Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 18
34 ____________________________________________FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 Skoðun dv Sigur Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Jón Bjarnason alþingismaöur Skoðun Það er ekki ofmælt að segja að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi fengið góða kosningu í Norðvesturkjördæmi. En flokkurinn jók fylgi sitt um liðlega 2% frá síðustu alþingis- kosningum og fékk kjördæmakos- inn þingmann. Munaði hársbreidd Vinstri grænir hafa náð á skömmum tíma að byggja upp öfl- ugt félagsstarf um allt kjördæm- ið. Kosningabaráttan var rekin á eigin málefnum en ekki á óhróðri um andstæðinginn. Á kosninga- skrifstofum víðs vegar um kjör- dæmið var líf og fjör þar sem svignuðu borðin undan bakkelsi og öðrum kræsingum, að ógleymdum hákarlinum frá Bjarnarhöfn. Raunar munaði ekki nema hársbreidd, eða liðlega 100 atkvæðum á landsvísu, að flokkurinn næði öðrum manni á lista, Áma Steinari Jóhannssyni, „Raunar munaði ekki nema hársbreidd, eða liðlega 100 atkvceðum á landsvísu, að flokkurinn næði öðr- um manni á lista, Áma Steinari Jóhannssyni, inn á þing og þannig hefði VG haldið sínum fyrri þing- mannafjölda óskertum. “ inn á þing og þannig hefði VG haldið sínum fyrri þingmanna- fjölda óskertum. Það var mikill styrkur fyrir VG og kjördæmið að fá Árna Steinar í framboð hér og skaði að hann skyldi ekki hafa náð kjöri eins og að var stefnt. En samt sem áður er bersýnilegt að Vinstri grænir hafa styrkt stöðu sína mjög í kjör- dæminu og byggt upp í öllum hlutum þess hvarvetna ferska og baráttuglaða liðssveit sem er reiðubúin til enn stærri átaka á næstu misserum Það mátti vera öllum ljóst að kjördæmabreytingin, þar sem slegið var saman þrem víðfeðmum kjördæmum í eitt og fækkað þing- mönnum úr 15 í 10, hlaut að skerpa átakalínur milli flokkanna. Tveir sigurvegarar Flug Frjálslynda flokksins með formanninn, Guðjón Arnar Krist- jánsson, í broddi fylkingar hafði einnig veruleg áhrif, ekki síst vegna þess að í mörgu höfðaði hann til hliðstæðra sjónarmiða og að hluta sömu kjósenda og Vinstri grænir. Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn eru því sigurvegarar í kjördæminu í þessum kosningum. Ég óska Frjálslynda flokknum til ham- ingju með glæsilegan kosninga- sigur í kjördæminu. Því miður tókst ekki að fella ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks. En gjörðir hennar á síðustu árum hafa reynst íbúum í Norðvesturkjördæmi þungar í skauti. Hvaö gerir Framsókn? Allar líkur benda til að sama ríkisstjómarmynstur verði áfram. Það verður fróðlegt að fylgjast með Framsóknarflokkn- um, sem boðaði fráhvarf frá einkavæðingu á almannaþjón- ustu, endurvakningu félags- hyggju og velferðarstefnu og hvemig hann fellur nú aftur í einkavæðingarfarið, sem hann studdi svo eindregið á síðasta kjördæmabili. Fyrir hönd framboðs Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi vil ég þakka öllum þeim mörgu sem lögðu hönd á plóg í þessum kosn- ingum og kjósendum flokksins fyrir öflugan og góðan stuðning. Tryggur stuðningsmaður? - „Þá hringlr bjöllum í hleruðum nútíma" Vondar hlerunarspurningar Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjórí skrífar: Þegar maður verður fyrir því í skoðanakönnun að vera spurður hvort maður sé tryggur stuðnings- maður þá hringir bjöllum í hleruðum nútíma. Sú tækni er framkvæmanleg, að hlera, sú tækni er framkvæmanleg, að brjótast í tölvukerfl, sú tækni er framkvæmanleg, að læða inn „tryggum stuðningsmönnum" í úrtak hjá aðilum sem gera skoð- anakannanir. Þetta er allt fram- kvæmanlegt ef skipulega er að staðið. En það er staðreynd að skipu- legar hleranir eru stundaðar af mörgum aðilum, m.a. glæpamönn- um, vítt og breitt um heiminn, en þeir sjálflr, sem eru þaulskipu- lagðir, nást ekki með hlerunum - kynferðisglæpamenn nást hins vegar með hlerun á Netinu, svo dæmi sé tekið. Röng spurning Vegna þessa þá er spumingin um hvort orðið „tryggur stuðn- ingsmaöur" sé óviðeigandi. Hler- „Ef skoðanakannari verð- ur fyrir rafrœnni árás, án þess að vita það, get- ur hann verið að minnka trú fólks á að það taki því að kjósa einhvem sem á þá ekki séns hvort sem er. Það er í eðli sínu kosningasvindl. “ ari getur skráð og hugsanlega not- fært sér það. Það er hins vegar ekki málið hvort „tryggir stuðn- ingsmenn" borði að meirihluta hafragraut á morgnana. Það kem- ur spá um kosningaúrslit ekkert við. Þess vegna eiga spumingar, sem ekki snerta kosningaúrslit beint, ekki að vera með í skoðana- könnunum. Og hafl einhver safn- að upplýsingum um „tryggð" þá er alltaf möguleiki á spillingu. Þess vegna eiga skoðanakann- anir að vera fastar við yfirlýst við- fangsefni og þeir sem hringja eiga að segja að upplýsingar sem gefn- ar eru séu ekki fullvarðar gegn hlerun. Ef skoðanakannari verður fyrir rafrænni árás, án þess að vita það, getur hann verið að minnka trú fólks á að það taki því að kjósa einhvem sem á þá ekki séns hvort sem er. Það er í eðli sínu kosn- ingasvindl. En fólki er ekki sagt frá því að upplýsingar sem það gefur séu ekki varðar fyrir hlerun. Það eru hins vegar einungis sér- stakir aðilar sem hafa þá aðstöðu í hlerun að hafa raddgreini til að þekkja þá. Sjálfur var ég kominn með slíkt þegar árið 1976, en það var dýr og erfíð tækni þá. Og orsökin var sú að ég held því fram að heimurinn gerist frekar en að hann sé. í stað- inn fyrir sjálfstæða hluti eins og massa, tíma, rúm og rafhleðslu, þá gerist hlutir af rúmi í framvindu sem tími er talning á og rafhleðsla sá þáttur gerundarfasa sem sam- hæfir það út á við, að nýsköpun eða eyðing fari ekki fram. - Er nema von að menn hvái og hleri og velti fyrir sér hvort það sé ein- hvers staðar kjamorka í þessu. ÞekRja ekki tíðarandann Gunnar Gunnarsson skrifar: Mér, sem almennum neyt- anda og matvælakaupanda hér á höfuðborgarsvæðinu, er í raun og sannleika farið að blöskra hve illa hefur verið haldiö á málum bænda i land- inu og að forsvarsmenn þeirra, allir sem-einn, skuli leyfa sér að fullyrða að það sé frelsinu að kenna hvemig komið er fyr- ir kjötframleiðslu og sölú þess- arar gæðavöru. Offramleiðsla kjöts er afleiðing frelsisins, seg- ir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, og meinar auðvitað oframleiðslu á kjúklingum og svínakjöti. Hann myndi vilja sjá verð á þessum tveimur kjöttegundum mun hærra en nú er, eitthvað í lík- ingu við lambakjötið. Formað- urinn virðist ekki skilja tíðar- andann; neysla á kjúklingum hefur farið fram úr öllum spám um neysluhefðir hér en það sáu menn þó þegar fyrir u.þ.b. áratug. Bændasamtökin áttu þá strax að aðstoða sauðíjárbænd- ur við að draga úr framleiðslu þeirra ásamt því að fækka milliliðunum sem eru orðinn baggi á framleiðslunni og koma í veg fyrir viðunandi skilaverð til bændanna sjáifra. Áttl aö sjá þróunina fyrir löngu. Enginn útundan á fyrsta fundi. Svapt-hvíta þingliðið Guðrún Kristjánsdðttir skrifar: í Mbl. sl. þriðjudag mátti sjá heil- síðu auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem allt nýja þingliðið var kynnt til sögunnar i svart-hvítri prentun. Kærar þakkir, stóð undir auglýsing- unni. Þetta minnti marga á aðra auglýsingu frá Samfylkingunni fyrir kosningar þar sem hún raðaði sam- an öllum forsætisráðherrum lýðveld- isins frá upphafi, mörgum myndum af sömu mönnunum saman (líklega til að stækka auglýsinguna í heila síðu; Samfylkingin hefur svo mikl- um peningum úr að spila!). Og neðst var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráðherraefninu, í lit. í auglýsingu Samfylkingarinnar sl. þriðjudag er Ingibjörg skilin út- undan. Hún þakkar ekki fyrir sig. Og ekki heldur allir hinir sem voru í framboði en töpuðu; þeim er haldið til baka eins og „óhreinu bömun- um“. Ingibjörg Sólrún mætir þó á fund með þingflokknum eftir kosn- ingar. Hún hefði því átt að þakka - eins og hinir. Guðjón Guðmundsson skrifar: Enn er rekstur RÚV til umræðu, og kannski sem aldrei fyrr, einfald- lega vegna þess að það getur ekki gengið lengur að reka Ríkisútvarpið og allt þess batterí (meðtalið sjón- varp og dægurlagaútvarp) með millj- arðs króna tapi á 8 árum. Búiö er að „gefa heimild" til þess að reka RÚV með rúmlega 200 milljóna kr. tapi í ár! Og RÚV svarar með því að krefj- ast þess að losna undan lífeyrissjóða- skuldbindingum og að rjúfa tengslin við Sinfóníuna. Allir vita að þetta nægir ekki. Og landsmenn vUja losna undan beinni ánauö afnotagjaldsins. Eina vitið er að gera RÚV að sjálfs- eignarstofnun eftir að Sjónvarpið hefur verið lagt af. Nú er tækifærið; með nýrri ríkisstjóm sem bindur þetta í málefnasamningi sínum. Sameinaðir um skynsemisstefnu í launamálum? Kjarakjör efst á baugi Snorri Sigurðsson skrifar: Margir hafa átt bágt með sig eftir að Kjaradómur úrskurðaði um hækk- un launa tU æðstu embættismanna ríkisins. Ekki vegna þess að laun þeirra séu úr takti við tímann - þá sem fá mUdu hærri laun í stjómun- arstörfum emkageúans - heldur vegna þess að hér er gefinn upp bolt- inn fyrir mun hærri launakröfur á almennum vinnumarkaði þegar líður á árið. Og ekki nema eðlUegt. Ég hlýddi á forseta ASÍ í sjónvarpi sl. þriðjudagskvöld. Varla hafa orð ASÍ- forsetans vegið þungt í eyrum al- menns launafóUcs. Framkvæmda- stjórarnir fyrir Samtökum atvinnu- lífs og ASÍ, þeir Ari Edwald og Gylfi Arnbjömsson, vom mun áheyrUegri og mæltist vel í Kastljóssþætti Sjón- varps sama kvöld. Þeir töluðu mannamál og gagnrýndu harðlega framkvæmd hinna nýju „kjarakjara" helstu ráðamanna landsins. Óskandi að þeir samemist um raunhæfa skyn- semisstefnu í launamálum þegar kemur tU þeirar kasta, á fundum með stjómvöldum. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.