Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 DV Fréttir Heildargreiöslur til alþingismanna á mánuöi - annarra en ráðherra: Allt að 700 þúsund kr. Samkvæmt úrskuröi Kjaradóms um laun æöstu embættismanna ríkisins geta heildargreiðslur til þingmanna í dag numið allt að 700 þúsundum króna á mánuði og er þá ekki verið að tala um laun ráð- herra. Bein heildarlaun þingmanna, þ.e. þingfararkaup, er eftir 18,7% hækkun samtals 437.777 krónur. Auk þess eiga þingmenn rétt á að fá greiddan feröa- og dvalarkostn- aður í eigin kjördæmi. Það er fóst mánaðarleg greiðsla upp á 47.000 krónur hjá landsbyggðarþing- manni, en 36.300 krónur á mánuði hjá þingmanni á höfuðborgar- svæðinu. Þá fá þingmenn greiddan al- mennan starfskostnað sem er fóst fjárhæð, 53.100 krónur á mánuði. Alþingismaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur og Reykjaness fær mánaðarlega greiddar 72.450 kr. í húsnæðis- og dvalarkostnað. Haldi alþingismaður, sem á aðal- heimili utan Reykjavíkur eða Reykjaness, annaö heimili í Reykjavík getur hann óskað eftir að fá greitt álag, 40%, á þá fjár- hæð. Alþingismaður, sem á heimili utan Reykjavíkur eða nágrennis og fer daglega milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann, fær greiddan þriðjung húsnæðis- og dvalarkostnaðar, eða 24.150 krón- ur mánaðarlega. Ofan á þingfararkaup geta líka komið álagsgreiðslur. Þar er um að ræöa 15% álag á kaup varafor- seta, formanna allra fastanefnda annarra en kjörbréfanefndar, for- manna allra þingflokka, auk þess sem héimilt er að greiöa formönn- um sérnefnda 15% álag sam- kvæmt sérstöku ákvæði þing- skapalaga á meðan viðkomandi nefndir eru að störfum. Varaformaður fastanefndar eða þingflokks fær greitt 15% álag á þingfararkaup þann tíma sem for- maður er utan þings og varamað- ur hans situr á þingi. Álags- greiðsla til formannsins fellur niö- ur á meðan, nema forfóll séu vegna veikinda og skal þá greiöa álagið allt að einu ári. Eini fræðilegi möguleikinn á að formenn nefnda fái greitt tvöfalt álag er að viðkomandi sé bæði í forsætisnefnd og formaður fasta- nefnda eöa þingflokks. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Al- þingis hefur þó ekki reynt á þá heimild. Þá fá varaformenn fjárlaga- og utanríkismálanefndar greitt 10% álag á þingfararkaup. Auk þessa eiga alþingis- menn rétt á greiðslu dag- peninga á ferðalögum inn- anlands. Um upphæð dag- peninga fer eftir ákvörðun ferðakostnaðarnefndar. Dvalarkostnaður skal greiddur af dagpeningum. Heimilt er þó í sérstökum tilvikum að endurgreiöa hótelkostnað (gistingu) samkvæmt reikningi í stað þess að greiða dag- peninga. - Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Alþingis í gær tíðkast ekki að greiða þingmönnum dagpeninga á ferðalögum innanlands. Allt að 700 þúsund í brúttógreiðslur Samkvæmt þessu fá þingmen talsvert meira en þingfararkaupið, sem er 437.777 krónur á mánuði. Stór hluti þingmanna hefur möguleika á 15% álagsgreiðslum vegna for- mennsku í nefndum. Allir þing- menn eiga rétt á almennum starfs- kostnaði. Allir landsbyggðarþing- menn eiga rétt á húsnæðis- og dvalarkostnaði og mögulega 40% álag á þann kostnað. Allir þing- menn eiga rétt á að fá ferða- og dvalarkostnað í eigin kjördæmi greiddan. Niðurstaðan er sú að lands- byggðarþingmenn hafa möguleika á aö fá 697.234 krónur í heildar- greiöslur á mánuöi sem gerir 505.583 krónur á mánuði fyrir utan skatta. Á sama hátt gætu þingmenn höfuðborgarsvæðisins vænst þess að fá 592.844 í heildar- greiðslur sem þýðir 401.193 krónur fyrir utan skatta. Endurgreiddur ferðakostnaður Þar fyrir utan skal endurgreiða kostnað alþingismanns við ferðir milli heimilis eða starfsstöðvar og Reykjavíkur. Njóti alþingismaður húsnæðis- og dvalarkostnaðar skal heimilt að endurgreiða allt að einni ferð á viku á þingtímanum. Þingmaður, sem býr utan Reykja- víkur eða nágrennis, en fer dag- lega milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann, á rétt á aö fá þann ferðakostnað endurgreiddan. Þá skal endurgreiða alþingis- mönnum kostnað við ferðir frá heimili eða starfsstöð í önnur kjör- dæmi á fundi sem þeir boða eða eru boðaðir á starfa sinna vegna. Sama á við um ferðir þingmanna meðan þeir dveljast í Reykjavík á þingtíma eða dveljast þar í erind- um Alþingis utan þingtíma, ef þeir þurfa að fara í sérstaka fundaferð í eigið kjördæmi. -HKr. Möguleg laun og kostnaöargreiöslur til alþingismanna á mánuöi Landsbyggö Krónur Reykjavík/ Reykjanes Krónur A Þingfararkaup 437.777 : 437.777 B 15% álag formanna nefnda/þingflokka 65.667 65.667 C Almennur starfskostnaður 53.100 53.100 D Húsnæöis- og dvalarkostnaöur 72.450 ] E 40% álag á húsn. og dvalarkostnaö 21.240 | F Feröa- og dvalarkostn. í eigin kjördæmi 47.000 ] 36.300 Mögulegar helldargrelðslur 697.234 • I 592.844 *Skattar og gjöld af A + B = af 503.444 -179.627 -179.627 *Hátekjuskattur sem greiddur er eftir á -12.024 | -12.024 Hrelnar utborgaöar tekjur 311.793 311.793 Hrelnar tekjur ásamt kostnaöargrelöslum •Skattar og gjöld miöaö viö álagningu á einstakling 505.583 401.193 Umfjöllun erlendra fjölmiöla um kosningarnar: Tómt pugl hjá CNN og BBC Óglöggt er gests augað Ef fréttir BBC og CNN eru allar jafn ónákvæmar og um kosningarnar á íslandi er úr vöndu aö ráöa. BBC segir aö Ingibjörg Sólrún hafi tapaö þingsæti og CNN aö stjórnarflokkarnir hafi tapaö 7 þingsætum. Því er stundum haldið fram að erlendir fjölmiðlar séu vandaðri en íslenskir; vegna stærðar sinnar gef- ist fréttamönnum þeirra tóm til þess að kafa ofan í mál og þræl- tryggja að aliar upplýsingar séu réttar. Lausleg athugun á umfjöllun nokkurra stórra og virtra fjölmiðla um nýafstaönar alþingiskosningar bendir ekki til aö þetta sé rétt mat. Ingibjörg of örugg? í frétt á vef breska ríkisútvarps- ins BBC segir til dæmis að „leið- togi“ Samfylkingarinnar hafi tapað þingsæti sínu í kosningunum og viröist því höfundur fréttarinnar halda að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hafi átt sæti á Alþingi. Þá segir í frétt BBC að Ingibjörg Sólrún hafi, að því er viröist, veriö svo örugg um gott gengi Samfylk- ingarinnar að hún hafi sett sjálfa sig í 5. sæti á framboöslista flokks- ins í kjördæmi sínu. Ljóst er að höf- undur fréttarinnar hefur ekki hug- mynd um að þegar Ingibjörg Sólrún þáði sætið taldi hún að það væri í besta falli varaþingmannssæti og ætlaöi sér að sitja áfram sem borg- arstjóri. AP-fréttastofan heldur þessu sama fram í fréttaskeyti og fullyrð- ir raunar aö Ingibjörg Sólrún hafi ofmetið möguleika Samfylkingar- innar og þess vegna verið í 5. sæti. BBC tekur ekki svona sterkt til oröa og vitnar ekki í AP í frétt sinni. Það gerir hins vegar CNN og ber því sama misskilninginn á borö. Líkurnar út og suður Fréttavefur BBC metur það svo að Davíð Oddsson gæti átt í mestu vandræðum með að mynda ríkis- stjórn vegna þess hve flokkur hans hafi tapað miklu fylgi. í fréttinni - sem var skrifuð á sunnudag - segir að Framsóknarflokkurinn standi meö pálmann í höndunum, hann sé í lykilstöðu, og þótt búist sé við óbreyttri stjórn gæti hann allt eins myndað stjóm með Samfylkingunni. Ekkert er minnst á að slík stjóm myndi aðeins styðjast við eins manns meirihluta né á þann mögu- leika aö Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking myndi ríkisstjóm. í frétt ÁP er hins vegar haft eftir ónafngreindum álitsgjöfiun að ólik- legt sé að Framsóknarflokkurinn gangi til samstarfs við Samfylking- una, einkum og sér í lagi ef Ingibjörg Sólrún veröur þar ekki innanborðs! Engin rök era færð fyrir þessu mati; þ.e. að þátttaka Ingibjargar Sólrúnar sé forsenda þess að samstarf Fram- sóknarflokks og Samfylkingar sé hugsanlegt. Þess má geta að Samfylkingin er ýmist kölluð „Social Alliance" eða „Social Democratic Alliance" í þess- um fréttum en orðinu „leftist" (vinstrisinnað) oftar en ekki skeytt framan við. Á vef Samfylkingarinnar er geflð upp enska heitið „Social Democratic Alliance". Sjö þingsæti töpuö? í frétt CNN - sem er eins og fyrr segir merkt AP - er því líka haldið ffam að ríkisstjómarflokkamir hafl tapað sjö þingsætum í kosningunum. Rétt er farið meö þingmannatölu flokkanna og því réttUega greint frá því að stjómin haldi velli meö sam- anlagt 34 þingmenn, en hins vegar er fullyrt að sömu flokkar hafi fengið 43 þingmenn Kjöma í kosningunum 1999. Hið rétta er vitaskuld að þeir fengu 38 þingmenn; Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði 4 þingsætum en Fram- sóknarflokkurinn engum. Þess má geta að höfundur fréttar AP er undrandi á þeim eiginleika ís- lenska stjómkerfisins að næststærsti og þriðji stærsti flokkurinn geti myndað ríkisstjóm að loknum kosn- ingum og kallar það einn af „duttl- ungum" (e. ,,quirk“) kerfisins. Sumt í fréttum BBC, CNN og AP virðist runnið undan sömu rifjum og orðalag og áherslur era víða mjög svipaöar. Við það bætast svo um- mæli höfð upp úr sjónvarpi eða Reuters-fréttastofunni, og að því er virðist eigin viðtöl v'ið einstaklinga á íslandi; þannig vitnar AP í Egil Helgason, „stjómmálaskýranda á TV2“ og CNN vitnar í viðtöl við 111- uga Gunnarsson, Össur Skarphéðins- son og „Lindu, leikkonu sem skálar fyrir velgengni Samfýlkingarinnar11. -ÓTG _________’•_____________ Þáttur um Hjálmar sýndur í hollenska sjónvarpinu í dag veröur sýndur í hollenska sjónvarpinu þáttur um mál Hjálmars Björnssonar, 16 ára pilts, sem lést í Rotterdam í júní síðastliðið sumar. Pilturinn fannst látinn með ýmsa höfuð- áverka niðri viö ána Oude Maas eftir að hans hafði verið saknað í tvo daga. Félagar hans höfðu þá fyrst sagt að þeir vissu ekki hvar hann væri en síðan voru þeir margsaga um tildrög þess hvar og hvernig hann lést. Fjölskylda Hjálmars heitins er mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar í Rotterdam sem „lokaði rannsókn- inni“ án þess að brjóta málið til mergjar. Fjölskyldan hefur lagt áherslu á að rannsakað verði frekar hvers vegna þaö gat gerst að pilturinn fannst ekki fyrr en einum og hálfum sólarhring eftir að hann lést og það á mjög fjöl- fórnum stað þar sem hundruð skipa fara um á hverjum degi. Engar nýjar upplýsingar hafa enn komið fram sem varpað gætu ljósi á hvarf og dauða Hjálmars. Áð beiðni foreldranna var einnig framkvæmd réttarkrufning hér á landi og eins og fram kom í frétt í Ríkisútvarpinu í síðustu viku munu íslenski og hollenski rétt- arlæknirinn bera saman bækur sínar í lok mánaðarins. Nánari upplýsingar um þáttinn er að finna á vefsíðunni: www.peterrd- evries.nl -EKÁ Ríkisendurskoðun: Vill sameina flug- málastjórnir í Kefla- vík og Reykjavík Ríkisendurskoðun bendir á mikilvægi þess í nýrri úttekt sinni að sameina starfsemi Flug- málastjórnar íslands á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli. Ein ástæða þess að ráðist var í úttektina var sú gagnrýni sem beinst hefur að Flugmálastjóm vegna flugöryggismála. Að mati Ríkisendurskoöunar hefur margt færst til betri vegar í þeim efn- um á allra síðustu árum. Það megi einkum þakka nýjum og ít- arlegum alþjóðareglum um flug- öryggi og auknu og kerfisbundn- ara eftirliti Flugmálastjómar með flugrekstraraðilum. Ríkis- endurskoðun leggur áherslu á mikilvægi þess að sátt ríki um kaup og kjör flugumferðarstjóra svo hægt sé að tryggja eölilegar flugsamgöngur og alþjóðlegar skuldbindingar. Starfsemi og rekstur Keflavík- urflugvallar heyrir undir sér- staka stofnun, Flupnálastjórn á Keflavíkurflugvelli, sem aftur heyrir undir varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Bent er á að þetta fyrirkomulag eigi sér söguleg rök en sé á ýms- an hátt óheppilegt. Æskilegra væri að málefni flugvallarins heyrðu með beinni hætti undir Flugmálastjórn og samgöngu- ráöuneytið. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.