Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 DV Fréttir Nýir þingmenn strax á launum. Fyrrverandi þingmenn fá biðlaun í 3-6 mánuði: Yfip 80 manns á þing- fararkaupi í sumar Átján nýkjörnir alþingismenn fóru á launaskrá strax fyrsta dag eftir kosningar sem þýðir að þeir fá sín laun reiknuð frá og með sunnudeginum 11. maí. Alþingis- menn eru 63 talsins en þar sem 18 þingmenn sóttust ekki eftir endurkjöri eða féllu í kosningun- um verða þeir hinir sömu á 3ja til 6 mánaða biðlaunum frá og með næstu mánaðamótum. Það þýðir að samtals 81 núverandi og fyrrverandi alþingismaður fær þingfararkaup, 438.777 krónur á mánuði, fram til 1. september. Til að forðast rugling skal því haldið til haga að ráðherrar, sem einnig eru alþingismenn, fá laun þar sem þingfararkaupið er inni- falið. Beinn kostnaður vegna bið- launa, án launatengdra gjalda, er um 38,2 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis fá þingmenn sem setið hafa allt að eitt kjör- tímabil á þingi biðlaun í 3 mán- uði. Þeir sem setið hafa lengur en eitt kjörtímabil fá hins vegar biðlaun í 6 mánuði. Biðlaun eru „strípað" þingfararkaup, eða 438.777 krónru: á mánuði. Þetta þýðir að fram til 1. september þiggur 81 þessa mánaðar- greiðslu. Þá fækkar þeim um 7 sem þýðir að 74 núverandi og fyrrverandi fá þingfararkaup til 1. desember. Fyrst eftir þann tíma verða 63 þingmenn á þing- fararkaupi, þ.e. að því gefnu að enginn dragi sig í hlé á tímabil- inu. Fyrrverandi þingmenn sem fá 3 mánaða biðlaun, eða samtals 1.316.331 krónu, eru: Ásta Möller, Kjartan Ólafsson, Adolf R. Berndsen, Sigríður Ingvarsdótt- ir, Árni Steinar Jóhannsson, Karl V. Matthíasson og Sverrir Hermannsson. Tveir hinir síð- astnefndu gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir sem eru á biðlaunum í 6 mánuði, eða til nóvemberloka, og fá samtals 2.632.662 krónur, eru: Katrín Fjeldsted, Arnbjörg Sveinsdóttir, Lára Margrét Ragn- arsdóttir, Guöjón Guðmundsson, Kristján Pálsson, ísólfur Gylfi Pálmason og Gísli S. Einarsson - einnig þau Páll Pétursson, Svan- fríður Jónasdóttir, Ólafur Örn Haraldsson og Sigríður Jóhann- esdóttir. Fjögur þau síðastnefndu gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. -hlh ísólfur Gylfi Gísli S. Pálmason. Elnarsson. Ásta Kjartan Adolf R. Möller. Ólafsson. Berndsen. Sigríöur Ámi Stelnar Karl V. Svanfríöur Ingvarsdóttlr. Jóhannsson. Matthíasson. Jónasdóttir. Páll Sfgríöur Sverrir Katrín Arnbjörg Lára Margrét Guöjón Ólafur Öm Kristján Pétursson. Jóhannesdóttlr. Hermannsson. Fjeldsted. Sveinsdóttir. Ragnarsdóttir. Guömundsson. Haraldsson. Pálsson. Fyrrverandi Þing- menn á biðlaunum: 3 mánuðir: Ásta Möller. Kjartan Ólafsson. Adolf R. Bemdsen. Sigríöur Ingvarsdóttir. Ámi Steinar Jóhannsson. Karl V. Matthíasson. Sverrir Hermannsson. 6 mánuðir: Katrin Fjeldsted. Arnbjörg Sveinsdóttir. Lára Margrét Ragnarsdóttir. Guðjón Guðmundsson. Kristján Pálsson. ísólfur Gylfi Pálmason. Gísli S. Einarsson. Páll Pétursson. Svanfríður Jónasdóttir. Ólafur Örn Haraldsson. Sigríður Jóhannesdóttir. Það er In efftir Alþingi - DV ræöir viö 12 þingmenn sem féllu út af þingi í kosningunum Tólf þingmenn náðu ekki endur- kjöri í alþingiskosningunum á laugardag. En hvert fara fyrrverandi þingmenn? Vill fara í mastersnám Ásta Möller var þingmaður Reykvíkinga og kveðst „engan veginn atvinnulaus. „Ég hef áhuga á aö halda áfram námi á heilbrigðissviði og fara í masters- nám hér heima,“ sagði Ásta í gær. „Ég er annars ekki hætt í pólitík og er fyrsti varaþingmað- ur,“ sagði Ásta. Er að leita sér að vinnu Ambjörg Sveinsdóttir hefur set- ið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1995. Hún hefur unnið marg- vísleg störf, m.a. við kennslu og verslunar- og skrifstofustörf. „Ég er aö leita mér að vinnu. Ég er náttúrlega varaþingmaður og þarf því að vera í góðu sambandi við mitt fólk,“ sagði hún. Ekkert í pípunum núna Guðjón Guðmundsson hefur set- ið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 1991. Hann hefur m.a. unnið við verslunarstörf á Akranesi og var lengi skrifstofustjóri Skipa- smíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts. „Ætli maður taki sér ekki bara gott frí og reyni svo að átta sig á hlutunum. Það er allavega ekkert í pípunum núna,“ sagði hann. Er fullur bjartsýni Kristján Pálsson var í sérfram- boði fyrir þessar kosningar en hann hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 1995. „Ég er í fullu fjöri og við góða heilsu og það er nánast allt milli himins og jaröar sem kemur til greina. Það gæti komið til greina að fara út í viðskipti. Ég hef víö- tæka reynslu sem þingmaður til átta ára, sem bæjarstjóri, útgerð- armaður og sjómaður, þannig að ég tel mig geta tekist á við nánast hvað sem er,“ sagði Kristján. Ætlar að sinna fjölskyldunni Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagðist ekkert vera farin að spá í nýja vinnu en hún hefur set- ið á þingi frá 2001. Hún er með skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip og stundaði einnig nám við Kennaraháskóla íslands. „Ég ætla að taka mér góðan tíma í að hugsa málið. Ég ætla fyrst og fremst að sinna fjölskyld- unni minni en hún hefur verið virkilega vanrækt undanfarið," sagði Sigríður. Hef engar áhyggjur af vinnu „Ég anda nú alveg rólega þessa vikuna," sagði Ámi Steinar Jó- hannsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en hann hefur setið á þingi fyrir þá síðan 1999. „Ég fer að athuga minn gang en ég hef engar áhyggjur af vinnu. Ég hef tekið mér ýmislegt fyrir hend- ur um ævina - meðal annars ver- ið garðyrkjustjóri og landslags- arkitekt. Það getur vel verið að ég snúi mér að einhverju slíku,“ sagði Árni Steinar aö lokum. Tekur til við læknisstörfin Katrín Fjeldsted læknir var í gær að fjarlægja pappíra sína af skrifstofunni í þinginu - saman- safn eftir þingmennsku í 4 ár og varaþingmennsku í önnur fjögur. „Fram undan er að sinna fjöl- skyldunni. Ég geri ráð fyrir að sinna minni sérgrein á næst- unni,“ sagði heimilislæknirinn. Verkefni upp fyrir haus „Já, ég er nú fallinn - með fjóra komma níu, eins og sungið var um árið,“ sagði Adolf H. Berndsen framkvæmdastjóri sem sat á Alþingi í þrjá mánuði í vet- ur þegar Vilhjálmur Egilsson flutti til Ameríku. „Þetta var skemmtilegur og áhugaverður tími og nú er hann liðinn. En ég á í fyrirtæki sem selur frosinn fisk hér á Skaga- strönd og hef nóg að sýsla.“ Gott líf eftir Alþingi „Það er mikið og gott líf eftir Alþingi,“ sagði Lára Margrét Ragnarsdóttir sem nú lætur af þingi eftir 12 ára þingsetu. „Ég hef ekki ákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur núna, þegar ég fer af þingi, en það geri ég inn- an skamms. Hins vegar ber ég engan kvíðboga fyrir framtíð- inni,“ sagði Lára Margrét. Aftur í steypuna Kjartan Ólafsson, sem tók við þingmennsku af Áma Johnsen j ágúst 2001, náði ekki inn á Alþingi. Hann hélt rakleiðis til Frakklands á iðnaðarsýningu eftir kosningamar en hann mun taka að nýju við framkvæmdastjórastööu sinni hjá Steypustöð Suðurlands sem harm hefur stýrt um árabil. Skoða hvernig landiö liggur „Til að byrja með ætla ég að skoða hvernig landið liggur," segir ísólfur Gylfi Pálmason, fallinn þingmaður Sunnlendinga. Hann segir að ekki þýði að óttast atvinnuleysi. „Það eru fleiri en alþingis- menn sem búa ekki við algert at- vinnuöryggi, maður sér þetta um allt í þjóöfélaginu, það er svo mikil gerjun. - Ég missti starfið, það munaði litlu, en nógu,“ sagði Isólfur Gylfi. Strax farinn að vitja neta Gísli S. Einarsson alþingismað- ur var ekkert að tvínóna eftir að þingmennsku lauk. Hann var í gær kominn út á sjó til að vitja grásleppuneta. Blaðið hafði þær fréttir af Gísla að netin hefðu lent í þungum sjó og fyllst af skít. Bátur Gísla er Gári AK 5. -EKÁ/JBP Panta á netinu: www.smaar.is dv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.