Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 I>V 9 Fréttir Hálf-ekkillinn syrgir horfinn persónuleika - segir Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur Sorg á efri árum er umræðuefni málþings í Bústaöakirkju á morgun, fimmtudag, kl. 16-19. Það er ætlað al- menningi. Meðal þeirra sem þar leggja til eftii er Berglind Magnús- dóttir sálfræðingur. Erindi hennar heitir „Hálf-ekkjur. Hálf-ekklar.“ DV hitti hana á vinnustað sínum í vik- unni og spurði hana hvað hún ætti við. „í þessari umræðu er átt við maka þeirra sem eru með heilabilunarsjúk- dóma, til dæmis alzheimer. Þetta fólk er að missa maka sinn hægt og hægt og fer í gegnum sorgarferli en gerir sér ekki alltaf grein fyrir því sjálft. Það upplifir frekar reiði sem er oft fylgifiskur sorgarinnar. Þegar fólk missir makann í gröfina þá veit það að slæma líðan sína má rekja til þess. Það er einfaldlega lika að syrgja þeg- ar makinn fiarlægist það smátt og smátt og slíkar tilfinningar eru full- komlega eðlilegar," segir hún. Fær ekki næga samúð Berglind starfar hjá Sálfræðiþjón- ustu LSH, öldrunarsviði - nánar til- tekið á Landakoti. Þar fær hún til sín aðstandendur þeirra sem þjást af heilabilun, bæði í einkaviðtöl og stuðningshópa sem hún hefúr skipu- lagt ásamt félagsráðgjafa. „Fólk kem- ur til okkar í 6-7 skipti. Þar ræðum við álagsþætti sem oft hijá það, dep- urð, kvíða, einmanaleika, pirring, reiði og sektarkennd, plús langvar- andi þreytu. Þetta er fyrirbyggjandi starf því ef við getum hjálpað að- standandanum náum við oft að fresta því að sjúklingurinn fari inn á stofn- un og að makinn verði hreinlega sjálfur sjúklingur,“ segir Berglind. Hún segir skilning á líðan þessa fólks ekki nægan í samfélaginu. Það fái ekki þá samúð sem það eigi skilið og þarfnist. Margir hugsi „Hva, þetta er bara eðlilegt. Maðurinn er orðinn fullorðinn og hún mundi hvort sem er missa hann fljótlega." Húmorínn farínn Berglind segir sorgina oft mesta hjá makanum á fyrri stigum sjúk- DV-MYND SIG. JOKULL Sálfræðingurinn „Ef viö getum hjálpað aöstandandanum náum viö oft aö fresta því aö sjúklingurinn fari inn á stofnun og aö makinn veröi hreinlega sjálfur sjúklingur, “ segir Berglind. dómsins og lýsir því nánar. „Per- sónuleiki sjúklingsins breytist. Mak- inn er að missa þessa nánd sem hann hefur búið við, innileika og blíðu. Hann þarf þess í stað að sinna frum- þörfum sjúklings, eins og klósettferð- um, og gæta þess að hann fari sér ekki að voða. Þetta er mikið álag - annars vegar að upplifa allar tilfinn- ingamar sem fylgja sorginni og lika að standa í umönnun, kynnast þess- um nýja einstaklingi og takast á við nýja hegðun hans. Hugsum okkur hjónin Jón og Gunnu. Jón var ljúfur og þolinmóður og mikið snyrtimenni en er nú pirraður og uppstökkur og sinnulaus um útlitið. Húmorinn er farinn. Fræðimaðurinn lítur ekki í bók. Um leið og verið er að syrgja þennan horftia persónuleika þaif að aðlagast þeim nýja og mæta áður óþekktum einkennum." Efast um eigín dómgreind „Þessi missir er allt öðruvísi en dauðinn," segir Berglind og heldur áfram: „Hann er ekki viðurkennd- ur af því makinn er til staðar og ut- anaðkomandi afneita oft einkenn- unum. „Hva, hann talaði nú við mig í símann í gær og var svo hress,“ segir það. Þá fer makinn að efast um eigin dómgreind og hugsa: Það er líklega bara ég sem' er að verða eitthvað skrýtinn. Hann er i sorgarástandi og honum hættir mjög til aö einangrast. Tilgangur- inn með stuðningshópunum er sá að fólk deili reynslunni og læri að takast á við vandann. Finni að það sé skilningur fyrir líðan þess. En við erum ekki bara að draga upp sorgina heldur líka að hjálpa fólki að sjá hluti sem það getur átt sam- eiginlega með makanum, þrátt fyr- ir allt. Það eru einir 130 einstaklingar sem hafa farið í gegnum stuðnings- hópa hjá okkur og sumir halda áfram að hittast. Þannig berum við ábyrgð á einhverri kaffidrykkju á Hótel Borg og erum afskaplega ánægð með það.“ -Gun. Lækningamiðill í herferð á íslandi í óþökk landlæknis: Haltip sagöir ganga, dauf- ir heyna og blindir fá sýn Sigurður Guðmundsson. Gunnar Þorsteinsson. Svokallaður I lækningamiðill, Charles Ndifon, var með stórsamkomu í Austurbæ í gær- kvöld á vegum Krossins og er þetta í þriðja sinn sem I hann er með „lækn- ingaherferð" hér á landi eins og það er kallað í auglýsingu í fiölmiðlum. Þar er sagt í fyrirsögn með [upphrópunum: Haltir ganga! - Daufir heyra! - Blindir fá sýn! | Haldnar verða sex samkomur í Aust- urbæ og fiórar morgunsamkomur í Krossinum. í febrúar gagnrýndi landlæknir harð- lega samkomuhald þessa manns og kallaði þær lýðskrum. Engin lög hér á landi banna þó slíkt samkomu- hald. í febrúar var Charles Ndifon með samkomur í Vetrargarðinum í Smáralind og fullyrt er að þar hafi fiöldi manns læknast. Þá er einnig sagt í heilsíðuauglýsingu í Morgun- blaðinu á mánudag að staðfestar hafi verið margar lækningar miðils- ins annars staðar á Norðurlöndum. íslendingar virðast trúa staðfastlega á kraftaverkamátt miðla á borð við Charles Ndifon ef marka má aðsókn að samkomum hans. Lýðskrum af verstu tegund Sigurður Guðmundsson land- læknir sendi Gunnari Þorsteins- syni, forstöðumanni Krossins, Högna Valssyni, forstöðumanni Vegarins, og Verði Leví Trausta- syni, forstöðumanni Fíladelfíu, bréf þann 6. febrúar vegna Charles Ndi- fon. Þar er þaö harðlega átalið að lofað sé lækningu á ýmsum mjög al- varlegum sjúkdómum á borð við krabbamein og alnæmi, svo að dæmi séu nefnd. Til embættisins hafi einnig borist ábendingar um að sjúklingar hafi hætt töku nauðsyn- legra lyfia eftir þessar samkomur og hlotið af því heilsutjón. - „Öll loforð eða heit um að unnt sé að lækna sjúkdóma á borð við þá sem að ofan voru nefndir á samkomum af þessu tagi er einfaldlega lýðskrum af verstu tegund. Þeir sem fyrir slíkum falsloforðum standa hljóta því að bera nokkra siðferðilega ábyrgð gagnvart fólki í neyð vegna alvar- legra sjúkdóma," sagði landlæknir m.a. í bréfinu. Guðfræði landlæknis er vitlaus Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður í Krossinum, segir töluvert af læknisfræðilega staðfestum lækn- ingum Charles Ndifon fyrirliggjandi í löndunum í kringum okkur. Hér hafi fólk vitnað um slíkt en ekki hafi reynst unnt að fylgja því eftir til að fá það staðfest. Eigi að síður er slíkt fullyrt í auglýsingunni. Slíkar staðfestingar liggi þó fyrir um fiölda atvika í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndunum. - Hvað með gagnrýni landlæknis? „Landlæknir er mikill sómamað- ur og hans læknisfræði ágæt en hans guðfræði er vitlaus." - Fer það ekki alveg saman? „Nei, og ég held að það sé eðli- legra fyrir hann að haída sig við læknisfræðina og láta okkur um hitt.“ - Þið gefið þá ekki mikiö fyrir þessa gagnrýni? „Þessar yfirlýsingar landlæknis um það að Guð lækni ekki menn eru bara fáránlegar. Það er öll kristin kirkja á íslandi hlessa á þessari yf- irlýsingu og það er alveg sama hvar í flokki menn standa." - Hefur landlæknir farið fram á að þið leggið fram læknisfræðilegar sannanir? „Hann hefur ekki farið fram á það en hann getur fengið þær ef hann vill. Ef hann nennir að kynna sér málið þá get ég lagt á borðið haug af staðfestum lækningum og krafta- verkum," segir Gunnar Þorsteins- son. Samkvæmt upplýsingum frá Charles Ndifon og Gunnar Þorsteinsson í Austurbæ í gærkvöld Lækningamiöillinn er sagöur í herferö hér á landi til aö lækna íslendinga af margs konar alvarlegum kvillum sem læknavísindin ráöa lítt eöa ekki viö. Landlæknisembættinu í gær hafa ekki verið lagðar fram neinar sann- anir um kraftaverkalækningar Charles Ndifon þrátt fyrir að eftir því væri leitað. -HKr. ■ AÐEINS í DAG: ' i,’ I McHamborgari/ McOstborgari Listaverð: 159/179,- kr. I LYST 8888 Kringlan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.