Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 DV REUTERSMYND Ruglingur í Argentínu Enn er allt á huldu um hvort Carlos Menem, fyrrum Argentínuforseti, taki þátt í síöari umferö forsetakosn- inganna um komandi helgi. óljóst hvort Menem verður meö eður ei Mikil óvissa ríkir í Argentínu um hvort Carlos Menem, fyrrum forseti, ætli að taka þátt í síðari umferð forsetakosninganna um næstu helgi eftir að aðstoðar- menn hans voru ekki samstiga í yfirlýsingum sínum. Einn aðstoðarmaður sagði að Menem hefði ákveðið að keppa ekki við Nestor Kirchner í síðari umferðinni en annar sagði að for- setinn fyrrverandi myndi taka slaginn. Þá sögðu enn aðrir að Menem hefði ekki enn tekið end- anlega ákvörðun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Kirchner mun meira fylgis. Nýs forseta Argentínu bíður mikið verk að rétta við efnahags- lífið sem hefur verið í kaldakoli um alilangt skeið. Mesta umferðin frá Rússlandi til Þýskalands Forvamarmiðstöð Sameinuðu þjóðanna gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi hefur komist að þeirri niöurstöðu að flest fómarlömb mannsals koma frá Rússlandi og að Þýskaland sé vinsælasti áfangastað- urinn. Oftar en ekki eru þessi fórn- arlömb konur sem eru látnar vinna í vændishúsum þar sem þær mega sæta ofbeldi auk þess sem vegabréf þeirra er tekið af þeim. Á eftir Þýskalandi em vinsælustu áfangastaðimir Bandaríkin, Ítalía, HoOand, Japan, Grikkland, Indland, Taíland og Ástralía. Vap JFK kokainfíkil? George Jacobs, bílþjónn stórsöngvarans Franks Sinatra árin 1953 til 1968, mun á næstu vikum gefa út bók sem hann skrifaði um árin sín hjá Sinatra. Heitir bókin Mr. S en margt fróðlegt kemur fram í henni. Meðal þess er sú staðhæfing að John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hafi á síðari hluta 6. áratugarans, stundað það ásamt mági sinum, leikaranum Peter Lawford, að neyta kókaíns. „Fyrir bakið mitt, George,“ á Kennedy að hafa sagt við Jacobs þegar hann var í fyrsta sinn vitni að þessu, furðu lostinn. Risastór fjöldagröf fundin í írak: Talið að fimmtán þús- und lík liggi þar grafin írakar hafa uppgötvað það sem talið er vera einhver stærsta tjöldagröfm sem fundist hefur frá því Saddam Hussein og stjórn hans var steypt af stóli fyrir rúm- um mánuði. Fréttaritari breska ríkisút- varpsins BBC segir aö líkamsleif- ar aUt að þrjú þúsund hafi fundist til þessa og að lík allt að fimmtán þúsund manna kunni vera í gröf- inni. Gröfin fannst í litla þorpinu al- Mahawil, um það bil 90 kílómetra suður af írösku höfuðborginni Bagdad. Talið er að þarna séu meðal annars grafin lík pólitískra fanga sem voru drepnir eftir upp- reisn síta gegn Saddam 1991. Megnan óþef leggur upp úr fjöldagröfmni og að sögn BBC sögðu bandarískir landgönguliðar sem heimsóttu staðinn að þetta væri eins og að horfa inn í helvíti. REUTERSMYND Líkamsleifar skoðaöar írösk kona skoöar líkamsleifar sem fundust í risastórri fjöldagröf suöur af Bagdad. Þúsundir manna voru grafnar þar í stjórnartíö Saddams. „Þetta er bolurinn minn sem Jaafar bróðir minn fékk oft lánað- an,“ sagði írakinn Ali Mekki þar sem hann dró brúnan bol upp úr plastpoka sem í voru mannabein og hauskúpa og annar fatnaður. „Ég held að þetta sé bróðir minn sem saknað hefur verið frá 1991.“ Flestar beinagrindumar eru í borgaralegum fótum en sumar virðast vera í búningum hersins. Allt frá því Saddam var steypt af stóli hafa írakar, sem segjast hafa orðið vitni að fjöldaaftökum í afskekktum héruðum landsins, að- stoðað við að finna fjöldagrafir í Najaf, Basra, Babýlon og víðar. Mannréttindasamtökin Am- nesty International hafa sagt að þau hafi á síðastliðnum tuttugu árum safnað upplýsingum um sautján þúsund mannshvörf í írak en að raunverulegur fjöldi kunni að vera miklu meiri. Svínagríma Félagar í dýravinasamtökunum PETA dreiföu til borgara Sydney í Ástralíu þessum forláta andlitsgrímum, eins og íbúar á þeim svæöum þar sem HABL-bráöalungnabólgan er hvaö skæöust bera dagsdaglega, en þó meö mynd af svíni. Fréttir hafa borist þess eölis aö veiran hafi uþþhafiega komiö frá svínabúi i Kína og vildu samtökin meö þessu vekja athygli á illri meöferö svína i Asíu. Málefni fraks í brennidepli er CoHn Powel sækir Rússland hekn Bandaríski utanríkisráðherrann, Colin Powell, flaug í morgun frá Ri- yadh til Moskvu til viðræðna við þarlend stjómvöld. Þetta er sjötta stoppið hans í ferðalagi sínu um Miðausturlönd og Evrópu þar sem friðaráætlanir í írak og ísrael eru of- arlega á baugi sem og loforð Banda- ríkjastjómar um að koma ríkis- stjóm heimamanna í írak í gagnið. í gær heimsótti Powell þá staði sem urðu hvað verst úti í sprengju- tilræðunum aðfaranótt mánudags en samkvæmt nýjustu fréttum urðu þau minnst 29 manns að bana. Meðal þess sem Powell mun ræða við rússnesk stjómvöld er umræða Öryggisráðs SÞum tillögu Banda- ríkjamanna að samþykkt sem gæti leitt til þess að viðskiptaþvingunum gegn írak verði aflétt. Gangi þaö eft- REUTERSMYND Powell í Rlyadh Colin Powell var í Riyadh í gær og virti fyrir sér verst útleiknu svæöin. ir er Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra frjálst að selja olíu sem framleidd er í landinu án þess að alþjóðlegt eftirlit verði með því hvemig hagnaði þeirra sölu er ráð- stafað. Rússar eru andsnúnir slíkum samþykktum sem veita Bandaríkja- mönnum svo mikið vald og vilja þeir að vopnaeftirlitsmenn SÞ verði aftur sendir til íraks til að staðfesta að . engin gereyðingarvopn sé að finna í landinu. Þá er einnig búist við því að ná- grannar íraka, íran, verði gerðir að umræðuefni á fundinum í Moskvu. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að íranar séu að reyna að framleiða kjamorkuvopn sem yfir- völd í Tehran neita af mikilli stað- festu. EMB Vilja skoða Beriusconi á ný Spænskir sak- sóknarar vilja að æðsti dómstóll landsins fari aftur fram á það við ítölsk dómsmálayf- irvöld að þau rannsaki meint skattsvik Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítaiíu, á Spáni eða gefa spænsk- um dómstólum grænt ljós á að hefja eigin rannsókn. Gengur á eldsneytisbirgðir Víða i Færeyjum er farið að ganga á bensín- og olíubirgðir þar sem ekkert eldsneyti er keyrt út vegna verkfallsins í eyjunum. Milljón út á göturnar Rúmlega ein milljón manna tók þátt í fjöldagöngum í borgum og bæjum Frakklands í gær þar sem mótmælt var áformum stjórn- valda um breytingar á eftirlauna- kerfinu. Verkfóli lömuðu allar samgöngur og skólastarf. Lungnabólgan á geðspítala Hugsanlegt er talið að bráðalungnabólga hafi borist inn á stærsta geðsjúkrahús Singapúr og er það talið veikja vonir manna um að tekist hafi að hefta útbreiðslu veikinnar. Frakkar styðja Fischer Franskir ráða- menn lýstu í gær yfir stuðningi sín- um við Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýska- lands, sem kandí- dat í starf utanrík- isráðherra Evr- ópusambandsins en líklegt þykir að það embætti verði búið til. fltylla til árásar Norður-kóresk stjórnvöld sögðu í morgun að ákvörðum Banda- ríkjamanna um að hafa þau áfram á lista yfir stuðningsmenn hryðjuverka væri bellibragð sem nota ætti sem átyllu til árásar. Norskir vilja NATO-stjóra Kjell Magne Bondevik, forsæt- isráðherra Noregs, sagði í gær að hann myndi lýsa yfir stuðningi sín- um við landvarna- ráðherra sinn, Kristinu Krohn Devold, í embætti framkvæmda- stjóra NATO þegar hann heim- sækir Bandaríkin, Bretland og Frakkland síðar í mánuðinum. Blair vill ekki birta Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vísaði í gær frá sér kalli um að birta lögfræðiálit það sem hann fékk vegna stríðsað- gerðanna í írak. Þrír drepnir á Gaza ísraelskir hermenn á Gaza drápu þrjá palestínska öryggis- verði í skotbardaga í nótt og særðu tugi manna í öðrum átök- um í flóttamannabúðum. Ljóst þykir aö friðarumleitanir hafa lít- il áhrif á hversdagsofbeldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.