Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 I>V Fréttir Tvískiptur maður Vuk Janackovic er vörubílstjóri og kemur alla leið frá Belgrad þar sem hann á konu og tvær dætur. Hann skiptir árinu i tvennt milli íslands og Júgóslavíu og líkar vel að vinna hér. Vistarverur fólksins Til Kárahnjúka eru að ber- ast sendingar, meöal ann- ars framtíðarvistarverur verkafólksins. Hér eru ein- hver mannvirki á leiðinhi á sinn stað eystra á fimmtu- daginn. Samtaka nú Smiðirnir eru aö vinna ýmsa undirbúningsvinnu í hrjóstrugu landslaginu eystra. Samtaka nú, segja þeir og vinna sín verk eins og einn maður. Erum hin nvia stétt farand- verkamanna sem Bubbi söng um - segja strákarnir sem vinna að undirbúningi virkjunar við Kárahnjúka Þau gríðarlegu viðbrögð sem orðið hafa við auglýs- ingu um störf við fyrirhug- aða Kárahnjúkavirkjun hafa sannarlega komið mörgum á óvart. Koma umsóknimar alls staðar að en íbúar á svæðinu frá Bakkafirði til Hornafjarö- ar munu þó ganga fyrir störfunum að öllu jöfnu. Þrátt fyrir að nú fari at- vinnuleysi í fjórðungnum minnkandi voru 209 á at- vinnuleysisskrá í maíbyij- un, 88 karlar og 121 kona. Umsóknarfrestur um þau störf sem í boði eru rann út um helgina. Um 3000 manns sóttu um tæp- lega 200 störf. Bíða vafa- laust margir spenntir eftir svari um hvort þeir fái að starfa á virkjunar- svæðinu. Eflaust eru þeir margir sem þekkja slíka vinnu en aðrir sjá kannski meiri ljóma í kringum hana en raunin er. DV brá sér til Kárahnjúka til aö heyra hljóðið í þeim sem þar eru nú, meðal annars við undirbúning fyrir væntanlegar vinnubúöir hjá Impreg- ilo. Vinna oft við erfiðar aðstæður Strákamir sem fyrstir urðu fyrir svörum sögðu vissulega skipta miklu máli hvemig mórallinn, vinnuaðstað- an og stjómunin væri. Ör endumýj- un væri í þessum geira. Margir ent- ust ekki lengi og sumir tækju rútuna einfaldlega til baka samdægurs. Menn birgðu sig hreinlega upp fyrir slíkt úthald því engin er sjoppan, pöbbinn eða verslunin svo langt uppi á fiöllum. Það mættu vera fleiri stelp- ur héma sagði einn þeima félaga. Greinilega var þó stemningin inn- an þessa hóps góð og menn ánægðir með sína vinnuveitendur. Vissulega er þetta vinna og aftur vinna, oft við erfiðar aðstæður. Vinnudagurinn hefst klukkan 7 að Bílstjórn og hússtjórn Kristín er hörkuduglegur bílstjóri með hússtjórnarpróf að auki. Þeir voru ekki tengi aö ráða hana til vinnu í Kárahnjúkum. morgni og lýkur klukkan 7 að kvöldi. Sögðust strákamir gjaman vilja vinna meira þar sem þeir hefðu ekk- ert við 12 tíma hvíld að gera. Stefán smiður í framboði En auövitað varð ekki hjá því kom- Kosningahamur Oddur var f miklum ham fyrir kosn- ingarnar - í barmi sér bar hann stoltur merki sjálfstæðismanna. ist að hitta einhveija á pólitísku nótunum og inni í eldhúsi sátu þeir yfir kvöldkaffmu félagamir Bragi Björgvinsson, bóndi úr Jökuldal, Páll Pálsson, hunda- og hestaræktandi úr Þykkvabænum, og Sig- urjón Pálmason, fy. bóndi í Skagafirði. „Ja, við erum þessi nýja stétt farandverkamanna sem Bubbi söng um. Þá var fiskur í landinu en nú eru tímamir breyttir og maður sækir vinnu þar sem hana er að fá,“ segja þeir Bragi og Páll, en þeir hafa áður unnið saman og þá við fiskinn. „Við Bragi unnum sam- an á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði árið 1991. Þá var nóg að gera þar,“ segir Páll og heldur áfram: „Nú er þetta allt unnið úti á sjó og selt í gegnum tölvu.“ „Ég var 12 ár til sjós og hrökklað- ist í land út af þessu kvótakerfi. Það vom búnir að vera sjómenn í ættinni langt fram í ættir en ég sleit síðan keðjuna. Á miðri vertíð var kvótinn seldur og þá varð maður atvinnulaus. Útgerðarmennimir þurftu að skella sér til Kanarí. Svo var farið í kvóta- leigu sem þýddi að það þurfti að fiska þrisvar sinnum meira til aö hafa sömu tekjur,“ sagði Páll. Varðandi pólitíkina sögðust þeir báðir hafa verið sjálfstæðismenn en nú væri orðin breyting þar á. Ekki var Oddur Eyfjörð frá Hellu á sama máli. Hann sagðist ánægður með ríkisstjómina. „Erum við ekki að byggja hér virkjun?" spurði hann. Jú, vissulega em kosningamar ofarlega í huga þeima, svo ofarlega að Odd hafði dreymt um nóttina að hann Stefán smiður væri kominn í framboð. „Já, mig dreymdi að Stefán væri að bjóða sig fram. Hann mátti ekkert vera að því að aðstoða mig og stóð DV-MYNDIR HAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR Kvöldkaffi og pólitík Þeir Bragi, Páll og Sigurjón sátu yfir kvöldkaffinu í fjallakyrrð Kárahnjúka og skeggræddu um pólitík og flokka sem þeir hugðust snúa baki við nú. bara með hamarinn og rauk á fund!“ sagði Oddur og sýndi mér ánægður X-D-merkið sem hann skartaöi í vinnunni. „En ef nóttin hefði verið lengri hefði ég kosið Stebba,“ sagði Oddur sem strákamir kölluðu sín á milli algjöra perlu. Bílstjóri með hússtjórnarpróf Kristín Dís Kristjánsdóttir frá Þor- lákshöfii var nýkomin til þeirra Am- arfellsmanna. Sagði hún það fyrst og fremst fjallaþrána og vissa ævintýra- mermsku sem hefði rekið sig þangað. „Ég sá grein í DV um lífið við Kárahnjúka og fékk þar með hug- myndina. Mig langaði að breyta til þar sem ég hef alltaf unnið við fisk,“ sagði Kristín. Kristín er með meiraprófið, auk þess sem hún er útskrifuð úr hús- stjómarskóla. „Um leið og ég sagði frá því að ég væri vörubílstjóri með hússtjómar- skólapróf var ég ráðin. Get hlaupið í eldhúsið þegar á þarf að halda. Mér líst mjög vel á mig hér og það var tek- ið vel á móti mér,“ sagði Kristín. Vuk Janackovic er vömbílstjóri frá Belgrad. Hann hefur síðastliðin ár unnið hjá Amarfelli yfir sumartím- ann, eða 6 mánuði hérlendis og 6 mánuði heima, þar sem hann á konu og 2 dætur. Hann var alsæll með ver- una hér á landi. Fjarri þægindunum Já, hópurinn kom úr öllum áttum og óhætt er að fullyrða að það er ekki fyrir hvem sem er að vinna við slík- ar aðstæður. Án efa eiga einhveijir umsækjendur, sem hafa rennt algjör- lega blint í sjóinn, eftir að fá eilítið áfall varðandi hvað það er að vinna svo langt fjarri flestum þeim þægind- um sem í hugum flestra er daglegt brauð. Við Kárahnjúka er einfaldleik- inn í fyrirrúmi hvað slíkt varðar og það að vera sjálfum sér nógur og kunna að taka tillit til náungans greinilega það sem skiptir mestu máli. En þaö er alltaf jafnskemmti- legt að heimsækja þá farandverka- mennina á fiöllum, enda gestrisnin þeim greinilega í blóð borin. Viður- kenni ég þó fyrir sjálfri mér að ég myndi sennilega ekki geta verið fiami heimili mínu né nútímaþæg- indunum nema í mjög skamman tíma ... sennilega ekki gott efni í þessa nýju tegund farandverka- manns sem Bubbi söng um ... -HEB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.