Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Siija Aöaisteinsdóttir silja@dv.is Unnendur listdans fjöl- menntu á afmœlissýningu ís- lenska dansflokksins þann 8. maí og áttu yndislega kvöld- stund í Borgarleikhúsinu. Sátu áhorfendur ýmist tárvot- ir eða skellihlæjandi undir upprifjunum dansaranna á hápunktum sýninga frá und- anförnum árum, allt frá broti úr Afstand eftir Ed Wubbe frá 1986 og hinni ofurvinsœlu Ég vil dansa við þig (1987) til Through Nana’s Eyes eftir Itzik Galili sem frumsýnt var í ársbyrjun 2002. Tekið skal fram undir eins að tvær sýn- ingar verða í viðbót, 15. og 18. maí. Um kroppinn fóru hlýjar kenndir og straumar við að horfa á og minnast. Ekki síst vöktu brotin úr La Cabina eftir snillinginn Jochen Ulrich unaðstilfinningar. Á þeirri tímamótasýningu árið 1997 var ljóst að nýir tímar voru runnir upp hjá íslenska dansflokknum og ekk- ert yrði aftur samt. Dirfskan og glæsileikinn létu í sameiningu loft- ið titra í áhorfendasal Borgarleik- hússins, enda hafði þá verið tekin endanleg ákvörðun um að láta flokkinn einbeita sér að nútíma- dansi. Skráð á myndbönd í brotunum úr La Cabina á af- mælissýningunni var ljóst að ekk- ert hafði gleymst á sex árum, og því er freistandi að byrja á að spyrja Katrínu Hall, listrænan stjórnanda íslenska dansflokksins, hvernig dansar geymist. DV-MYND GVA Katrín Hall, listrænn stjórnandi ís- lenska dansflokksins Þaö er ekki sjálfgefiö aö fá aö sýna verk eftir þessa þungaviktar- danshöfunda sem hingaö hafa komiö, jafnvel sérsamda dansa. Þaö segir mikið um flokkinn. ur eftirtekt erlendis að hér, í þessu litla og fámenna samfélagi, skuli vera dansflokkur, rekinn af slíkum metnaði. íslenski dans- flokkurinn hefur náð að setja mark sitt svolítið á evrópska dansheiminn, náð nokkurri fót- festu þar og fengið að vinna með frábærum danshöfundum. Það er ekki sjáifgefið að fá að sýna verk eftir þessa þungaviktardanshöf- unda sem hingað hafa komið, jafnvel sérsamda dansa. Það seg- ir mikið um flokkinn. Og dansar- arnir okkar eiga auðvelt með að fá vinnu erlendis - sem er nauð- synlegt fyrir þá. Það er gott að þeir hleypi heimdraganum og komi reynslunni ríkari til baka. Líka er gaman fyrir áhorfendur að sjá nýja og nýja dansara. Það þarf að vera hreyfing þegar flokkurinn er svona lítill." Stutt en æðislegt Það sem nú er á döfinni og mun breyta ásýnd íslenska dans- flokksins til muna á næsta ári er samkomulag milli Listdansskóla íslands og íslenska dansflokks- ins. Þá verða nemendur á síðasta ári í Listdansskólanum í starfs- námi hjá Dansflokknum. „Þetta verða átta eða tíu nem- endur sem þá munu starfa með okkur,“ segir Katrín. „Mig dreymdi um einhvers konar sam- starf frá upphafi en það tekur Mikilvægt aö njóta andartaksins - af því ævi dansarans er svo stutt. En danslistin er löng „Áður fyrr voru klassísku verkin skrifuð nið- ur eins og nótur,“ svarar hún. „Þá voru sporin stööluð og einfalt að skrá þau. En á okkar tæknitímum notum við myndbönd. Öll verk eru geymd á myndböndum, tekin í heild á eina vél. Þegar vel árar og við eigum fyrir því þá tökum við líka nærmyndir og vinnum inn í heildina, það er meira gaman að horfa á unnið myndband og skemmtilegra að senda slíkt efni til kynningar erlendis.“ Þegar flokkurinn varð 25 ára fékk hann að gjöf frá Þjóðleikhúsinu hluta myndbandasafns- ins sem þar var til frá því að Dansflokkurinn var þar til húsa. Sem kunnugt er tluttist hann ekki upp í Borgarleikhúsið fyrr en 1997. Elstu verk flokksins eru þó ekki í þessu safni. Helsta von um heimild um eldri verk á myndböndum gæti verið hjá sjónvarpinu. Ekki bara óskiljaniegheit - Hvernig fannst þér að sitja úti í sal á afmæl- ishátíðinni? Katrín hugsar sig um stutta stund og segir svo: „Ég skemmti mér bara mjög vel, þó er í rauninni erfiðara að sitja úti í sal eftir allan þennan undirbúning en vera þátttakandi á sviðinu, því þar geturðu þó gert eitthvað! En mér leið vel af því ég fann fyrir hlýju í kring- um mig og að fólk skemmti sér mjög vel. Við renndum nokkuð blint í sjóinn með þessa sýn- ingu; það er erfitt að setja saman svona brot og ná einhverri heildarmynd, einhverri hrynjandi - halda uppi dampi í klukkutíma með svona stuttum brotum." - Finnst þér sýningin gefa rétta mynd af for- tíðinni? „Nei, það gerir hún auðvitað ekki, enda kannski ekki beint tilgangurinn. Við urðum að stikla á stóru og slepptum þannig mörgum eft- irminnilegum verkum. Ég valdi hluti sem mér fannst henta flokknum núna og auðvitað eru ákveðnar forsendur á bak við val hvers þessara brota. Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur er til dæmis það verk sem við höfum ferðast mest með, Af mönnum er afar fallegt verðlaunaverk Hlífar Svavarsdóttur sem eldist reglulega vel - það varð að hafa í huga líka. Af- stand eftir Ed Wubbe er meira barn síns tíma en sterkt verk þó og eitt þeirra verka sem hlaut Menningarverðlaun DV á sínum tíma - í eina skiptið sem Dansflokkurinn hefur fengið þau! Líka var vel við hæfi að hafa brot úr Ég dansa við þig - vinsælustu sýningu íslenska dans- flokksins frá upphafi. Fólk fær algert nostalg- íukast við að heyra Egil Ólafsson og Jóhönnu Linnet syngja undir þeim brotum. Svo sá ég að ég gat nýtt mér brot úr verkinu mínu, NPK, til að koma afmælisræðu kvöldsins að. Ræðuna samdi Árni Ibsen sem nú vinnur að stórri bók um sögu listdans á íslandi. Hugmynd mín var að koma að í stuttum og skemmtilegum texta við undirleik Skárren ekkert brotum úr sögu íslenska dansflokksins og nöfnum margra þeirra sem lagt hafa dansflokknum lið í þessi þrjátíu ár.“ - Mörg brotin á sýningunni ganga annað hvort út á húmor eða erótík. Var þaö meðvitaö? „Fólk kann vel að meta kímni í dansi,“ segir Katrín, „en það er satt að segja erfitt aö koma dansi þannig á framfæri að fólk skelli upp úr eins og gert var undir sófaatriðinu úr Through Nana’s Eyes. Mér finnst ómetanlegt að geta sýnt fólki að dans er ekki bara drama og óskilj- anlegheit!" Þröngur stakkur Katrín Hall hefur verið listrænn stjórnandi Dansflokksins síðan 1996 og er nú að ljúka sínu sjöunda ári. Hafa von- irnar ræst? „Að hluta til, en margt hefur gengið treglegar en ég vonað- ist til. Svona er þetta bara! Allt tekur sinn tíma og við verðum að vera þolinmóð, hafa ákveðin mark- mið til að stefna að og gefast ekki upp á leið- inni að þeim. Margt hefur áunnist þó að sorglegt sé að dönsur- um skuli ekki hafa fjölgaö. Stundum finnst manni að þessi tala sé óbreytanleg! Okkur er sniðinn þröngur fjárhags- stakkur og við reyn- um að halda okkur innan hans. En við erum um leið þakklát því að yfirleitt skuli vera skilningur hjá stjórnvöldum á því að halda úti dansflokki af þessu tagi. Það vek- tíma að þróa svona hugmyndir og samvinnu. En þetta verður gaman og gott fyrir þetta unga fólk að sjá að það er framtíð í þessu starfi sem það hefur valið sér.“ - Saknarðu dansins sjálf? „Nei, ég geri það ekki,“ segir Katrín ákveðin. „Dansinn er búinn kafli í lífi mínu. Ég fór beint frá því að vera atvinnudansari í þetta stjórnun- arstarf - reyndar dansaði ég áfram erlendis fyrsta árið mitt hjá íslenska dansflokknum - þannig að ég hafði aldrei tíma til að velta mér upp úr því að núna væri ég hætt að dansa! Ég sakna þess ekki, enda fæ ég útrás fyrir sköpun- arþörf mína með því að stjóma flokknum og semja dansa sjálf, sem ég geri í auknum mæli. Ég var einmitt að tala um þetta við yngsta meðlim Dansflokksins, Steve Lorenz, um dag- inn,“ heldur hún áfram. „Hann hefur svo mikl- ar áhyggjur af framtíðinni. Það er alveg eðlilegt af því að dansaraævin er svo stutt. En ég var að reyna að hvetja hann til að lifa í núinu, það er svo mikilvægt fyrir dansara að njóta andartaks- ins. Það er svo stutt - en líka æðislegt.“ Úr Frosta eftlr Láru Stefánsdóttur á afmælissýnlngunni Tímamót uröu 1997 þegar ákveöiö var aö láta flokkinn einþeita sér aö nútíma- dansi. ABBA í Laugardalshöll Það er galin eftirspum eftir miðum á tvenna ABBA-tón- leika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Laugardalshöll um helgina og fer hún ekki eftir aldri. Tónleikagestir verða frá tíu ára til tiræðs! West End International í London er sam- starfsaðili SÍ á þessum tónleik- um og mun Martin Yates stýra hljómsveitinni og fjöldi söngv- ara frá West End syngja með. Auk þess leikur rythmasveit með Sinfóníunni á tónleikun- um, skipuð Jóni Ólafssyni, Gunnlaugi Briem, Guðmundi Péturssyni, Roland Hartwell og Richard Kom. Tónleikarnir eru kl. 19.30 á fostudagskvöldið og kl. 17 á laugardag. Bíðið ekki með að panta miöa! Nú er líka hægt að stytta sér leið og kaupa tón- leikamiða á netinu á slóðinni sinfonia.is. Heim og stutt Heimilda- og stuttmyndahá- tíð í Reykjavík / Reykjavik Shorts&Docs framlengist að hluta til morguns. Allt um föð- ur minn verður sýnd í kvöld kl. 22 og á morgun kl. 20. Star- kiss, hollensk mynd um líf stúlkna sem seldar eru í sirkus, verður sýnd í dag kl. 18 og á morgun kl. 22. ísraelska myndin Hryðjuverkamaðurinn minn verður sýnd í kvöld kl. 20 og á morgun kl. 18 ásamt myndinni um Ruthie & Connie. Loks verður hin marg- verðlaunaða heimildarmynd Allens saknað eftir Þjóðverjann Christian Bauer sýnd í dag kl. 18 og á morgun kl. 20. Stafir og steinhljóö Tryggvi G. Nordahl hefur sent frá sér ljóða- bókina Stafir og steinhljóð sem hann tileinkar foreldrum sínum. Þetta er allstór og efnismikil ljóðabók og mörg ljóðin löng. Ljóð Tryggva eru ort á nokk- uð hátíðlegu máli eins og hæfir efni þeirra sem iðulega er heimspekilegt. Til dæmis yrkir hann ljóðaflokkinn „Hugmynd orðanna“ þar sem orðin eru persónugerð, en þó sem hópur, massi. Tilvistarspurningar sækja á hann eins og í þessu kvæði sem heitir „Hin orsaka- lausa orsök“: Orsök og afleiöing er afleiöing þess sem ekki veröur skynjað sem ekki sést. Hvar er hinn fasti punktur? Hvar hœttir hreyfingin? Hvaö er á bak viö tómiö? Hvaö er á bak við mig? Hann yrkir um Reykjavík, „höfuðborg í Hvergilandi", um Sarajevo og jafnvel tilbrigði við eddukvæði. Áleitnust verða þó erótísku kvæðin í bókinni, óður Tryggva til kvenna og kynlífs sem stundum minnir á ástarljóð Gamla testamentisins, einkum „Hinn þriðji dagur“. Tryggvi hefur raunar lagt stund á trúarbragðafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Það er útgáfan Nýtt kyn í Kaupmannahöfh sem gefur bókina út og hún er til sölu í bókabúðum Máls og menning- ar og Bóksölu stúdenta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.