Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 DV 9 Fréttir Ákvörðun Samkeppnisráðs um dreifingu og smásölu á ís: Samningar Bónuss og Kaupáss í andstöðu við samkemmislög Á síöasta ári beindu Samtök verslunarinnar því til Samkeppn- isstofnunar að teknir yrðu til at- hugunar viðskiptahættir varð- andi dreifingu og smásölu á ís. Töldu samtökin að fyrirtækin Emmessís og Kjörís annars vegar og Baugur og Kaupás liins vegar hefðu brotið gegn samkeppnislög- um með því að gera með sér samninga sem fólu í sér að Emmessís og Kjörís hefðu nánast allt hillurými fyrir ís í verslunum Baugs og Kaupáss. Þessir samn- ingar fælu m.a. í sér að nýir fram- leiðendur og innflytjendur á er- lendum ís væru útilokaðir frá við- skiptum við keðjumar. í ákvörðun Samkeppnisráðs frá sl. fóstudegi er niðurstaðan sú að í viðskiptasamningum Baugs og Kjöríss annars vegar og Baugs og Emmessíss hins vegar komi fram að samanlagt hafi Baugur samið við umrædda ísframleiðendur um að þeir fái undir vörur sínar 95% af því frystirými sem til ráðstöf- unar er undir isvörur í matvöru- verslunum Baugs. Þá kemur fram að í sambærilegum samningum Kaupáss við Emmessís og Kjörís hafl Kaupás samið við umrædda ísframleiðendur um að þeir fái undir vörur sínar nær allt frysti- rými sem til ráðstöfunar er undir ísvörur í matvöruverslunum Kaupáss. Samkeppnisráð telji að umræddir samningar takmarki möguleika annarra fyrirtækja Skeljungssamstæðan: Óviðunandi at- koma dóttup- og hlutdeildarfélaga Skeljungur hf. hefur hagnast um 129 milljónir króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2003. í fyrra nam hagnaðurinn á sama tímabili tæplega 201 milljón króna. Einkennist afkoman það sem af er ári af minni eldsneytis- sölu en það er fýrst og fremt rakið til samdráttar í loðnuveiðum. Veldur slök afkoma dóttur- og hlutdeildarfélaga vonbrigðum. Það er mat stjómenda félagsins að af- koma þeirra á fyrsta ársíjórðungi sé óviöunandi. Hagnaður Skeljungs hf. og dótt- urfélaga fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 91 milljón króna fyrstu þijá mánuði ársins samanborið við 221 milljón á sama tíma árið 2002. Hreinar rekstrar- tekjur nú voru 798 milljónir króna en voru 884 milijónir fyrstu þrjá mánuði ársins 2002. -HKr. íraksspllln komln í spilastokknum sem var uppruna- lega dreift meöal bandarískra her- manna eru myndir afmönnum sem eru eftirlýstir af Bandaríkjaher í írak. Saddam Hussein er spaöaás. Magni R. Magnússon sem rekur verslunina Hjá Magna viö Laugaveg, segir spilin mjög vinsæl. sem dreifi ísvörum í heildsölu á að bjóða verslunum Baugs og Kaupáss og þar með neytendum ísvörur til kaups og hindri því samkeppni á markaðnum fyrir dreifíngu á ísvörum til matvöru- verslana. Framangreindir samn- ingar eru taldir fara gegn 10. gr. samkeppnislaga og því ógildir. Þá beinir Samkeppnisráð þeim fyrir- mælum til Baugs og Kaupáss að við gerð viðskiptasamninga við Kjörís og Emmessís verði ekki ráðstafað meira en 80% af því frystirými sem ætlað sé fyrir framstillingu á ísvörum í mat- vöruverslunum Baugs og Kaupáss. -EKÁ DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Fínn humar og nóg tll Strákarnir á Bjarna Gíslasyni aö landa humri eftir stutta en góöa veiöiferö sem vonandi boðargott. Humarveiöi hjá Hornafjaröarbátum fer vel á staö og hefur veiöi veriö góö. SJALFSBJÖRG LANDSSAMBAND FATLAÐRA Árið 2003 er Evrópuár fatlaðra Reykjavík, 2003 Ágæti lesandi! Bréf þetta er sent til þín með von um góðar viðtökur á Evrópuári fatlaðra, við fjáröflun sem Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra stendur fyrir. Markmiðið er að safna fé til breytinga og stækkunar á íbúðum fyrir hreyfihamlaða í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 í Reykjavík. í því skyni hefur fjöldi hljómlistarmanna lagt Sjálfsbjörg lið með því taka þátt í útgáfu hljómdisksins „Ástin og lífið“ en hann inniheldur 14 áður útgefin lög með, m.a. Björgvin Halldórssyni, Stefáni Hilmarssyni, Sigríði Beinteinsdóttur, Eyjólfi Kristjánssyni, Ragnhildi Gísladóttur, Bjarni Ara, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og mörgum fleiri ástsælum dægurtónlistarmönnum. Á næstu dögum mun starfsfólk okkar hringja út vegna þessa átaks. Það er von okkar að landsmenn sýni velvilja og skilning. Rétt er að taka fram að Sparisjóður vélstjóra styrkir verkefnið með því að greiða allan kostnað við útsendingu. Banka nr. 1175-26-10656 kt: 570269-2169. Nánari upplýsingar í síma 800 6633 grænt númer. Með von um jákvæðar undirtektir og fyrirfram þakklæti. F.h. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Arnór Pétursson formaður arro@mmedia.is Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri sigurd@sjalfsbjorg.is n spv www.spv.is 2003 Árið 2003 er Evrópuár fatiaðra Hátúni 12 105 Reykjavík ísland/lceland Sími/Tel.: +354-552 9133 Bréfsími/Fax: +354-562 3773 Póstfang/E-mail: mottaka@sjalfsbjorg.is Heimasíða/Home page: http://www.sjalfsbjorg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.