Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 I>"V’ Fréttir Engin öryggisgæsla í Héraösdómi Reykjavíkur - greiöslukort og bíllyklar hverfa: Endurteknir þjófnaðir í dómnum Það atvik átti sér stað nú í vik- unni að ungur maður, sem var undir áhrifum flkniefna, fór inn í Héraðsdóm Reykjavíkur og stal veski eins starfsmanns réttarins. Náði hann að taka út töluverða upphæð af kortinu hans áður en þjófnaðurinn uppgötvaðist. Fyrir utan dómhús Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg er oft þéttsetinn bekkur af ógæfumönn- um í misgóðu ástandi vegna áfeng- is og jafnvel fíkniefna. í flestum dómhúsum annarra landa er gífur- lega strangt eftirlit og öryggis- gæsla og þurfa menn jafnvel að ganga í gegnum málmleitartæki og itarlegar yfirheyrslur áður en þeir komast inn í húsin. í Héraðsdómi Reykjavíkur eru engin málmleitar- tæki og heldur engir öryggisverðir á staðnum ef eitthvað kæmi upp á Samkvæmt heimildum DV hef- ur það oft gerst að menn ráfi inn í dómhúsið af götunni og séu þar með læti. Talsvert hefur borið á því að hlutum sé stolið frá starfs- mönnum réttarins og fyrir ári ráf- aði einn þekktur ógæfumaður bæj- arins inn í húsið og sló í gegnum glerið í afgreiöslunni. Flestar skrifstofurnar í húsinu eru læstar og þurfa menn sérstök pin-númer til þess að komast inn í þær en hins vegar eru dómsalirnir og af- greiðslan yfirleitt opin almenningi þannig að hver sem er getur geng- ið þar inn og út. Lögmennirnir eru með sérstakt herbergi þar sem þeir geyma yfirhafnir sínar og klæðast viöeigandi skikkjum og er það yfirleitt læst. Hins vegar varð lögfræðingur lögregluembættisins í Reykjavík fyrir því óláni í fyrra að bíllyklum var stolið úr jakkavasa hans þar sem hann var við störf í héraðs- dómi. Lögfræðingurinn áttaði sig ekki á hvarfi lyklanna fyrr en í lok vinnudags en þá var jeppabifreið hans, sem lagt var fyrir utan mið- borgarstöð lögreglunnar, á bak og burt. Þjófurinn virðist hafa komist inn í fataherbergið og að sögn lög- reglunnar er líklegt aö maðurinn hafi síðan gengið um nágrennið og beitt fjarstýringu á lyklakippunni til að finna rétta bílinn. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrir skömmu að jakka og tösku annars sakbomingsins í málverka- fölsunarmálinu svokallaða hefði verið stolið úr dómhúsinu en hann var að koma beint af flugvellinum frá Kanada og var því með allt dót- ið sitt með sér. Að sögn starfs- manns héraðsdómsins hafa menn þónokkrar áhyggjur af þessu og hefur þeim verið sagt að geyma aldrei nein verðmæti í afgreiðsl- unni. Sagði hann að það væri nán- ast daglegt brauð að menn kæmu svona inn af götunni og því væri dálítið skrýtið að það væri að minnsta kosti ekki einn öryggis- vörður í húsinu. -EKÁ Oplð land Ógæfumenn ráfa oft inn í dóminn af götunni og stunda þar iöju sína. Samkeppnishæfni þjóöa: ísland í 9. sæti ísland er í 9. sæti lista um samkeppnishæfni þjóða með færri en 20 milljónir íbúa, hef- ur hækkað um tvö sæti frá því í fyrra. Þetta kemur fram í ár- bók um samkeppnishæfni á al- þjóðavísu, World Competiti- veness Yearbook, sem alþjóð- legi viðskipta- og stjómunar- skólinn IMD í Lausanne i Sviss hefur gefiö út allt frá árinu 1989. Þjóðum er þar gefin ein- kunn miðað við fjóra höfuð- þætti eins og efnahagsmál, skil- virkni stjórnsýslu, afköst í við- skiptalífinu og innviði þjóðfé- lagsins. Undir hverjum þætti eru síðan metin atriði eins og fjárfestingar erlendis, atvinnu- leysi, verðlag, opinber fjársýsla, framleiðni, viðhorf og gildismat í viðskiptalífinu, auk skipulags í menntun, heilbrigðismálum og vísindum svo eitthyað sé' nefnt, alls 314 þættir. ísland er í 26. sæti þegar litið er á efna- hagsmálin, í 7. sæti þegar litið er á skilvirkni stjórnvalda, í 3. sæti þegar litið er á afköst og virkni í viðskiptalífinu og loks í 4 sæti þegar litið er til inn- viða þjóðfélagsins og skipulag. Efst á lista „smáþjóða*1 er Finnland sem hefur verið að bæta stöðu sína á listanum undanfarin ár. Þá kemur Singapúr, Danmörk, Sviss, Lúx- emborg, Svíþjóð og Holland sem toppaði listann í fyrra. Á lista stórþjóða (með yfir 20 milljón íbúa, eru Bandaríkin efst eins og í fyrra. Síðan koma Ástralía, Kanada, Malasía, Þýskaland, Tævan, Bretland, Frakkland og Spánn. -hlh DV-MYND GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON Impregilo fær fyrstu tækin Erient leiguskip kom til Reyöarfjaröar i gær og iosaöi þar farm meö fyrstu tækjum og tólum sem ítalska verktakafyrir- tækiö Impregilo þarfá aö halda til aö reisa Kárahnjúkavirkjum, dýrasta mannvirki iandsins. Meöal þess sem á land kom voru tveir fremur litlir kranar sem lyfta kannski 30 til 40 tonnum. Þarna var líka bor, líklega ein 50 tonn. Krónur borsins eru geysistórar og eru ekki komnar. Landsfundur Landssambands eldri borgara hófst í morgun: Bið eftir hjúkrunarrými aldrei lengri Landsfundur Landssambands eldri borgara hófst í morgun og er þessi tímasetning strax eftir kosn- ingar ákveðin í ljósi þess að lof- orðalistar stjómmálaflokkanna eru enn ferskir. Benedikt Davíðs- son, formaður samtakanna, segir segir að meðal mála sem brenni á öldruðum sé að biðlistar varðandi hjúkrunarrými hafi aldrei verið lengri en nú. „Það eru yfir 400 manns á biðlista sem eru ýmist með brýna eða mjög brýna þörf fyrir vistun. Þetta er lengsti listi sem nokkurn tíma hefur verið. Fjölgunin á list- anum er að verulegu leyti vegna þess að heimahjúkrun og heima- þjónustan hefur ekki dugað nægi- lega vel. Þar væri hægt að gera miklu betur svo að fleira fólk gæti verið mun lengur heima.“ Bene- dikt segir að þar halli bæði á ríki og sveitarfélög. - Hvaða loforö stjórnmálaflokka eruð þið helst að horfa á? „Maður hefur sérstaklega höggvið eftir loforðum um eflingu velferðarkerfisins og lækkun skatta án þess að velferðakerfið gjaldi þess. Við munum auövitað fylgjast grannt með því og reyna að fá að koma að því máli eins og frekast er hægt. Okkar mottó er virkni og að ekkert sé um okkur rætt án okkar.“ - Er þá ekki gósentíð fram und- an miðað við öll loforðin? „Maður skyldi ætla það en við erum samt sem áður hóflega bjart- sýn enda vel flest komin með mikla reynslu.“ -HKr. Stuttar fréttir Reykjavík næstvinsælust Reykjavík e næstvinsælasti áfangastaður fræga fólksins á I eftir París ef I marka má stærsta | feröavef Bretlands, [ lastminute.com. Guðjón Arngríms-1 son, blaðafulltrúi Flugleiða, segir á mbl.is að þetta sé ótrúlegur ár- angur af markaðsstarfi síðustu ára og skili sér í sífellt fleiri ferða- mönnum. Forstjóri Lýðheilsustöövar Guðjón Magnússon læknir hef- ur verið skipaður forstjóri Lýð- heilsustöðvar til fimm ára. Fimm á bak við lás og slá Þýskir og ís- lenskir lögreglu- menn hafa upp- rætt fíkniefna- hring sem teygði anga sína hing- að. Fimm menn eru í haldi, þar af tveir hérlendis. Lagt var hald á 20 kíló af hassi. Sjoppurán upplýst Lögreglan í Reykjavík hefur upplýst rán í sölutumi við Klepps- veg í Reykjavík á föstudaginn var. Tvítugur maður hefur viðurkennt verknaðinn. Stutt vorþing Alþingi verður kallað saman eft- ir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að vorþingið standi stutt. Tæplega 6000 atvinnulausir í lok síðasta mánaðar voru 5.791 á atvinnuleysisskrá. Atvinnulaus- um fækkaði um 252 frá fyrra mán- uði. ívið fleiri karlar voru at- vinnulausir eöa 2.992 á móti 2.799 konum. Týna sjaldan töskum Flugleiðir skipa 9. sæti á lista yfir 23 flugfélög sem týna sjaldnast ferðatöskum. Um 7,7 af hverjum þúsund farþegum félagsins glata farangri sínum. mbl. sagði frá. -aþ DV-MYNÐ NG Sniglar halda slysaæfingu / gærkvöld stóöu Sniglarnir fyrir mót- orhjólaslysaæfingu viö félagsheimili sitt viö Skeljanes, meö aöstoö frá Slysadeild og Slökkviliöi. Aö sögn Önnu Marínar Kristjánsdóttur, skipu- leggjanda æfingarinnar, var ákveöiö aö halda hana eftir skyndihjálpar- námskeiö sem Sniglarnir stóöu fyrir í febrúar. „Viö erum ánægö meö hve margir mættu, en þeir heföu þó mátt taka virkari þátt í æfingunni, “ sagöi Anna í viötali viö DV. Aö sögn Önnu stendur til aö gera þetta aö ár- legum viöburöi og vildi hún hvetja fyrirtæki og tryggingarfélög til aö rétta Sniglunum hjálparhönd viö verkefniö. Stéttarfélagið Báran: GóO hugmynd að launahækkun Stjórn stéttarfélagsins Bárunn- ar á Selfossi hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er undrun á þeirri ákvörðun Kjaradóms að hækka laun þingmanna, ráðherra og helstu embættismanna um allt að 20%. Segir að þetta gerist á meðan þeir tekjulægstu berjist við að halda í stöðugleikann og forðast verðbólgu. „Jafnframt lýs- ir stjórn Bárunnar ánægju yfir því að komin skuli vera hug- mynd aö launahækkun í komandi kjarasamningum, sem hefur ekki áhrif á verðbólgu. Þökk sé Kjara- dómi og nýrri ríkisstjórn fyrir velvilja í garð launafólks," segir í ályktun Bárunnar. -sbs Þrír unglingar: Náðust á hlaupum í Árbænum Þrír drengir á aldrinum 15 til 17 ára voru handteknir á sjötta tímanum í morgun þar sem þeir höfðu stolið bíl í Hafnarfirði rétt. fyrir miðnætti og keyrt um á honum um borgina. Fundust þeir síðan í Árbæjarhverfinu og eftir nokkurn eltingaleik náði lögregl- an í Reykjavík þeim. Þeir voru færðir á lögreglustöðina og fengu þeir að gista fangageymslur lög- reglunnar. -EKÁ Haldið til haga Framkvæmdastjóri ísfugls í Mosfellsbæ vill taka fram til að forðast misskilning að þau hjón, Helga Lára Hólm og Logi Jóns- son, séu ekki einu eigendur fyrir- tækisins. Núverandi hluthafar ís- fugls eru Markís ehf., sem á 70%, og Sláturfélag Suöurlands sem á 30% hlut. Vörumerkið ísfugl hef- ur ætíð veriö notað þótt rekstrar- aðilarnir á sláturhúsinu hafi ver- ið tveir í gegnum tíðina. Rangt föðurnafn í frétt DV í gær var ranglega farið með föðurnafn Viktors Guð- bjartssonar sem fannst látinn í Torfalækjarhreppi í fyrrakvöld. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.