Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 Fréttir DV Ráðist á konu í Garðabæ: Fleygt í götuna Kona á fimmtugsaldri rófubeins- brotnaði, hlaut sár á höfði og eymsl í hálsi þegar unglingspiltur fleygði henni í götuna við Garðakaup í Garðabæ um klukkan hálfsjö á laugardag. „Ég var að fara að versla ásamt manninum mínum og við ætluðum að leggja bílnum á bílastæðinu við Garðatorg. Þar voru strákar í þremur bílum á miðri götunni og tepptu alla umferð. Ég fór út og bað þá að færa sig og sagði þá einn þeirra að það væri nóg pláss. Ég mótmælti því og þá fleygði hann mér í götuna,“ sagöi konan en hún vill ekki láta nafns síns getið af ótta við einhverja eftirmála. „Strák- urinn hljóp síðan í burtu og hinir strákarnir yfirgáfu einnig staðinn. Þijú vitni voru að atvikinu og tóku þau niður bílnúmerin.“ Að sögn konunnar var sjúkrabíll kallaður til og var atvikið tilkynnt lögregl- unni. „Það kom ekki strax í ljós að ég væri rófubeinsbrotin en ég get nánast ekkert gert heima við. Ég er 75% öryrki og vinn þar af leiðandi ekki úti en hins vegar er ég með stórt heimili og get lítið séð um það í þessu ástandi," sagði hún. „Maðurinn minn var reyndar bú- inn að biðja mig að fara ekki út úr bílnum en mér datt ekki í hug að eitthvað svona myndi gerast. Ég var ekkert dónaleg við strákinn heldur bað hann bara vinsamlega að færa sig og þá brást hann svona við,“ sagði konan að lokum. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er málið í rannsókn. -EKÁ Akureyri: Gnipnir við skemmdarverk Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt sunnudagsins var tilkynnt um þrjá 16 ára pilta sem væru að vinna skemmdarverk við Síðu- skóla. Hafði sést til þeirra brjóta útiljós við skólann. Fór lögreglan á staðinn og greip þá glóðvolga við iðju sína og fluttu þá niður á lög- reglustöð þar sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Mikið hefur verið um skemmdarverk í kringum skóla í Glerárhverfi í vetur, m.a. voru brotnar rúmlega 100 rúður í Síðuskóla og Glerárskóla fyrir skömmu eins og DV greindi frá. Ekki er vitað hvort þessi mál tengj- ast en samkvæmt lögreglunni á Ak- ureyri er málið í rannsókn. -ÆD Brotist inn í bíl í Reykjavík: Stal myndavél og geislaspilara Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan þrjú í nótt um að brotist hefði verið inn í bil við Þverholt í Reykjavík. Þjófurinn hafði með sér á brott myndavél og geislaspilara sem voru í bílnum að verðmæti 150 þúsund krónur. Ekki er vitað hver var þarna að verki. -EKÁ Formaður Bændasamtaka íslands: Segir offramleiðslu kjöts vera afleiðingu frelsisins Offramleiðsla á kjöti hérlendis und- anfarin misseri hef- ur leikið marga framleiðendur grátt og er bein afleiðing af frelsinu í kjúkinga- og svína- rækt, að mati for- manns Bændasam- taka íslands. Framleiðsla á svina- og alifuglakjöti hefur verið langt um- fram eftirspurn og hefur það haft veruleg áhrif á sölu á öðrum kjöt- vörum, svo sem á kinda- og nauta- kjöti. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, segir ljóst að menn horfi fram á fjöldagjaldþrot ef skynsemin fái ekki að ráða ferð- inni. „Verð er of lágt og þær greinar verða fyrstar til að fara þar sem fóð- urkostnaður vegna komkaupa er mestur. í svona lágu verði tapa þær greinar hraðar,“ segir Ari Teitsson og á þar fyrst og fremst við kjúklinga- og alifuglarækt. Hann segir að það sem raunveru- lega hafi gerst sé að enginn hafi spáð í þá sem í kringum þá starfa í þessum greinum. Allir hafi farið í að fjárfesta í uppbyggingu á sama tíma og áður en menn vissu af hafi verið komin bullandi offramleiðsla. Afleiðing frelsisins - Hvað með ábyrgð banka og ann- arra lánastofnana? „Auðvitað má segja að þeir hafi farið ógætilega. Hitt er annað mál að það eru mörg ár síöan það var ákveðið, og sérstök áhersla lögð á það hjá kjúklinga- svtnabændum, að þeir vildu vera frjálsir. Þetta er bara afleiðing af frelsinu. Algjört frelsi á svona markaði, þar sem fjárfesting- amar eru gerðar til 20 eða 40 ára, er mjög erfitt. Þetta er of lítill markað- ur og of hæg velta til að þetta sé hægt. Það gerði menn andvaralausa að mjög mikil aukning hefur orðið í sölu undanfarin þrjú til fiögur ár. Þá kom líka upp vandamál í kjúklingarækt í Svíþjóð sem olli því að við fengum ekki egg. Þá var orð- in vöntun á markaði hér sem gerði menn enn bjartsýnni. Það voru alls konar skammtímaskilaboð á mark- aði sem bæði fiárfestar og lánastofn- anir voru allt of andvaralaus fyrir.“ - Áttu von á því að kúfurinn hverfi af offramleiðslunni á næstu mánuðum? „Ég á von á því innan árs.“ - Þá hugsanlega með einhverjum gjaldþrotum? „Já, með skynsemi eða gjaldþrot- um,“ segir Ari og telur allra næstu mánuði skera úr um framhaldið fyr- ir marga framleiðendur. Hann segir þó að í kindakjöts- og nautgripa- kjötsframleiðslu sé ástandið ögn skárra. -HKr. Vorverk i Reykjavik! Það varglatt á hjalla þegar 20 manna þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman í Alþingisgaröinum í gærdag. Hér má sjá einn helsta sigurvegara kosninganna, Margréti Frimannsdóttur, fyrsta þingmann Suöurkjördæmis en Mörður Árna- son, nýr þingmaöur Reykvíkinga og Þórunn Sveinbjarnardóttir hlæja dátt. Til hægri faömast Bryndís Hlööversdóttir, þingflokksformaöur og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður undir vökulu auga Guömundar Árna Stefánssonar. Bændur óttast Þjorsapstiflur Tvær stórar stíflur í neðri hluta Þjórsár, skammt norðan þjóðvegar eitt mæta talsverðri andstöðu bænda á svæðinu en þeir funduðu með fulltrúum Landsvirkjunar í gærkvöld. Landsvirkjun ráðgerir að reisa allt tvær virkjanir á svæðinu, við Núp og Urriðafoss en með þessum virkjunum hyggst fyrirtækið mæta á hagkvæman hátt vaxandi orku- þörf í landinu, jafnt til almennra nota sem iðnaðar. Ólafur F. Leifsson í Bjömskoti sit- ur í minnihluta hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir Lista framfarasinna. Hann segir að ýmsir íbúar hafi töluverðar áhyggjur af afleiðingum þess að grunnvatns- staða sveitarinnar hækki við þessar virkjunarframkvæmdir og vilja að haft sé samráð við landeigendur. „Landið hér er nú frekar blautt og á vorin eigum við oft erfitt með að komast um túnin vegna bleytu, ekki síst ef það eru miklar leysing- ar. Ef grunnvatnsstaðan hækkar enn gæti skapast vandræðaástand og mun erfiðara um vik við öll vor- störf.“ Um 80 jarðir eiga land að virkjunarsvæðinu sem nær til sex hreppa beggja vegnaa Þjórsár. -GG Stuttar fréttir Göngum veröi flýtt BSnjóleysi liðins vetr- ar skapar hættu á þurrkum. Sveinn Run- ólfsson landgræðslu- stjóri telur að bændur íhuga að taka fé sitt Færri með HlV-smit Dregið hefur úr fiölda þeirra sem greinast meö HTV-smit hérlendis en aðeins einn hefur greinst með smit frá áramótum. Útvarp Suðuriands hætt Útsendingum Útvarps Suðurlands var hætt í gær. Útvarpiö bar sig ekki nægilega vel. Sinfónían selur miöa á Netinu Sinfóníuhljómsveit íslands hóf í gær að selja aðgöngumiða á Netinu - en það voru miðar á ABBA-tónleika sveitarinnar. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníunnar, og Sig- rún Eövaldsdóttir konsertmeistari festu kaup á fyrstu miðunum í gær - og voru þeir afhentir Bjarna Ár- mannssyni bankastjóra íslands- banka. Slóðin er sinfonia.is. Gistinóttum fjölgaði um 9% Gistinóttum fiölgaði i mars og töld- ust 9% fleiri en á sama tíma fyrir ári. Gistinætumar voru 69 þúsund og mest varð aukningin á Suðurlandi. Sveitarfélög sameinast íbúar Búöahrepps og Stöðvar- hrepps, sem hafa Fáskrúðsfiörð og Stöðvarfiörð innan sinna marka, samþykktu um helgina tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. Beygjuljós sett upp Ákveðið hefur verið að setja upp beygjuljós á mótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. Ljósin eru ætluð umferð um Kringlumýrarbraut og verða virk á kvöldin og um helg- ar. -aþ Næg verkefni Guöni Ágústsson og Halldör Ásgrímsson, forystumenn Framsóknarflokksins ganga af fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Sáttmálann fyrst Áhersla er nú lögð á að ljúka málefnasamningi nýrrar ríkis- stjórnar áður en samið verður um skiptingu starfa, samkvæmt heimildum DV. Samkvæmt þeim hefur Illuga Gimnarssyni, aðstoð- armanni forsætisráðherra, og Birni Inga Hrafnssyni, skrifstofu- stjóra Framsóknarflokksins, verið falið að semja drög að stjórnar- sáttmála. Ekkert hefur reynt á samninga um skiptingu starfa. Sjálfstæðismenn sem rætt hefur verið við telja líklegt að breyting- ar verði á ráðherraliði flokksins. Þá er talið hugsanlegt að ráðherr- um verði fækkaö. Talið er að komi fram kröfur frá framsóknarmönnum um aukinn hlut þeirra í ríkisstjórn verði vísað til þess að engar breytingar hafi verið gerðar við síðustu kosningar, þegar framsókn tapaði þremur úngmönnum. -ÓTG Fannst látinn Ungi maðurinn frá Blönduósi, sem lýst var eftir á mánnöag, fannst látinn skammt frá bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í gær- kvöld. Hann hét Viktor Guð- mundsson. Viktors hafði verið saknað frá því á laugardag. Um áttatíu björgunarsveitarmenn leituðu hans í gær og voru notað- ir hundar við leitina. í fréttaskýringu í blaðinu í gær var ranglega sagt að Álfheiður Inga- dóttir hefði náð kjöri til Alþingis sem jöfnunarþing- maður í Reykja- víkurkjördæmi norður í stað Áma Magnússonar ef Vinstrihreyfmgin - grænt fram- boð hefði fengið 114 atkvæðum meira á landsvísu í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hið rétta er vitaskuld að það hefði verið Atli Gíslason, 2. maður á lista flokks- ins í kjördæminu, en Álfheiður var í framboði í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.