Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 DV r Islands villibörn Menning Af sýningunni „of nam hjá fiðurfé og van“ Aðstæöur hafa gert úr okkur einsleitar hálfmarmeskjur, reiðubúnar að elta uppi sömu tísku- bólurnar, sömu firrurnar. Eftir langan og viðburðaríkan feril, með mörgum og stundum óaðgengilegum lykkj- um á leiðinni, hefur Steingrímur Eyfjörð gerst helsti iðkandi myndlistar með félags- legu/pólitísku/mannfræðilegu ívafi á land- inu. Þá á ég við að hann velur sér viðfangs- efni - eða velst af þeim - sem hafa til að bera margháttaðar skírskotanir til sál- rænna þátta og þjóðfélagsástands og vinnur úr þeim með þeim aðferðum sem best henta hverju sinni - með teikningum, ljósmynd- um, umbúnaði í þrívídd og myndbandsupp- tökum. Myndlist________________ Verk hans, sem núorðið hafa á sér yfir- bragð innsetninga, eru hins vegar ekki ana- lýsur á tilteknum aðstæðum heldur skáld- leg tilbrigði um þær, en þó ævinlega með innbyggðum broddi eða óþægindum. Stein- grímur er sem sagt ekki að stytta okkur stundir, hvað þá að höfða til fegurðarskyns okkar, heldur að gera okkur að vitorðs- mönnum í atferli með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Fyrir tveimur árum urðum við til dæmis óafvitandi þátttakendur í rann- sókn Steingríms á meintum glæp, sem átti að hafa gerst í þekktu húsi hér í bæ á árun- um milli stríða, en rannsóknin snerist m.a. um gömul kvenmannsnærföt sem hann hafði fundið þar milli þilja. í rannsókninni beitti hann bæði hefðbundnum og óhefð- bundnum aðferðum: M.a. reyndi hann að fá miðla til að veita upplýsingar um það sem gerst hefði í húsinu forðum daga. Stór hæna Eiginlegt markmið listamannsins var þó ekki að benda á sökudólg heldur að endurskapa það sem kvikmyndaleikstjór- inn Chabrol hefði nefnt „andrúmsloft glæpsins". Fyrir þessa „endurgerð" hlaut Steingrímur Menningarverðlaun DV fyr- ir myndlist 2002 (fyrir árið 2001). Innsetning Steingríms í Galleríi Hlemmi núna nefnist því óvenjulega nafni „of nam hjá fiðurfé og van“ (heitið er tillegg Megasar), og er hún gerð með svipuðu hugarfari. í þetta sinn er rót verksins frásögnin um „villibamið" sem veriö hefur fyrirferðarmikil bæði í þjóð- sögum og alvörunni, að ógleymdum bók- menntum og kvikmyndalist 20stu aldar frá Kipling til Truffaut og Herzog. Villi- barnið sem Steingrímur leggur út af öðr- um þræði er portúgölsk stúlka, Isabel Quaresma sem alin var upp meðal hænsna og hagaði sér eftir það eins og stór hæna. Hlutgervingur hennar er gifs- stytta í fullri stærð sem er í útliti eins og listamaðurinn telur að stúlkan hafi skynj- að sjálfa sig. Styttan er óhugnanleg, afmyndaður skapnaður á fjórum fótum, og rýnir inn í eins konar hænsnakofa þar sem eru fyrir hænsn á myndbandsskermi, valkókandi kringuin sérkennilegt gifsform sem minnir í senn á þandan maga og þjóhnappa. Þetta gifsform, hvers tilgangur liggur ekki alveg í augum uppi (S.E.: „Við þurfum ekki endi- lega að skUja allt“), er síðan á eigin stalli á sýningunni. Loks eru uppihangandi athuga- semdir listamannsins um eðli hinnar „villtu tilvistar" og ýmsar hagnýtar upplýs- ingar um villibörn. Hálfmanneskjur En eins og fyrri daginn eru markmið Steingrims ekki einvörðungu mann- eða fé- lagsfræðileg heldur verða þjóðsögurnar um villibömin honum tilefni til menningar- gagnrýni og skáldlegra ígrundana, meðal annars um það að hve miklu leyti hegðun- armynstur okkar er tillært. Sem er út af fyr- ir sig ekki sérstaklega frumleg speglasjón. Hins vegar slær hann því fram í leiðinni að við íslendingar séum í raun eins konar villi- böm; við höfum alist upp við aðstæður sem gert hafa úr okkur einsleitar hálfmanneskj- ur, reiðubúnar að elta uppi sömu tísku- bólumar, sömu firrumar. Við þetta stef yrkir Megas svo mergjuð tilbrigði sem birt eru í sýningarskrá. Enn á ný tekst Steingrími að gera atlögu að okkur áhorfendum úr launsátri. Við þurfum ekki endilega að gútera niðurstöður hans, enda eru þær oft og tíðum skilyrtar eða settar fram í mátulegum hálfkæringi. En það er býsna erfltt að losna við sumar hlutgervingar þeirra úr vitundinni. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Steingríms stendur til 25. maí. Gallerí Hlemmur er opiö fim.-sun. kl. 14-18. Leikfélag Hólmavíkur sýnir: Sex í sveit eftir Marc Camoletti, í leikstjórn Skúla Gautasonar Föstudaginn 16. maí, kL 21.00, í Féiagsmiðstððinni Óðali, Borgamesi. Laugardaginn 17. maí, kl. 20.30, í Tjamarbíói, Tjamargötu 12, Reykjavík. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.500 fýrír fullorðna, kr. 800 fyrir 6-16 ára og 67 ára og eldri. Frítt fyrir yngri en 6 ára. - Miðapantanir á báðar sýningar í síma 865-3838 Margt fer öðru vísi en ætlað er. Friðþjófur ætlaði sannarlega aó eiga náðuga daga í gestamóttökunni á sveitahóteli systur sinnar. Það reynist hirts vegar mjög erfitt. Með tvenn hjón - í vitlausurn rúmum! Friðþjófur minn, er nokkuð að?" I tilefni af frídegi verkafólks: TILBOÐ 30. APRÍL , ..,,A OGI.MAf Pantaou strax í síma 568 8000 Þau leika við hvum sinn flngur, Eggert Þorteifsson Bjðm Ingi Hilmarsson Ellert A. Inglmundarson Jóhanna Vigdís Amardóttlr Signín Edda Björnsdóttir Leikstjóri, Maria Sigurðardóttir BORGARLEIKHÚSIÐ .Uppl meqin I eftir Derek Benfield Urcssliiuil t-Liiuei'irmellui’l Miðasala 568 8000 BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPPf r. Derek Benfield Lau. 17/5 kl. 20 Lau. 24/5 kl. 20 Mi. 28/5 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI r. Btrtolt Brccht Fi. 22/5 kl. 20 Su. 25/5 kl. 20 Fi. 29/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR SÖNGLEIKURINN SÓL 8, MÁNI eftirSálim ogKarlÁgúst Úlfsson Fo. 16/5 kl. 20 Fö. 23/5 kl. 20 Fö. 30/5 kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" , 30 ára afmælissýning íslenska dansflokksins FrQSti - Svanavatniö eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum íslenska dansflokksins 2. sýn fi 15/5 kl. 20 3. sýn su. 18/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR_____________ NÝJA SVIÐ, Su. MARÆVINTÝRI c. Shakcspearc ogleikhópinn Lau. 17/5 kl. 20 Fim. 22/5 kl. 20 Lau. 24/5 kl. 20 ATH. SÝNINGUM LÝKUR f MAÍ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Héline Estienne Fö. 16/5 kl. 20 Fö. 23/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff ísamstarfi við Á SENUNNI Fi. 15/5 kl. 20 - AUKASÝNING ATH. SÍÐASTA SÝNING GESTURINN E. Eric-Emmanuel Schmitt Su. 18/11 kl. 20 örfáar sýningar vegna fjölda áskorana DANSLEIKHÚS JSB í kvöld kl. 20 Lau. 17/5 kl. 20 Þri. 20/5 kl. 20 ATH. Aðeins þessar sýningar ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR efiirEveEnslcr Su. 18/5 kl. 20 Su. 25/5 kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi_________ LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN \ samstarfl við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með sðngvum - og ís á eftirl Lau. 17/5 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLfA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö. 16/5 kl. 20 Lau. 17/5 kl. 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.