Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2003, Blaðsíða 28
r 28 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 > * 3. sætr. Úrináavik Mark Ólafur Gottskálksson er frábær í úthlaupum, hann er góður milli stanganna og með mikla reynslu frá spilamennsku á er- lendri grund. Hann er gífurlega mikill íþróttamaöur, liðugur og með mikinn stökkraft. Ólafur er að koma heim am eftir átta ár dvöl á Bret- landseyjum og spuming hvemig hugarfarið hjá honum er. Hann hefur í gegnum tíðina átt erfitt með að halda einbeit- ingu og fengið á sig klaufaleg mörk á köflum. Hann er ekki góður að koma boltanum í leik með fótunum. Ólafur skálksson. Gott- Bnkunn DV-Sports: Vöm Sinisa Kekic sýndi í , fyrra að hann er einn besti ■ vamarmaður deildarinnar. Hann er sterkur, les leikinn vel og spilar boltanum mjög vel frá sér. Jóhann Benediktsson er mjög góður sóknarlega, hann er með hættuleg skot og góðar fyrirgjafir. Óðinn er harður í návígum og fljót- ur. Gestur Gylfason er reynslumik- ill. Paul McShane og Ray Jónsson geta leyst af sem bakverðir ef á þarf að halda og eru sterkir sem slíkir. Jóhann er ekki sterkur mm vamarlega, bæði Kekic og Gestur em komnir vel á fer- tugsaldurinn og hafa misst hraöa. Kekic á það til að vera of góður með sig, taka of mikla áhættu í vormnni. Einkunn DV- Sports: Sinisa Kekic. Miðja , Ólafur Öm Bjamason 1 er mjög sterkur sem aft- asti miðjumaður. Hann er líkamlega sterkur, les leikinn vel og er skynsamur. Lee Sharpe er frábær knattspymu- maður og Óli Stefán Flóventsson er einn marksæknasti miðjumað- ur landsins. Óli Stefán er mjög duglegur. Fínt jafnvægi á miðj- unni hjá Grindavík. Eysteinn er með góðar sendingar þegar hans nýtur við. Ekki er langt síðan — Sharpe kom til landsins og spuming hversu lang- an tíma þaö tekur fyrir hann að komast í sitt besta form. Ólafur Örn hefur spilað í vörninni und- anfarin ár og þarf tíma til að venjast „gömlu stöð- Lee Sharpe. unni“ sinni. Bnkunn DU-Sports: ^ Stofnað: 1935 Heimavöllur: Grindavikurvöll- ur Tekur 2000 manns. 1500 manna stúka með stæðum og 500 manns í stæði. Grindavík fékk 657 áhorf- endur að meðaltali á leik í deild- inni í fyrra. Besti árangur í deild: 3. sæti (2000 Og 2002) Besti árangur i bikarkeppni: í úrslitaleik 1994. Stœrsti sigur i tíu liöa efstu deild: 6-1 gegn Þrótti 1998. Stœrsta tap í tíu liða efstu deild: 0-4 gegn ÍA 1995 og 1997 og gegn KR 1996 og 1998. Flestir leikir í efstu deild: Albert Sævarsson 133, Óli Stefán Flóventsson 117, Sinisa Kekic 107. Flest mörk i efstu deild: Grétar Hjartarson 37, Sinisa Kekic 29, Óli Stefán Flóventsson 22. Árangur í efstu deild: 144 leikir, 53 sigrar, 29 jafntefli og 62 töp. Markatalan er 203-228. DV-Sport spáir Grindvíkingum þriðja sætinu í Er þeirra tími - Grindvíkingar hafa styrkt liöiö með mjög sterkum leikmönnum og DV-Sport spáir í spilin fyrir Lands- bankadeildina í sumar og mun á næstu dögum fjalla um öll liðin sem verða í eldlínunni. Við fjöllum í dag um liðið sem við teljum að lendi í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar en það er lið Grindavíkur. Grindvíkingar hafa á undanfórn- Grétar Hjartarson er - með bestu framherjum deildarinnar. Hann er fljótur, áræðinn, með góða tækni og frábær skotmaður. Alfreð Jóhanns- son hefur verið að spOa mjög vel á undirbúningstímabilinu og ætti að fylgja þvi eftir í sumar. Hann er sterkur, duglegur og marksækinn og fellur vel inn í leikaðferð Bjama. Ray Jónsson hefur verið að spila á kantinum í vor og er fljótur og leik- inn. Allir þrír eru mjög duglegir varnarlega. Helgi Jónas um árum byggt upp sterkt lið sem hefur fest sig í sessi sem eitt af bestu liðum landsins. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins í fyrra og spáði DV-Sport Grindvíkingum meðal annars titlin- um fyrir timabilið í fyrra. Ekki gekk það eftir því að hörmulegur kafli um Guðfinnsson kom sterkur inn i fyrra. Grindvíkingar hafa ekki marga mögu- leika ef Grétar meiðist því hann er eini raunverulegi markaskorar- inn þeirra. Ray er varnarmað- ur að upplagi og Alfreð er enn reynslulítill. Helgi Jónas hefur ekkert æft knattspyrnu í vetur. ____ Bnkunn DV-Sports: ® miðbik móts gerði það að verkum að liðið helltist úr toppbaráttulestinni og má segja að lítil breidd hafi verið helsti akkilesarhæll liðsins. Veturinn hefur verið viðburðarík- ur hjá Grindvíkingum. Þeir fengu markvörðinn Ólaf Gottskálksson og leikur ekki nokkru vafi á því að hann á eftir að styrkja liðið mikið. Athafnamenn úr bænum gerðust síð- an stórtækir og fengu gömlu Manchester United hetjuna Lee Sharpe til félagsins. Þessir tveir menn munu mynda kjarna Grindavíkurliðsins ásamt Sinisa Kekic, Ólafi Erni Bjamasyni, Óla Stefáni Flóventssyni og Grétari Hjartarsyni og eins og sjá má á þess- ari upptalningu er Grindavíkurliðið gifurlega sterkt. Hópurinn hefur stækkað og breiddin aukist í kjölfarið og það kemur til með að hjálpa Grindvíking- um þegar líða tekur á sumarið og álagið eykst. Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðs- ins, setti Sinisa Kekic i vörnina á Sókn Hvað finnst Bjarna Jóhannssyni um spá DV-Sport „Mér frnnst þessi spá ykkar vera í samræmi við umræðuna í fjöl- miðlum að undanfomu og á svipuð- um nótum og þær kröfur sem við gerum til okkar sjálfra. Það er alltaf pressa á liðinu, við verðum að þola það. Okkur var spáð 1. sætinu í fyrra og gekk illa að takast á við það en það verður hlutverk mitt að halda mönnum á tánum og reyna að hafa spennustigið rétt,“ sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari Grindvikinga, þegar DV-Sport tjáði honum að liði hans væri spáð 3. sætinu i Lands- bankadeildinni í sumar. „Við ætlum okkar að taka þátt í toppbaráttunni frá byrjun en und- anfarin ár höfum við ekki verið þátttakendur í henni allan tímann heldur komið sterkari á lokasprett- inum. Markmið okkar er að komast í Evrópukeppnina enda er það mik- ilvægt fjárhagslega fyrir hvert lið,“ segir Bjarni sem telur að nýju leik- menn liðsins muni koma til með að styrkja leikmannahópinn verulega. „Nú erum við með sterkari hóp en áður og það er ekki laust við að koma Lee Sharpe auki enn press- una á að okkur gangi vel. Hann er hins vegar leikmaður sem ég vonast til að muni nýta sér reynslu sína til að hjálpa okkur yfir erfiðustu hjall- ana á tímabilinu, nokkuð sem okk- ur hefur vantað undanfarin ár. Annars finnst mér deildin vera sterkari en oft áður, öll liðin hafa styrkst og ég á von á skemmtilegu móti,“ sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.