Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 DV 13 Útlönd ísraelsher réðst inn í bæ á Gaza í morgun: Tólf ara drengur í hopi þeirra sem féllu í valinn ísraelskar hersveitir drápu tólf ára dreng og tvo Palestínumenn aöra þegar þeir réðust inn í bæinn Beit Hanoun á Gaza í morgun, sama dag og Palestínumenn minn- ast þess að 55 ár eru liðin frá því að heimaland þeirra var tekið af þeim til að mynda Ísraelsríki. Tiu Palestínumenn voru fluttir til að- hlynningar á sjúkrahús. Talsmenn hersins sögðu að skriðdrekar og fótgönguliðar hefðu verið sendir inn í Bein Hanoun til að leita uppi harðlínu- menn sem hafa verið að skjóta sprengjum á landtökubyggðir gyð- inga á Gaza og á bæ í sunnan- verðu ísrael. Hermennirnir nutu stuðnings þungvopnaðra þyrlna. Ofbeldisaðgerðirnar í morgun þykja enn eitt áfallið fyrir banda- rísk stjórnvöld og tilraunir þeirra til að mæla fyrir friðaráætluninni sem þeir kalla Vegvísi. Þar er REUTERSMYND Javier Solana Utanríkismálastjóri ESB lætur ísra- eiska ráðamenn ekki banna sér aö hitta Yasser Arafat í Ramallah í dag. meðal annars kveðið á um að endi verði bundinn á tæplega þriggja ára langa uppreisn Palestínu- manna og að stofnað verði sjálf- stætt ríki Palestínumanna fyrir árið 2005. ísraelsk stjórnvöld sögðu í gær að Ariel Sharon forsætisráðherra hefði engan tíma til að hitta Javier Solana, utanríkismála- stjóra Evrópusambandsins, eftir að sá síðarnefndi ítrekaði þann ásetning sinn að hitta Yásser Ara- fat, forseta Palestínumanna. Stjórnarerindrekar sögðu að Solana myndi ekki hvika frá því að sækja skipulagða fundi með þeim Arafat og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, í Ramallah í dag. Hann hefði hins vegar frestað ferð sinni til ísraels. Solana er á ferð um þennan heimshluta til að afla stuðnings við Vegvísinn svokallaða. REUTERSMYND Mótmælendur sleppa dúfum Fjöldi manns efndi til mótmælaaögeröa gegn yfirvofandi stríöi í Aceh-héraöi í Indónesíu úti fyrir forsetahöllinni í Jakarta í morgun. Mótmælendurnir slepptu dúfum til aö leggja áherslu á kröfur sínar um friö. Uppreisnarmenn í Aceh sögöust í morgun vera relöubúnir að hitta indónesíska embættismenn í Japan til aö ræöa friö. Sögulegur samningur undirritaður í gær: Grænlendingar sitja nú við sama borð og Danir í eigin utanríkismálum Tímamót urðu í litla veiði- mannasamfélaginu Itilleq á Græn- landi í gær. Þá skrifuðu þeir Hans Enoksen, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, og Per Stig Moller, utanríkisráðherra Dan- merkur, undir samning sem kveö- ur á aö Grænlendingar standi jafnfætis Dönum þegar þeirra eig- in utanríkismál eru annars vegar. Samningurinn þýðir að þeir En- oksen og Stig Moller eru sammála um sameiginlegar tillögur Græn- lendinga og Dana í væntanlegum samningaviðræðum við bandarísk stjómvöld um endumýjun stórs hluta varnarsamningsins frá 1951. Þá munu löndin tvö leggja fram sameiginlegt uppkast að samningi um efnahags- og tæknisamvinnu Per Stlg Moller Danski utanríkisráöherrann var norö- ur undir heimskautsbaug í gær og undirritaöi þar sögulegt samkomulag viö grænlensku heimastjórnina. Grænlands og Bandaríknanna. Allt þetta eru skilyrði græn- lensku heimastjómarinnar fyrir því að fallast á að Bandaríkja- menn fái leyfi til að gera endur- bætur á ratsjárstöð sinni í Thule þar sem hún á aö gegna mikil- vægu hlutverki í fyrirhuguðu eld- flaugavamarkerfi. Hans Enoksen lýsti yfír ánægju sinni með samkomulagið sem var undirritað í heimabyggð hans og að það skyldi nást án teljandi vandræða milli landanna. „Samkomulagið gerir okkur nú kleift að hefja samningaviðræð- urnar við Bandaríkin," sagði danski utanríkisráðherrann. Ihættum AÐREYKJA HVATNINGAR- gS ÁTAKUMFÍ Sm Taktu þátt í ein- faldri getraun. Svaraðu spurn- ingunum hér til hliðar og sendu svörin til Þjón- ustumiðstöövar var UMFÍ, Fells- múla 26, 108 Reykjavík fyrir 25. maí. Úrslit verða kynnt á reyklausum degi 31. maí. Getur þú svaraö eftirfarandi spurning'um? 1. Hvað heitir rapparinn sem syngur £ laginu Tóm tjara? 2. Hvað reykja íslendingar fyrir mikinn pening á ári? 3. Hvað heita söngvararnir í laginu Svæla, svæla? 4. Hver á augu, eyru, lítinn munn og lítið nef? 5. Hvaö geta reykingar orsakað? Þátttökuseðlar fylgja geisladisknum HÆTTUM AÐ REYKJA Þú finnur einnig svörin við spumingunum í bæklingi sem fylgir með diskinum. VINNINGAR: ICRAFTER kassagítar R-035 (kr. 50.000) frá hljóð- færarvérshminni Gítarinn, Mark geislaspilari (kr. 10.000) frá Tóbaksvarnanefnd og Framtíöarreikn- ingur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka og Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu (kr. 8.000) frá Eddu útgáfu. ÍKaraoke-hljómborö (kr. 50.000) frá Hljóðfærahúsinu og Fram- tíöarreikningur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka. Skrifstofustóll (kr. 40.000) frá w Odda og Framtíöarreikningur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka. Mark DVD fjölkerfa myndgeisla- i spilari (kr. 20.000). jH Nokia sími með B korti (kr. 17.000). ÖGjafabréf að upphæð kr. 15.000 frá Tónastööinni. 7Hringadróttinssaga eftir Tolkien (kr. 12.000) frá Fjölva og geisladiskurinn í svörtum fötum frá Skífunni. ÖGjafabréf (kr. 10.000) frá Kringlunni og geisladiskur- inn f svörtum fötum frá Skífimni. 9GUESS kvenmannsúr (kr. 10.000) frá Leonard og geisladiskurinn í svörtum fötum frá Skífunni. GUESS karlmannsúr (kr. 10.000) frá Leonard % geisladiskurinn í svörtum fötum frá Skífunni. AUKAVINNINGUR AÐ UPPHÆ3Ð kr. 100.000 Úr öllum innsendum þátttökuseðlum veröur einn seðill dreginn út og fær sendandi gjafabréf aö upphæö kr. 100.000 sem er innborgun á sófa frá DESFORM. , D=sf0RM tdT. Leggöu inn á Reyklausan reikning’ til aö fa geislaplötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggðu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eða sparisjóði og þú færð eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aðalbanki) nr. 160379 RFYKI AIIQ Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408 ní’iivfílm'1 Búnaöarbanki (aðalbanki)nr. 120552 REiKNINGuR Mundu aö láta nafn þitt og helmilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. HVATNINGAR- ÁIAKUMFÍ |m Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt að fá £ Þjónustumiðstöö UMFÍ, Fellsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Heildarverömæti vinninga í hvatningarátaki UMFÍ er kr. 750.000. Nöfh vinnmgshafa verða birt í DV á reyklausum degl 31. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.