Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óll Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Káldar kveðjur Úrskurður kjaradóms, þar sem laun al- þingismanna, ráðherra og æðstu embætt- ismanna ríkisins eru hækkuð um allt að 19,3%, er óskiljanlegur. Skilaboðin eru röng og særa réttlætiskennd margra. Á undanfórnum árum hefur kjaradóm- ur komið saman og hækkað laun embættismanna og kjörinna fulltrúa langt umfram það sem samið hefur verið um á almenn- um markaði. Hækkunin var hressileg árið 1999, þegar þingfarar- kaup var hækkað um 30%. Og nú hækkar kaupið um 18% og laun ráðherra um liðlega 19%. Á það hefur verið bent að þingmenn og ráðherrar séu ekki ofaldir af þeim launum sem i boði eru. Þetta er í flestu rétt en bætt kjör má ekki sækja í gegnum kjaradóm heldur með umræöu á opinberum vettvangi. Aðferðafræðin við að ákvarða kjör þing- manna og ráðherra er til þess faflin að vekja tortryggni og valda úlfúð meðal almennings. Kjaradómur hefur tryggt þingmönnum 93 þúsunda króna hækkun mánaðarlauna með úrskurði sínum. Það er kaldhæðnis- legt að launamaður á lágmarkstaxta Starfsgreinasambandsins eftir sjö ára starf skuli vera með sömu fjárhæð - 93 þúsund krón- ur - í laun á mánuði. Kjaradómur getur aldrei skýrt það út fyrir launamanni að nauðsynlegt hafi verið að hækka laun þmgmanna um mánaðarlaun hans. Er furða þó Alþýðusamband íslands bregðist hart við: „Fyrir liggur að þessar hækkanir eru algjörlega órökstuddar og í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Þetta eru því afar kaldar kveðjur tfl almenns launafólks sem eitt hefur mátt axla byrðamar af því að tryggja hér stöðugleika," segir meðal annars í yfírlýsingu ASÍ í gær. Það er skylda þeirra 63 einstaklinga, sem nú taka sæti á ný- kjömu þingi, að taka aðferðafræði við ákvörðun launa stjórn- málamanna og æðstu embættismanna til gagngerrar endurskoð- unar. Almenningur getur ekki setið undir því ár eftir ár að hægt. en örugglega sé verið að búa tfl fámenna elítu - Nomenklatúra - sem fitnar eins og púkinn á fjósbitanum, óháð öllu og í engum tengslum við raunveruleika sem aflur almenningur þarf að glíma við. Staða kvenna Margir hafa lýst áhyggjum yfir því að konum skuli hafa fækkað á Alþingi í kosningunum síð- astliðinn laugardag. Fækkunin hefði hins vegar ekki átt að koma neinum á óvart en vegna slæmr- ar útkomu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík varð niðurstaðan verri en ella. Hitt er svo annað að fjöldi kvenna á þingi seg- ir ekki alla söguna um stöðu þeirra í íslenskum stjómmálum. Færa má rök að því að konur hafl í nokkm styrkt stöðu sína verulega í kosningunum síðastliðinn laugardag. Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, er einn sigurvegari kosninganna. Sem leiötogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi leiddi Valgerður félaga sína tfl sigurs. Framsóknarflokkurinn er stærsti flokkur kjördæmisins, með fjóra þingmenn, þar af yngsta alþingismanninn og yngstu kon- una. Árangur Valgerðar og samherja hennar er ekki síst glæsi- legur þegar haft er í huga að hún sigldi ekki lygnan sjó á liðnu kjörtímabili. Þvert á móti þurfti Valgerður að takast á við stór og erfið mál, allt frá stóriðju tfl einkavæðingar bankanna. Annar sigurvegari kosninganna er Margrét Frímannsdóttir. Undir forystu hennar náði Samfylkingin því að verða stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi. Það er ekki lítið afrek að skjóta bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki aftur fýrir sig í rót- grónu vígi gömlu flokkanna. Þegar litið er til árangurs Margrétar Frímannsdóttur og Val- gerðar Sverrisdóttur er erfitt að halda því fram að konur eigi undir högg að sækja í íslenskum stjómmálum. Og freistandi er að halda því fram að pólitískir sigrar þeirra tveggja skýrist af því að kjósendur treystu einstaklingunum en kusu ekki eftir kyn- ferði. Óli Bjöm Kárason Ef væa atkvæða væriiafnt Átta frambjóðendur, sem ekki náðu kjöri til Alþingis á laugardag- inn var, heföu náð kjöri ef þing- mannatala kjördæmanna væri þannig að vægi atkvæða væri nokkurn veginn jafnt á öllu land- inu: fjórir úr Suðvesturkjördæmi og tveir úr hvoru kjördæmi í Reykjavík. Á móti hefðu átta ný- bakaðir þingmenn ekki náð kjöri: fjórir úr Norðvesturkjördæmi, tveir úr Norðausturkjördæmi og tveir úr Suðurkjördæmi. Breytir ekki styrk flokka Þingmenn hefðu raðast eins á flokkana og í kosningunum þannig að hver þingmaður flokks sem náð hefði kjöri hefði verið á kostnað þingmanns úr sama flokki. Myndir fylgja af þeim þingmönnum og frambjóðendunum sem um ræðir. Eins og sést hefði eitt þingsæti skipt um hendur í Sjálfstæðis- flokknum, eitt í Frjálslynda flokkn- um, eitt í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, tvö í Framsóknar- flokknum og þrjú í Samfylking- unni. Þingmenn færðir Til þess að jafna vægi atkvæða er hér þingmannatölu hvers kjör- dæmis breytt eins og gefið er til kynna á íslandskortinu. Aðferðin fólst í að deila tölu allra sem voru á kjörskrá i kosningunum með 63, sem er tala þingmanna. Þannig fæst út hve margir kjósendur eigi að jafnaði að vera á bak við hvert þingsæti. Þessari tölu var svo deilt upp í tölu kjósenda á kjörskrá í hverju kjördæmi til þess að finna út „rétta“ þingmannatölu kjör- dæmisins og loks námundað upp í næstu heilu tölu. Þess má geta að kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu fengju við þessa breytingu 41 þingmann í stað 33 í dag, en landsbyggðarkjördæm- in fengju alls 22 þingmenn i stað 30 í dag. Tvöfaldur munur Núverandi kjördæmaskipan fel- ur í sér að munur á vægi atkvæða eftir kjördæmum er meira en tvö- faldur. Kjósendur á bak við hvert hinna 11 þingsæta Suðvesturkjör- dæmis eru 4.441. Á bak við hvert hinna 10 þingsæta Norðvesturkjör- dæmis eru hins vegar aðeins 2.122 kjósendur á kjörskrá. Hlutfallið þarna á milli er 2,1. Breytingin sem DV hefur hér gert til að jafna vægi atkvæða felur í sér að flestir kjósendur yrðu á bak við hvert þingsæti í Suðurkjör- dæmi, eða 3.547. Þeir yrðu fæstir í Suðvesturkjördæmi, eða 3.257. Munurinn þarna á milli er 1,09 sem sýnir að munur á vægi atkvæða yrði ekki nema 9% en er meira en 100% í dag. Reyndar tryggja kosningalögin að munurinn megi ekki verða meiri en tvöfaldur í tvennum kosn- ingum í röð þannig að ljóst er að við næstu þingkosningar verða 9 þingsæti í Norðvesturkjördæmi en 12 í Suðvesturkjördæmi. Við þetta minnkar munurinn á vægi at- kvæða í þessum tveimur kjördæm- um niður í tæp 73%. Við þetta raskast reyndar eitt meginmarkmiðið með kjördæma- breytingunni sem kosið var eftir nú í fyrsta sinn, en það var að hafa álíka marga þingmenn í öllum Sandkom Svarthvítt, „takk" Sú auglýsing sem mesta athygli vakti í kosningabaráttunni var safn svarthvítra passamynda af forsætis- ráðherra og forverum hans í stjóm- arráðinu með litmynd af Ingibjörgu Sólrúnu í forgrunni. í gær birtist svipuð auglýsing frá Samfylking- unni; safn svarthvítra passamynda af nýkjömum þingmönnum flokks- ins. „Kærar þakkir“ segja þeir stór- um stöfum undir passamyndasafn- Ummælí Úp stuttbuxum í pils „Það er vonandi að flokkurinn læri af reynslu þessara kosninga, hysji upp um sig buxumar (eða fari í pils) og vinni ötullega í sínum innri málum jafnt sem ímyndarmálum að næstu kosningum." Hulda ÞórisdöUir um stööu kvenna í Sjálfstæöisflokknum á Tíkinni.is Samgangun kynslóðanna „Meðalaldur þingmanna er aðeins lægri en árið 1999. Það sem meiru skiptir er að á bak við meðaltalið er fjölbreyttari hópur, fleiri kynslóðir. sandkorn@dv.is inu og þakka þar með kjósendum fyrir stuðninginn en sumum þykir það skrýtin byijun hjá nútímaleg- um flokki að setja sjálfan sig í bún- ing þess sem átti að tákna liðna tíð og lúna í auglýsingum fyrir kosn- ingar. Til að.bæta gráu ofan á svart finnst lesandanum ósjálfrátt eitt- hvað vanta á þessa kunnuglegu mynd, sem svo grimmt var auglýst fyrir aðeins nokkrum dögum. Það er auðvitað litmyndin... Tæknilega séð gætu Halldór Blöndal og Rannveig Guðmundsdóttir verið afi og amma Birkis Jóns og hver veit nema þessi aukni samgangur kyn- slóða efli víösýni á þingi.“ Ármann Jakobsson á Múrnum.is Kaltmat „Öll sú skynsemi sem ég get magn- að upp í kollinum á mér fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins hnígur þvi að þvi að það væri flokknum sjálfum fyrir bestu að fást við stjórnarand- stöðuna næstu fjögur árin ...“ Illugi Jökulsson á vef JPV.is Skoðun Anna Kristín Björgvin G. Jón Birkir Jón Kristinn H. Einar Oddur Slgurjón Þuríöur Gunnarsdóttir. Sigurösson Gunnarsson Jónsson Gunnarsson Kristjánsson Þóröarson Backman Samfylkingin Samfylkingin Samfylkingin Framsókn Framsókn Sjálfstæöisfl. Frjálslyndir Vinstri-grænir Norövestur-2 Suöur-3 Suöur-4 Noröaustur-4 Norövestur-2 Norövestur-3 Norövestur-2 Noröaustur-2 F hvort kjördæmi Reykjavík Breyting á ingmannaQöid Suður Breyting á þingmannafjöl Róttæk breyting Hér sést hvernig breyta þyrfti þingmannatölu kjördæma til þess aö jafna nær alveg vægi atkvæöa alls staöar á landinu. Þar sem nauösynlegt er aö námunda upp aö næstu heilu tölu yröi reyndar vægi atkvæöa íviö meira í Suövesturkjördæmi en í Suöurkjördæmi viö þessa breytingu. Munurinn yröi þó aöeins um 9% en hann eryfir 100% í dag og veröur um 73% í næstu kosningum, eftir aö eitt þingsæti færist úr Norövesturkjördæmi í Suövesturkjördæmi. Breytingin myndi engin áhrif hafa á fjölda þingmanna sem hver flokkur fengi kjörinn. Ekki eru allir á eitt sáttir um réttmæti þess aö jafna vægi atkvæöa. Kristinn H. Gunnarsson formaöur þingflokks Framsóknarfiokksins er einn þeirra sem fært hefur rök fyrir því aö ákveöiö misvægi atkvæöa sé eölilegt og réttmætt. Taian viö nafn hvers frambjóöanda hér aö ofan og til hliöar er til marks um hve marga þingmenn flokkurinn hefur/heföi í hverju kjördæmi. ingibjörg Sólrún Gísladóttir heföi þannig oröiö 5. þingmaöur Samfylkingarinnar í Reykjavík noröur og svo framvegis. kjördæmum þannig að jafnerfitt (eða -auðvelt) væri aö koma að þingmanni í öllum kjördæmum. En það er önnur saga og lengri. Sigurlín næst inn Nákvæmir útreikningar vegna úthlutunar þingsæta eru ekki sýndir hér. Þess skal þó getið hverjir yrðu jöfnunarmenn í hverju kjördæmi samkvæmt þessu. í Reykjavík norður yrðu það Ásta Möller (D) og Árni Magn- ússon (B). í Reykjavík suður yrðu það Margrét Sverrisdóttir (F) og Einar Karl Haraldsson (S). í Suð- vesturkjördæmi yrðu það Una María Óskarsdóttir (B) og Jóhanna B. Magnúsdóttir (U). í Norðvestur- kjördæmi yrði það Jón Bjarnason (U). í Norðausturkjördæmi yrði þaö Dagný Jónsdóttir (B). Og í Suð- urkjördæmi yrði það Magnús Þór Hafsteinsson (F). Síðasti jöfnunarmaðurinn heföi verið Una María Óskarsdóttir og heföi Frjálslyndi flokkurinn aðeins þurft að bæta við sig 13 atkvæöum á landsvísu til þess að fella hana og koma að Sigurlín Margréti Sigurð- ardóttur, táknmálskennara í Garðabæ, sem var annar frambjóð- andi flokksins í kjördæminu á eftir Gunnari Örlygssyni - rétt eins og flokkurinn hefði aðeins þurft 13 at- kvæði á laugardaginn var til þess að fella Árna Magnússon (B) í Reykjavík norður. Staða kvenna Eins og niðurstaðan ber með sér hefði hlutur kvenna orðið betri við þessa breyttu skipan. Þremur kon- um fleiri hefðu náð kjöri en á laug- ardaginn og hefði því konum að- eins fækkað um eina í kosningun- um en ekki um íjórar eins og raun- in varð. Þær Ásta Möller, Margrét Sverrisdóttir og Una María Óskars- dóttir hefðu allar velt úr sessi landsbyggðarkörlum í sín'um flokk- um ef vægi atkvæða væri jafnt á landinu. Inni Ásgelr Einar Karl Friðgeirsson Haraldsson Samfylkingin Samfylkingin Suövestur-5 Rvík suöur-5 Inglbjörg Sólrún Páll Gísladóttir Magnússon Samfylkingin Framsókn Rvík noröur-5 Suövestur-2 ,Una María Ásta Óskarsdóttir Möller Framsókn Sjálfstæöisfl. Suövestur-3 Rvík noröur-5 Margrét Jóhanna B. Sverrisdóttir Magnúsdóttir Frjálslyndir Vinstri-grænir Rvík suöur-1 Suövestur-1 Mismikið haft fyrir þingsætunum: Langflestjp á bak vifi Siv Misjafnlega „dýrir“ þingmenn 3 þ. 2 þ. 1Þ. c c ro E uo c ’n. «D > -C «o ■> CD > '(D 5 æ 3 B u Langflestir kjósendur eru á bak við kjör Sivjar Friðleifsdóttur, um- hverfisráðherra og oddvita Fram- sóknarflokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Framsókn fékk 6.387 at- kvæði í kjördæminu og Siv náði ein kjöri af lista flokksins. Næstum fimm sinnum færri kjósendur í Norðvesturkjördæmi eru á bak viö þá Guðjón A. Kristjánsson og Sig- urjón Þórðarson frá Frjálslynda flokknum. Flokkurinn hlaut 2.666 atkvæði í kjördæminu og því eru 1.333 atkvæði þar á bak við hvorn þingmann. Fyrirvari Þess ber að geta aö Sigurjón er jöfnunarþingmaður og þess vegna eru að vissu marki allir kjósendur Frjálslynda flokksins á landsvísu á bak við kjör hans. Hið sama gildir vitanlega um alla jöfnunarþing- menn. Og á sama hátt má segja að kjósendur á bak við Siv Friðleifs- dóttur hafi ásamt öllum öðrum kjósendum Framsóknarflokksins fengið jöfnunarþingsæti í Reykja- vík norður í kaupbæti fyrir skarð- an hlut í Suðvesturkjördæmi. Þó er leiðréttingin ekki traustari en svo að hefðu atkvæði Framsóknar- flokksins verið 24 færri á landsvísu hefði flokkurinn ekki fengið neitt j öfnunarþingsæti. Jónína næst Með sömu fyrirvörum og fyrr greinir eru næstflestir eða 4.185 kjósendur á bak við Jónínu Bjart- marz, þingmann Framsóknar- flokksins í Reykjavík suður, en næstfæstir á bak við þau Steingrím J. Sigfússon og jöfnunarþingmann- inn Þuríði Backman frá Vinstri grænum í Norðausturkjördæmi, 1.665 kjósendur. Flest atkvæði „féllu dauð“ hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík. Flokkurinn fékk 3.537 atkvæði í Reykjavík norður og 3.438 í Reykja- vík suður en hvorugt dugði fyrir þingsæti. Auðveldara hjá B og D Þegar staða flokkanna á lands- vísu er skoðuð kemur í ljós að færri kjósendur eru á bak við þingmenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar- innar en á bak við þingmenn Frjálslynda flokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs. Fyrmefndu flokkarnir fengu 0,7-1,3 prósentustigum fleiri þing- menn hver en atkvæði á landsvísu en síðamefndu flokkamir fengu um það bil einu prósentustigi færri þingmenn hver en atkvæði. -ÓTG +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.