Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 Tilvera dv Bíómolar Æska Hannibals Lecters Á kvikmyndahátíðinni í Cannes eru margir að selja kvikmyndir og hugmyndir að kvik- myndum. Einn þeirra er hinn stórtæki Dino De Laurentis sem er með nokkrar myndir í framleiöslu, meðal annars kvikmynd sem heitir The Lecter Variation. Eins og er hefur hún und- irtitilinn The Story of Yoimg Hanni- bal Lecter. í myndinni verður Hanni- bal Lecter fylgt eftir frá æskustöðvum sínum í Litháen til táningsáranna í París og endað í Bandaríkjunum, þar sem lífsferill hans fer að mótast. De Laurentis segir að hann telji að fjóra leikara þurfi tO að leika Lecter, 12 ára, 16 ára, 20 ára og 25 ára. Thomas Harr- is, höfundur bókanna um Hannibal Lecter, hefur þegar skrifað beinagrind að sögunni sem hann hefur sýnt De Laurentis og er búist við þvi að hann fylgi þvi eftir með bók og skrifi síðan kvikmyndahandritið sjálfúr. Hvenær af þessu verður er óvíst. Harris hefur aldrei unnið hratt og löng bið var á framhaldi af Silence of the Lambs. Ast a niðurleið Eins og gefur að skilja eru fáir tilbúnir í samkeppni um áhorfendur við The Matrix Reloaded í Bandaríkjunum um helgina. Eina nýja kvikmyndin sem gæti komið til með að fá góða aðsókn er rómantíska gamanmyndin Down With Love, en henni er beint aö allt öðrum áhorfendahópi en flykkjast mun á Matrix. í Down With Love er gert út á leikarana og eru aðalhlut- verkin í höndum Rene Zellweger og Ewans McGregor. Um er að ræða end- urgerð á kvikmynd frá því snemma á sjöunda áratugnum. Þá léku aðalhlut- verkin Rock Hudson og Doris Day. í myndinni segir frá vinsælum rithöf- undi sem telur sig hafa svör við öllu þar til þekktur blaðamaður fer að spyija hana óþægilegra spuminga. Gibson di'Á sig í hlé Hinn umdeildi ósk- arsverðlaunahafi, Michael Moore, er að undirbúa nýja heimild- arkvikmynd, Fahren- heit 911, þar sem aðal- áherslan verður lögð á tengsl milli tveggja fjölskyldna, Bush- fjölskyldunnar frá Texas og fjölskyldu Osama bin Ladens. Framleiðslufyrir- tækið Mel Gibsons, Icon Productions, var búið að gefa grænt ljós á fram- leiðsluna. Það var áður en Mel Gibson fannst hann eiga í nógu miklum vand- ræðum með ævisögu Jesú Krists, The Passion. Talið er víst að hún eigi eftir að valda miklum úlfaþyt. Miramax hljóp í skarðið og Moore heldur áfram með Fahrenheit 911, sem örugglega á eftir að vekja mikið umtal. Leikfélag Hölmavíkur sýnir: Sex í sveit eftir Marc Camotetti, f leikstjóm Skúla Gautasonar Laugardaginn 17. maf, kL 20.30, I Tjamarbíói, Tjamargötu 12, Reykjavík. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.500 fýrir fúllorðna, kr. 800 fyrir 6-16 ára og 67 ðra og eldri. Frftt fyrir yngri en 6 ára. - Mlðapantanir á báðar sýningar Föstudaginn 16. maf, kL 21.00, f Félagsmiðstöðinni Óðali, Borgamesi. Það er Matrix-helgi í kvikmynda- heiminum. The Matrix Reloaded, sem er önnur myndin í seríunni, verður frumsýnd um allan heim. Aldrei hefur jafn víðtæk markaðssetning farið fram á einni einstakri kvikmynd og þessari nýju Matrix-mynd. Ekki nóg með að í sjónvarpinu hefur verið kynt undir með teiknimyndaseríu, byggðri á efni úr Matrix, heldur var sýnd sér- stök stuttmynd sem aukmynd í bíói. Þetta er fýrir utan hefðbundna kynn- ingu sem staðið hefur í næstum ár með auglýsingum og fréttum. Því er eins gott aö myndin standi undir væntingum en þær eru miklar. í View From the Top Gwyneth Paltrow og Kelly Preston leika tvær flugfreyjur. Bandaríkjunum verður The Matrix Reloaded sýnd í fLeiri kvikmyndasöl- um en þekkst hefur og framleiðendur gera sér vonir um að inn komi 150 milljón dollarar. Hér á landi mun hún verða áberandi um helgina. Tvær aðr- ar myndir verða frumsýndar: róman- tíska gamanmyndin View From the Top og barnamyndin The Magic Pudd- ing. Matrix Reloaded Þegar Matrix kom á markaðinn fyr- ir þremur árum varð strax mikil og almenn hrifning og eignaðist myndin fljótt stóran aðdáendahóp. Sá aðdá- endahópur hefur stækkað með tíman- um og spenningurinn varð strax mikill þeg- ar fréttist að verið væri að gera tvær framhaldsmyndir samtímis. Sú fyrri er loks komin á hvíta tjaldið. Það eru sömu ofur- hetjur sem eru til staðar og í fyrri myndinni. Neo (Keanu Reeves), Trinity (Carrie-Anne Moss) og Morpheus (Laurence Fishbume) Kvikmyndagagnrýni Bíófrumsýningar: Örlög mannkyns, skýjum ofar og töfrabúöingur Matrix Reloaded Keanu Reeves, Carrie-Anne Moss og Laurence Fishburne eru aftur komin meö sólgleraugun og takast á viö vélherinn. eins og hún á eftir að kynnast. Hún fær aðeins vinnu til að byrja með hjá litlu flugfélagi sem flýgur á milli tveggja smáborga. Donna fer síðan á nám- skeið þar sem er heldur betur líf í tuskunum og smátt og smátt fer eitthvað af draumum hennar að rætast. Það eru margir þekktir leikarar sem eru í minni hlutverkum. Má þar nefna Christine Applegate, Kelly Preston, Mark Rufolo, Candice Bergen og Mike Myers, sem leikur leið- beinanda á námskeiðinu. halda áfram að berjast gegn vélhern- um með ótrúlegum hæfileikum sínum og vopnum. í för þeirra til að bjarga mannfólki frá útrýmingu fá þau betri innsýn í hvernig „Matrixinn" er byggður og hlutverki Neos i örlögum mannkyns. Auk þeirra Moss, Reeves og Fish- burne er Hugo Weaving mættur aftur í hlutverk höfuðóvinarins. Nýir leik- arar eru meðal annars Jada Pinkett Smith, Monica Bellucci, Lambert Wil- son og Harold Perrineau jr. View From the Top Ef einhvern langar í flugferð þar sem Gwyneth Paltrow er flugfreyja þá er tækifæri til að upplifa það í View From the Top. Leikur hún Donnu Jen- sen, smábæjarstúlku með drauma um að verða flugfreyja á fyrsta farrými. Er hún tilbúin að gera hvað sem er til að láta draum sinn rætast. En að láta drauma sína rætast getur verið erfitt Töfrabúðingurinn Töfrabúðingurinn (The Magic Pudding) er áströlsk teiknimynd sem hér verður sýnd með íslensku tali. Um er að ræða kvikmynd sem gerð er eft- ir klassísku ævintjri og settu Ástralar mikinn metnað í myndina og fengu aðalinn í ástralskri kvikmyndagerð til að tala inn á myndina. Má þar nefna Geofrey Rush, Jack Thompson, Hugo Weaving, Sam Neill og Toni Colette. Til að leika aðalhlutverkið, Albert töfrabúðing, leituðu þeir út fyrir land- steinana og fengu sjálfan John Cleese til að túlka þessa skemmtilegu per- sónu sem ekki aðeins bakar það besta heldur er gædd töfrakrafti. Eins og áður segir er myndin sýnd hér með íslensku tali og það er Björg- vin Franz Gíslason sem talar fyrir Al- bert töfrabúöing. Aðrir sem ljá raddir sínar eru Guðjón Davíö Karlsson, Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Víkingur Krist- jánsson og Stefán Hallur Stefánsson. -HK Regnboginn/Laugarásbíó - A Man Apart 'k'L. Ospennandi speimumynd Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Nýstimið Vin Diesel leikur fíkni- efnalögguna Sean Vetter í hefndar- spennumyndinni, A Man Apart. Hann er í sérstaklega töff deild inn- an löggunnar í Los Angeles þar sem eingöngu eru menn sem hafa sjálfír verið óþekkir götustrákar og eru þess vegna sérdeilis vel til þess hæf- ir að uppræta smyglhringi. Vetter hefur ásamt félögum sín- um elst við eiturlyfjabaróninn Memo (Geno Silva) í sjö ár en í upp- hafi myndar nær hann honum loks- ins á búllu í Tihuna í Mexíkó og kemur honum bak við lás og slá í Ameríku. Að þessu sjö ára dags- verki loknu fer hann heim og kyss- ir konu sína blíðlega því Vetter er, þrátt fyrir uppblásna vöðva og byssuleikni, vænsti maður sem sést best á því að hann er góður við böm og dansar salsa viö konuna sína á ströndinni þegar sólin er að koma upp. En hann steig sigurdansinn að- eins of snemma því eiturlyfjabrans- inn er eins og marghöfða skrímsli um leið og eitt höfuð er skilið frá búk birtist annað. Á meðan Memo situr í amerísku fangelsi tekur ein- hver, sem kallar sig Diablo, yfir starfsemi hans og gerir sér lítið fyr- ir og drepur eiginkonu Vetters. En það hefði hann augljóslega ekki átt að gera því Vetter er ekki í skapi til að fyrirgefa heldur leggur hann af stað í blóði drifna hefndarfór. Söguþráður A Man Apart er gegn- sær og fá atriði koma á óvart. Sam- tölin eru stirð og oft kjánaleg og per- sónumar einhliða. Leikstjórinn hef- ur greinilega séð annmarka hand- ritsins og reynir að skapa spennu með yfirdrifnu ofbeldi en tekst ekki. Löggutöffari Vin Diesel í hlutverki fíkniefnalögg- unnar Seans Vetters. Vin Diesel á að sýna breiðari leik hér en t.d. í XXX, því hann á að gera meira en að hnykla vöðva og höggva mann og annan. Konumissirinn á að fá verulega á hann en Diesel tekst ekki að vera sannfærandi sem syrgj- andi maður þrátt fyrir kalt starandi augnaráðið út á hafið, sígarettuna og míní-viskíflöskuna, sem mér faxmst reyndar svolítið væskilsleg. Það er fátt leiðinlegra en óspenn- andi spennumynd og aðeins hörð- ustu aðdáendur Diesels hefðu gam- an af blóðugum uppátækjum hans í A Man Apart. Leikstjóri: F. Gary Gray. Handrit: Christian Gudegast & Paul Scheur- ing Kvikmyndataka: Jack N. Green. Aöalleikarar: Vin Diesel, Larenz Tate, Steve Eastin, Timothy Olyphant, Jacqueline Obradors og Geno Silva.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.