Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 33 LEÁ Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritfttjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hœfilegt ranglœli? Nýju kosningalögin, sem kosið var eftir um síðustu helgi, hafa vissulega lagað gamalt og úr sér gengið kerfi sem var í engu samræmi við byggðaþróun síðustu áratuga. Með breytingunni var atkvæðavægi jafnað yfir landið en því fer þó enn þá fjarri að hver kjósandi á landinu hafi eitt at- kvæði. Enn er það svo að kjósendur víða úti á landi eru áhrifameiri en kjósendur á fjölmennustu stöðum landsins. Þetta er talsvert óréttlæti eins og fram kom í blaðinu í gær. Átta þingmannsefnum er beinlínis haldið úti í kuldanum. Samkvæmt athugun blaðsins hallar einna helst á fram- bjóðendur í nýju Suðvesturkjördæmi, sem reyndar er fjöl- mennasta kjördæmi landsins með nálega fimmtíu þúsund manns á kjörskrá. Útreikningar benda til þess að nýja kosn- ingakerfið hafi þingsæti af fjórum frambjóðendum á þessu nágrannasvæði Reykjavíkur. Sjálf höfuðborgin ber einnig skarðan hlut frá borði en þar vantar tvo þingmenn í hvoru kjördæmi upp á að réttlætinu sé fullnægt. Að sama skapi hefði þingmönnum úti á landi átt að fækka. Alþingi leitast við að setja réttlát lög og fylgja því eftir að jafnræðis sé gætt í landinu. Alþingismenn og aðrir sem unnu að gerð nýja kosningakerfisins vissu sem var að nýju lögin, sem kosið var eftir á laugardag, myndu aldrei jafna vægi atkvæða að fullu. Svo virðist sem að með nýju lögun- um hafi átt að breyta óhæfilegu ranglæti í hæfilegt ranglæti. Það er athyglisvert að löggjafmn skuli ekki hafa viljað ganga lengra í réttlætisátt en svo að átta prósent þingheims fái inni vegna meðvitaðrar og samþykktrar skekkju. Ef misskiptingu atkvæðanna hefði verið eytt að fullu hefðu þingmenn hreyfst til innan flokka. Þrír þingmenn Samfylk- ingarinnar úti á landi hefðu setið heima en jafnmargir fram- bjóðendur flokksins suðvestanlands, þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, heföu komist að. Ásta Möller, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefði komist að á kostnað Einars Odds Kristjánssonar og Siv Friðleifsdóttir hefði tekið með sér tvo nýja þingmenn í Kraganum ef réttur kjósenda hefði verið jafn. Konum hefði fjölgað um þrjár á þingi. Hvers eiga kjósendur á suðvesturhorninu að gjalda? Hvaða réttlæti er fólgið í því að draga stórlega úr valdi þeirra á kjördag en færa öðrum ofríki? Núverandi kjör- dæmaskipan felur í sér að munur á vægi atkvæða eftir kjör- dæmum er enn þá meira en tvöfaldur. Kjósendur á bak við hvert hinna 11 þingsæta Suðvesturkjördæmisins eru 4.441. Á bak við hvert hinna 10 þingsæta Norðvesturkjördæmisins eru hins vegar aðeins 2.122 kjósendur á kjörskrá. Hlutfallið þama á milli er 2:1. Er það hæfilegt ranglæti? Það er talsverð ofrausn að úthluta fámennasta kjördæmi landsins fjórum þingmönnum sem engin inneign er fyrir og að sama skapi talsvert óréttlæti að hafa jafnmarga þingmenn af Suðvesturkjördæminu. Norðvesturkjördæmið á í reynd aðeins kröfu á sex þingmönnum en ekki tíu eins og nýja kosningalöggjöfm færir þessum hluta landsins. Það segir líka talsverða sögu um varfærni löggjafans að misvægið á milli þessara tveggja kjördæma verður ekki leiðrétt meira við næstu kosningar en sem nemur einum þingmanni. Þær raddir hafa heyrst að nokkurt misvægi atkvæða sé eðlilegt og réttmætt, meðal annars sakir þess að kjördæmin úti á landi séu erfið yfirferðar og öll þjónusta við kjósendur sé þar af leiðandi frekari á fé, menn og tíma. Þetta sjónarmið leitar uppi þær röksemdir að hæfilegt ranglæti eigi á stund- um við í samfélaginu. Og rökin eru ef til vill einkum þess eðlis að fólk úti á landi þurfi öðrum fremur á þingmönnum sínum að halda. Með svipuðum rökum má halda því fram að misjöfn lög eigi að gilda á ólíkum stöðum á landinu. Sigmundur Ernir Skoðun Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor 1 stjórnmálafræöi Kjallari flutti hverja æsingaræðunni af annarri fyrir Samfylkinguna í kosningabaráttunni. Hann hafði fullan rétt til þess, en getur ekki ætlast til þess, að aðrir beri sama traust til Borgarfræðaseturs og ella. Hefur fátækt aukist? Stefán Ólafsson var raunar ann- ar tveggja prófessora í Háskóla ís- lands, sem beitti sér einna harka- legast í kosningabaráttunni. Hann kom hvað eftir annað í sjónvarp og aðra fjölmiðla og réðst á ríkis- stjómina fyrir það, að fátækt hefði hér aukist. Þegar nánar var að gáð, kom í ljós, að hann notaði sérstakt fátæktarhugtak. Það er, að fátækt fólk sé það, sem sé með lægri tekj- ur en nemur helmingi meðaltekna. Þetta merkir, að fátækt í skilningi Stefáns Ólafssonar eykst, ef ríkasti maður heims, Bill Gates, sest til dæmis að á íslandi, því að þá hækka meðaltekjur, án þess að tekjur tekjulægsta hópsins hækki nauðsynlega. Þetta merkir líka, að fátækt minnkar, ef tíu ríkustu ís- lendingarnir - Jón Ásgeir Jóhann- esson, Ingibjörg Pálmadóttir, Björgólfur Guðmundsson og fleiri auðmenn - ákveða að flytjast frá ís- landi, því aö þá lækka meðaltekjur, án þess að tekjur tekjulægra hóps- ins lækki umsvifalaust. Allir sjá, að þetta hugtak mælir í raun ekki fátækt í venjulegri og hversdags- legri merkingu orðsins. Fátækt er í hugum flestra skortur á lífsgæðum. Þegar Stefán Ólafsson kom fram í fjölmiðlum og sagði í sorgartón, að fátækt heföi aukist á íslandi, var hann aðeins að segja, að meðaltekj- „Þeir tóku flókin fyrírbæri eins ogfátækt, skattbyrði og lífskjör, smíðuðu eigin mœlikvarða til þess að reyna að sýna, að fátœkt hefði aukist, skattbyrði þyngst og lífskjör ekki batnað eins mikið og tölur sýna, og kölluðu síðan á fjölmiðla til að kynna þennan boðskap. “ ur hefðu aukist hraöar en tekjur skiptir mestu máli, að tekjur tekju- almennings hafa snarbatnað, eins tekjulægsta hópsins. Það er ekki lægsta hópsins hafa aukist talsvert og allir vita og sjá. Hér er minni fá- einu sinni víst, að það sé rétt. Hitt síðasta áratuginn. Lífskjör íslensks tækt en víðast annars staðar í heiminum og líka jafnari tekju- skipting. Þegar Stefán Ólafsson sagði op- inberlega í sama sorgartón, að vel- ferðinni íslensku væri ógnað, var hann í raun að segja, að ýmsir, sem þurfa lítt eða ekki á opinberri aðstoð að halda, væru að missa bótarétt, vegna þess að hann er tekjutengdur. Stefán virðist vilja stofna svipað velferðarkerfl á Is- landi og Svíar hafa búið við ára- tugum saman, en eru nú að hverfa frá. í því hafa allir sama rétt á vel- ferðaraðstoð nánast óháð því, hvað þeir hafa í tekjur. Ég er hins vegar andvígur félagslegri aðstoð við fullfrískt fólk. Þeir einir eiga að fá aðstoð frá opinberum aðil- um, sem þurfa á henni að halda. Og þeir eiga að fá rausnarlega að- stoð, enda höfum við sem betur fer ráð á því. Hafa lífskjör ekki snarbatnað? Hinn prófessorinn í Háskóla ís- lands, sem beitti sér hvað kapp- samlegast í kosningabaráttunni, var Þorvaldur Gylfason. Hann er kunnur að glannalegum fullyrðing- um. Hann sagði til dæmis í Fimm dálka frétt hér í DV 6. júlí 1994, að fjarstæða væri, að kreppunni væri lokið hér á landi. En henni var einmitt lokið sumarið 1994! Þor- valdur fjarstýrði furðulegum frétta- flutningi Kristjáns Más Unnarsson- ar af skattamálum á Stöð tvö í upp- hafi kosningabaráttunnar. Sam- kvæmt honum haföi skattbyrði ís- lendinga þyngst verulega síðustu ár þrátt fyrir skattalækkanir ríkis- stjómarinnar. Eitt dæmi þeirra Þorvalds var, Þaö er ekkert viö það aö athuga, aö háskólapró- fessorar hafi skoðanir á stjórnmálum og láti þær í Ijós opinberlega. Hitt ork- ar tvímælis, ef menn stjórna háskólastofnunum, sem sinna rannsóknum á stjórnmálum og eiga að vera óhlutdrægar, að þeir séu þá virkir í kosninga- baráttu einhvers eins flokks. Ég nefni sérstaklega tvö dæmi úr nýliðinni kosningabaráttu. Mar- grét S. Bjömsdóttir, forstöðumaður stofnunar Háskólans um stjóm- sýslu og stjómmál, sat morgun- fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, eins og sýnt var í sjón- varpi, þar sem kosningabarátta dagsins var skipulögð. Hún hafði fullan rétt til þess, en getur ekki ætlast til þess, að aðrir beri sama traust til þessarar stofnunar og ella. Stefán Ólafsson, forstöðumað- ur Borgarfræðaseturs Háskólans, að barnabætur hefðu verið skertar. Þegar nánar var að gáð, höföu sum- ir misst rétt á barnabótum, af því að tekjur þeirra höfðu hækkað. Það var aliur glæpurinn! Auðvitað er það umhugsunar- og áhyggjuefni, aö skattgreiðslur og bótaréttur eru hvort tveggja svo rammlega tekju- tengt, að skattbyrðin getur þyngst með auknum tekjum, jafnvel þótt skattar séu lækkaðir. En á yfirlýst- um jafnaðarmönnum eins og Stef- áni Ólafssyni og Þorvaldi Gylfa- syni að fmnast það óeðlilegt? Þótt Þorvaldur Gylfason kysi að taka tölur Efnahagssamvinnustofn- unarinnar í París trúanlegar óbreyttar um hlutfallslega skatt- byrði íslendinga, vildi hann um- reikna tölur sömu stofnunar um lífskjör. Honum og öðrum áróðurs- mönnum Samfylkingarinnar þótti óþægileg sú staðreynd, að lífskjör á íslandi eru samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum einhver hin bestu í heimi. Þess vegna ákvað hann að taka vinnutíma fólks og deila í tekj- ur þess. Þá hrapaði Island niður um nokkur sæti. Þessa niðurstöðu kynnti Þorvaldur sigri hrósandi í hverjum sjónvarpsþættinum af öðrum við þögn skilningsvana fréttamanna. En á þessum útreikningum Þor- valds eru margir gallar. Einn er sá, að ekki er til nein ein samræmd mæling á vinnutíma í einstökum löndum. Til dæmis eru sumarleyfi og kaffi- og matartímar sums stað- ar reiknaðir inn í, annars staðar ekki. Annar galli er sá, að íslend- ingar nota miklu skemmri tíma en langflestar aðrar þjóðir til að kom- ast inn í vinnuna. Erlendis tekur það iðulega einn til tvo klukkutíma að aka á vinnustað, hér oft aðeins tíu eða fimmtán mínútur. Það munar um minna. Aðalatriðið er þó, að Þorvaldur tók ekki aðrar töl- ur Efnahagssamvinnustofnunar- innar óbreyttar en þær, sem hon- ' um og Samfylkingunni hentuðu. Einfaldanir og lýðskrum Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason léku báðir sama leikinn í fjölmiðlum rétt fyrir kosningar. Þeir tóku flókin fýrirbæri eins og fátækt, skattbyrði og lífskjör, smíð- uðu eigin mælikvarða til þess að reyna að sýna, að fátækt hefði auk- ist, skattbyrði þyngst og lífskjör ekki batnað eins mikið og tölur sýna, og kölluðu síðan á fjölmiðla til að kynna þennan boðskap. En sannleikur þeirra var hálfur og þess vegna óhrekjandi lygi, eins og skáldiö kvað. Fátækt sem skortur á lifsgæðum * hefur minnkað, skattar hafa verið lækkaðir, og lífskjör á íslandi eru einhver hin bestu í heimi. Stefán og Þorvaldur mega eins og aðrir ís- lendingar hafa skoðanir á stjórn- málum. En Stefán hefði átt að gæta þess, að það leggur honum sérstak- ar skyldur á herðar, að hann er for- stöðumaður Borgarfræðaseturs, sé það vilji hans, að tekið sé mark á þessu setri. Og hann og Þorvaldur hefðu ekki átt að kynna boðskap sinn undir því yfirskini, að þetta -«r væru visindalegar niðurstöður. Þeir voru sekir um hræsni í kosn- ingabaráttunni. En við getum auð- vitað huggað okkur viö það, að hræsnin er sú virðing, sem lestim- ir sýna dygðunum. Sandkom sandkorn@dv.is Misstum a( he'imsviðbunði Á meöan heimsviðburður átti'sér staö á Keflavíkur- flugvelh síðdegis í gær sátu íslendingar í sextugsafmæli, létu sér fatt um finnast og tóku reyndar vart eftir þessu. Þeir voru uppteknir við afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í Borgar- leikhúsinu. Meira að segja Davíð Odds- Ummæli son forsætisráðherra skund- aði á fúnd þessa fyrrum erkióvinar í pólitíkinni. Á meðan þessu fór fram arkaði Hollywood-leikarinn Nicolas Cage um Leifsstöð og spúsa hans, Lisa Marie Presley, beið úti í einkaþotu þeirra á flughlaðinu við litla athygh íslendinga. Víst þykir að þau séu stórmóðguð yfir athyglis- skortinum og komi líklega aldrei aftur á þetta sker... Kjaftasaga „Ég hef sömuleið- is enga trú á kjafta- sögunni, sem geng- ur núna fjöllunum hærra, um að sjálf- stæðismenn geri það að kröfu sinni, gefi þeir Hahdóri eftir forsætisráðherraembættið, að framsóknarmenn slíti R-listasam- starfmu í borginni og að Bjöm Bjamason taki við sem borgar- stjóri.“ Jón G. Hauksson á Heimi.is BananatýOvekl „Kjaradómur er gott dæmi um ban- analýðveldi. Á sjálf- an kjördaginn hækkaði hann laun stórhvela ríkisins langt umfram aðra og heldur niðurstöð- unni leyndri fram yfir lokun kjörstaða. Vafalaust hef- ur dómurinn talið, að kjósendur væru ekki hæfir til að frétta af nið- urstööunni áöur en þeir greiddu at- kvæði. Það er sennilega rétt mat, en það er ekki hlutverk dómsins að framkvæma slíkt mat á hæfni kjósenda." Jónas Kristjánsson á Jónas.is Sátt hverra? „Þrátt fyrir aht vom það þó ekki of- angreind tíðindi sem gerðu mér sunnudaginn þung- bærastan, heldur hitt að formaður Samfylkingarinnar skyldi sjá ástæðu th þess að skella því framan í flokks- systkini sín að Ingibjörg Sólrún yrði ekki næsti formaður flokksins því hann ætlaði sér að halda áfram og um það væri sátt. Sátt hverra, með leyfi að spyrja? ... Þar sem Ingibjörg Sólrún er utan þings er alveg fjóst að best mun heyrast th hennar næstu misserin ef hún sest í formannsstól í flokknum." Siguröur Svavarsson í grein í Morgunblaöinu Heiöpíkjubpos „Ég er ekki frá því að það hafi ver- ið rangt að velja heiðríkjubros á for- mann Framsóknar. Hepphegra hefði verið aö blanda saman nokkrum brostegundum.“ Ásbjörn V. Þorgilsson á bb.is Söguleg augnaUik V 1 WÍ ■- H ' tfJJPl „Alls konar efni eru til í írak sem hœgt er að nota með stuttum fyrirvara, án mikillar þekkingar, til að framleiða hœttulegt eitur: sarín, tabún, sinnepsgas, sóman eða bara klórgas og blásýru sem framleiða má hvar sem er..." Sagan geymir söguleg augnablik sem varðað hafa veginn fram til dags- ins í núinu. Caesar sagði við Rúbíkonfljót: „Tening- unum er varpað." Síöan lagði hann til atlögu við Pompejus hinn mikla og hafði sigur. Þetta lásu böm í skólum, en þau áttuðu sig ekki flest hver fyrr en síðar hvaða þýðingu þetta hafði - mesta risaveldi sögunnar var í mótun og áhrif þess á menningu heimsins eru einstæð. Morðið á J.F. Kennedy 1962 er annað thvik, en enginn veit hvaða þýðingu það hefur þegar til lengdar lætur. N. Chamberlain forsætisráðherra taldi sig hafa náð friðarsamning- um við Hitler 1938 í Múnchen eft- ir innlimun Austurríkis - við heimkomuna veifaði hann hróðug- ur plaggi með undirskrift hans - allir vita að málin enduðu skelfi- lega. Nú hefur Múnchen komist á kortið á nýjan leik. Einstakar per- sónur geta með framkomu sinni og málarekstri á einstökum augnablikum valdið örlagaríkum afleiðingum th framtíðar og engin leið er að rekja mál th baka. Sérkennilegur skilningur M. al-Sahaf, talsmaður íraks- stjórnar fram á síðasta dag, hefur stimplað sig inn í söguna fyrir ótrúlega húsbændahohustu þegar hann lýsti ófórum óvinanna með síbylju sem átti enga fótfestu. Þetta er einmitt eitt af vandamál- unum, BNA lögðu engan trúnað á neitt sem kom frá írak. Fyrir 20 árum sagöi íraskur hershöfðingi skv. SIPRI (Sænska friðarstofnun- in): „Við höfum engin efnavopn notað og ég sver við guð að ég hef engin séð. En ef nota þarf slík vopn gegn óvini þá mun ég ekki hika við það.“ H. Blix, eftirlitsmaður SÞ í írak, átti ekki auðvelt verk. Honum var uppálagt að gefa aUs ekki upp framleiðanda eöa upprunaland ef hann yrði einhvers vísari. Ástæð- an er einfold: AUir aðalleikendur í. sjónarspili í SÞ örlagaríka daga í marsbyrjun hafa tekið þátt í sölu eiturefna og búnaðar th íraks. Þriðjungur um 60 fyrirtækja sem seldu írak efnabúnað á níunda áratugnum var þýskur. Hinir hafa einnig átt þátt í sölu búnaðar tU gerðar sýkla- og kjamorkuvopna. Auðvitaö er erfitt að skilgreina þátt BNA í þessu; eru það stjórn- völd á hverjum tíma, fyrirtæki eða braskarar? Sporin hræða í skýrslum frá SIPRI um efna- vopn sem beitt var í stríðinu við íran má sjá skelfilega lesningu. Þaö er skondið að hlustá á fólk tala þeim mun meira um efna- vopnahættu sem fyrirslátt sem það veit minna um hana - ef það feUst á hana þá er það sagt vera vegna þess að BNA hafi afhent þau. AUs konar efni eru til í írak sem hægt er að nota með stuttum fyrir- vara, án mikiUar þekkingar, til að framleiða hættulegt eitur: sarín, tabún, sinnepsgas, sóman eða bara klórgas og blásýru sem framleiða má hvar sem er úr sýaníði - hrá- efnin eru tU í flestum efnafyrir- tækjum. Hætta af eiturefhum stafar fýrst og fremst af viijanum og ætluninni að nota þau. Blix fann aldrei rjúkandi byssu í þeim efnum, hann fann púður hér og byssu þar ásamt hryUingi í forsög- unni. Að kjamvirku efnin hafi verið ætluð til orkuframleiðslu í írak, landi yfirfullu af olíu, er fá- ránlegur fýrirsláttur. í marsbyrjun flutti de ViUepin ræðu í SÞ og lagði sig aUan fram. Hann er þekktur í Frakklandi sem Neró og er maöur framkvæmda og slær um sig með oröapjatti og lát- bragði, gjarna með tilvitnunum í spekinga. Hann ætlaði að „impónera" heimsbyggðina með orðaflaumi um meiri tíma og betri leit. „Engin ástæða er tU að grípa tU vopna því unnt er að ná árangri án þeirra." Það má segja að aUt hafi veriö í lagi með ræðuna, nema að hún var haldin á röngum stað og á röngum tíma; hann átti sjálfur að fara tU Bagdad. Auövitað var BNA stork- að með ræðunni - þau voru búin að fá sig fuUsödd af endalausu buUi frá Bagdad; þess vegna var glapræði aö halda slíka ræðu. Múnchen á nýjan leik W. Scháuble, varaformaður kristUegra í Þýskalandi, segir að Schröder kanslari sé höfundur orð- anna fleygu sem öUu hrundu af stað: - „undir engum kringumstæð- um“. - Tíð samskipti Chiracs for- seta og kanslarans voru í lok janú- ar og ekki er ljóst hvernig mistök- in urðu. Eitt var að segja að Þjóð- verjar myndu ekki taka þátt í hern- aöi gegn írak og annað að bæta við orðunum skelfilegu. Þar með varð til samábyrgð á hótun neitunar- valds í SÞ og de ViUepin beitti henni. Síðan rottuðu sig saman Frakkar, Rússar og Þjóðverjar. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, segir í viðtali við Der Spiegel að lýðræði sé tU þess að menn geti tekist á og náð niðurstöðu og svo tekið nýjan slag. Já, einmitt það. Þetta er eins og að taka upp leik í skák. Á öryggisráðstefnu 8.2. í Múnchen gerði Fischer mikið úr tUlögu um aðra „lausn“ sem var engin lausn - enginn getur samið við Saddam. Rumsfeld varnarmála- ráðherra var Ula brugöið; Fischer hafði ekkert inngrip í faglega hlið málsins og með því að segja: „Ég er ekki sannfærður", stUlti hann upp eigin varfærni sem hindrun og storkaði einum gallharðasta og hæfasta fagmanni BNA. Auðvitað eiga menn að hafa sína sannfæringu en hver og einn verð- ur aö undirbyggja hana af ábyrgð og á viðeigandi hátt þegar um stór- mál er að ræða. Hver ber nú ábyrgð á því sem stríösaðUar eru feimnir við að ræða? 30-100 þ. her- menn lýðveldishersins og aðrir eru látnir eða týndir. Rætt er um sak- laust fólk, 100-150 konur og böm, en eru ungir menn, sem voru kall- aðir í herinn og áttu engan annan kost, ekki líka saklausir? Þótt ekki sé ljóst hvað gerst hefði ef samstaða um aðgerðir í Öryggisráöinu hefði náðst, t.d. meö þátttöku Arababandalagsins, er nú ljóst að þessi afleikur verður ekki tekinn tU baka. Margir Bretar hafa misst vUja tU að taka þátt í frekari samvinnu í Evrópu á annan hátt en um fríverslun. Þeim finnst braU Frakka og Þjóðveija vera glapræði sem hafi orðið að fleini í holdi EB og sem sýnt hafi hvernig eyði- leggja má SÞ. < ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.