrgð á. Af þessum bömum lærði ég tákn- mál og átti að heita kennari þeirra í eitt ár. Síðan fór ég út til Svíþjóð- ar til náms og var talandi á sænskt táknmál þegar ég kom þaðan íjór- um árum seinna.“ Spurð hvort ís- lenska táknmálið sé erfitt svarar hún. „Það er auðvelt að komast á ar hafa verið erlendis sýnir að þjóðhagslega hagkvæmt er að greiða fyrir þessar aðgerðir." Samskiptin dýrmæt Sólborg er eini leikskólinn í borginni sem hefur sérstaka deild fyrir heyrnarlausa og heyrnar- skerta og þar er starfsfólkið talandi á táknmáli. Siginrjón og Andrea segjast hafa fundið fyrir gríðarlegum þroskamun hjá Óla eftir hann komst inn í það samfé- ákveðinn grunn, en til að geta rætt það hnökralaust eða kennt, tekur nokkur ár að læra það eins og önn- ur tungumál. Eflaust nær maður aldrei þeirri færni sem heyrnar- ’ - lausir hafa, frekar en frönsku eins og innfæddir, og það er eins með táknmál og önnur mál að börn eru miklu fljótari að ná því en fullorðn- ir.“ MH í fararbroddi Bryndís segir ráðgjafarþjónustu við heyrnarskerta nemendur í al- mennum skólum hafa dottið upp fyrir eftir að sveitarfélög tóku við þeim en segir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur lofa bót í þeim efnum með haustinu. Brottfall úr skólum vegna heyrnarskerðingar hefur ekki verið mælt hér á landi en Bryndís segir Menntaskólann í Hamrahlíð eiga hrós skilið því að f hann hafi veitt heyrnarskertum verulega námsaðstoð. Tölvutæknin sé lika mikilvæg. Stærsti þröskuld- urinn í skólunum sé skilningsleysi. „Það hefur oft verið ótrúlega erfitt að opna augu kennara fyrir þvi að þótt hægt sé að tala viö nemendur óhindrað í rólegu umhverfi geti þeir átt í erfiðleikum með að nema nýjar greinar ef heyrnin er ekki í lagi.“ Hún er ánægð með að náms- bók með táknmálinu sé nú dreifl í öllum grunnskólum enda séu börn opin fyrir þvi og finnist það skemmtilegt. „Ég læt mig ekki dreyma um að fólk læri táknmálið til fulls í stórum stíl en ég held að við vinnum almennan skilning á stöðu heyrnarskertra með þessu framtaki," segir hún að lokum. lag. „Á Sólborg er unnið frábært starf og það eru forréttindi að fá 1 að hafa börnin sín þar, hvort sem þau eru fótluö eða ekki,“ segja þau. Sjálf tókust þau á við að læra táknmál hjá Samskiptamið- stöð og segja það að mörgu leyti eins og hvert annað tungumála- nám. Oli Þór hefur lært tvö mál samtímis, táknmál og íslensku, tíminn leiöir síðan í ljós hvort þeirra hann velur sér sem sitt fyrsta mál en hann á nú mögu- leika á hvoru tveggja. „Það er ósk okkar foreldranna að hann nái að verða fullkomlega tvítyngdur og teljum alls ekki óraunhæft að það takist. Til að tryggja hámarksár- angur þarf að fara með börn í f kuðungsígræðslu eins fljótt og hægt er til að nýta sem mestan hluta málþroskaskeiðsins sem stendur til ca sex ára aldurs. Viö gátum því ekki valið kuðungsí- græðslu fyrir Óla Þór á öðrum tímapunkti," segir móðir hans Andrea, Þegir smástund og segir svo: „Heyrnarleysi er að sumu leyti meiri fötlun á íslandi en víða annars staðar vegna þess að málsamfélagið er svo lítið.“ Sig- urjón er sama sinnis. „Munurinn á því að vera heyrnarlaus og ekki heyrnarlaus er ekki síst sam- -c skiptin við alla. Óli er fyrsti heyrnarlausi einstaklingurinn sem fjölskyldur okkar þekkja og með því að gefa honum mögu- leika á því að heyra og tala ís- lensku er verið að opna fyrir samskipti hans við ættingja og vini. Þaö er mikils virði.“ Óli Þór fjögurra ára fæddist heyrnarlaus: Talar nú bæði táknmál og islensku A róló DVWND SIGURÐUR JOKULL Hjónin Andrea Guönadóttir og Siguijón Ólason, ásamt syninum Óla Þór Sigur- jónssyni. Þegar Óli Þór fer í sund eöa baö er tölvan tekin af honum og þá notar hann táknmáliö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.